Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 12
r ok flýja eigi ór orrostu fyrir Hákoni jarli. Þá strengði heit Sigurðr, bróðir hans, at hann myndi fara til Nóregs ok flýja eigi, meðan meiri hlutr Jómsvíkinga berðisk. Þá stengði heit Vagn Ákason, at hann skyldi fara með þeim til Nóregs ok koma eigi aptr, fyrr en hann hefði drepit Þorkel leiru ok gengit í rekkju hjá Ingibjörgu, dóttur hans. Margir höfðingjar aðrir strengðu heit ýmissa hluta. Drukku menn þann dag erfít, en eptir um morguninn, þá er Jómsvíkingar váru ódrukknir, þóttusk þeir hafa fullmælt ok hafa þá málastefnur sínar ok ráða ráðum, hvemug þeir skulu til stilla um ferðina, ráða þat af at búask þá sem skyndiligast, búa þá skip sín ok herlið. Varð þat allfrægt víða um lönd. Xxxvi. KAPÍTULI Eiríkr jarl Hákonarson spyrr þessi tíðendi. Hann var þá á Raumaríki. Dró hann þegar lið at sér ok ferr til Upplanda ok svá norðr um Qa.ll til Þrándheims á fund Hákonar jarls, föður síns. Þess getr Þórðr Kolbeinsson í Eiríksdrápu. Xxxvn. KAPÍTULI Hákon jarl ok Eiríkr jarl láta skera upp herör um öll Þrændalög, senda boð á Mæri hváratveggju ok í Raumsdal, svá norðr í Naumudal ok á Hálogaland, stefna út öllum almenningi at liði ok skipum. Svá segir í Eiríksdrápu: 135. Mjök lét margar sneklgur, mærðarörr, sem knörru, óðr vex skalds, ok skeiðar skjaldhlynr á brim dynja, þásólítinn útan élherðir fór gerða, mörgvaslindfyrlandi, löndsinsföðurröndu. Hjörungavogur er lítíll og friðsæll smábær, þar sem fólk lifir m.a. af skipasmíðum. Þar standa nú yfir mikil hátíðahöld. Hákon jarl helt þegar suðr á Mæri á njósn ok í liðsamnað, en Eiríkr jarl dró saman herinn ok flutti norðan. Xxxvm. Kapítuli Jómsvíkingar heldu liði sínu til Limafjarð- ar ok sigldu þaðan út á hafít ok höfðu sex tigu skipa ok koma at Ögðum, halda þegar liðinu norðr á Rogaland, taka þá at herja, þegar er þeir koma í ríki Hákonar jarls, ok fara svá norðr með landi ok allt herskildi. Geirmundr er sá maðr nefndr, er fór með hleypiskútu eina ok nökkurir menn með honum. Hann kom fram norðr á Mæri ok fann þar Hákon jarl, gekk inn fyrir borð ok sagði jarli tíðendi, at herr var suðr í landi, kominn af Danmörku. Jarl spurði, ef hann vissi sannendi á þvf. Geirmundr brá upp hendinni anarri, ok var þar af höggvinn hreifínn, segir, at þar váru jartegnir, at herr var í landinu. Síðan spyrr jarl inniliga at um her þenna. Geirmundr segir, at þar váru Jómsvíkingar ok höfðu drepit marga Hverjirvoru Jómsvíkingar? Þeir voru trúlega setulid sem Haraldur Gormsson Danakonungurhafði komið fyrir, líklega við mynni Oder, þar sem hét að Jómi eða I Jómsborg. Og væntanlega hefur þad verið fyrir tilstilli Danakonungs,að herförin var farin. EFTIR ÓLAF HALLDÓRSSON Inorrænum miðaldaritum, íslenskum, dönskum og norskum, er getið um stað á Vindlandi (við Eystrasalt sunnanvert) sem í elstu heimildum er nefndur að Jómi, en í yngri heimildum Jóms- borg. Þar réðu ríkjum hetjur þær sem einna frægastar hafa orðið í sögum og kvæðum, og voru þeir garpar nefndir Jómsvíkingar. Þessir karlar hafa það fram yfír margar aðrar hetjur sem eru frægar í sögum, að áreiðanlegar heimildir eru til um sumar þeirra og töluvert vitað um þá, einkum Þorkel hinn háva Strút-Haraldsson. Þegar Jómsvíkingar voru upp á sitt besta var konungur í Danmörku Haraldur sem í sumum heimildum er nefndur blátönn, sonur