Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Lífríkið við

Mývatn

er dýrmæt perla

sem ekki má glatast

Rætt við

James Hancock

forseta brezka fugla-

fræðingafélagsins

EFTIR VALDIMAR

UNNAR VALDIMARSSON

M

ývatnssvæðið er sannkölluð paradís fyrir þá

sem áhuga hafa á fuglaskoðun og stór-

brotinni náttúrufegurð. Eg dvaldi þar í fjóra

daga og í góðu yfírlæti og spurningin er

ekki hvort ég fer þangað aftur heldur hve-

nær." Forseta Breska fuglafræðingafélags-

ins, James Hancock, þótti með öllu óþarft

að spara stóru orðin um hið fjölskrúðuga

fuglalíf við Mývatn og náttúrufegurð á þeim

slóðum er fréttaritari Morgunblaðsins ræddi

við hann á heimili hans í Winehester í Eng-

landi fyrir skömmu.

James Hancock og Sylvia, eiginkona

hans, tóku rausnarlega á móti fréttaritaran-

um frá íslandi, sem kominn var til að ræða

við James í tilefni af nýlokinni íslandsferð

hans. Heimili þeirra hjóna er snoturt og

umhverfið spillir ekki fyrir. Þetta er í út-

jaðri Winchester, fornfrægrar borgar, sem

geymir mikla sögu. Hér una þau hjónin hag

sínum vel og James Hancock hefur gott

næði til að sinna áhugamáiinu, sem tekur

hug hans allan, fuglafræðinni.

VIRTUR FRÆÐIMAÐUR

Hann er sjálfmenntaður fuglafrasðingur.

„Þegar ég var ungur var þetta varla til sem

sérstök fræðigrein, hvað þá að unnt væri

að hafa lifibrauð af fuglafræðinni." Hancock

sótti lifibrauð sitt á aðrar slóðir. Um langt

skeið var hann forstjóri olíufyrirtækis nokk-

urs og þurfti vegna starfs síns að ferðast

vítt og breitt um heiminn. Á erilsömum

ferðalögum gerði Hancock sér iðulega far

um að leita hvfldar frá amstri viðskiptalífs-

ins með því að virða fyrir sér og kanna

fuglalíf um víða veröld.

Fyrir sex árum komst hann á eftirlaun,

sagði skilið við olíuiðnaðinn en settist svo

sannarlega ekki í helgan stein. Af nógu er

að taka í fuglafræðinni og hefur Hancock

heldur betur Iátið hendur standa fram úr

ermum undanfarin ár. Hann er í hópi virt-

ustu fræðimanna á þessu sviði og einn sá

afkastamesti. Eftir hann liggja fjölmargar

ritsmíðar um fuglalíf hinna ýmsu landa,

hann er eftirsóttur fyrirlesari, hefur haft

hönd í bagga með gerð fjölmargra heimild-

armynda og þannig mætti lengi telja. Og

nú hefur hann kynnst íslandi. Hann fór

þangað í boði Flugleiða og ferðamálaráðs,

James Hancock, forscti breska fuglafræðingafélagsins,fyrir

utan heimili aitt í Winchester i Englandi.

Ljósmynd/Valdemar Unnar Valdemarsson

Kálfastrandarvogar viðMývatn.

dvaldi þar um vikutíma og sótti meðal ann-

ars Vestmannaeyjar heim. Drýgstum tíma

varði hann þó við Mývatn. Hancock geymir

greinilega góðar minningar úr íslandsferð-

inni. „Landið ykkar er heillandi áfangastað-

ur fyrir erlenda aðkomumenn, ósnortið og

laust við margháttaðan átroðning og meng-

un, sem verður nú æ alvarlegri víða um

lönd. Þið íslendingar eigið að hlúa að sér-

kennum lands ykkar og stórbrotinni náttúru.

í öllu þessu getur falist drjúg tekjulind ef

rétt er að málum staðið en þið verðið að

fara að öllu með gát, megið ekki ganga of

nærri þessum viðkvæma fjársjóði."

í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ

James Hancock lætur sér greinilega ekki

á sama standa um landið, sem hann sté i

fyrsta sinn fæti á fyrr á þessu sumri. Hann

ætti svo sem að vita hvað hann syngur, svo

mjög sem hann hefur látið sig varða sam-

skipti manns og náttúru í sínu eigin

heimalandi, sem forseti Breska fuglafræð-

ingafélagsins. Félagið hefur meðal annars

á sinni könnu eftirlit með fuglalífi víða um

Bretland og gerir yfirvöldum viðvart ef ein-

hverjum fuglategundum virðist hætta búin

yegna ágangs mannskepnunnar. En eiga

íslendingar við sömu vandamál að glíma

og Bretar í þessu efni?

„Nei, nei. Ekki enn semkomið er a.m.k.,

alls ekki. Aðstæður uppi á íslandi eru vitan-

lega allt aðrar en í þéttbýlinu hér í Bretlandi.

Hér eykst sífellt þrýstingur mannsins á

griðlönd villtra fugla og við í Fuglafræðinga-

félaginu höfum í mörg horn að líta. Á íslandi

horfir hins vegar allt öðruvísi við; þar eru

fjölmörg ósnortin svæði, sem státa af þrótt-

miklu og fjölskrúðugu fuglalífí. Þar á meðal

er Mývatnssvæðið, sem ég kynntist í ís-

landsferð minni og heillaðist af. Ég hef

kynnst fjölmörgum vatnasvæðum um allan

heim og ég fullyrði að óvíða virðist fuglalff

dafna jafn vel og við Mývatn.

Ég fann það glögglega á ferð minni um

Mývatnssveit hversu heimamenn eru stoltir

af þeirri stórbrotnu náttúrufegurð og fjöl-

skrúðuga lífríki sem þar blasir við. Þetta

fólk lifír í fullkominni sátt við umhverfí sitt

og lætur sér annt um að rækta eðlileg

tengsl við það. Það nýtir sér það sem náttúr-

an hefur upp á að bjóða en gætir þess

jafnframt að ganga aldrei of nærri landinu

og öllu sem þar þrífst. Bændur taka eitt

egg úr hreiðri hér og annað þar — þeir

sækja fiskifang í Mývatn — en allt er þetta

gert í fullkominni sátt við móður náttúru.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16