Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						308
LESBÓK MORGUNBLAÐSIN8
Berta von Suttner og
friðarverðlaun Nobels
Rjett um það leyti, sem
núverandi styrjöld braust
út, voru liðin 25 ár frá því
hin fræga skáldkona Berthíi
von Suttner andaðist, og 50
ár frá því bók hennar „Nið-
ur með vopnin" kom út,
bókin. sem festi nafni'ð
„Priðar-Bertha" við skáld-
konu þessa.
Friðar-Bertha" fæddist í Prag
þ. 9. júní 1843. Hún var
dóttir Kinsky greifa, sem var
hershöfðingi, og í móðurætt var
hún skyld frelsisskáldinu mikla
Theodor Körner. Hún f jekk ágætt
uppeldi, sem sæmdi dóttur greifa
og hershöfðingja. Á unga aldri
var hún mjög dáð stúlka, ekki
aðeins vegna fríðleika síns, en
einnig vegna' gáfna sinna og
mentunar.
Það var mjög snemma, sem hin
unga fegurðardrotning varð fyrir
skáldlegum, en um leið raunaleg-
um ástamálum. Hún trúlofaðist
Adolf prins af Wittgenstein, sem
var jafnaldri hennar. Hann er
sagður hafa verið eins ástúðleg-
ur í umgengni eins og hún og
hafði einnig áhuga fyrir hljóm-
list. Á ferð til Ameríku dó hann
skyndilega um borð í skipinu og
var líkinu hent útbyrðis.
Eftir margra ára sorg, yfir
hinu skyndilega fráfalli prinsins,
trúlofaðist hin unga greifadóttir
á ný. Foreldrar hennar voru mjög
á móti þessari trúlofun, en þrátt
fyrir mótbárur þeirra, fekk hún
og Grindaccar von Suttner vilja
sínum framgengt og giftust þau,
enda þótt að framtíðarhorfur
þeirra væru ekki glæsilegar.
Til þess að losna við ættingja
sína, fluttu þau búferlum til
Kákasus. Eftir mikla erfiðleika
hepnaðist þeim að ná í atvinnu.
Suttner starfaði sem húsasmíða-
meistari, en hún veitti kenslu í
málum og hljóðfæraslætti. Til þess
að fá aukatekjur fóru þau bæði
að skrifa, hann einkanlega smá-
Bertha von Suttner.
sögur með þáttum úr lífinu í
Kákasus, og hún það sem maður
nú myndi kalla „ekta kvenna-
skáldsögur". Ritstörf þeirra urðu
svo arðsöm, að þau gátu snúið
aftur heim, og lifað þar eins og
stöðu þeirra sæmdi. Hún sökti sjer
nú niður í að kanna nýtísku heim-
spekilegar bókmentir. og varð
sanntrúuð á öryggi framfaranna,
eins og sjest líka í bók hennar
„Framfarafyrirlestrar á vorum
tímum". Þar sjest hin mikla hrifn-
ing hennar af hinum verkfræði-
legu framförum — en reyhsla
þessarar hálfrar aldar hefir sýnt
að hún hefir verið of bjartsýn.
Að hin ímyndaða framtíð, sem
hún sá, mundi reynast sönn, var
hún altaf viss um. En alvarleg-
ustu fyrirstöðuna sá hún einnig,
og það var stríðið. Til þess að
vinna sem mest gegn styrjöldum,
stofnaði hún bæði austurrískt og
alþjó'ða friðarfjelag, en starfsemi
þeirra fekk mikinn stuðning af
því, hve vel bók hennar, „Niður
með vopnin", var tekið, þegar hún
kom út árið 1889. Hún var þýdd
á mörg tungumál og aðeins á
þýsku kom hún út í fjörutíu út-
gáfum, þangað til nazistar bönn-
uðu  hana.
Það sjest greinilega að aðalper-
sónan í bókinni „Niður með vopn-
in" er rithöfundurinn sjálfur, þótt
hún hafi breytt um nafn og heiti
þar Martha í staðinn fyrir Bertha.
I upphafi bókarinnar er hún mjög
óstýrilát ung stúlka af tignum
ættum, greifa- og herforingjadótt-
ir, og er þess vegna svo hugfang-
in af sógum um afreksverk í
hernaði, að henni finst það mesta
ógæfa að vera ekki karlmaður, og
geta framkværat djörf afreksverk
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 305
Blašsķša 305
Blašsķša 306
Blašsķša 306
Blašsķša 307
Blašsķša 307
Blašsķša 308
Blašsķša 308
Blašsķša 309
Blašsķša 309
Blašsķša 310
Blašsķša 310
Blašsķša 311
Blašsķša 311
Blašsķša 312
Blašsķša 312