Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Obb, obb, obb, kokkurinn segir að þér verðið bara að sleikja út um næstu 3 ár, herra.
Félag kvenna af erlendum uppruna
Hér er skortur
á upplýsingum
F
ÉLAG kvenna af
erlendum uppruna
verður stofnað
föstudaginn 24. október
næstkomandi, á kvenna-
frídeginum svonefnda
sem haldinn hefur verið
hátíðlegur hér á landi frá
því að útifundurinn fór
fram á Lækjartorgi 24.
október árið 1975, degi
Sameinuðu þjóðanna.
Stofnfundurinn fer fram í
húsakynnum Kvenrétt-
indafélags Íslands á Hall-
veigarstöðum og hefst kl.
17. Þangað hefur meðal
annars verið boðið Dorrit
Mousaieff forsetafrú og
Vigdísi Finnbogadóttur,
fyrrverandi forseta Ís-
lands. 
Anh-Dao Tran hefur
ásamt þremur öðrum konum af
erlendum uppruna, búsettum hér
á landi, undirbúið stofnun félags-
ins en þær eru Tatjana Latino-
vic, Andrea Sompit og Amal Ta-
mimi. Anh-Dao var fyrst spurð
hvernig þetta félag væri tilkom-
ið.
?Fyrir tilstilli Jafnréttisstofu
og Norrænu ráðherranefndar-
innar fórum við þrjár konur sam-
an á vinnufund í Osló á síðasta
ári með þarlendu félagi kvenna
af erlendum uppruna. Tilgang-
urinn var að afla upplýsinga um
hvernig svona félag starfar og
vinna síðan tillögur til félags-
málaráðherra um hvernig standa
á að málefnum innflytjenda-
kvenna. Síðan fór ég ásamt
nokkrum öðrum konum á ráð-
stefnu í Malmö í Svíþjóð í vor
þar sem fjallað var um málefni
innflytjendakvenna á Norður-
löndum. Eftir þessa fundi varð
okkur enn ljósara en áður að
stofna þyrfti félag innflytjenda-
kvenna hér á landi. Svona félög á
Norðurlöndum hafa gefið góða
raun og við viljum læra af þeirra
reynslu. Við ákváðum þess vegna
að stofna svona félag á Íslandi.?
Hver eru brýnustu verkefnin?
?Hér er skortur á ýmsum upp-
lýsingum og fáir til staðar ef upp
koma spurningar hjá konum sem
vegna tungumálarörðugleika
hafa ekki getað nálgast upplýs-
ingarnar. Við viljum hjálpa þess-
um konum, bæði til að afla sér
tungumálamenntunar og annarr-
ar fræðslu um íslenskt samfélag
og vinnuumhverfi. Þessar konur
fá til dæmis ekki störf við sitt
hæfi og við viljum koma á ein-
hverjum tengilið sem veitir þeim
alla nauðsynlega aðstoð.?
Hvernig mun félagið starfa?
?Við höfum fengið aðstöðu í
húsnæði Kvenréttindafélags Ís-
lands á Hallveigarstöðum og er-
um mjög þakklátar fyrir það. Þar
munu konur geta nálgast upplýs-
ingar og ráðgjöf. Síðan ætlum
við okkur að koma á framfæri
eins miklum upplýsingum og við
getum. Ennþá höfum við ekkert
fjármagn til að spila úr og byrj-
um því smátt. Vonandi fáum við
einhvern fjárhagsleg-
an stuðning.?
Hvað eru margar
konur af erlendum
uppruna búsettar hér
á landi?
?Það vitum við ekki nákvæm-
lega. Við gerum okkur vonir um
að ná til að minnsta kosti 20 til
30 kvenna með þessu móti en öll-
um konum af erlendum uppruna
er frjálst að ganga í félagið.
Fyrst og fremst viljum við ná til
þeirra sem hafa aflað sér
minnstra upplýsinga um mögu-
leika sína og tækifæri sökum
tungumálaerfiðleika.?
Hverjir fleiri en Kvenréttinda-
félagið hafa aðstoðað ykkur við
stofnun félagsins?
