Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Margt af því, sem hefur orðið Ís-
lendingum til mestrar blessunar,
hefur borizt hingað til lands utan
úr heimi. Þannig fengum við verzl-
unarfrelsi 1855 og fengum þá loks-
ins að stunda frjáls viðskipti við
önnur lönd. Þetta gerðist einkum
fyrir frumkvæði dönsku nýlendu-
stjórnarinnar sem og fyrir ein-
arðan málflutning Jóns Sigurðs-
sonar forseta. Íslendingar tóku
frelsinu hikandi og fálmandi eins
og Færeyingar og hirtu ekki um að
létta í leiðinni ýmsum þrúgandi
hömlum af innanlandsverzluninni
og erlendri fjárfestingu. Viðskipta-
höftin hér innan lands fyrir og eft-
ir 1855 og lengi áfram birtust m.a.
í því, að Sölvi Helgason var hýddur
fyrir að fara vegabréfslaus yfir ?
hamingjan sanna! ? sýslumörk. 
Framfarabylgjan, sem hefur
riðið yfir Ísland undangengin tíu
ár, er með líku lagi sending að utan
og hefði trúlega farið fram hjá 
Íslandi, ef við hefðum ekki gerzt
aðilar að Evrópska efnahagssvæð-
inu 1994. Það mátti engu muna, að
Íslendingar höfnuðu utan svæðis-
ins, svo hörð var andstaðan gegn
EES-samningnum hér heima.
Hvorki núverandi forsætisráð-
herra né núverandi forseti Íslands
studdu gerð samningsins á Alþingi. 
Einn atburð enn er vert að rifja
upp í þessu viðfangi. Upphaf
heimastjórnar 1904 var í reyndinni
gjöf Dana til Íslendinga. Alþingi
hafði að vísu heimtað heimastjórn
um árabil, en þeim kröfum hafnaði
danska stjórnin jafnharðan. Óvænt
stjórnarskipti í Danmörku 1901
færðu Íslendingum heimastjórn
þrem árum síðar, en Alþingi hafði
þá samþykkt frumvarp um ný-
skipan Íslandsmálanna á þann veg,
að fyrsti íslenzki ráðherrann hefði
búsetu í Kaupmannahöfn, úr því að
betra var ekki í boði. 
Árin fyrir aldamótin 1900
marka upphaf nútímans á Íslandi.
Landið var að vakna af löngum
svefni, eða rakna úr roti réttara
sagt. Einn þeirra manna, sem áttu
mestan þátt í þjóðarvakningunni á
þessu mótunarskeiði, var Valtýr
Guðmundsson ? dr. Valtýr eins og
hann var jafnan nefndur. Hann reif
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga upp
úr þeim djúpu hjólförum, sem hún
hafði lengi hjakkað í. Hann tefldi
fram nýjum hugmyndum um það,
hvernig Íslendingar gætu smám
saman tekið eigin mál í sínar eigin
hendur, og hann var jafnvígur á
alla helztu málaflokka eins og Jón
forseti hafði verið á undan honum
og hafði jafnan á réttu að standa
eins og Jón. Hann bjó í Kaup-
mannahöfn alla tíð og þurfti því
líkt og Jón að heyja stjórnmálabar-
áttu sína við skrifborð frekar en í
ræðustól: það vinnulag hentar
fræðimönnum eins og þeim tveim.
Reyndar var Valtýr bæði fræði-
maður og framkvæmda og lagði
gjörva hönd að báðum helztu fram-
kvæmdum heimastjórnaráranna,
lagningu símans til landsins og
stofnun Íslandsbanka. Valtýr var
raunsæismaður í fyrsta lagi og
enginn draumóramaður. Rök hans
fyrir breyttum áherzlum í sjálf-
stæðisbaráttunni höfðuðu til frjáls-
lyndra menntamanna, en þau féllu
í fyrstu í grýttan jarðveg víða, svo
grýttan, að sennilega hefur enginn
Íslendingur fyrr eða síðar mátt
sitja undir ámóta rógi og hann. En
Valtýr gafst ekki upp: sjö árum 
eftir að hann tók fyrst sæti á Al-
þingi tefldi hann málstað sínum til
sigurs þar 1901 og þótti þá sjálf-
sagður fyrsti ráðherra Íslands. Það
varð þó ekki, þar eð stjórnarskipt-
in í Danmörku 1901 riðluðu svo
stjórnmálunum hér heima, að 
Valtýr varð undir ? en sigraði samt. 
