Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að kann að sýnast vottur um
þráhyggju að sitja við sinn
keip og stagast á sama efni
tímunum saman. Ég verð
þó að biðja Morgunblaðið að birta
framhald af pistli sem ég ritaði og
birtist í blaðinu á sunnudaginn var.
Hann var um langvarandi og minn-
isstæð tengsl Valdemars prins við Ís-
lendinga og góðvild hans í garð
þeirra.
Ásgeir Guðmundsson sagnfræð-
ingur kom til mín færandi hendi um
helgina. Hann notfærði sér nýja
tækni sem nú er völ á. Með töfratækj-
um nútímans er unnt að leita gamalla
greina í Morgunblaðinu og prenta út
áratugagreinar. Ljósrit af greinum í
Morgunblaðinu síðan í apríl árið 1929
og nóvember 1930 sönnuðu ótvírætt
að vinátta Valdemars prins og góðvild
var ekki dægurfluga heldur stóð
djúpum rótum. Í Morgunblaðsgrein-
um þeim sem Ásgeir sagnfræðingur
færði mér kemur fram að þótt 54 ár
væru liðin frá heimsókn Valdemars á
þjóðhátíðina 1874 mundi hann enn
tengsl sín við Ísland. Franz Håkans-
son, veitingamaður og eigandi Iðnó,
samkomuhússins, var umboðsmaður
Valdemars prins. Á skírdag árið 1929
efndi hann til samkomu í Iðnó. Nú er
best að birta frásögn Morgunblaðs-
ins.
Morgunblaðið 12. mars 1929:
?Í fyrra gerðist Fr. Håkansson
veitingamaður í Iðnó, umboðsmaður
hjer í Reykjavík fyrir ?Prins Valde-
mar og Prinsesse Marie Fond?. Er
það sjóður, sem veitir dönskum
uppgjafasjómönnum styrk og ellistoð.
Hefir sjóðurinn komið upp elliheimili
fyrir sjómenn í Höfn og hressingar-
hæli úti á landi. En fyrir hver jól er
leitað samskota meðal danskra
manna um allan heim og gömlum sjó-
mönnum gerð einhver jólaglaðning.
Håkanson hefir þegar safnað 40
gjaldendum hjer (öllum dönskum) og
í Ísafirði hefir Skúli Eiríksson safnað
nokkrum. Håkanson fór fram á það
við stjórn sjóðsins, hvort hún mundi
ekki vilja veita íslenskum uppgjafa-
sjómönnum styrk, ef hann safnaði ís-
lenskum meðlimum, og á stjórnar-
fundi, sem haldinn var í vetur, var það
samþykkt, og sendi stjórnin hingað
100 danskar krónur, sem eiga að
skiftast milli 12 manna, sem jóla-
glaðning, þótt hún komi nú svo seint,
en þá verður það bara páskaglaðning
í staðinn. Er svo fyrir mælt, að út-
hluta skuli 30 kr. af þessu í Ísafirði og
hinu hjer í Reykjavík. Og ákveðið er
enn fremur að senda hingað fje árlega
til þess að gleðja gamla sjómenn um
jólin.?
Morgunblaðið 5. apríl 1929:
?Í Danmörku er sjóður, sem nefn-
ist ?Prins Valdemar og Prinsesse
Maries Fond?: Var hann stofnaður 8.
okt. 1871 og er hlutverk hans það að
útvega gömlum uppgjafasjómönnum
og sjómannsekkjum ókeypis hús-
næði. Sjóður þessi á nú tvö hús í
Kaupmannahöfn, þar sem þetta
gamla fólk fær ókeypis bústað, og
ennfremur á hann hressingarheimili í
Lilleröd.
Á hverju ári safnar sjóðstjórnin
peningum og öðrum gjöfum meðal
meðlima fjelagsskaparins og vel
unnara hans, og er því varið til að
gleðja gamla sjómenn og sjómanna-
ekkjur á jólunum, bæði með því að
halda þeim samkomur og gefa þeim
jólagjafir, en sumum eru gefnir pen-
ingar.
Íslenskir sjómenn hafa nú í fyrsta
skifti fengið slíka glaðningu og fá
hana framvegis árlega. Var úthlutað
gjöfum til 13 uppgjafasjómanna hjer
og jafnmikla upphæð fjekk Skúli Ei-
ríksson í Ísafirði til útbýtingar þar.
