Morgunblaðið - 04.07.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt tvo menn í fangelsi
fyrir rán og ránstilraunir í sex
söluturna í Reykjavík og Kópavogi
í byrjun þessa árs. Annar hlaut 26
mánaða fangelsi og hinn 24 mánaða
fangelsi.
Fyrsta ránið var framið 14. janú-
ar í söluturni við Iðufell þar sem
grímuklæddir ræningjarnir, sem
voru vopnaðir bareflum og hnífum,
ógnuðu afgreiðslustúlku og tóku 62
þúsund krónur. Næsta rán var
framið 25. janúar í söluturninum
Smáranum við Dalveg í Kópavogi.
Höfðu þeir á brott með sér 15 þús-
und kr. úr peningakassa verslunar-
innar og nokkra sígarettupakka.
Þriðja ránið var framið 27. janú-
ar í söluturni við Grundarstíg 12 í
Reykjavík. Þar voru á ferð, að
sögn afgreiðslumanns, tveir grann-
vaxnir menn með skíðahettur á
höfði, vopnaðir hnífum. Neyddu
þeir afgreiðslumanninn til að af-
henda sér 60 þúsund krónur.
Fjórða ránið var framið í sölu-
turninum Bláa turninum, Háaleit-
isbraut 66. Afgreiðslufólk greindi
frá því að tveir hettu- og grímu-
klæddir menn hefðu komið inn,
annar þeirra hefði stokkið yfir af-
greiðsluborðið og tekið í eina af-
greiðslustúlkuna og haldið hníf upp
að kvið hennar. Síðan hefði hann
skipað henni að setja peninga í
poka. Hinn maðurinn hefði haldið í
hár annarrar afgreiðslustúlku og
haldið hníf við háls hennar á með-
an hann skipaði henni að taka pen-
inga úr lottó-sjóðvél. Samtals höfðu
þeir á brott með sér 75 þúsund kr.
Höfðu ekki erindi sem erfiði
Í fimmta sinn, hinn 11. febrúar,
höfðu mennirnir ekki erindi sem
erfiði en þá tilkynnti eigandi sölu-
turnsins við Grundarstíg 12, að
tveir menn hefðu reynt að ráðast
til inngöngu í verslunina. Hann
hefði hins vegar verið búinn að
læsa hurðinni. Mennirnir hefðu
báðir verið með dökkar húfur á
höfði.
Þá réðust mennirnir til atlögu í
sjötta sinn seinna um kvöldið hinn
11. febrúar, en þá var tilkynnt um
rán í söluturni við Grandaveg 47.
Að sögn afgreiðslustúlkunnar
höfðu hettuklæddir menn, vopnaðir
hnífum, á brott með sér um 60 þús-
und kr.
Nokkrum mínútum síðar stöðv-
aði lögreglan í Reykjavík bifreið
við gatnamót Hringbrautar og
Njarðargötu. Í henni voru tveir
menn er áttu við lýsinguna á
ræningjunum. Í bifreiðinni fundust
m.a. þrír hnífar, sokkabuxur með
götum fyrir augu, peningar og
greiðslukortanótur í plastpoka.
Mennirnir hafa setið í gæslu-
varðhaldi óslitið frá 12. febrúar sl.
og hafa frá upphafi gengist við
fyrrgreindum ránum og ránstil-
raunum.
Í dómnum segir m.a. að brot
ákærðu séu stórfelld og alvarleg.
„Þeir hafa lýst því að þeir hafi lagt
á ráðin um ránin í sameiningu og
verið búnir að skipuleggja fyrsta
ránið í um vikutíma en hin hafi
verið handhófskennd að því er
varðar þá staði sem þeir völdu. Í
öllum tilfellunum voru ákærðu báð-
ir vopnaðir hnífum og sýndu ógn-
andi framkomu, þó að ekki hafi
hlotist líkamstjón af.