Íslenzk stjórnmál voru þá eins
og nú persónustjórnmál í fyrsta
lagi: foringjastjórnmál. Maðurinn,
sem gerbreytti landslagi íslenzkra
stjórnmála um aldamótin 1900 og
meiri styr stóð þá um en nokkurn
annan mann á landinu fyrr eða 
síðar nema e.t.v. Jónas Jónsson frá
Hriflu, féll smám saman í
gleymsku, þar eð honum voru
aldrei falin formleg völd og fáir
hirtu um að halda minningu hans
til haga. En nú er komin út lang-
þráð ævisaga Valtýs eftir Jón Þ.
Þór sagnfræðing (Dr. Valtýr, Hólar,
2004). Þetta er engin upphafning-
arsaga, öðru nær. Höfundurinn
segir kost og löst á manninum og
málatilbúnaði hans, og mættu fleiri
ævisagnaritarar hafa þann háttinn
á. Jóni Þ. Þór tekst vel að leyna því
þar til í lokasetningu eftirmála
verksins, að hann telur Valtý Guð-
mundsson vera merkasta stjórn-
málamann Íslands á 19. öld að Jóni
Sigurðssyni einum undanskildum.
Ég er sama sinnis. 
Íslendingar hafa eignazt færri
ævisögur helztu stjórnmálamanna
sinna en ætla mætti. Þjóðin hefði
fyllri mynd af sögu sinni fyrir hug-
skotssjónum, ef fleiri vel samdar
ævisögur brygðu viðbótarbirtu 
á stjórnmálasöguna. Væntanlegar
ævisögur Hannesar Hafstein og
Bjarna Jónssonar frá Vogi eftir
Guðjón Friðriksson og Ólaf Hanni-
balsson virðast einnig líklegar til
að svara þessari þörf. ?
A
lmenn sátt er um að landsmenn njóti ákveðinna grundvallar-
þátta samfélagsins óháð aðstæðum þeirra að öðru leyti. Mennt-
un og lækning sjúkdóma eru þeir grundvallarþættir sem fólk er
sammála um að landsmenn allir eigi rétt á, óháð tekjum og aðstæðum.
Menntakerfið og heilbrigðiskerfið taka til sín bróðurpartinn af skatt-
tekjum ríkissjóðs. Vegna þessa er það skylda hvers og eins að leggja
sitt af mörkum í hlutfalli við tekjur til þess að miðla grundvallar-
gæðum til allra þegna samfélagsins. 
Skýrsla starfshóps um umfang skattsvika á Íslandi er athyglisvert
plagg. Í henni er meðal annars að finna viðhorf almennings til
skattaundanskota. Þar gætir nokkurs tvískinnungs. Annars vegar eru
69 prósent aðspurðra í könnun fylgjandi þungum refsingum vegna
undanskots frá skatti. Hins vegar er ríkur skilningur á því að fólk vilji
vinna fyrir tekjum sem það gefur ekki upp til skatts. Nánast sama pró-
senta skilur viljann til undanskota og sú sem vill þung viðurlög við
undanskotum frá skatti. 
Þessi tvískinnungur kann að skýrast af því að þorri Íslendinga er
launþegar sem hafa lítil sem engin tækifæri til undanskots frá skatti.