Úthlutunin hjer í Reykjavík fór
fram á skírdag í Iðnó. Hafði Håkan-
son veitingamaður þar boð inni fyrir
sjómennina og var þar alls um 40
manns. Samkoman hófst með því að
sunginn var sálmurinn ?Á hendur fel
þú honum?. Svo var drukkið kaffi og
því næst hjelt síra Bjarni Jónsson
hjartnæma ræðu um líf sjómanna,
hættur og afrek þeirra, og um ?Prins
Valdemar og Pr. Maries Fond?, sem
nú hefir fært verksvið sitt til Íslands.
Á eftir var sunginn sálmurinn ?Þín
miskunn, ó guð? og síðan voru sungin
nokkur ættjarðarljóð og klykt út með
því að sungnir voru þjóðsöngvarnir
?Det er et yndigt Land? og ?Ó, guð
vors lands?. Síðan var ekið með gömlu
sjómennina í bíl hvern til síns heima.
Samkoman fór ágætlega fram og
var það mikið að þakka síra Bj. Jóns-
syni og þeim Þórarni Guðmundssyni
og Jóni Ívars, sem skemtu gestunum
með hljóðfæraslætti.
Á myndinni hjer að ofan sjást
gömlu mennirnir, sem gjafirnar hlutu
og ennfremur liðsforingi af ?Fylla? og
Håkanson veitingamaður. Í efri röð
(talið frá vinstri) eru: 1. Páll Pálsson,
Pálsbæ, 80 ára; 2. Tómas Klogh Páls-
son, 74 ára; 4. Jón Jónsson Sölvhól, 81
árs; 6. Kristján Jóhannsson, 77 ára; 7.
Jón Sigurðsson frá Móakoti 67 ára. Í
neðri röð: 1. Sigurður Jónsson, Bygð-
arenda, 81 árs; 2. Símon Jónsson, 76
ára; 3. Sveinbjörn Björnsson skáld, 74
ára; 4. Þorlákur Teitsson, 72 ára; 5.
Benedikt Daníelsson, 66 ára; 6.
Sveinn Árnason og 7. Magnús Ein-
arsson, Kleppi, 72 ára.
Einn af þeim, sem boðnir voru, Jón
Austmann á Seljalandi, gat ekki kom-
ið vegna þess, að hann er blindur, en
gjöfin var send heim til hans.?
Til viðbótar frásögn Morgunblaðs-
ins má segja frá því að greinarhöf-
undur minnist vel Símonar í Birtinga-
holti. Hann var faðir Jóns bakara á
Bræðraborgarstígnum. Sjálfur var
Símon gjöfull og rausnarlegur. Bald-
ur vallarvörður minntist þess er Sím-
on gekk til nágranna á Bráðræðis-
holtinu og færði þeim saltkjöt til
búdrýginda. Skemmtileg saga er um
Sigurð á Byggðarenda. Hann var tal-
inn búa við erfið kjör en bar sig
mannalega. Sagði t.d.: Það er svo
mikill vetrarforði á Byggðarenda að
ég kem ekki lyklinum í skráargatið!
Árið eftir hefur Håkansson selt al-
þýðufélögunum Iðnó. Þá býður hann
öldruðum sjómönnum heim til sín.
Morgunblaðið segir svo frá:
?Heiðursgjafir handa gömlum sjó-
mönnum.
?Prins Valdemars og Prinsesse
Maries Fond? hefir enn í ár sent pen-
ingagjöf hingað ? heiðursgjöf handa
gömlum sjómönnum. Á sjóður þessi
miklum vinsældum að fagna í Dan-
mörku og hjer á landi hafa nokkrir
menn orðið til þess að styrkja hann
með árlegum fjárframlögum. Er F.
