Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						2 24. desember 2004 FÖSTUDAGUR
Frank Michelsen:
Skógarþröstur flaug inn í hitann
VERSLUN Skógarþröstur brá sér í
heimsókn í verslun Frank Michel-
sen við Laugaveg í gær. Frank Ú.
Michelsen úrsmíðameistari segir
að ?jólaboðinn? hafi komið fljúg-
andi inn úr myrkrinu ?til að hlýja
sér í jólailminum, birtunni og lita-
gleðinni? rétt rúmlega níu í gær-
morgun þegar nýbúið var að opna
verslunina.
?Hann settist upp á eina mynd-
bandstökuvélina sem ég er með í
tengslum við þjófavarnakerfið og
sat þar smástund, svo settist hann
í blóm og var þar svolitla stund,
fór loks niður á gólf og spásseraði
inn í herbergi þar sem ég er með
betri stofu, svokallað Rolex her-
bergi. Þar var hann smá stund.
Svo labbaði hann út eins og fínn
maður,? segir Frank. 
Starfsmenn verslunarinnar
vildu ekki styggja fuglinn og
leyfðu honum bara að njóta hit-
ans. ?Þetta var svo skemmtilegt
og gaman að sjá, ekki síst þegar
hann settist í blómið. Hann sat þar
bara rólegur og yljaði sér. Manni
varð hlýtt í hjartanu við sjónina,?
segir Frank. - ghs
Enn ágreiningur um
uppgjör Opinberunar
Kvikmyndagerðarmenn eru ósáttir við að Kvikmyndamiðstöð kalli ekki 
eftir uppgjöri vegna myndar Hrafns Gunnlaugssonar, Opinberun Hannesar.
Stjórn félags tekur málið upp.
KVIKMYNDIR Ágreiningur er uppi
um hlutverk og skyldur Kvik-
myndamiðstöðvar vegna uppgjörs
á kvikmynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Opinberun Hannesar. Félag
kvikmyndagerðarmanna beindi
því fyrir um það bil ári til þá-
verandi Kvikmyndastofnunar,
sem síðar varð Kvikmyndamið-
stöð, að kallað yrði eftir greinar-
gerð um notkun opinberra
fjármuna í myndina. Forstöðu-
maður Kvikmyndamiðstöðvar
segir það ekki verða gert. 
?Í þessu tilviki voru grunsemd-
ir uppi um að ekki hefði verið vel
með fé farið,? sagði formaður fé-
lagsins, Björn Br. Björnsson. ?Í
ljósi þeirra ásakana sem komu frá
einstaklingum ályktuðum við og
hvöttum Kvikmyndastofnun til að
fara yfir bókhaldið á þessu máli
til að hreinsa það upp, þannig að
menn lægju ekki undir grun um
að hafa fengið miklu meira fé til
einhvers verks en það kostaði.?
Opinberun Hannesar vakti
mikla athygli á sínum tíma þegar
myndinni var neitað um styrk 
hjá Kvikmyndasjóði. Þorfinnur
Ómarsson, forstöðumaður þá-
verandi Kvikmyndastofnunar,
setti sig upp á móti styrknum,
sætti rannsókn Ríkisendurskoð-
unar og varð skömmu síðar að
hætta þegar menntamálaráðherra
vísaði honum tímabundið úr
starfi. Lögfræðinganefnd komst
að þeirri niðurstöðu að brottvikn-
ingin hefði verið ólögmæt og Þor-
finnur fékk starfið tímabundið
aftur eða þar til embætti hans var
lagt niður. Á seinustu dögum sín-
um í starfi ákvað hann að veita
mynd Hrafns styrk upp á 22 millj-
ónir króna. Menntamálaráðherra
óskaði eftir því að Ríkisendur-
skoðun færi yfir málið. Niðurstað-
an varð sú að Þorfinni hefði verið
óheimilt að styrkja myndina án
leyfis ráðherra. Sjónvarpið keypti
síðan sýningarrétt á henni fyrir
tíu milljónir.
?Þessi úthlutun kom til áður 
en Kvikmyndamiðstöð varð til 
úr Kvikmyndastofnun,? sagði
Laufey Guðjónsdóttir forstöðu-
maður stöðvarinnar. ?Þetta var al-
gjörlega á milli kerfa og fram hjá
þeim. Hrafn sagði á opinberum
vettvangi, að hann myndi skila inn
uppgjöri, en meira hefur ekki
gerst, svo ég viti.?
?Við getum ekki gert neitt í
þessu,? sagði Laufey. ?Eins og ég
les samninginn sem Þorfinnur
gerði við Hrafn, þá getur hann
komist hjá því að skila uppgjöri til
okkar.?