Þau litlu tækifæri sem kunna að myndast eru gjarnan svo smá í snið-
um að fólki finnst ekki tiltökumál að nýta sér þau. Almenningur horf-
ir hins vegar til þess að hópar í samfélaginu hafi tækifæri til þess að
koma fjármunum framhjá skattkerfinu og þar séu um mun vænni
upphæðir að ræða en venjulegir launþegar hafi tækifæri til að koma
undan.
Höfundar skýrslunnar eru skattrannsóknarstjóri, ríkisskattstjóri
og tollstjórinn í Reykjavík; innheimtumenn þess sem keisarans er.
Skýrslan ber þess nokkur merki að þeim þykir vænt um starf sitt.
Þannig er að margra mati óþarflega mikið um siðferðileg sjónarmið og
gildisdóma í skýrslunni. Einnig má gagnrýna hversu vítt þeir túlka
skattsvikahugtakið. Eðlilegasta túlkun hugtaksins er að skattsvik séu
brot á skattalögum. Fjárhagslegar aðgerðir sem ekki brjóta lög, en eru
gegn anda skattkerfisins geta tæpast kallast skattsvik. Menn geta haft
siðferðilegar skoðanir á slíkum gjörningum, en vafasamt er að það sé
hlutverk skýrslu embættismanna um skattsvik að fella gildisdóma um
slíkt. Hins vegar kann að vera sjálfsagt að stoppa í göt í skattalöggjöf-
inni telji menn hagsmunum heildarinnar betur borgið með því.
Auk tvískinnungs í viðhorfum almennings má greina tvískinnung í
viðhorfum til stofnunar erlendra félaga til að komast hjá skattgreiðslu
hér á landi. Í skýrslunni segir að skaðlega skattastarfsemi í formi skatta-
vildarreglna sé einnig að finna í löndum með annars heilbrigt skattkerfi.
Hér ratar gildisdómur höfunda skýrslunnar heim. Eftir breytingar á
skattareglum fjölgar þeim erlendu fyrirtækjum sem skrá félög hér á
landi án þess að hafa hér nokkra starfsemi. Íslenska ríkið hefur nú þeg-
ar nokkrar tekjur af slíkri starfsemi. Ástæða þessa er skattalegt hag-
ræði þessara fyrirtækja í okkar ?heilbrigða? skattkerfi. ?
16. desember 2004 FIMMTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Almenningur og ríkið eru tvísaga í afstöðu til skattamála.
Samræmið í
skattaviðhorfum
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í skýrslunni segir að skaðlega skattastarfsemi í 
formi skattavildarreglna sé einnig að finna í
löndum með annars heilbrigð skattkerfi. Hér ratar gildis-
dómur höfunda skýrslunnar heim. Eftir breytingar á
skattareglum fjölgar þeim erlendu fyrirtækjum sem skrá
félög hér á landi án þess að hafa hér nokkra starfsemi.
Íslenska ríkið hefur nú þegar nokkrar tekjur af slíkri
starfsemi. Ástæða þessa er skattalegt hagræði í okkar
?heilbrigða? skattkerfi.
,,
Í DAG
STJÓRNMÁL OG ÆVISÖGUR 
ÞORVALDUR
GYLFASON
Nú er komin út 
langþráð ævisaga
Valtýs eftir Jón Þ. Þór sagn-
fræðing. Þetta er engin
upphafningarsaga, öðru
nær. Höfundurinn segir kost
og löst á manninum og
málatilbúnaði hans, og
mættu fleiri ævisagnaritarar
hafa þann háttinn á.
,,
Að tapa ? og sigra samt
Varnarbarátta
Hinn gagnmerki pistlahöfundur Við-
skiptablaðsins, sem merkir greinar sín-
ar nafninu Óðinn, gerir framtíð Morg-
unblaðsins að umtalsefni í blaðinu í
gær. Hann segir að engum dyljist að
Morgunblaðið hafi verið í vörn allt frá
því að Fréttablaðið var endurreist sum-
arið 2002. Ýmislegt bendi þó til þess
að eigendur blaðsins séu að vakna af
Þyrnirósarsvefninum. Sala fasteigna út-
gáfufélagsins Árvakurs í Kringlunni og
þær breytingar sem því fylgi skapi
Morgunblaðinu sterka stöðu til að verj-
ast með tiltölulega léttan efnahags-
reikning og gott og stöðugt tekju-
streymi af áskriftum. ?Engu að síður ef-
ast Óðinn um að Morgunblaðið geti til
lengdar staðið í slíkri baráttu án nánari
tengsla við fjarskipta/ljósvakafyrirtæki.
