Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						„Hvað æðst sýn-

ist í heimi"

Hugleiðing um Njólu Björns Gunnlaugssonar

Eftir ÁGÚSTU P.

SNÆLAND

ífíð er hverfult og lánið er valt", segir í gömlum

húsgangi og víst er að okkur mönnunum veit-

ist flestum erfítt að treysta lífínu. Að treysta

því að einhver tilgangur sé með lífí okkar. Að

þetta ferðalag um „lífsins táradal" skipti máli,

ekki aðeins fyrir okkur sjálf heldur einnig

fyrir umhverfi okkar og samferðamenn.

Úr því að við erum gædd meðvitund um

tilveru okkar, þjáningar og gleði er ekki nema

eðlilegt að við veltum fyrir okkur hvort að

baki búi einhver áætlun, og þá hver, eða

hvort framvindan öll og við með séum aðeins

til fyrir óskiljanlega röð tilviljana sem engan

tilgang hefur.

Einn tiivistarvandi mannsins er sá að fínna

sér stöðu, jafnvægispunkt, milli tveggja aug-

ljósra þverstæðna. Annars vegar er hin óend-

anlega stærð alheims og hins vegar smæð

mannsins gagnvart honum; skiptum við þrátt

fyrír það máli?

Það eru ekki aðeins við „þetta venjulega

bláttáfram fólk", sem glímir við hinar sígildu

spurnir um tilgang eða tilgangsleysi lífsins.

Otal spekingar hafa frá upphafí velt þeim

fyrir sér og komist að niðurstöðum sem oft

virðast benda sín í hvora áttina.

Einn þeirra sem komst að því að lífið hafi

tilgangi, sé raunar megintilgangur sköpunar-

verksins, er stærðfræðingurinn Björn Gunn-

laugsson.

Björn var helst þekktur fyrir það afrek sem

hann vann er hann mældi upp ísland „milli

fjalls og fjöru" og gerði af því uppdrátt sem

prentaður var árið 1849 og gefinn út sem

fyrsta nútímalega kortið af landinu.

í fari þessa hógværa spekings, sem kall-

aður var spekingurinn með barnshjartað, virð-

ast tvennskonar eiginleikar hafa verið ríkj-

andi. Annarsvegar stærðfræðigáfan sem

færði honum tvenn verðlaun á háskólaárum

hans, ásamt þekkingu á stjörnufræði og nátt-

úruvísindum, þ.e. vísindamaðurinn, en hins

vegar hin barnslega einlægni sem einkenndi

framkomu hans og sumir hæddust að, en

ýmsir kölluðu hann ofvita.

Björn var kennari við Bessastaðaskóla á

í fari þessa hógværa

spekings - sem kallaðaur

var spekingurinn með

barnshjartað - virðast

tvennskonar eiginleikar

hafa verið ríkjandi.

Stærðfræðigáfan sem

færði honum tvenn

verðlaun á háskólaárum

hans, en hinsvegar

barnsleg einlægni.

Björn Gunnlaugsson.

árunum 1822—46. Árið 1842 kom út á vegum

skólans rit eftir hann sem hann nefndi Njólu

(eða Nótt). Njóla er einskonar fræðikenning

eða, eins og segir á titilblaði: „Hugmynd um

alheimsáformið af skoðun guðs verka og krist-

indómi". Þessi fræðikenning er fram sett í

ljóðum, 518 erindum alls.

í upphafsljóðinu ákallar Björn skaparann:

„Meistari himna miklu þú

mig þinn andi hneigi,

svo huprinn nokkuð hugsa nú

um hátign þína meigi."

Síðan beinir hann sjónum að næturhimn-

inum og íhugar „þakið bláa" og allan þann

aragrúa hnattá, sóla og sólkerfa, sólkerfa á

sólkerfi ofan, vetrarbrauta á vetrarbrautir

ofan sem í því eru og „hringdansinn hinv

neska" sem þær stíga í ómælisgeimnum. í

58. og 59. versinu er hann kominn að þeirri

niðurstöðu, að „hvað æðst sýnist í heimi" sé

„lífið og ódauðleigleikinn". Röksemdin fyrir

henni er þessi: „Sú mikla himinsins bygging

boðar einhverja stóra fyrirætlan, en í öllu sem

vér sjáum á himni og jörðu er lífið það æðsta

og allt er þess vegna gjört, og það er aðaltil-

gangur hins sýnilega heims:

59.

