Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Vísir. Mánudagur 21. október  1974.
Vlsir. Mánudagur 21. október. 1974.
Nú var ólíkt
betur dœmt
„Þessi leikur var eins harður og fyrri leik-
urinn, en hann var bara óllkt betur dæmdur
af þessum norsku dómurum en af þessum
dönsku, sem við fengum þá", sagöi Birgir
Björnsson þjálfari FH eftir leikinn.
„Ég er ánægöur með ao komast áfram en
ekki neitt sérlega ánægður meö leikinn hjá
strákunum. en þetta er gott, þegar þess er
gætt, ao viö gátum ekki notað bræöurna Ólaf
og GunnarEinarssyni, en það var mikil blóð-
taka fyrir okkur.
Nú biöur inaour bara spenntur eftir þvl að
vita, hvaða lið við fáum I næstu umferð. í<:g
vona, að það verði belglsku meistararnir, en
þeir fengu þá ensku I 1. umferð og hljóta að
hafa unnið þá. Lið úr austurblokkinni vildi ég
helzt ekki fá fyrr en I þriðju eða fjórðu um-
ferð, en þá verðum við Hka komnir I gott
form".
FH er allt of
einhœft lið!
,,Það var meiri handbolti I þessum leik en t
þeim fyrri, sem var einn grófasti leikur ,
sem ég hef séð um dagana" sagði bezti mað-
ur SAAB I leiknum á laugardaginn, mark-
vörðurinn Hans Jonsson, sem hefur leikið 26
sinnum I sænska landsliðinu.
,,En við vorum aðeins með hálft lið og get-
um ekkert þannig. Við sýndum það I fyrri
leiknum, sem við áttum að vinna með fimm
mörkum, ef allt hefði verið I lagi; I þessum
leik og I fyrsta Ieiknum I deildinni um slðustu
helgi, en þá töpuðum við fyrir Hellas 17:12.
FH er ekki eins gott lið og ég reiknaði með.
Við hefðum leikið okkur að þvl með þessu
hálfa liði ef það hefði ekki haft Geir Ilall-
steinsson. Það hefur enga linumenn og mjög
slaka markmenn, en góðar skyttur fyrir ut-
an. Það er of einhæft I nútlma handknattleik.
Þessir dómarar voru betri en I fyrri leikn-
um —en samtekkinógu góðir. Það er hart að
fá á sig 3—1 mörk, sem greinilega eru á Hnu.
En ég kenni þeim samt ekki um tapið þvl að
þessu má maður alltaf búast við. En það er
eitt, sem ég öfunda ykkur af hér á lslandi,
það eru áhorfendurnir — þeir eru stórkost-
legir I einu orði sagt og þeir skemmtilegustu
sem maður spilar fyrir".
Léku of mikið
með
munninum!
„Viö höfðum frétt af fyrri leiknum og séð
fyrirsagnir úr sænskum blöðum I blöðunum
hér og bjuggumst þvi við hinu versta" sögðu
norsku dómararnir John Hugo Larsen og öi-
vind Bolstad, sem ' báðir hafa margsinnis
dæmt áöur hér á landi.
„En þetta var ekki svo hroðalega erfitt,
þótt svo að heitt hafi verið I kolunum. Við
reiknuðum með hörku og bjuggum okkur
undir það, en þetta var oft meiri leikaraskap-
ur en harka, sem menn voru að sýna, eins og
t.d. á lokaminútunum.
Það var ekki mikill handbolti I þessum leik
— allt of mikið fum og læti til að hægt sé að
telja þetta góðan leik. En.Islenzka liðið var
betra og það hélt sér á mottunni nær allan
timann.
Það var ekki með neitt röfl og aðfinnslur
eins og það sænska, sem spilaði meira með
munninum en höndunum og höfðinu. Ef
sænsku leikmennirnir hefðu hagað sér eins
og allir islenzku leikmennirnir — ekki verið
að láta okkur fara I taugarnar á sér og kenna
okkur um það, sem miður fór — hefði það
sigrað i þessum leik. Það einbeitti sér meir
að þvi en leiknum og féll á þvi."
Hann er hátt yfir öllum, hann Geir Hallsteinsson, þegar hann lætur þetta skot rlða af á SAAB-markið I
Evrópuleiknum á laugardaginn. Sviarnir voru sammála um, að þeir hefðu leikið sér aö FH I báðum
leikjunum.efGeirhefðiekkileikiðmeð — hann hefði komiöFH áfram. Ljósmyndir Bj.Bj....