Augljósi kosturinn þar er nánara sam-
starf við Skjá einn og Símann en
af pólitískum ástæðum er slíkt
þó trúlega útilokað, a.m.k.
fram yfir einkavæðingu Sím-
ans.?
Jón frá Pálmholti
Með Jóni Kjartanssyni rit-
höfundi frá Pálmholti,
sem lést á sunnudag-
inn, er fallinn frá
einn ötulasti og
einlægasti
málsvari láglauna-
fólks á Íslandi. Sérstaklega var honum
annt um málefni leigjenda og átti með
störfum sínum fyrir Leigjendasamtökin
frá því á áttunda áratugnum ekki að-
eins þátt í að bæta stöðu þeirra og
auka réttindi þeirra heldur einnig
að eyða fordómum gagnvart
þeim sem telja ríkjandi sjálfs-
eignarstefnu ekki eiga að vera
eina möguleikann á íslenskum
húsnæðismarkaði. Jón var í
góðu sambandi við ritstjórn
Fréttablaðsins og birti hér í
blaðinu fjölmargar
greinar um málefni
hinna efnaminni. Er
honum að leiðarlok-
um þökkuð sam-
fylgdin.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík  AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
ORÐRÉTT
Aldrei að slaka á
Það er alltaf ávísun á afturför og
jafnvel hrun þegar fjármagnseig-
endur fara að hafa það of gott og
slappa af þar sem fjárhagslegur
ávinningur er ekki lengur megin
markmiðið.
Þorkell Sigurlaugsson í grein um kol-
krabba og kóngulóarvefi.
Viðskiptablaðið 15. desember.
Ljós punktur í svartnættinu?
Ef ekki verða gerðar breytingar
á íslensku menntakerfi hið
fyrsta og af alvöru og þunga
verða afkomendur okkar ekki
samkeppnisfærir á alheims-
væddum vinnumarkaði framtíð-
arinnar. En þeir verða þá senni-
lega ekki með múður og röfl þeg-
ar þeir þyrpast í uppljómaða
kerskála stóriðjunnar í hverri
sveit.
Illugi Jökulsson ritstjóri í greininni
?Við erum tossar?.
DV 15. desember.
Með mikið á samviskunni
Bókmenntafræðingarnir hafa, að
mér finnst, gengið fram í því í
seinni tíð að gera bókaþjóðina
afhuga bókum með dýrkun sinni
á því sem þjóðin metur greini-
lega ekki mikils. Í bókmennta-
legu tilliti horfa þeir sífellt á
nýju fötin keisarans.
Rúnar Kristjánsson bókmenntaunnandi.
Morgunblaðið 15. desember.
Þarf þá ekki að banna auglýs-
ingarnar?
Nýja leyniþjónustan okkar gæti
haft af því tekjur að fylgjast með
holdafari landsmanna.
Þráinn Bertelsson rithöfundur.
Fréttablaðið 15. desember.
Ekki krónu meir...
Það er sjálfsagt og eðlilegt að
fyrirtæki og einstaklingar leitist
við að greiða ekki meiri skatta
en þeim sannarlega ber sam-
kvæmt gildandi lögum og regl-
um hverju sinni...
Leiðari í Viðskiptablaðinu í tilefni af
nýjustu ?skattsvikaskýrslunni?.
Viðskiptablaðið 15. desember.
26-27 Leiðari  15.12.2004  13.56  Page 2

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80