Gorms hins gamla og Þyri drottningar sem var kölluð Danmarkarbót. Ekki eru sagnfræðingar hand- vissir um hve lengi Haraldur blátönn sat að ríkjum, en líklegast er, ef lagt er saman það sem segir í kirkjusögu Adams úr Brimum og íslenskum heimildum, að hann hafí verið konungur yfír Dönum árin 940—87. Eftir Harald blátönn varð Sveinn tjúguskegg sonur hans kon- ungur í Danmörku. Á árunum 975—95 réð ríkjum í Noregi Hákon Hlaða- jarl Sigurðarson og var fyrst framan af skattjarl Haralds blátannar. í íslenskum sögum segir að Hákon jarl hafí verið skírður um leið og Haraldur blátönn (hann var skírður um 960), en hafí síðar kastað kristni og ekki goldið Danakonungi skatta eftir það. í Jómsvíkinga sögu, sem er varðveitt í mismunandi gerðum, segir að á tímum þessara höfðingja hafí maður að nafni Pálnatóki, ættaður af Fjóni í Danmörku, stofnað Jomsborg og sest þar að með mikinn flokk manna. Þangað komu til hans Sigvaldi jarl og Þorkell hinn hávi, synir Strút-Haralds jarls af Sjólöndum (í Fagurskinnu og Heimskringlu segir að hann átti ríki á Skáni), svo og Búi hinn digri og Sigurður kápa, synir Véseta í Borgund- arhólmi, og loks sonarsonur Pálnatóka, Vagn Ákason, og var hann mestur kappi þeirra allra. Allir komu þessir menn með miklu liði hraustra manna. I Fagurskinnu og Knýtlinga sögu segir aftur á móti að Haraldur Gormsson hafí látið gera Jomsborg og sett þar herlið, og er trúlega rétt hermt. Góðar heimildir eru fyrir því, að ófriður hafi orðið milli Haraldar konungs Gormssonar og Sveins sonar hans og að í þeim bardaga hafí Haraldur konungur fengið sár sem leiddu hann til bana; frá þessu segir í riti sem var samið á árunum 1040—42 til lofs og dýrðar Emmu drottningar Knúts ríka (Encomium Emmae Reginae), og segir þar að Haraldur hafí flúið sár úr bardaganum til Slava (þ.e. Vinda) og dáið þar litlu síðar. Adam úr Brimum getur einnig um þennan bardaga þeirra feðga og segir að Haraldur hafí flúið til borgar Slava, sem er kölluð Jumne. Af þessum heimildum er ljóst að Haraldur blátönn hefur átt friðland að Jómi. Áftur á móti virðast Jómsvíkingar hafa verið ótryggir Sveini konungi tjúguskegg, og benda öruggar heimildir til að það sé rétt, sem í íslenskum ritum stendur, að Jomsvíking- ar hafí tekið Svein konung höndum og flutt hann með sér til Vindlands. Af þessum sökum hefur sumum fræði- mönnum þótt trúlegra, að það hafi verið Haraldur Gorms- son sem sendi Jómsvíkinga í herför til Noregs, en ekki Sveinn tjúguskegg, eins og segir í íslenskum ritum. Og þá er að víkja að Jomsvíkingabardaga. Áreiðanleg- ustu heimildir um þann bardaga eru brot úr kvæðum sem voru ort um Hákon jarl og Eirík jarl son hans. Af Eiríks drápu Þórðar Kolbeinssonar verður ráðið, að stórar hersögur hafí farið sunnan, að Danir hafí ýtt löngum skipum á flot, Eiríkur jarl hafí safnað miklum flota til að veija land föður síns og að hann hafí stefnt til móts við Sigvalda. Tindur Hallkelsson segir í kvæði sem hann orti um Hákon jarl, að hann hafí sært Vindur og hroðið hálfan tug skeiða; hann getur einnig um víkingaskip, nefnir Sigvalda og Búa og segir að Búi hafi stigið fyrir borð. Einnig segir í Velleklu, sem Einar skálaglamm orti um Hákon jarl, að Sigvaldi og Búi hafí komið sunnan til orrustu. Af þessum kvæðum er Ijóst að Ðanir hafa farið með mikinn skipaher að þeim feðgum, Hákoni og Eiríki, og að Vindur hafa