?Það má segja að við höfum
notið góðs stuðnings allra þeirra
íslensku kvenna sem á einhvern
hátt koma að svona málum. Ég
gæti nefnt mörg nöfn en meðal
þeirra sem hafa veitt okkur að-
stoð eru Hildur Jónsdóttir, jafn-
réttisráðgjafi Reykjavíkur, Val-
gerður Bjarnadóttir, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Jafnréttis-
stofu, Björg Kjartansdóttir,
deildarsérfræðingur í félags-
málaráðuneytinu, Rannveig
Traustadóttir, dósent við fé-
lagsvísindadeild Háskóla Ís-
lands, Þórunn Sveinbjörnsdóttir,
varaformaður Eflingar-stéttar-
félags, og Elsa Arnardóttir,
framkvæmdastjóri Fjölmenning-
arsetursins á Ísafirði. Þær hafa
verið okkur mjög hjálplegar og
margir fleiri aðilar.?
Það er væntanlega engin til-
viljun að þið veljið kvennafrídag-
inn sem stofndag?
?Nei, okkur fannst vel við hæfi
að miða stofnun félagsins við
þennan dag. Þetta verður hefð-
bundinn stofnfundur þar sem
meðal annars þarf að samþykkja
markmið og lög félags-
ins, skipa stjórn og
ákveða endanlegt
nafn. Fundarstjóri
verður Kesara Jóns-
son, prófessor við
raunvísindadeild Háskóla Ís-
lands. Við höfum auglýst fundinn
á ýmsum stöðum og sett upp til-
kynningar á mismunandi tungu-
málum, m.a. í Alþjóðahúsinu,
fjölmiðlum og hjá Námsflokkum
Reykjavíkur, og vonumst til að
sjá sem flesta. Fyrsta verkefni
okkar verður einmitt að ná til
sem flestra kvenna af erlendum
uppruna.? 
Anh-Dao Tran
L50776 Anh-Dao Tran fæddist í Víet-
nám árið 1959, kom 16 ára til
Bandaríkjanna sem flóttamaður
og lauk þar námi með MA-gráðu
í kennslufræði heyrnleysingja
frá Columbia-háskólanum í New
York. Starfaði þar í landi bæði
við kennslu heyrnarlausra og að
málefnum innflytjenda. Hún
flutti til Íslands árið 1984 ásamt
eiginmanni sínum, Jónasi Guð-
mundssyni, fjármálastjóra
Heilsugæslunnar í Reykjavík,
sem hún kynntist í Bandaríkj-
unum. Kom hér fyrst í heimsókn
árin 1980 og 1981. Saman eiga
þau 12 ára dóttur. Anh-Dao hef-
ur víða stundað hér kennslu- og
rannsóknarstörf og unnið að
málefnum innflytjenda en er nú
kennsluráðgjafi fyrir nokkra
grunnskóla í Reykjavík, með að-
setur í Háteigsskóla.
Við viljum
hjálpa þess-
um konum
SJALDAN hefur verið jafnmikið af
fiðrildinu haustfeta líkt og nú í
haust, segir Erling Ólafsson, skor-
dýrafræðingur hjá Náttúrufræði-
stofnun Íslands. Haustfeti er þó
ekki eina fiðrildategundin sem
mikið er af hérlendis um þessar
mundir því aðfaranótt 13. október
kom gusa af fiðrildum af mörgum
tegundum yfir landið, segir Erling
jafnframt. Flest aðkomufiðrildin
eru af tegund sem heitir skraut-
ygla. 
Haustfeti er ljósgrár að lit, næst-
um hvítur, og um tveir til þrír cm
að lengd. Fiðrildið er lirfa þar til í
október. Lirfan er mikill skaðvald-
ur í görðum og leggst á trjágróður.
Erling segir að þó svo að mikið sé
af haustfeta nú, sé ekki þar með
sagt að mikið verði af lirfum næsta
sumar, samspil náttúrunnar sér
flóknara en svo. 
Erling segir að góð spretta trjá-
gróðurs í ár sé helsta skýringin á
því hvers vegna svo mikið er af
fiðrildum nú. Hann segir fiðrildið
sjálft ekki skaða trjágróðurinn þar
sem það nærist ekki heldur verpi
eggjum. Kvendýrið er nánast
vængjalaust. 
