Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 2
forsætisráðherra í Kanada Þegar Pierre Trudeau, forsætisráöherra i í Kanada, kom til valda, fyrir 10 árum, sat Lyndon Johnson enn á forsetastóli í Bandaríkjunum, Harold Wilson var for- i sætisráöherra Breta og Charles De Gaulle forseti í Frakklandi. Nú eru þeir báðir látnir Johnson og de Gaulle. Og farið aö styttast í þaö, aö Wilson dragi sig í hlé. Trudeau er aftur á móti aö búa sig undir fjórðu kosningabaráttuna, og þykir líkleg- I astur frambjóðenda til sigurs eins og áöur; er hann þó ekki nema fjórum árum yngri en Wilson. Aö vísu er margt breytt í Kanada frá því, að hann náöi fyrst kjöri, og nú horfir nokkuð öðru vfsi við. Nú eru erfiöir tímar þar vestra. Fjárhagur landsins er lágur. Atvinnuleysi hefur aldrei meira veriö — milljón manns á atvinnuleysisskrá um þessar mundir. Verðbólga er mikil, og gengi kanadíska dollarsins fer lækkandi. Ymis hneykslismál hafa gert stjórninni erfitt um vik, t.d. þaö þegar uþþ komst aö Riddaralögreglan, sem fræg er úr sögum, haföi stundaö innbrot, hleraö símtöl án leyfis og kúgað menn til sagna. Þá hafa aðskilnaöarsinnar í Quebec, undir forystu Réné Levesque, verið sambands- stjórninni óþægir. Og loks má telja, aö kominn er fram á sjónarsviðið stjórnmála- maður sem kann að veröa Trudeau hættulegur keppinautur um völdin. Þaö er flokksbróðir hans og heitir Claude Ryan. Þótti ýmsum kominn tími til, því að Trudeau hefur haft litla samkeppni fram aö þessu. Fréttamaöur í Ottawa komst svo að oröi ekki alls fyrir löngu aö í tíð Trudeaus heföu verið unnin sum beztu stjórnarverk í sögu landsins — en líka nokkur þau verstu. Þaö er fljótséð, aö þó nokkrar framfarir hafa oröiö í stjórnartíö hans, einkum í lagasetningu. Dauöarefsing hefur verið afnumin. Lög um hjónaskilnaö og um kynvillu hafa veriö bætt mjög (reyndar kunna sumir Trudeau litlar þakkir fyrir það. M.a. bannfæröi söfnuður nokkur, „Pílagrímar Mikjáls erkiengils“, hann fyrir síðarnefndu lagabótina, og lét aö því liggja opínberlega, aö hann væri sjálfur kynvilltur). Trudeau hefur líka fjölgað mjög franskættuöum mönnum í þjónustu hins Pierre Trudeau forsætisráöherra, stjórnarráðiö í Ottawa og til hægri: Pierre og Margrót meðan á hjónabandi þeirra stóð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.