verið í liði þeirra, en helstu foringjar liðsins hafa verið Sigvaldi og Búi. Hins vegar er hvorki Haralds Gormssonar né Sveins sonar hans getið við þessa orrustu, og í þessum elstu kvæðum er hvorki getið um hvar þessi orrusta hafí verið háð, né heldur hvaða ár, en augljóst er að bardaginn hefur verið háður á sjó. í Heimskringlu er gert ráð fyrir að bardaginn hafí orðið veturinn 994—95 og þannig er hann einnig ársettur í annálum, en í klausu einni í Flateyjarbók, sem er tekin eftir gamalli heimild, stendur að bardaginn hafí orðið hálfum þriðja tigi vetra eftir fall Haralds gráfeldar. Samkvæmt tímatali Ara fróða, sem Snorri Sturluson studdist við þegar hann samdi Heimskringlu, féll Haraldur gráfeldur árið 975, en Sæmundur fróði hefur hins vegar gert ráð fyrir að hann hafí fallið 962. Ef miðað er við það tímatal hefur bardaginn, samkvæmt klausunni í Flateyjarbók, orðið árið 987. Saxi hir.n málspaki segir í Danasögu sinni, að Haraldur Gormsson hafi sent Jómsvík- inga til Noregs, og taldi norski fræðimaðurinn Peter Andreas Munch hans sögn trúlegri en það sem í íslenskum ritum stendur; á það hafa ýmsir aðrir fræðimenn fallist, sjá t.d. formála Bjama Aðalbjamarsonar að fyrsta bindi Heimskringlu í íslenzkum fomritum, 26. bindi, bls. cxii. Eg hef þó ekki látið sannfærast og verð að játa, að mér fínnst trúlegra það sem segir í Jómsvíkinga sögu, að Sveinn tjúguskegg hafi vélað Jómsvíkinga til að fara í þessa herför. Af elstu íslenskum heimildum verður helst ráðið að fundurinn hafí orðið um 12. janúar (sjá Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977, Reykjavík 1977, bls. 616—18). Islenskum heimildum ber saman um að þessi orrusta hafí orðið þar sem heitir Hjömngavogur. Norðmenn segja að þar sé átt við vog þann sem nú heitir Liavág á Sunn- mæri, en Halldór Laxness hefur bent á að hið sama gildi um Hjömngavog og Svöldur: þessir staðir séu ekki skap- aðir af guði, heldur íslendingum. Lýsing Jómsvíkinga sögu á Hjömngavogi kemur ekki heim við Liavág, en hins vegar sýnist mér að hún gæti átt við Steinavog við Álasund, og þar mundi ég leita að gullkistum Búa digra, ef ég tryði hveiju orði sem stendur í Jómsvíkinga sögu. En það er skemmst af Jómsvíkingum að segja, að þeir karlar hafa trúlega verið setulið sem Haraldur Goríns- son Danakonungur hefur komið fyrir á Vindlandi þar sem hefur verið kallað að Jómi og líklega hefur verið við mynni Oder. Þar hafa þeir gert sér virkisborg, og segir í kvæði sem Amór jarlaskáld orti, að þá borg hafí Magnús konungur góði brennt, og er þar talað um breitt virki og sagt að þar hafí búið heiðið fólk. Ef þetta er sú hin sama borg sem Adam úr Brimum kallar Jumne, sem er trúlegast, hefur það verið mikil verslunarborg og fjölmenn, mestmegnis byggð Slövum, en einnig fólki af öðrum þjóðum. Frá Jómi hefur verið gerður út leiðangur til Noregs, og hafa þeir Sigvaldi Strút-Haraldsson og Búi Vésetason verið foringjar liðsins. Herförin hefur verið farin rétt um það leyti sem höfðingjaskipti varð í Dan- mörku og væntanlega fyrir tilstilli Danakonungs eða í samráði við hann. Förin var forsending, og eins og áður segir þykir mér líklegra að hún hafí verið farin að ráðum Sveins tjúguskeggs en föður hans, Haralds blátannar. Ólafur Halldórsson handritafræðingur starfar í Stofnun Ama Magnússonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.