ÍR í vandrœðum með ný-
liðana frá Snœfellsnesi
Annars fátt um merkileg úrslit í fyrstu leikjunum
í Islandsmótinu í korfuknattleik 1975
Stefán Bjarkason fyrrum leik-
maður með Val en nú leikmaður
með Njarðvlkum, skoraði fyrstu
stigin i Islandsmótinu i körfu-
knattleik 1975. Þau skoraði hann i
fyrsta leik mótsins, sem var á
milli UMFN og Armanns, sem
fram fór i tþróttahúsinu I Njarð-
víkum á laugardaginn.
Mótið var sett með ræðu for-
manns KKÍ, Einars Bollasonar,
en áður höfðu bæði liðin gengið
inn á leikvöllinh og fór fremstur
Ármenningurinn Birgir örn
Birgis með íslenzka fánann. Þetta
er 18. keppnisár Birgis i körfu-
knattleik, en hann hóf að leika
með meistaraflokki Armanns
aðeins 15 ára gamall, og 16 ára
gamall lék hann sinn fyrsta a-
landsleik.
Þrátt fyrir fyrstu körfuna
nægði hún Njarðvikingunum
skammt i leiknum við Armann.
Reykjavikurliðið, sem margir
telja að verði Islandsmeistari I ár.
náði fljótlega yfirhöndinni og
sigraði i leiknum með 16 stiga
mun — 78:62.
öllu meiri spenna var i leiknum
á eftir, en þar áttust við nýlið-
arnir i deildinni, Snæfell, sem er
eins og nafnið bendir' til af
Snæfellsnesinu, og ÍR. Snæfell-
ingarnir stóðu vel i IR-ingunum,
sem mega muna fifil sinn fegurri
i 1. deild. Þeir höfðu það samt af
að sigra nýliðana, þótt ekki væri á
sem glæsilegastan hátt, eða
aðeins með 5 stigum — 66:61.
Snæfellingarnir  léku  aftur  I
deildinni I gær, og mættu þá 1S i
íþróttahúsinu  á  Seltjarnarnesi.
Þar tókst þeim ekki eins vel upp
og á móti 1R — stúdentarnir
sigruðu með 21 stigs mun — 70:49.
Fjórði leikurinn i 1. deild um
helgina var leikur Vals og HSK og
lauk honum með stórsigri Vals-
manna, sem skoruðu 80 stig á
móti 54 stigum Skarphéðins-
manna.
Attunda liðið 11. deild — KR —
átti fri um þessa helgi, og einnig I
kvöld, en þá verður leikið i
Reykjavikurmótinu i Laugar-
dalshöllinni. Eigast þá m.a. við
Ármann og ÍS.
Einn mikilvægur leikur fór
fram i 2. deild um helgina. Fram,
sem sigraði i 3. deild i fyrra, lék
við Borgarnes, sem féll úr 1.
deild. Þeim leik lauk með f jögra
stiga sigri Borgnesinganna.
—klp
Umsjón: Hallur Símonarson
FHhofði
komst í
2. lotu Evrópumótsins!
Marði tveggja marka sigur gegn sœnsku meisturunum Saab — Viðar og Geir
skoruðu f jórtán af sextán morkum FH í leiknum
FH hafði það af að
merja sigur gegn sænsku
meisturunum SAAB í síð-
ari leik iiðanna í Evrópu-
keppninni í handknattleik,
sem fram fór í Laugar-
dalshöllinni á laugardag-
inn. Munurinn í þeim leik
var tvö mörk og nægðu
þessi tvö mörk FH-ingum
til að komast áfram í
keppninni með saman-
lagða markatölu 36:35.
Það hefði nægt þeim að sigra
með einu marki i siðari leiknum
— þá hefðu þeir komizt áfram á
betri markatölu, eða fleiri mörk-
um skóruðum á útivelli, en ef
jafntefli hefði orðið I þessum leik
hefði SAAB komizt áfram.
Leikur FH var langt frá þvi að
vera glæsilegur og Htið var það
betra hjá Sviunum, sem voru með
háll't lið að þeirra eigin sögn.
Varnarleikur FH var langt frá þvi
að vera góður — markvarzlan Htil
sem engin, nema á fyrstu mlnút-
unum — og sóknin einhæf.
FH-ingar skoruðu 16 mörk i
Bœði spjðldin
á loft í fyrsta
leiknum!
Körfuknattleiksmenn hafa
tekið upp þá nýbreytni nú I
sambandi við íslandsmótið I
körfuknattleik að láta
dómarana fá gul og rauð
spjöld til að nota á sama hátt
og ddmarar I knattspyrnu.