Håkanson fyrrverandi veitingamaður
umboðsmaður sjóðsins hjer á landi,
og honum var sent fjeð til úthlutunar
og skiftist það á milli 12 gamalla sjó-
manna. Bauð Håkanson þeim heim til
sín á sunnudaginn og afhenti þeim
heiðursgjafirnar. Mennirnir voru
þessir: Sigurður Jónsson frá Bygðar-
enda (83 ára), Ólafur Jónsson, Lind-
argötu 18 (81 árs), Guðmundur Þor-
kelsson, Pálshúsum (80 ára),
Gunnlaugur Pjetursson, Framnesveg
1 (79 ára), Pjetur Illugason, Elliheim-
ilinu Grund (78 ára), Þórður Pjeturs-
son, Framnesveg 4 (77 ára), Einar
Snorrason, Seljalandi (75 ára), Sveinn
Árnason, Seljalandi (74 ára), Jón
Austmann, Bjarnaborg (72 ára), Guð-
mundur Símonarson, Grund (72 ára),
Hannes Hansson, Skúlagötu 7 (72
ára) og Gunnar Guðnason, Laugaveg
53 B (61 árs).
Håkonson ljet sækja alla gömlu
mennina í bíl og hjelt þeim veislu. Auk
heiðursgestanna voru þeir þarna síra
Árni Sigurðsson og Þórarinn Guð-
Vinátta Valdemars
prins við Ísland
Lárus Blöndal skipstjóri færði Dön-
um íslenskan fána á afmæli sjóðsins.
eftir Pétur Pétursson
5. apríl 1929 birtist mynd af sjómönnunum, sem fyrstir þáðu gjafir úr sjóði Valdemars og Maríu, í Morgunblaðinu.
E
kkert er blaðamanni
eins hvimleitt og að
fara rangt með og
einna verst þegar
nöfn brenglast;
manna eða staða. Um daginn
henti það mig að fara rangt með
nafn á helli, þar sem ljósmyndari
Morgunblaðsins, Rax, efndi til
ljósmyndasýningar til heiðurs
Guðjóni Þorsteinssyni í Litlu-
Hólum. Tilefnið var útkoma ljós-
myndabókarinnar; Andlit norður-
sins, þar sem mynd af Guðjóni
prýðir kápuna.
Upphaflega ætlaði Raxi að hafa
sýninguna undir Dyrhólaey, þar
sem hann tók myndina frægu af
Guðjóni, en
veðurguð-
irnir vildu
það ekki. Var
þá leitað til
Reynisfjalls,
sem skaut
skjólshúsi yfir sýninguna, þótt
ekki stæði hún lengi vegna aðfalls-
ins. Sýningin var í helli syðst í
Reynisfjalli og í frásögn minni í
Morgunblaðinu sagði ég hann
heita Reynishelli, sem er fjarri
öllu lagi, því hann heitir Hálsa-
nefshellir. Biðst ég hér með afsök-
unar á þessu afglapi mínu.
Einar Kjartansson í Vík segir
mér, að þrjú séu nefin í Reynis-
fjalli; Hálsanef efra og neðra og
efst heitir Grindanef. Einar
minntist þess að þarna hefði hann
á sínum tíma farið um og veitt
lunda og fýl. Það voru veiðisetur í
öllum nefjunum þremur. Hálsa-
nefshellir segir Einar fara stækk-
andi, þar sem stöðugt brýtur úr
stuðlaberginu, sem hellirinn er
myndaður í.
Þegar ekið er til Hálsanefshellis
liggur leiðin suður með Reynis-
fjalli vestanverðu og gegnum
Reynishverfi.
Upphaflega mun Reynishverfið
hafa verið ein jörð og þá miklu víð-
lendari en nú. Landnámsmaður-
inn Reyni-Björn bjó á Reyni og
kirkjustaðurinn Reynir er sögu-
svið þjóðsögunnar um kirkjusmið-
inn á Reyn.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er
sagan um kirkjusmiðinn í þremur
útgáfum, en kjarni hennar er sá,
að bóndinn á staðnum hafði viðað
að sér til kirkju, en enginn smiður
var á lausu. Birtist þá allt í einu
maður og býðst til að smíða kirkj-
una gegn því að bóndi geti sagt
honum nafn hans, sem hann segir
vera algengt mannsnafn íslenzkt.
Geti bóndi ekki upp á nafninu skal
hann láta af hendi við kirkjusmið-
inn son sinn barnungan.
Þetta binda þeir fastmælum og
smíðar sá ókunni og smíðar með-
an bóndi leggur höfuð sitt og ná-
grannanna í bleyti til að hafa uppi
á öllum hugsanlegum nöfnum. En
rétta nafnið finnst ekki.
