Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1976, Blaðsíða 16
Indriði Guðmundsson frá Gilá Minir gömlu vinir og samherjar I Austur-Húnavatnssýslu hverfa nú sem óðast yfir landamærin, enda flestir orðnir roskir menn. Þann 17. april sl. andaðist Indriði Guömundsson frá Gilá I Vatnsdal 84 ára að aldri. Þar sem Indriði var sá maður sem ég margreyndi sem traustasta vin og ráðgjafa þau tuttugu ár, sem ég dvaldist i Vatnsdal, þá get ég ekki látið hjá liða að minnast hans I Islendingaþáttum. J Indriði var fæddur að Auðunnarstöö- um i Víðidal. Móðir hans var Ingi- björg Davíösdóttir og faöir hans unn- usti Ingibjargar er Guðmundur hét, en hann hvarf til Ameriku um það leyti sem Indriöi fæddistog mátti Ingibjörg standa ein eftir með kornabarnið. Ingibjörg fluttist þá með barn sitt til foreldra sinna, þeirra Þuriðar Gísla- dóttur og Davlðs Daviðssonar, er þá bjuggu að Kárdalstungu I Vatnsdal. A þeim árum var Kárdalstunga mesta rýrðarkot og var þvi eigi þörf fyrir vinnu Ingibjargar þar. En þó for- eldrar Ingibjargar væru mjög fátæk var hjartahlýjan nóg. Tóku þau hjón hinn unga svein til fósturs og dvaldist hann hjá þeim meðan þau liföu. Þurið- ur og Davlö fluttu nokkru siðar að Gilá i Vatnsdal og þar átti Indriöi heima til dauðadags, enda þótt hann dveldi að mestu annars staðar hin siöustu ár ævi sinnar. Þegar Davið andaðist eða hætti bú- skap fyrir elli sakir, þá tók við búi Daði sonur hans. Daði var fræðimaður mikill einkum varöandi fornrit. Vann mikið að afskriftum ýmissa forna bréfa og bóka, og þrátt fyrir litil efni átti hann allmikið bókasafn. Ekki var Daði mikið hneigður til bústarfa, lenti þvi umsjón búsins mest á Indriða strax I æsku svo og fósturbróður hans Einari Eymann, sem lengdi dvaldist með þeim frændum. Gilá er mjög litil jörð en nokkuð nytjagóð. Ekki gat jöfðin gefið þaö af sér að Indriöi hefði fjárráð til skóla- göngu en strax bar á ágætri greind fróðleikslöngun eins ogég mun siöar koma að. Meðan Indriöi var ungur maöur, var hann um allmörg haust sláturhússtjóri hjá Höepnersverzlun á Blönduósi. Kom þá strax fram hirðusemi hans, nýtni og skipulagsgáfur. Árið 1924 kvæntist Indriði Kristinu Gisladóttur, hinni mætustu konu. Upp frá þvi mátti segja að þau tækju við öllum búsforráðum á Gilá. Þau Kristin eignuðust 3 börn. Elzt er Þuriður gift Marteini Sigurðssyni, húsgagnasmiö. Næst kemur Kristjana gift Sveini Magnússyni stýrimanni ættuðum frá ísafirði, yngstur er Böövar starfsmaður hjá Eimskip, kvæntur Onnu Guðmundsdóttur frá Miðhópi I V-Hún. Kristinu varð ekki langra lifdaga auðið. Hún andaðist eftir tiu ára sam- búð þeirra hjóna. Þegar Kristin andaðist stóð Indriði einn uppi með 3 kornung börn og voru ástæður hans þá hinar erfiðustu. Þaö sem þá varð Indriða til bjargar, var það, að Kristin sáluga hafði vitað að hverju stefndi og beðið unga stúlku sem þá mun hafa dvalið á Gilá að taka börnin að sér eftir andlát sitt. Kona þessi hét Jakobina Björnsdóttir af góö- um húnvetnskum ættum. Jakobina varö viö bón Kristinar. Dvaldist hún á Gilá sem ráðskona. Mátti reyndar telja hana húsfreyju þar, þó þau Indriði gengju aldrei i hjónaband. Jakobina reyndist börnum Indriða og Kristinar, sem bezta móðir, enda virtu þau hana og elskuðu sem móður sina. Með Jakobinu eignaðist Indriði eina dóttur, sem Kristin heitir, Kristin er gift Bjarna Olafssyni menntaskóla- kennara, en sjálf er hún bókasafns- fræðingur við bókasafn Kennarahá- skólans. Það má þvi segja að Indriði hafi haft mikið barnalán. Börnhansöll eru af- burðavel gefin og hin duglegustu til allra starfa. En aftur dró ský fyrir sólu hjá Indriða vini minum. Jakobina fékk ó- læknandi sjúkdóm og andaðist I ágúst 1956 eftir langa og stranga sjúkdóms- legu. Það sýnir vel manndóm og skyldu- rækni Þuriðar elztu dóttur Indriða, að hún tók sig upp vorið 1956 og fluttist héðan úr Reykjavik, þar sem þau hjón höfðu búið vel um sig, norður að Gilá til að aðstoða föður sinn. Sennilega hefur Marteinn maður hennar ekki latt þessa, þvi hann var að mestu uppalinn i sveit hjá hinum ágæta búhöldi Páli á Búrfelli 1 Grimsnesi. Eftir að ungu hjónin fluttu að Gilá munu þau að mestu hafa tekið við búsforráðum á Gilá, enda þótt Indriði dveldi allmörg ár á Gilá eftir það og mun þá alltaf hafa átt nokkuö af kindum. En ekki var Gilá nein tvibýlisjörð og mun Indriði ekki hafa viljað rýra búskapar- möguleika ungu hjónanna, er strax byggðu stórt og vandað Ibúðarhús á jörðinni. Arið 1965, eða þar um bil, fluttist Indriði aö mestu frá Gilá. Fyrst vann hann eitt ár hjá Kaupfélaginu á Hólmavik, en færði sig svo til Reykja- vikur og vann þar I frystihúsi meðan honum entist vinnuþrek, en siðustu ár- in dvaldist hann á ellideild sjúkrahúss- ins á Blönduósi, þvi hann vildi ekki verða neinu barna sinna til byrði, enda þótt þau vildu allt fyrir hann gera. Ég dvaldist I Vatnsdal i 20 ár. Eins og ég gat um i upphafi máls mins, var Framhald á bls. 15 16

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.