Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 8
Ferð með Magnúsi Karli Antonssyni Nú fyrir skemmstu fylgdumst við eina sumarhelgi með Magnúsi Karli Antonssyni í Ólafsvík um firði og fjalldali í utanverðri Helgafellssveit. Að þessu sinni býður hann okkur í kynnisför vestur í Álftafjörð við ísa- fjarðardjúp. Og myndavélin er með í förinni eins og fyrri daginn. Suður úr ísafjarðardjúpi ganga sem kunnugt er átta firðir. Skutuls- fjörður er þeirra yztur, en ísafjörð- ur innstur. Ált’tafjörður er næst inn- an við Skutulsfiörð, milli hans og Seyðisfjarðar, og á leiðinni þangað ökum við í gegnum jarðgöng, er sprengd voru haustið 1948 gegnum hamar, skammt frá Arnardal, sem er yzt á nesi, sem skilur Skutuls- fjörð og Álftafjörð. Þorpig Súðavík er rétt innan við mynni Álftafjarðar að vestan, lítið og vinalegt þorp með tvö eða þrjú hundruð íbúa. Þar eru enn mörg gömul hús með einkennum síns tíma, og eru lítil líkindi til þess, ag framar _ verði reist hús með því svipmóti. í sumum þessara húsa er enn búið, en önnur standa mannlaus. Og smám saman munu þau lúta þeim örlögum flestra húsa að hverfa. En þótt gömul hús séu mörg í Súðavík, eru þar einn- ig ný hús og nýleg, sum liin reisu- legustu. Nú eru fimm eða sex í smíð- um, mjög frábrugðin þeim húsum, sem hér verða sýnd, enda í öllu gerð eftir fyllstu kröfum nútímans. Súðavík byggðist á landi þriggja jarða — Trað'ar Saura og Súðavíkur, og var Súðavík þeirra mest, átján hundruð að fornu mati. Vafalaust hef ur byggð hafizt í Súðavík á landnáms- öld, og er svo hermt, að Eyvindur Iené og Þuríður rymgylta hafi numið Álftafjörg og Seyðisfjörð. Var sonar- dóttir þeirra Bjargey, kona Hávarðs ísfirðings. í lok tóiftu aldar gerðist í Súðavík smáskrýtið atvik, sem metið var krafta verk. Guðmundur góði ferðaðist þá um Vestfirði, iæknaði sjúka og vígði ýmsa stað'i. Kom hann til Súðavíkur á Maiteusmessu. Maður sá, sem hét Árni i Bærinn, sem sést á efstu mynd- ínni á þessari síðu, vekur at- hygli manna, þegar þeir koma utan ströndina. Hann heitir Mið hús. Pétur Guðjónsson byggði hann árið 1907 og býr þar enn. —- Naest er hróf Péturs og bátur hans skorðaður i því. — Neðs't er Daibær, lítið hús í Súðavíkur- þorpi með snotrum smágarðí. — Magnús Karl Antonsscn fók ali- ar Ijósmyndirnar. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 896

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.