Lífíð öllu langt af ber

lífí duptið þjónar

lífí birtan löguð er

lífséi haminn prjónar."

I mjög stuttu máli má segja samkvæmt

kenningum Njólu: Sköpunarverkið allt hefur

það takmark að hýsa lífið, búa því stað. Lífið

sjálft má kalla Ijós eða lýsandi kraft, sem

„logar á alheimi". Það er óllum öðrum ljósum

æðra því án þes væru önnur ljós ósýnileg.

Þetta ljós lý'sir innávið og gerir bjart fyrir sér

jafnvel aðra heima. Það ímyndar sér og skoð-

ar jafnvel tíma og rúm, meira að segja eilífð-

ina og sjálfan/skaparann, hina æðstu veru.

Lífið nýtur hinna dauðu hluta en þeir hvorki

lífsins né sjálfra sín. Sérhver týra af þessu

ljósi aðgreinir sig frá öllu öðru og kallar sig

í huga sínum „ég". Heimurinn, þetta mikla

sköpunarverk, væri einskis virði ef ekki væri

lífið til að njóta þess og nýta.

Þar af leiðir að það hlýtur að vera eilíft

og hafa tilgang. Guð er ekki að kveikja þess-

ar smátýrur sér til gamans snöggvast, ef þær

eiga að slokkna aftur. Björn segir að það

væri líkast „vitskertra manna athæfí sem

byrja á mörgu efnilegu verki en hafa ekki

ráðdeild eða staðfestu til að fullkomna neitt

af þeim. Þessar slökktu týrur yrðu þá til einsk-

is, eins og gleymdir draumar eða útþurrkuð

skrift sem enginn hafði lesið".

„Hugmyndin um algjörlegleikan bendir til

að lífið geti tekið á móti óendalegri fullkomn-

un með óendalegri eilífð."

Það að menn deyja á öllum aldri sýnir að

aðaláform guðs er ekki að fullkomna menn

hér í Iífi, heldur er hið eiginlega líf óséð og

eilíft. Þar fyrir eru öll líkindi til segir Björn,

að lífið komi einhvern veginn í Ijós aftur þó

það hverfi í dauðanum.

Hinar athyglisverðu lýsingar Björns Gunn-

laugssonar á gerð og eðli alheimsins verða

ekki tíundaðar hér en skýringarnar á einstakl-

ingslífinu og tilgangi þess eru svo heillandi

að freistandi er að gera þeim einhver skil.

Þessi „lýsandi kraftur" sem lífið er, streym-

ir fram sem vilji skaparansum allt skapað

og gæðir það framfarahvöt. I hverri frumögn

efnisins útganga aflstraumar í allar átti eins

og geislar. Þetta sírennandi streymi vitnar

um „að alheimur sé eintómur gagntær, guð-

dómlegur kraftur eða vilji, en ekki meiningar-

laust og óþjált efni eins og Plató hélt."

Samkvæmt rétttrúnaði fyrri tíma var mað-

urinn fæddur syndugur og spilltur vesalingur

sem dæmdur var af grimmum guði til eilífra

kvala og glötunar ef hann gerði ekki yfirbót

og fetaði hinn þrönga stíg sem kirkjan bauð.

I Njólu er allt önnur mynd af manninum.

I stað volaðs vesalings sem aldrei gat verið

viss um að sleppa „gegnum nálaraugað",

hvort það eitt að hafa mannlegt eðli og kennd-

ir verði honum til sakfellingar á „efsta degi",

er þar að sjá einstakling sem hýsir innra með

sér afskammtað afl sjálfs skaparans, ljós af

ljósi hans. Hvað meira er, hann er vaxtar-

broddur þess sem dýrmætast er af öllu: lífs-

ins sjálfs.

Þroskaferill mannsins miðar að því að hann

geri sér þetta Ijóst. Að hann þróist frá þekk-

ingarleysinu, þ.e. sakleysinu gegnum marg-

víslega reynslu mannslífsins, til skilnings og

þroska. Óðlist visku.

í 174. eríndi segir:

Eins og bókfell óskrifað

er sakleysið téma

ákvörðun nær ekki það

ef ei fær vitsins ljóma.

Og vitsins ljómi fæst ekki nema af reynslu

sem maðurinn öðlast smátt og smátt við aga

lífsins. Sú ögun vekur vitund hans til dáða:

194.