Brotin framin til að
fjármagna fíkniefnakaup
Má líta til framburðar þeirra um
að þeir hafi ákveðið fyrirfram að ef
þeir mættu mótspyrnu myndu þeir
leggja niður vopnin og fara. Á hinn
bóginn voru þeir a.m.k. í sum
skiptin undir áhrifum fíkniefna.
Brotin voru framin til þess að fjár-
magna fíkniefnakaup og til greiðslu
fíkniefnaskulda,“ segir m.a. í
dómnum. Þá segir að til mildunar
refsingar megi líta til þess að
ákærðu hefðu gengist „skilmerki-
lega“ við brotum sínum frá upphafi
bæði hjá lögreglu og fyrir dómi.
Tveggja ára
fangelsi fyrir rán
UM helgina var sýningin Heim-
skautslöndin unaðslegu: Arfleifð
Vilhjálms Stefánssonar, opnuð í
Safni íslenskrar menningar-
arfleifðar í Nýja-Íslandi á Gimli í
Manitoba í Kanada.
Sýningin er samstarfsverkefni
Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar
og Dartmouth-háskóla. Neil Bar-
dal, kjörræðismaður Íslands í
Manitoba, Jón Haukur Ingimund-
arson frá stofnun VS og Bill Bar-
low, bæjarstjóri á Gimli, fluttu
ávörp og opnuðu sýninguna. Morgunblaðið/Jón Einarsson Gústafsson
Fjölmenni
á Vilhjálms-
sýningu
í Gimli
FRAMKVÆMDARÁÐ Evrópuráðs-
þingsins hefur formlega samþykkt að
hefja undirbúning að stofnun gagna-
banka um mænuskaða, þar sem verð-
ur að finna upplýsingar um mænu-
skaða, mögulegar lækningaaðferðir
og nýjustu rannsóknir. Samþykktin
er gerð eftir tillögu Láru Margrétar
Ragnarsdóttur, þingmanns Sjálf-
stæðisflokks, sem hún lagði fram á
sumarþingi ráðsins í síðustu viku, en
Lára hefur átt sæti á Evrópuráðs-
þinginu sl. 10 ár.
Hugmyndin að tillögunni um
gagnabanka af þessu tagi kom upp-
haflega fram að undirlagi Auðar Guð-
jónsdóttur, hjúkrunarfræðings, sem
hafði frumkvæði að alþjóðlegu mál-
þingi um mænuskaða á vegum Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar,
WHO og íslenskra heilbrigðisyfir-
valda sem haldið var á Íslandi í júní sl.
„Í pallborðsumræðum á mál-
þinginu kom ég með þær hugmyndir
að þeir sérfræðingar sem voru stadd-
ir á þinginu myndu tengjast strax inn
á upplýsinganet, gagnabanka, þangað
sem allir læknar muni geta sent upp-
lýsingar en það hefur t.d. reynst erfitt
fyrir sérfræðinga og lækna frá Aust-
urlöndum að fá birtar greinar eftir sig
í virtum vísindatímaritum á Vestur-
löndum. Læknar munu geta sent upp-
lýsingar um þróun og árangur rann-
sókna inn í grunninn sem munu
nýtast öllum þeim læknum sem eru
að vinna að verkefnum tengdum
mænuskaða. Einnig mun gagnabank-
inn nýtast þeim sem eru í upplýsinga-
leit því þar verður hægt að leggja inn
fyrirspurnir. Þannig eiga sjúklingar
og aðstandendur þeirra eftir að geta
sparað tíma, vinnu og fyrirhöfn en
miklu máli skiptir fyrir sjúkling með
mænuskaða að rétt sé staðið að með-
ferð hans frá upphafi slyss, hreyfingu
hins slasaða, flutningi og síðari
umönnun,“ segir Lára Margrét.
Mikill undirbúningur liggur að
samþykkt tillögunnar þar sem m.a.
þurfti að leita undirskrifta 55 þing-
manna og þverpólítískra leiðtoga
stjórnmálaflokka frá öllum aðildar-
löndum. Tillögu Láru Margrétar var
vel tekið á sumarþinginu þar sem
Evrópuráðsþingmenn frá 43 aðildar-
ríkjum auk gestaþátttakenda frá
Kanada, Bandaríkjunum, Japan og
Mexíkó hlýddu á málflutning hennar.
