Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 5. JANÚAR 2002
I
Æ
TLI Suðursveit sé
ekki frægasta sveit
á Íslandi. Orðinu
fylgir svo kunnug-
legur blær að mað-
ur gæti haldið að
hún væri einhvers
staðar í alfara leið.
En því er ekki að heilsa. Hún hefur til skamms
tíma verið einhver afskekktasta sveit landsins,
mjó landræma suðaustur með Vatnajökli sem
girðir sveitina alveg af í norður; í vestri er fín?
riðið net af fljótum sem tálma ferðir yfir mestu
sandflæmi landsins en í austur er fjallvegur
sem leiðir í strjálar og afskekktar sveitir Aust-
urlands. Í suðri er svo endalaust hafið fyrir
hafnlausri strönd.
Fólk fæddist í Suðursveit, óx þar upp, giftist
hvað öðru og bar þar beinin eins og utan við
heiminn.
Samt er hún á allra vitorði, kunnugleg eins
og örnefni út um eldhúsgluggann. Þó er hún
ekki sögusvið neinnar Íslendingasögu, hún er
ekki eins og Rangárvallasýsla vettvangur
Njálu eða Borgarfjörður Egilssögu, Dalirnir
Laxdælu, Vestfirðir Fóstbræðrasögu, Skaga-
fjörður Grettissögu eða Fljótsdalur Hrafn-
kötlu.
Hún er sögusvið Þórbergs Þórðarsonar.
Hann fæddist í Suðursveit fyrir einni öld og tólf
árum betur, ólst þar upp til sextán ára aldurs
og hvarf þaðan á braut alfarinn árið 1906 og
kom ekki aftur nema sem stopull gestur upp
frá því. En hann hafði Suðursveit með sér í far-
angri hugans og endurskapaði hana smátt og
smátt í bókum sínum. Og hann gerir meira:
hann lyftir henni upp í fyrirmynd, eins konar
mælikvarða sem stóra veröldin er vegin á og
metin. Suðursveit verður tákn upprunaleikans,
einfaldleikans og heilindanna. Í bókum sínum
talar Þórbergur iðulega um að tiltekin persóna
hafi svarað eins og Suðursveit og þá er svarið
jafnan stutt og tilgerðarlaust. Eða einhver at-
höfn fær þá einkunn að ekki hafi nú verið mikil
Suðursveit í henni og þá er um að ræða hræsni
eða fals. Þannig hefur Suðursveit orðið sam-
nefni heilinda og flekklauss mannlífs, að yfir-
gefa Suðursveit jafngildir syndafalli.
?Ef ég hefði ekki farið þessa bölvaða kaup-
staðarferð út úr sveitinni?, segir Þórbergur í
Ofvitanum, ?þá hefði ég kannski aldrei fundið
til neinnar náttúru. Ég held allir hafi verið
náttúrulausir í Suðursveit. Þessar barneignir
þeirra virtust bara vera gamall vani.?
1
Og í
frægri senu í Ofvitanum þegar Þórbergur er í
þann mund að farga sveindómi sínum, hrópar
hann í huganum:
?Ó blessuð Suðursveit! Aldrei hefðir þú gert
svona. En hvað þú ert miklu betri en ég!?
2
II
Þótt Suðursveit komi víða við sögu í æfiverki
Þórbergs þá tekur steininn úr í bálki þeim hin-
um mikla sem Þórbergur krýndi með höfund-
arverk sitt og komið hefur út undir safnheitinu:
Í Suðursveit. Þetta eru bækurnar Steinarnir
tala, Um lönd og lýði, Rökkuróperan og verk
sem Þórbergur lauk aldrei við og birtist fyrst
árið 1975 í heildarverkinu og þá undir nafninu
Fjórða bók.
Þrjár fyrstnefndu bækurnar komu út á ár-
unum 1956?58, Þórbergur stóð þá á sjötugu og
þótt hann tæki áratug síðar upp pennann til
þess að færa í letur sögu Einars ríka, má telja Í
Suðursveit svanasöng hans og kórónu æfi-
verksins.
Eins og safnheitið: Í Suðursveit gefur til
kynna, fjalla bækurnar allar um samnefnda
sveit. Þær eru stórbrotin tilraun fullþroska
höfundar til að kortleggja mannlíf í heima-
byggð sinni, tilraun til heildarmyndar af upp-
runa skáldsins og jafnframt niðurstaða af ára-
löngum hugleiðingum og tilraunum um
söguritun og frásagnartækni.
Fyrsta bókin: Steinarnir tala hefst á brúð-
kaupi foreldra Þórbergs og fram á sviðið eru
leiddar persónur sem lesandinn er farinn að
kannast við því Þórbergur er ekki aðeins sá ís-
lenskur höfundur sem lengst hefur gengið í
sjálfslýsingu heldur fylgir skyldulið hans með í
kaupunum. Alla ævi var hann að glíma við þess-
ar fjölskyldumyndir og endanlega framköllun
og stækkun hljóta þær í Suðursveitarbókun-
um.
Foreldralýsing Þórbergs er frá fyrstu tíð
óvenju bersögul. Þau hjónin eru á margan hátt
andstæð: á móti hörku föðurins kemur blíða
móðurinnar, á móti þungu skapi karlsins kem-
ur léttleiki og jafnlyndi konunnar. Á milli
þeirra er ákveðinn jafnvægisleikur, þau bæta
hvort annað upp og jafnvel karp þeirra er háð
samkomulagi, faðirinn talar kannski óvirðu-
lega um eitthvað í Biblíunni og móðirin tekur
upp hanskann fyrir almættið. En það getur líka
slegið í brýnur sem orka á barnið eins og fár-
viðrin sem hvergi dembast yfir af meiri ofsa en
í Suðursveit og sópa þá með sér öllu lauslegu.