Eitt sinn verður bónda gengið
framhjá hól í landareigninni og
heyrir þá kveðið í hólnum; 
Þegi þú og þegi þú drengur minn
eða
Vertu góður drengur minn
Senn kemur hann Finnur faðir þinn frá 
Reyn
með þinn litla leiksvein.
Bóndi hraðaði sér heim og náði
til kirkju í þann mund sem smið-
urinn festi síðustu brík yfir kór-
dyrum.
Senn ertu búinn Finnur minn,
sagði bóndi og hvarf þá smiðurinn
eins og jörðin hefði gleypt hann og
varð hans ekki vart eftir það.
Í eftirmála við örnefnaskrá
Magnúsar Finnbogasonar í Reyn-
isdal hefur Þórður Tómasson það
eftir Guðbjörgu Ólafsdóttur frá
Lækjarbakka, að í Litla-Seta, þar
sem huldumaðurinn Finnur bjó,
hafi verið smárof sem þau börnin
töldu glugga á bæ huldufólksins.
?Við vorum alltaf hrædd, þegar
við fórum þar hjá í rökkri,? sagði
Guðbjörg. Hún sagði einnig frá
því, að faðir hennar hefði átt skák
í Holtsenda. ?Þar var fallegur
brekkublettur, sem ekki mátti slá.
Pabbi sló einu sinni í hann. Þá
brotnaði ljárinn og orfið hjá hon-
um í einni svipan og hann heyrði
rödd úr brekkunni sem sagði eitt-
hvað á þessa leið: ?Hafðu þetta
fyrir.??
Víðar eru slíkir staðir, enda
sögur af mörgum íbúum í Reyn-
isfjalli og nágrenni þess, m.a. talar
Magnús Finnbogason í örnefna-
skrá sinni um fjölbýlishús fyrir
huldufólk.
Syðst er bærinn Garðar; syðsti
bær á Íslandi. Austan við bæinn
er hæð, sem Hjallar nefnist, og má
þar ekkert hreyfa sökum forn-
eskju, sem á staðnum hvílir.
Skammt vestur af Görðum er
eyðibýlið Hellur. Hellur eru fyrir
marga hluti merkilegur staður,
segir Magnús Finnbogason. Þar í
túni eru margir hellar og skútar
og sumir manngerðir. Tveir hellar
voru notaðir; annar fyrir heyhlöðu
og hinn fyrir sjóbúð. Sr. Jón
Steingrímsson bjó þar fyrsta vet-
ur sinn í Mýrdalnum í Baðstofu-
helli.
Skammt sunnan Garða, í suð-
vestanverðu Reynisfjalli, eru
hellisskútar og fallegar stuðla-
bergsmyndanir. Þar í er Hálsa-
nefshellir.
Þar skammt undan eru Reynis-
drangar. Vestast er Skessudrang-
ur, þá er Landdrangur en utast er
Langhamar. Til er saga af tveim-
ur tröllum, sem þarna hafi verið
að draga þrísiglt skip að landi, en
dögun náð þeim og gert að steini.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar
segir af því, að skip hafi leitað til
viðgerðar í Þórshöfn austan undir
Reynisfjalli. Kom þá skessa til
skips og falaði far að viðgerð lok-
inni. Þegar viðgerð lauk héldu
skipverjar af stað vestur með
Reynisfjalli og sá þá skessan til
ferða þeirra og bað þá bíða. Þeir
neituðu og sigldu áfram. Skessan
óð þá á eftir skipinu, en þegar hún
sá að hún myndi ekki ná því kall-
aði hún um borð að hún legði á
skip og menn að verða að steini.
Konungssonur var þar um borð og
lagði það sama á kerlingu á móti.
Það fylgir ekki þessari þjóðsögu
hver er í þriðja dranginum;
kannski tröllkarl, sem vildi hjálpa
skessunni að ná til skips, eða að
tröllskessan hafi ætlað að hlaup-
ast frá bónda sínum og í skip, en
hann haft veður af þeim áformum
og verið kominn á hæla henni,
þegar álögin dundu yfir!
Senn kem-
ur hann
Finnur ?
Með þessu Viðhorfi vill höfundurinn
gera yfirbót fyrir að fara rangt með nafn
Hálsanefshellis í Reynisfjalli.
VIÐHORF
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76