Tillagan var samþykkt sl. föstudag á
fundi Framkvæmdaráðsins og vísað
til Félags- og heilbrigðismálanefndar
Evrópuráðsins sem tekur málið upp á
næsta fundi nefndarinnar 2. til 4.
september nk. í Prag.
Skýrsla um ástand mænuskaða-
rannsókna og -lækninga verður unnin
á næstu mánuðum og væntanlega
samþykkt á næsta vori sem samþykkt
til ráðherraráðs Evrópuþingsins sem
samkvæmt reglum ráðsins svarar til
þingsins hvernig nefndin fylgir mál-
inu eftir. „Við viljum leita eftir virkum
siðferðilegum stuðningi og hvatningu
ráðherraráðsins en einkanlega vænt-
um við þess að þeir höfði til alþjóð-
legra stofnana, opinberra og einka-
rekinna, sem eru tilbúnar með sjóði
sem notaðir verða til rannsókna og
leitar að lækningu mænuskaða,“ seg-
ir Lára Margrét og segir það óska-
stöðu í málinu að WHO taki að sér að
halda utan um starfsemina, þ.e. safni
upplýsingum, meti rannsóknir og
veiti fjármunum til þeirra, þegar
gagnabankinn hefur
formlega verið sett-
ur á laggirnar.
„Það er einnig af-
ar mikilvægt að
virða alþjóðleg
vinnubrögð í þessum
efnum, bæði hefð-
bundnar og óhefð-
bundnari aðferðir.
Við sjáum fram á
það að á næstu ára-
tugum verði hægt að
lækna eða a.m.k.
hjálpa fólki með
mænuskaða en það
má ekki gleyma því
að stuðla vel að end-
urhæfingu og þjálf-
un þessa fólks og að
fjármunum verði áfram veitt til þess-
ara þátta. Þrátt fyrir það að við leggj-
um mikla áherslu á það að lækning
mænuskaða verði fundin þá viljum við
benda á þetta gríðarlega mikilvægi
endurhæfingarinnar. Lækningin er
ekki rétt handan við hornið en hins
vegar verður mjög stórt skref í þá átt
tekið með stofnun gagnabankans,“
segir
Lára Margrét sem kemur til með
að halda utan um stjórntauma verk-
efnisins af hálfu Evrópuráðsþingsins
og fylgja því eftir þar til formleg opn-
un gagnabanka um mænuskaða er í
höfn.
Gagnabanki Evrópuráðsins um mænuskaða
Stofnaður að frum-
kvæði Íslendinga
Lára Margrét Ragnarsdóttir í forsetastól Evr-
ópuráðsþingsins á sumarþingi þess í síðustu viku.
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra segir að afstaða Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra til
endurbóta á húsnæði Menntaskólans
í Reykjavík komi mjög á óvart og
engin lög hindri þátttöku Reykjavík-
urborgar í uppbyggingu skólans. Í
frétt Morgunblaðsins síðastliðinn
sunnudag vísar borgarstjóri í
lögfræðiálit sem hún segir Reykja-
víkurborg hafa sent ríkinu og að þar
komi fram að samkvæmt lögum um
framhaldsskóla sem sett voru 1988
hafi verið gert ráð fyrir að sveitar-
félög og ríki myndu eiga þær fram-
haldsskólabyggingar sem þá þegar
höfðu verið reistar, í þeim hlutföllum
sem þá giltu. Segist borgarstjóri telja
að endurbætur á húsum MR séu al-
farið mál ríkisins, enda eigi ríkið
Menntaskólann í Reykjavík að öllu
leyti. Björn segir að þau lögfræðiálit
sem Ingibjörg Sólrún vísar til hafi
ekki verið kynnt sér og þeirra hafi
ekki verið getið í frásögn eða niður-
stöðum vinnuhóps um framhalds-
skólana sem hafi verið skipaður sam-
kvæmt ósk borgarstjóra síðsumars
1999 með fulltrúum borgaryfirvalda
og menntamálaráðuneytisins um
stefnumótun uppbyggingar allra
framhaldsskólanna í Reykjavík. Í
helstu niðurstöðum hópsins sem lágu
fyrir í febrúar 2001 segir meðal ann-
ars að brýnt sé að halda áfram upp-
byggingu Menntaskólans í Reykja-
vík, og gert sé ráð fyrir að þar þurfi
að byggja alls 3-4000 fermetra hús-
næði og fella þá úr notkun þann hluta
húsa sem ekki teljist nothæfur.