Er þetta gert til að reyna
að stemma stigu við
ólþróttarnannlegri fram-
komu körfuknattleiks-
iuaiiiia, en þeir hafa til þessa
verið ósparir á að láta
dómarana heyra I sér og þá
ekki sparað þeim kveðjurnar
frekar en aðrir.
Það þurfti heldur ekki
lengi að biða eftir þvi, að
fyrstu spjöldin færu á loft i
tslandsmótinu. Strax eftir
leik Armanns og UMFN,
sem var fyrsti leikur
mótsins, fékk þjálfari Njarð-
víkinganna að sjá spjöldin.
Fyrst fékk hann það gula, og
siðan það rauða strax á eftir.
Aganefnd KKl fær öll
„spjaldamál" til meðferðar
og mun dæma eftir svipuðum
reglum og Aganefnd knatt-
spyrnusambandsins. Þrjú
gul spjöld þýðir einn leikur i
keppnisbann og sömuleiðis
eitt rautt spjald. Með öðrum
orðum þýðir þetta fyrir
þjálfarann hjá UMFN, að
hann fær ekki að stjórna liði
sinu i næsta leik.    —klp
leiknum -- Sviarnir 14 — og af
þessum 16 mörkum skoruðu þeir
Geir Hallsteinsson og Viðar
Slmonarson 14 mörk, eða 7 mörk
hvor. Hin tvö mörkin skoruðu þeir
Jón Gestur og Sæmundur
Stefánsson.
Fleiri voru um bitann hjá SAAB
og þar var markvarzlan i allt öðr-
um gæðaflokki en hjá FH. 1
markinu stóð Hans Jonsson, sem
varði meistaralega hvað eftir
annað og var ásamt Geir bezti
maður leiksins.
Menn bjuggust við miklum
slagsmálum i þessum leik, eins
og i fyrri leiknum, en mjög góðir
dómarar — Norðmennirnir John
Hugo Larsen og Oivind Bolstad —
héldu leikmönnum i skef jum með
ákveðnum dómum og brottrekstri
af velli. Alls visuðu þeir 4 FH-ing-
um út af fyrir grófan leik, en 3
Sviar fengu að kæla sig.
Leikurinn var harður, en ekki
teljandi grófur. FH-ingarnir voru
harðari af sér og brutu oft hálf
klaufalega á mótherjunum, sem
kunnu betur að brjóta „pent".
Aftur á móti kunnu Hafnfirðing-
arnir betur að hemja skapið og
græddu tvimælalaust þessi tvö
mörk, sem þeir þurftu, á þvi. Svi-
arnir voru með eilifar kvartanir
og hefur það trúlega kostað þá
sigurinn — eða a .m.k. jafntefli — I
þessum mikilvæga leik.
Geir Hallsteinsson skoraði
fyrsta mark leiksins, en heldur
var fátt um mörk fyrstu mlnút-
urnar — staðan var 2:2, þegar 17
minútur voru búnar af leiknum. A
siðustu minútum hálfleiksins
færðist svolitið fjör i markaskor-
unina, en þá breyttist staðan úr
5:5 I 9:6 fyrir FH.
Sviarnir skoruðu 3 fyrstu mörk-
in I siðari hálfleik og jöfnuðu þar
með i 9:9, en þeir Viðar og Geir
komu FH aftur yfir og sáu um
það, að sænsku meistararnir
næðu 'aldrei forustunni. Þeir náðu
að jafna 11:11 og 12:12, en FH
komstl 14:12 og svo 16:13. Sviarn-
ir áttu slðasta markið i leiknum —
þeirra 14. mark — og á slðustu
sekúndunni áttu þeir gullið tæki-
færi, en Hjalti Einarsson, sem lék
sinn 400. leik með FH, varði þá
glæsilega — og I eina skiptið I slð-
ari hálfleiknum.
Eins og fyrr segir skoruðu þeir
Geir og Viðar 14 af 16 mörkum FH
i leiknum. Skottilraunir þeirra
vpru margar, sérstaklega þó hjá
Viðari, sem var með mjög slæma
útkomu — liklega þá verstu sem
hann hefur átt um dagana. Hann
hefur varla verið með undir 20
skottilraunir, þar af 4 vlti, sem
gáfu 3 mörk.
1 vörninni bar Gils Stefánsson
af öðrum FH-ingum og notaði
hraustleg tök Svlanna eins og i
fyrri leiknum. Voru þeir sýnilega
hálfhræddir við hann og vildu
helztvera á öðrum staö I vörninni
en þar sem hann var.