Þórbergur stundaði mjög þá íþrótt að sjá alla
hluti í samleik spaugs og alvöru. Þó er eins og
móðurlýsing hans sé ætíð hjúpuð ákveðinni
viðkvæmni. Hann viðurkennir hreinskilnislega
að honum hafi þótt vænna um móður sína en
föður, og bæði öðlast þau í meðförum hans bibl-
íulega stærð: faðirinn líkist uppstökkum og
skaphörðum Jahve Gamlatestamentisins, móð-
irin ber svip af Maríu mey þess Nýja. 
Öfum sínum lýsir Þórbergur sem ögn ein-
földum en stórbrotnum. Föðurafi hans, Steinn,
næstum þursaættar, geðríkur og fljótfær en
jötunn að afli og hamhleypa til verka. Benedikt
móðurafi hans svo jafnlyndur að ekkert virtist
geta haggað honum og svo hugrakkur að jaðr-
aði við sljóleika.
Fæðing Þórbergs var söguleg og sóttist erf-
iðlega að koma barninu í heiminn. En fyrsta
minning sem hann kýs að framkalla er myndin
af svartri líkkistu og í kistunni hvílir fimm mán-
aða gömul systir hans. Og síðan koma mynd-
irnar hver af annarri, stórar og voldugar.
Mynd númer þrjú er af hafinu:
?Ég man að þetta var í fyrsta sinn sem ég
kom út að sjónum. Það fyrsta sem ég man eftir
úr ferðinni var það að við gengum vestur fjör-
una og sjórinn var nokkra faðma frá okkur til
vinstri handar. Ég horfði mikið á hann. Það var
stillt veður, en mikið brim. Ég sá voðalega stór-
ar öldur koma hver á eftir annarri langt utan úr
hafi og hækka sig meira og meira þegar þær
nálguðust landið, hvolfa sér niður á sjóinn með
sogandi hljóðum og verða að hvítri, freyðandi
og eins og daufri breiðu, rísa aftur og hlaupa
upp að landinu, lyfta sér hærra og hærra og
velta sér með þungum, malandi nið á fjöru-
sandinn, stróka sig hátt upp í loftið, detta niður
og stökkva hvínandi langt upp á fjöruna eins og
þær ætluðu að taka mig. Ég varð hræddur við
þessi skelfilegu ólæti og passaði mig að ganga
þeim megin við föður minn sem snöri frá sjón-
um. Við héldum áfram eitthvað vestur fjöruna.
Lengra nær þetta stórkostlega ævintýri ekki.
Enga sýn hef ég síðan séð og ekkert hljóð
heyrt sem hafi haft jafn feiknleg og jafn dul-
mögnuð áhrif á mig og þessi fyrstu kynni mín
af veraldarhafinu. Mér fannst það líkara lifandi
ófreskju með óskiljanlega lögun, ægilegri,
grimmri og ofsaþrunginni heldur en andvana
náttúruundri.? 
3
Þessar fyrstu bernskumyndir blandast
endalausum sögum og ljóðum móður hans og
ömmu, kryddað með Biblíufróðleik. Í rosaveðr-
um þegar svo virðist sem hafið ætli að æða á
land segir amma hans honum söguna af því
þegar Ísra?elslýður flýði úr þrældómnum í
Egyptalandi og Guð gerði þurrar traðir í
Rauðahafið til að lýðurinn kæmist yfir en
drekkti svo stríðsmönnum Farós og breytti
þeim í seli sem syntu um höfin og gat að líta
hvar þeir flatmöguðu í flæðarmálinu úti fyrir
Hala.
III
Frá fólkinu sem stendur Bergi litla næst
fikrar hann sig um húsakynnin og er sú lýsing
fræg að endemum, en hún mun taka yfir einar
100 blaðsíður í bókinni. Þórbergur gefur jafn-
vel í skyn að hér hafi hann viljað setja niður
nokkuð torleiði til að skilja hafrana frá sauð-
unum og halda síðan áfram í fylgd með þeim
lesendum er tækju fróðleik fram yfir hasar.
Hann ferðast úr einni vistarveru í aðra og sést
hvorki yfir húsgögn né amboð, ílát, ljós, mat-
seld með hliðarsporum um eldinn, eldsneytið,
uppkveikju, matarlykt... Hér rís kannski list
Þórbergs hæst, þessi hæfileiki að gæða fróð-
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Þórbergur Þórðarson 
Í SUÐURSVEIT
?Og eiginlega er Suðursveitarbálkurinn kennslubók í
því hvernig mannlífið getur öðlast ævarandi líf í sögu.
Blaðsíðu af blaðsíðu, bók af bók vex myndin og dafn-
ar og bætir við sig stórum og fínum dráttum. Á sjö-
unda hundrað persóna stígur fram á sviðið, flestar
samsveitungar Þórbergs úr fortíð og samtíð. Sumar
reyndar bara nafnið, á bak við aðrar stendur skrítla
eða tilsvar. Svo eru enn aðrar sem höfundur kemur að
aftur og aftur og eykur dráttum við mynd þeirra uns
þær standa manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.?
EFTIR PÉTUR GUNNARSSON

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16