Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Tvöfalt sterkara með gæðaöryggi FRÍHÖFNIN M ik lu ó d ýr a ra HUGO Chavez, forseti Venesúela, rétti fram sáttarhönd í ávarpi er hann flutti á sunnudaginn þegar hann hafði tekið við embætti á ný eftir að herinn hafði haldið honum frá völdum í tvo daga og reynt að steypa honum endanlega af stóli. Sagði Chavez að engar „nornaveið- ar“ yrðu hafnar í kjölfar bylting- artilraunarinnar, „engar ofsóknir, engin óvirðing við málfrelsið. Land- ið þarfnast dyggrar stjórnarand- stöðu er heldur uppi raunverulegri gagnrýni og valkostum“. Hjúkrunarfólk sagði að 41 hefði látist og 323 slasast í óeirðum er brutust út sl. fimmtudag, og leiddu til þess að Chavez var bolað frá völdum, og uppþotum er leiddu til þess að hann tók aftur við völdum á sunnudaginn. Þegar hann var aftur sestur að í forsetahöllinni í Caracas þakkaði hann fallhlífarhersveitun- um, sem höfðu allan tímann verið honum hliðhollar. Chavez er sjálfur fyrrverandi fallhlífarhermaður. „Ég verð ætíð í ykkar hópi,“ sagði for- setinn við fallhlífarhermennina. Eftir að hafa í tvo sólarhringa verið fangi æðstu manna hersins sagði Chavez í sjónvarpsávarpi á sunnudaginn að hann hefði íhugað mistök sín og væri nú reiðubúinn að leiðrétta þau. Almenningur í land- inu beið þess að í ljós kæmi hvort Chavez, sem þekktur var fyrir óbil- gjarnar yfirlýsingar sínar, hefði í raun breyst og hvort tækist að laga klofning innan hersins og vandamál í rekstri ríkisolíufélagsins. Það er mikið í húfi. Venesúela er fjórði stærsti olíuútflytjandi heims og einungis þrjú ríki selja Banda- ríkjamönnum meiri olíu. Áttatíu prósent af útflutningstekjum Venesúela koma af olíusölu, sem er meginstoð efnahagslífs landsins. Þá er hætt við, að ólga innan hersins gæti leitt til frekara blóðbaðs og óstöðugleika. Yfirmaður þjóðvarð- liðsins viðurkenndi að erfitt gæti reynst að setja niður deilurnar sem komnar eru upp í hernum vegna Chavez. „Enn að reyna að átta mig“ Chavez tók aftur við völdum um hálffimm aðfaranótt sunnudags að staðartíma við tilfinningaþrungna athöfn í forsetahöllinni. „Ég er enn sem þrumu lostinn. Ég er enn að reyna að átta mig á því sem gerst hefur,“ sagði Chavez og talaði beint til sjónvarpsmyndavélanna, og mátti heyra að hann var með kökk í hálsinum. Hann sagði af sér vegna þrýst- ings frá hernum sl. fimmtudag og tók þá Pedro Carmona, formaður samtaka kaupsýslumanna, við for- setaembætti í bráðabirgðastjórn. Stuðningsmenn Chavez sögðu að forsetanum hefði verið bolað frá völdum á ólöglegan hátt, og neituðu að viðurkenna aðgerðir bráða- birgðastjórnarinnar, sem hafði leyst upp þingið, hæstarétt og boðað til kosninga innan árs. Þegar byltingarleiðtogarnir höfðu lýst sig ráðamenn í landinu voru fulltrúar Samtaka Ameríkuríkja reiðubúnir að tefla lýðræðissam- þykkt samtakanna gegn Venesúela og virðist svo sem hótun um póli- tískar og efnahagslegar refsiað- gerðir hafi átt helstan þátt í því að Chavez komst aftur til valda. Nokkrir hátt settir menn innan hersins – þ. á m. foringinn í fallhlíf- arhersveitinni sem Chavez var áður í – lýstu því yfir á laugardaginn að þeir myndu virða að vettugi skip- anir frá stjórn Carmonas. Síðar um daginn tilkynnti Carmona afsögn sína í útvarpsávarpi, áður en hann greindi frá því að þingið, sem hefði verið kallað saman á ný, hefði út- nefnt varaforseta Chavezar, Diosd- ado Cabello, starfandi forseta landsins. Carmona hafði þá verið forseti í einn dag. Aðfaranótt sunnudags fylgdi hópur stuðnings- manna Chavezar honum frá Kar- íbahafseynni La Orchila, þar sem hann hafði verið fangi hersins, til Caracas. Bandaríkjamenn hvetja Chavez til að nýta tækifærið Bandaríkjastjórn, sem ekki lét í ljósi nein andmæli þegar herinn svipti Chavez völdum, hvatti hann til að sóa ekki þessu nýja tækifæri, heldur taka rétta stefnu og stjórna á lýðræðislegan máta. Chavez hafði vakið gremju Bandaríkjamanna með stuðningi við Kúbu, og einnig Írak, Íran og Líbýu. Þvermóðska Chavez og sá háttur hans að gefa tilskipanir án samráðs við oddvita viðskiptalífsins hefur vakið reiði meðal hástéttarinnar í Venesúela, en hann sagði á sunnu- daginn að framvegis myndi hann fara öðru vísi að – og aðrir þjóð- félagshópar yrðu einnig að leita nýrra leiða. Chavez tilkynnti að stjórn ríkisol- íufélagsins, sem hann hafði sjálfur skipað í og framkvæmdastjórar fé- lagsins andmælt, hefði sagt af sér. Það var valdabaráttan innan olíufé- lagsins sem í síðustu viku leiddi til allsherjarverkfalls, blóðugra óeirða þar sem krafist var afsagnar Chav- ez og skammvinnrar byltingartil- raunar hersins. Chavez kveðst ætla að leiðrétta mistök sín Reuters Hugo Chavez fagnar við komuna til Miraflores-forsetahallarinnar í Caracas aðfaranótt sunnudagsins.          