Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 12
H elgi Björnsson hefur staðið á sviði síðan hann var um það bil tíu áragamall og segist fljótt hafa ákveðið að verða annaðhvort tónlist-armaður eða leikari. „Ég hafði alltaf talsverða þörf fyrir að tjá migog ærslaðist mikið sem krakki. Það var venja á heimilinu að hafa kvöldvöku einu sinni í viku, þar sem við systkinin vorum með eitthvert sprell og skrýtnar uppákomur til skemmtunar. Þegar ég var tíu ára var ég í bekk hjá Margréti Óskarsdóttur og hún lét okkur alltaf leika 1–2 tíma á viku og undirbúa leikþátt nokkur saman. Krókurinn beygðist því snemma,“ segir hann. Helgi hefur haft lifibrauð sitt af því að koma fyrir almenningssjónir sem Helgi Björns síðastliðna tvo áratugi og er síður en svo að draga sig í hlé, þótt hann sé meira að tjaldabaki í dag en oft áður. Þessa dagana túlkar hann lög og texta Magn- úsar Eiríkssonar, en sólóplata þar sem hann ljær verkum Magnúsar sína söngrödd var að koma út. Meginviðfangsefnið í seinni tíð tengist hins vegar framleiðslufyrir- tæki sem hann stofnaði ásamt Jóni Tryggvasyni í ársbyrjun 2003. „Við höfum sett upp leiksýningar á borð við Fimm stelpur og töfrasýninguna Houdini, sem er á leið út í heim. Einnig höfum við verið með verk í Tékklandi, Þýskalandi og Belgíu, til dæmis Sellófan og bandarískt leikrit sem nefnist Addicted á frummálinu. Í nóv- ember munum við setja á svið leikritið Cave Woman eftir suður-afríska skáldkonu og jafnframt vinnum við að endurbyggingu á stóru gömlu leikhúsi í hinni nýju mið- borg Berlínar, Mitte, ásamt fleirum,“ segir hann. Helgi er fæddur og uppalinn á Ísafirði. Foreldrar hans eru Björn Helgason, mál- arameistari og fyrrverandi íþróttafulltrúi, og María Gísladóttir leikskólakennari. „Ég fæddist í fjölskylduhúsinu við Aðalstræti 26, stóru og miklu timburhúsi á þeirra tíma mælikvarða, bakvið Útvegsbankann, sem eitt sinn var barnaskóli. Amma mín hafði búið í þessu húsi. Ég fæddist uppi á háalofti, þar sem pabbi og mamma voru nýbúin að koma sér fyrir. Ég sleit barnsskónum á sjöunda áratugnum og að alast upp á þeim tíma og í bæ úti á landi eins og Ísafirði var auðvitað bara al- gert ævintýri, það var svo mikið að gerast. Við vorum frjáls sem börn og maður var valsandi milli fjalls og fjöru; niðri á bryggju, ofan í bátum, inni í sláturhúsi. Maður var í mikilli snertingu við atvinnuvegina og ofan í öllu og ekki amast við krökkum, nema þau væru að fara sér að voða. Við fengum að vera með og það finnst mér al- veg ómetanlegt. Ég held að þetta hafi gefið þeim sem upplifðu þetta miklu víðari sýn á tilveruna.“ Helgi á fjórar alsystur og segir það hafa sett sitt mark á uppvaxtarárin. „Við eru fimm systkini sem ólumst upp heima og svo átti pabbi eina dóttur sem fæddist á undan mér. Líklega var ég spilltur af eftirlæti, sem eflaust hefur mótað minn karakt- er. Ég var einkasonurinn og fyrsta barnið sem foreldrar mínir áttu saman. Ég geri ráð fyrir að mikið hafi verið látið með mig, þótt ég muni það ekki endilega þannig. Þegar ég eltist man ég eftir að stelpurnar voru að taka til hendinni heima, en ég vals- aði bara um og lék mér og fékk að gera næstum því hvað sem ég vildi, innan hóf- legra marka auðvitað. Helsta áhugamálið á þessum árum var fótbolti og ég bjó svo vel, að þegar ég var 9–10 ára fékk ég sérherbergi uppi á lofti. Fjölskyldan hafði flutt niður á neðri hæð- ina og ég var því einn með 120 fermetra loft, sem áður hafði verið skipt niður í 3–4 íbúðir. Það var allt autt. Þarna uppi voru heilu búslóðirnar og maður gat sett upp meiriháttar flugorrustur, ef því var að skipta. Þá var klæðaskápunum velt og svo settist maður í einn skápinn og þóttist vera í flugvél. Á loftinu voru líka staflar af 12 tommu plötum sem maður skutlaði tvist og bast. Þetta voru ómetanlegar djass- plötur. Er ég komst til vits og ára var smá slatti eftir og þegar ég eignaðist plötuspil- ara grét ég stórum, grófum tárum yfir því hvernig ég hafði farið með þessa dýr- gripi.“ Helgi segir tónlistaráhugann alltaf hafa blundað í sér meðfram fótboltanum. Her- bergið var bókstaflega veggfóðrað með myndum úr Bravo af Bítlunum og einnig bjó hann til gítar úr spýtu og málningardolluloki og hermdi eftir John. „Ég var bú- inn að ákveða strax á þessum aldri að ég ætlaði að verða poppstjarna eða fótbolta- maður. Stefnan var tekin beint á þetta, engar málamiðlanir þar.“ Hann gerðist reyndar svo frægur í boltanum að spila úrslitaleik um Íslandsmeist- aratitil með félögum sínum í 5. flokki Vestra gegn Val á þessum tíma og fór með sig- ur af hólmi. „Í Valsliðinu voru engir aukvisar heldur menn á borð við Atla Eðvalds og Pétur Ormslev og fleiri, svo við vorum býsna ánægðir með árangurinn. En þegar við komum upp í 2. flokk og meistaraflokk fór fótboltinn að stangast dálítið á við rokkið og stelpurnar og þá varð ekki aftur snúið,“ segir hann. Helgi var í hljómsveit sem nefndist Berb á unglingsárum ásamt Herði Ingólfssyni og lék frumsamin lög og texta á ýmsum mannamótum. „Kjarninn úr Grafík og Ýr var líka byrjaður að spila á þessum tíma. Ekki má heldur gleyma B.G. og Ingi- björgu, sem var þá upp á sitt besta. Maður vangaði ávallt við Góða nótt minn litli ljúfur í lok hvers dansleiks.“ Að loknu landsprófi var hann hins vegar orðinn staðráðinn í því að fara í Leiklist- arskóla Íslands, enda hafði hann leikið frá tíu ára aldri á ýmsum skemmtunum og verið virkur í starfi Litla leikklúbbsins, sem Margrét Óskarsdóttir setti á laggirnar. „Ég fór burtu frá Ísafirði nokkrum sinnum eftir að ég varð 17 ára, en þegar ég var 19 ára kom bráðmyndarlegur kennari í bæinn og var þar komin Vilborg Halldórs- ERKITÖFFARINN ER LIÐIN TÍÐ Helgi Björnsson hefur ekki setið auðum höndum frá því hann útskrifaðist úr leiklistarskóla og tekið að sér fjölda hlutverka á sviði, sem söngvari og leikari, og samið yfir hundrað lög og texta. Þar að auki hefur hann fengist við veitingahúsarekstur, sölu og markaðssetningu og kvikmyndaleik. Um þessar mundir spreytir hann sig á hlutverki framleiðandans og grasekkilsins. Popparahamurinn hefur að mestu leyti orðið eftir í fortíðinni. Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur Ljósmyndir Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.