Nýbyggingar við skólann
eru forsenda endurbóta
Segir Björn að með hliðsjón af
þessari niðurstöðu komi afstaða borg-
arstjóra nú mjög á óvart, hún tali að-
eins um endurbætur en ekki þörfina á
nýbyggingum sem Björn bendir á að
séu forsenda endurbótanna. Björn
segir aldrei hafa verið litið þannig á
að framhaldsskólalögin séu afturvirk
um skyldu sveitarfélaga, heldur eigi
þau, að axla sinn hluta af nýfram-
kvæmdum við framhaldsskólana,
40% lögum samkvæmt. Nú hafi sam-
starfsnefnd um opinberar fram-
kvæmdir sett það sem skilyrði fyrir
nýframkvæmdum við framhaldsskóla
á landinu að viðkomandi sveitarfélög
standi við þessa hlutdeild. Því megi
spyrja hvort borgarstjóri hafni hlut-
deild Reykjavíkurborgar við nýbygg-
ingar Menntaskólans í Reykjavík eða
hvort hún eigi aðeins við þátttöku í
viðhaldi, sem að sjálfsögðu sé á kostn-
að ríkisins. Hafni borgarstjóri þátt-
töku í nýbyggingum sé það skref til
baka miðað við niðurstöðu vinnuhóps-
ins og skapi borgarstjóri sér þar al-
gjöra sérstöðu, enda hafi sveitarfélög
á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum
komið að nýbyggingum við skóla, sem
upphaflega voru reistir af ríkinu einu.
Björn bendir á að í borgarstjóratíð
Markúsar Arnar Antonssonar hafi
Reykjavíkurborg tekið þátt í því með
ríkinu að kaupa hús að Amtmanns-
stíg 2, en ríkið standi eitt að endur-
bótum á því.
Framhaldsskólalögin banna
sveitarfélögum ekki þátttöku
Björn segir að sér virðist á svörum
borgarstjóra í Morgunblaðinu að hún
telji sveitarfélagi óheimilt að gera
samning um þátttöku í kostnaði við
viðbætur eða endurgerð skóla, sem
voru upphaflega byggðir af ríkinu
einu, þar sem hún segi að ríkið geti
ekki tekið upp á því að gera lög aft-
urvirk. Björn bendir á að framhalds-
skólalögin banni sveitarfélögum ekki
að taka þátt í hverjum þeim fram-
kvæmdum við framhaldsskóla sem
þau kjósa og málið snúist því um póli-
tískan vilja.
„Menntamálaráðuneytið hefur full-
an vilja til að vinna að uppbyggingu
Menntaskólans í Reykjavík í hjarta
höfuðborgarinnar og úr ríkissjóði
hefur verið veitt fé til þess. Sam-
kvæmt ákvörðunum þeirra, sem
heimila opinberar framkvæmdir,
verður ekki ráðist í frekari nýbygg-
ingar við MR nema samið sé við
Reykjavíkurborg, þar er um lagaskil-
yrði að ræða en ekki viljaskort eins og
hjá borgarstjóra, sem með þessari af-
stöðu sinni setur þróun framhalds-
skóla í Reykjavík óeðlilegar skorður
og gengur þar með á hlut nemenda og
kennara, “ segir Björn.
Afstaða borg-
arstjóra kem-
ur á óvart
Menntamálaráðherra um
endurbætur á húsnæði MR