Óvenjumikið að flækingsfiðrild-
um kom hingað til lands með hlýrri
suðaustanátt aðfaranótt 13. októ-
ber. ?Þetta byrjaði á Suðaustur-
landinu, svo er þetta að færast
vestur eftir. Fólk er undanfarna
daga farið að sjá meira af þessu
hér á Reykjavíkursvæðinu,? segir
Erling. 
Hann segir að þó svo að það
kólni á nóttunni drepist fiðrildin
ekki nema það kólni mikið heldur
hafi hægar um sig. 
Óvenju mikið af haustfiðrildum
Ljósmynd/Erling Ólafsson
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gærmorgun tillögu
Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra um að mynda starfshóp er
hefði það verkefni að gera úttekt á
varnarviðbúnaði vegna hugsanlegr-
ar notkunar efna-, sýkla- og geisla-
vopna hér á landi.
Starfshópurinn verður skipaður
embættismönnum undir forystu
dómsmálaráðuneytisins en utanrík-
is-, heilbrigðis- og umhverfisráðu-
neytið munu ennfremur koma að
myndun hópsins. ?Starfshópnum
verður jafnframt falið að gera tillög-
ur til úrbóta, með það að markmiði
að viðbúnaður hér á landi verði full-
nægjandi,? segir í tilkynningu frá
dómsmálaráðuneytinu. 
Ein stærsta ógnin
Í greinargerð með tillögunni til
ríkisstjórnarinnar kemur fram að
varnir gegn gereyðingarvopnum á
borð við eiturefna-, sýkla- og geisla-
vopn sé meðal helstu viðfangsefna
ríkisstjórna vestrænna þjóða á líð-
andi stundu. ?Hættan á hermdar- og
hryðjuverkum þar sem slíkum vopn-
um kann að vera beitt er talin ein
stærsta ógn fyrir borgara hins vest-
ræna heims nú á tímum. Á leiðtoga-
fundi Atlantshafsbandalagsins í
Prag í nóvember 2002 var ákveðið að
grípa til sameiginlegra aðgerða á
þessu sviði með þátttöku allra aðild-
arþjóða, þ.á m. Íslands,? segir í til-
kynningunni. 
Þá kemur fram að fyrsta og mik-
ilvægasta verkefnið sé að tryggja að
NATO-þjóðirnar hafi fullnægjandi
innri varnir þegar hugað er að ör-
yggi borgaranna gegn vá af þessu
tagi, þ.á m. hlífðarföt, mælitæki,
hreinsibúnað, lyf og læknisaðstoð.
Ennfremur hafi íslensk stjórnvöld
skuldbundið sig til að tryggja að öll
framlög borgaralegra sérfræðinga
til friðaraðgerða á vegum NATO eða
Evrópusambandsins séu háð því að
viðkomandi aðilar séu m.a. búnir
hlífðarfötum og mótefnum til varnar
hugsanlegri notkun gereyðingar-
vopna og hafi kunnáttu í notkun og
meðferð þeirra á sama hátt og aðrir
þátttakendur. 
Efna-, sýkla- og geislavopn
Úttekt gerð á
varnarviðbúnaði
LÖGREGLUEMBÆTTIN á lands-
byggðinni fylgjast þessa dagana ná-
ið með rjúpnaveiðilendum til fjalla,
en þetta árið fóru veiðar ekki í gang
15. október eins og undanfarin ár
vegna banns umhverfisráðuneytis-
ins.
Ámundi Sigurðsson hjá lögregl-
unni í Borgarnesi sagði eftirlitið
ganga vel en ekki hefði orðið vart við
brot á banninu. ?Við fylgjumst með
bæði úr lofti og af landi og erum vel
vakandi. Fólk í nágrenni við fjall-
lendið er einnig í góðu sambandi við
okkur.?
Eins og hvert annað verkefni
Svanur Kristjánsson, varðstjóri
lögreglunnar á Selfossi, sagði bannið
hafa verið virt. ?Rjúpnaveiði hefur
verið bönnuð hér víða í umdæminu
áður en þetta allsherjarbann kom til,
t.d. á Hellisheiði, og því eru ekki
mörg veiðisvæði eftir hér í Árnes-
sýslu.? Svanur sagði bannið í raun
eins og hvert annað verkefni sem
embættið tekst á við
Lögregluembætti 
á landsbyggðinni
Vel fylgst
með veiði-
lendum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52