0#1"  %$%2%#"                            !""#$ %& '( )*+),-.(    !"  "## #   $ %& '( &) *+, " ( /0' 1 ,.2-, ** !""#$(  *3 1 ,.2 !""#$( 45%) . *3 1 ,.2( 6 '0.+ %78**).69 8(  .6*3  :).38  !""#$( %1.)%*8*+) ( * !""!( $,  $   --- '.$,   ,.68' . !""# -&%.)*2$( %- '( # /*%)  )%& '$0 ))1 )+21 )%-1 %% '$0 3 "421 5 4/1 /- .4+!""!(6 !. $# )2+0,# , , $,7# " 6  $$", 8 , ! $, $$!$)9  #, $* ;8:8.078  <:8 *<6*6 6. 61%8 ')+=> 76?1= 6%8:=, %%8. 7 .3 -*@),.8'* >6.+86*> ** +'8 1 A 6,&%%8*)-14 %)3 +2 ;8:. =.<).8*38 6 )<6*6 6. #BCD(: ,  ! ,$, 7#( 7  6  #BB!(; , ! #  7  #BBE(<'.,     '.#  =(88 ' "'($ =(8 ", $   $7 7 $! >  '. " ,  " ?# 6 6,6 !""#F * !""!( @ ! ?  ,7! !    "! $ 6  F; ( #$ ,7 ,#,  ( ! # , '(  ,  1 A  , ,A  7 G <.(B,.    7      Caracas. AFP, AP. ’ Ég er enn semþrumu lostinn. ‘ HELSTU atburðir í Venesúela þá fimm daga sem óljóst var hver var við völd í landinu: Miðvikudagur 10. apríl: Stærstu launþegasamtök Vene- súela efna til verkfalls til stuðnings verkfalli framkvæmdastjóra rík- isolíufélagsins, sem voru óánægðir með þá stjórnarmenn sem Hugo Chavez forseti hafði skipað. Illa horfir með olíuútflutning, sem skapar 80% af útflutningstekjum Venesúela, þegar hópur olíu- vinnslumanna leggur einnig niður vinnu. Fimmtudagur 11. apríl: Um fimmtíu þúsund manns, þ. á m. frammámenn samtaka vinnuveit- enda og launþega, hópast saman og krefjast afsagnar Chavez. Stjórn- völd hvetja stuðningsmenn forset- ans að koma honum til hjálpar. Chvavez fyrirskipar stöðvun út- sendinga einkarekinna sjónvarps- stöðva sem eru andvígar honum. Hópum fylgismanna stjórnarinnar og andstæðinga hennar lýstur sam- an í Caracas. Að minnsta kosti 15 láta lífið og um 100 slasast. Tíu hershöfðingjar lýsa andstöðu sinni við Chavez Helstu hershöfðingjarnir í stjórn Chavez segja af sér. Föstudagur 12. apríl: Efrain Vazquez yfirhershöfðingi tilynnir að Chavez vilji segja af sér. Kaupsýsluforkólfurinn Pedro Carmona tekur við sem nýr forseti og tilkynnir að kosningar verði haldnar innan árs. Leiðtogar ríkja Rómönsku Am- eríku, á milliríkjaviðskiptaráð- stefnu í Costa Rica, fordæma stjórnarkreppuna í Venesúela. Bráðabirgðastjórn Carmonas fyr- irskipar að þingið skuli leyst upp, hæstarétti vísað frá og afturkallar 49 umdeildar löggjafir, sem Chavez hafði komið á. Laugardagur 13. apríl: Óeirðir brjótast út er efnt er til úti- funda til stuðnings Chavez í Carac- as og fleiri borgum. Að minnsta kosti þrír láta lífið. Yfirmaður fallhlífaherdeilda Vene- súela – sem Chavez tilheyrði fyrr- um – neitar að samþykkja skipanir nýju stjórnarinnar. Chavez er fluttur frá herstöð í Caracas til eyjarinnar Orchila í Karíbahafi. Þúsundir stuðningsmanna Chavez- ar flykkjast að forsetahöllinni Carmona leitar skjóls í Tiuna- herstöðinni suðvestur af Caracas. Carmona tilkynnir að þingið hafi verið kallað saman á ný, og ráð- herrar í stjórn Chavezar koma sam- an til fundar í forsetahöllinni. Carmona segir af sér sem bráða- birgðaforseti og varaforseti Chav- ezar, Diosdado Cabello tekur við sem starfandi forseti. Carmona og ráðherrar hans handteknir. Cabello lofar að koma aftur á lögum og reglu. Sunnudagur 14. apríl: Chavez fer frá eynni Orchila í þyrlu og stefnir til Caracas. Chavez, klæddur borgaralegum fötum, tekur opinberlega aftur við forsetaembættinu við tilfinninga- þrungna athöfn í forsetahöllinni klukkan 4.30 (8.30 að íslenskum tíma). Hann hvetur til friðar og „eindrægni landsmanna“. Atburðarásin í Venesúela Caracas. AFP. Reuters Mótmælin gegn Chavez sl. fimmtudag. Þau hrundu af stað hinni undarlegu atburðarás síðustu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.