Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						6 íslenzlcir portretmálarar — Síðasti hluti
HALLDOR
PÉTURSSON
Þcaið hefur verið
munur að mála
portret ú
bðsroktimcinum
Halldór Pétursson í  vinnustofu siiini.
E,
•íf Ör1ygur Sigurðsson
málar fleiri portret en aðrir
hér á landi, má slá því föstu,
að Halldór Pétursson er næstur
í röðinni.
— Einkum er það í sambandi
við afmæli, að ég mála mynd-
ir, segir Halldór, — og aigengt
er það að fyrrverandi nemend-
ur einhvers skóla láti mála
mynd af kennurum eða skóla-
stjóra á einhverjum tímamótum.
—  Svo af því leiðir senni-
lega að þú hefur málað fleiri
portret af karlmönnum en kon-
um?
— Já, það er sja'dgæft að ég
máli konur, þó hefur það kom-
ið fyrir. Ég hef ekki eins mikla
æfingu í því og mér finnst erf-
iðara að mála ungt fóTk, sér-
staklega ungar stúlkur. Það er
afskaplega viðkvæmt verkefni.
— En þú lætur menn undan-
tekningarlaust sitja fyrir?
—  Já, ef þeir eru lifandi.
Það er ekkert vit í öðru. Stund
um taka menn þetta hátíðlega
og eiga það þá til að vera
uppstilltir og stífir, og ég segi
þeim þá að þeir eigi að vera
eðlilegir og hreyfa sig, en ekki
líkt og þeir væru komnir á
höggstokkinn. Hins vegar fær
maður stundum það verkefni
að mála menn, sem komnir eru
undir græna torfu, og þá verð-
ur að styðjast við ijósmyndir.
En ljósmyndir eru nú orðnar
svo mikið notaðar í nútímalist-
inni ásamt ýmiskonar tækni, að
enginn þarf að skammast sín
fyrir það. Aftur á móti fellst
ég ekki á að nota neinskonar
kópíeringu, eins og til dæmis
það að taka litmynd og varpa
henni síðan á léreftið. Mun-
urinn er sá, að Ijósmyndm
sýnir aðeins eitt augnablik, en
maður sem situr fyrir, sýnir
hreyf ingar, kæki, svipbrigði og
fleira sem gott er að þekkja,
jafnvel þótt maður noti það
ekki.
— Al'lir vita að þú þarft ekki
á neinum tæknilegum brögðum
að halda til að ná svip eins
og skopmyndasýning þín í Hlið
skjálf ætti að sanna. Þú virðist
einmitt hafa mjög næma til-
finningu fyrir svipeinkennum.
—  Ég held að það sé gott
fyrir portretmálara að kunna
skil á karikatúr, og þá lít ég
ekki þannig á, að karikatúr sé
niðrandi. Það er ótrúlega lengi
hægt að ýkja andlit, og það
heldur alltaf svipnum. Aftur á
móti er ekki hægt að fegra
neitt að ráði, þvi þá missir mað
ur svipeinkem.in. Annars máttu
ekki halda að ég máli karikat-
úr af mönnum, sem hingað koma
ti'l að sitja fyrir, ég er aðeins
að segja, að þessi sérstaki hæf i
leiki við skopteikningu, gerir
manni kleift, held ég, að komast
nær aðalatriðum persónuleik-
ans.
--r Viilja menn láta fegra sig?
— Nei, það hefur aldrei kom-
ið fyrir mig, að menn gerðu
slíka kröfu. Hins vegar eru
menn ekki alltaf dús við mynd-
ir af sjálfum sér, eins og al-
kunnugt er, enda hafa menn ó-
trúlega litla hugmynd um
hvernig þeir líta út.
Mér finnst mjög gaman að
mála portret, þó getur það ver-
ið misjafnt og ekki vildi ég
leggja það fyrir mig eingöngu.
Það eru líka dæmi þess, að
margir góðir portretmálarar
hafa gefizt upp, og kannski er
það vegna þess, að þeir lentu
í ákveðnum farvegi og gátu
ekki endurnýjað sig.
—  Sennilega er erfitt að
gera, svo öllum líki í portret-
málverki?
— Ég býst við því, og sum-
ir beztu portretmálarar heims-
ins, hafa raunar rekið sig á
það. Einn frægur amerískur
portretmálari, sem Zargent hét,
og mest van,n í Bretlandi, skil-
greindi portretmálverkið svo:
„Portret er málverk, þar sem
eitthvað er athugavert við
munninn."
— Þú hefur bakgrunninn yf-
irleitt svipaðan?
— Það fer eftir fyrirsætunni
sjálfri, og þeirri stemmningu,
sem maður vill fá i myndina,
og reyndar lika eftir því,
hvernig fyrirsætan skiptir lit-
um. Oftast hef ég sléttmálað-
an bakgrunn, einlitan að mestu,
eða með einstaka litbrigðum.
—  Svo eru flestir í dökk-
gráum eða bláum fötum?
— Já, fötin nú á dögum eru
okkur hinum svokölluðu portret-
málurum þyrnir í augum. Hugs-
aðu þór muninn á baroktíman-
um, parukkin, kragarnir, rauð
Framh. á bls. 10
EFTIR GISLA SIGURÐSSQN
Halldór  Pétursson:
Portret af  Jóni  Hermannssyni,
toll s :jóra.
fyrrum
Halldór  Pétursson:  Portret af Victori Gestssym, læKm.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
18. maí 1969
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16