Mörk Svianna i þessum leik
skoruðu: Bo Lennart Persson 5,
Lars Jonsson, Per Ove Anders-
son, Greger Larsson og Jan Jons-
son 2 mörk hver og Jan-Ake
Fredrikson  eitt mark. Mörk FH
skoruðu: Geir Hallsteinsson 7,
Viðar Simonarson 7, Sæmundur
Stefánsson 1 og Jón Gestur 1.
-klp-
Við erum
beztu vinir
„Ég hef aldrei heyrt um það
áður, að leikmenn I handknatt-
leik hafi verið dæmdir I keppn-
isbann af alþjóðasambandinu
fyrir grófan leik," sagði sænski
leikmaðurinn Leif Olsson, sem
var ásamt ólafi Einarssyni
dæmdur I keppnisbann fyrir sið-
ari leik FH og SAAB i Evrópu-
keppninni.
„Þetta var smáslagur á milli
okkar I fyrri leiknum og liklega
báðum að kenna. En hann gaf
samt ekki tilefni til að setja okk-
ur i Ieikbann, frekar en margt
annað, sem skeði i þeim leik og
öðrum leikjum, sem ég hef tekið
þátt I.
Við erum góðir vinir eftir
þetta — þekkjumst liklega enn
betur fyrir vikið og höfum báðir
Haukar
í úrslitl
Haukar tryggðu sér rétt til að
ieika til úrslita I meistaraflokki
karla I Reykjanesmótinu I hand-
knattleik með þvi að sigra Akur-
nesinga.....þeir eru nú ekki af
Reykjanesinu! - 34:14 I slðasta
leik sinum I a-riðli mótsins, sem
fram fór I gær.
önnur úrslit þá urðu þau, að FH
sigraði tBK 20:7 og Breiðablik
sigraði Stjörnuna 16:13. Ein
umferð er eftir I m.fl. — fyrir utan
úrslitaleikinn — og fer hún fram
n.k. sunnudag. Þá leikur Grótta
við tBK I b-riðlinum, og ef Grótta
sigrar I þeim leik, verður úrslita-
leikurinn á niilli llauka og Gróttu,
en ekki Hauka og FH eins og allir
höfðu reiknað með.
—klp
Dómarafundur
Handknattleiksdómarafélag
Reykjavikur heldur aðalfund sinn
i Valsheimilinu i kvöld og hefst
hann kl. 20.30.
Stjórnin.
Gaman vœri að fó
Árósa-KFUM nœst!
— segir Geir Hallsteinsson í sambandi við Evrópukeppnina
„Það var hálfgerð tauga-
veiklun I þessum leik hjá ðkkur,
og hann var langt l'rá þvl að
vera góður," sagði Geir Hall-
steinsson, er við töluðum við
hann eftir leikinn við SAAB.
„Við vorum hræddir, þegar
við sáiim, að Gunnar Einarsson
gat ekki leikið vegna meiðsla,
sem hann hafði orðið fyrir
kvöldið fyrir leikinn, og svo sló
markvörðurinn þeirra okkur al-
veg út af laginu með að verja ó-
trúlegustu skot.
Þeir spiluðu lika skynsamlega
með þennan litla mannskap,
sem þeir höfðu, og fengu ótrú-
lega  mikið út úr honum.  En
þetta er áð koma hjá okkur, og
við verðum sterkari og sterkari
með hverri viku."
— Hvaða lið ég vildi helzt fá
sem mótherja I næstu umferð?
„Mér er sama hvað við fáuiii,
en þó held ég, að það gæti orðið
gaman að fá dönsku meistarana
Arhus KFUM."
fv^i

*•

\
í^h.
x.
lV
*S?
\
mr»
gaman af þvi að hafa brotið
þetta blað I sögu handknatt-
Ieiksiþróttarinnar.
Við I SAAB héldum, að við
kæmumst áfram, þegar við
fréttum, að við ættum að leika
við FH I 1. umferð keppninnar,
en við verðum nú að sætta okkur
viö að vera slegnir út. Það hefði
|«-
aldrei gerzt, ef við hefðum haft
fullt lið og jafnvel ekki, ef þið
hefðuð ekki haft Geir Hall-
steinsson. Hann sá um að koma
FH álrain og er þvl ekki neitt
undarlegt, þótt menn segi hann
einn bezta handknattleiksmann
heims —ég er a.m.k. sammála
þvl."
NYTT TOLUBLAÐ
KEMUR ÚT í DAG
EFNI M.A.:
„PJÖTLURNAR"
•
CHANGE
HEIMSÓTTIR
SAMÚEL í SOHO
SAMÚEL Á
ÓLAFSVÖKU
Frásögn íslendings,
sem lék í kvikmynd,
þar sem
Burt Loncoster
lék Móses...
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20