Djúpan sváfum dúrinn vér

dautt þá vorum efni

vor að hálfu vöknuð er

viskan af þeim svefni.

197.

Heimskan, freisting, syndir sút

er sannur písla vegur

en loks úr myrkri leiðir út

í ljósið visku dregur.

Hið illa er vöntun hins góða. Eins og nótt-

in er vöntun sólarljóssíns er hið illa vöntun

andlega ljóssins. Það er heimskan. Að vita

ekki hvað gott er og rétt. Að þekkja ekki

sannleikann og vanta því þau gæði sem af

réttri breytni leiða.

„Hið illa meiðir með árekstrum með sam-

viskusting og ótal hegningum sem hvetja til

umhugsunar". Því að:

208.

Örðugleika allskonar

einmitt krapta nærir

aptur lífsins blíðan bar

birtu er hressing færir.

Annað sem eflir framgang lífsins er framf-

aramagnið. Það er lögmál sem ber allt með

sér líkt og straumelfur sem rennur voldug

og óstöðvandi samkværht guðs ráði. Með

þeim straumi berst allt líf „um eilífðanna ei-

h'fðir upp til ljóssins hæða". Með honum berst

einnig mannkynið og fer margbreytilegar leið-

ir til að leita viskunnar, hver einstaklingur

fyrir sig:

230.

Ef allir gengju eina leið

einginn hinar sæi,

mannleg viska' .á myrkrið heið

í mjóum einstíg lægi.

Viskan er ætluð til að lærast, ekki að skap-

ast í manninum í einu.

191.

Svo er allt líf og sálin manns

sér ei mjög það flýtir

góða mundin gjafarans

gáfunum lángsamt býtir.

Ef maðurinn vitkaðist í einu stökki væri

það líkt og að gefa óþyrstum að drekka. Þá

væru systurnar „alvídd fríð og eilífð kær"

óþarfar.

328.

Öll náttúran er svo gerð

að aldar leiki' á hjólum;

ætlað lífi er eilíf ferð

eins og himinsólum.

Þannig er lífið og sköpunarverkið sam-

kvæmt Njólu eilíf hringrás eða síhækkandi

spírall knúinn af vilja skaparans til fullkomn-

unar. Þar fer fremstur maðurinn í leit að

„vitsins ljóma".

Leit mannsins er í Njólu einnig líkt við fj'all-

göngu. Þar kannar hann viskufjallið sem á

sér rætur í þessum heimi, en nær langt upp-

fyrir sjónsvið hans í óendanlegar hæðir al-

spekinnar. Gegnum allt skín „guðs dýrðar

sól", sem ekki verður greind fyrr ein einstakl-

ingurinn nær þeim þroska að með honum

opnast skilningarvit sem gera honum kleift

að meðtaka geisla hennar einn af öðrum. í

þessu lífi veitast þau í þessari röð:

1.   Tilvera. Frumefni. í því er maðurinn

eins og dauður hlutur.

2.  Jurtalífíð — þannig vex fóstrið eins og

jurt hugsunarlaust.

3.  Dýralífið — byrjar með fæðingunni. Þá

fer maðurinn að gera mun þess þæga og

óþæga eins og dýr.

4.  Skynseminnar líf— þá fer hann að gera

mun góðs og ills, þá fara geislar guðs dýrðar

fyrst að sjást eða þekkjast.

5.   Andlega lífið — þá fer maðurinn að

geta greint dýrðarinnar sól eða sjá að geisl-

arnir koma frá einni uppsprettu, þekkja guð.

„Hér endar sá tröppugangur sem vér höfum

af að segja í þessum heimi, en í öðrum heimi

mun hann halda áfram um alla endalausa

eilífð" segir spekingurinn með bjarnshjartað

í Njólu.

Það er fróðlegt að kynna sér hugsanir

annarra og bera saman við eigin skoðanir og

reynslu. Víst er að lífssýn Björns Gunnlaugs-

sonar í Njólu er björt hvað varðar lífið og

gildi þess. Þótt ekki boði hún þrautalaust

hóglífi heldur sókn og átðk við „erfiðleika

allskonar" bendir stefnan vegna þeirra og um

þá til ljóssins hæða.

Höfundur er auglýsingateiknari og húsmóðir.

10

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12