?Kvikmyndamiðstöð getur
ekki þvegið hendur sínar af
þessu,? sagði Björn. ?Ég veit ekki
betur heldur en að hún hafi tekið
við að fylgja eftir öllum málum
Kvikmyndastofnunar. Ég geri ráð
fyrir að stjórn okkar félags muni
ræða þetta mál.? 
jss@frettabladid.is
Umferðarstofa:
Umferð um
kirkjugarðana
KIRKJUGARÐAR Sérstakar ráðstafan-
ir hafa verið gerðar til að greiða
sem mest fyrir umferð við Foss-
vogskirkjugarð og Gufunes-
kirkjugarð. Þeir sem ekki þurfa
nauðsynlega að fara Bústaðaveg í
dag eru hvattir til að velja sér aðr-
ar leiðir.
Umferð að Fossvogskirkjugarði
fer um Bústaðaveg og Suðurhlíð.
Þeir sem fara úr garðinum í Kópa-
vog, Garðabæ eða Hafnarfjörð er
bent á að fara niður Suðurhlíðina
og út á Kringlumýrarbraut. 
Þeir sem fara í Gufuneskirkju-
garð þurfa að hafa í huga að ein-
stefna verður í gegnum garðinn
þar sem farið verður inn frá
Gagnvegi og umferð út úr garðin-
um fer út á Borgaveg. 
- hrs
FENGU JÓLAGJÖF FRÁ AKUREYRARBÆ
Íris Árnadóttir, Olga Einarsdóttir og Kristján
Þó Júlíusson þegar styrkir voru afhentir. 
Engin jólakort:
Styrkir í stað
jólakorta
JÓLAKORT Fé sem ætlað var til að
prenta og senda út jólakort til
starfsmanna Akureyrarbæjar
hefur verið gefið til styrktar-
félaga. Er það gert í annað sinn.
Jón Birgir Guðmundsson, verk-
efnastjóri bæjarráðs, segir átján
hundruð starfsmenn bæjarfélags-
ins falla það vel. Þeir hafi nær all-
ir aðgang að netinu og jólakveðjur
séu því sendar í tölvupósti. 
Styrkinn hlutu Hetjurnar, félag
aðstandenda langveikra barna á
Norðurlandi, og Aflið, systursam-
tök Stígamóta á Akureyri, 75 þús-
und krónur hvort. - gag 
Ríkið sýknað:
Foreldrar fá
ekki bætur
DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði rík-
ið af skaðabótakröfu foreldra fjöl-
fatlaðs drengs í gær. 
Foreldrarnir fóru fram á 25
milljónir króna í bætur þar sem
þau álitu að lélegt mæðraeftirlit
og fæðingarhjálp hefðu leitt til
þess að drengurinn skaðaðist.
Ríkisútvarpið greindi frá því að
dómurinn teldi ósannað að móðir
drengsins hafi kvartað um að
barnið hreyfði sig minna í mæðra-
skoðun í maí 1993. Fullvíst megi
telja að fötlun drengsins hafi orðið
fyrr á meðgöngunni. - gag
VLADÍMIR PÚTIN
Forseti Rússlands varði kaupin í gær.
Yuganskneftegaz:
Ríkið keypti
MOSKVA, AP Dótturfélag Yukos er
nú komið í hendur ríkisfyrirtæk-
isins Gazprom. Þessir málavextir
komu ekki á óvart þótt rússnesk
yfirvöld hefðu gefið í skyn að þau
hyggðust ekki eignast fyrirtækið.
Dótturfélagið var selt á upp-
boði fyrir verð sem talið er mikl-
um mun lægra en verðmæti þess
gefur tilefni til. Algjörlega óþekkt
fyrirtæki keypti reksturinn.
Grunsemdir um að félagið væri
leppur fyrir ríkisstjórnina hafa
nú verið staðfestar.
Vladimír Pútín forseti varði
kaupin í gær og sagði að ríkið
væri að standa vörð um hags-
muni sína með því að festa kaup á
þessu mikilvæga framleiðslu-
fyrirtæki. ?
Fréttablaðið:
Útgáfa á
mánudag
ÚTGÁFA Fréttablaðið kemur næst út
mánudaginn 27. desember. 
Afgreiðsla blaðsins verður lok-
uð í dag og á morgun. Hún verður
hins vegar opin frá klukkan 9 til
17 á sunnudaginn. ?
?Hó hó hó. Nei ekki aldeilis. En ég
fékk fjölmörg merkikerti.? 
Kertasníkir kom til byggða í nótt og gaf þægum
börnum í skóinn og mörg börn voru svo hugul-
söm að skilja eftir kerti handa honum sem hann
tók með til fjalla þar sem hann heldur upp á jólin
með bræðrum sínum tólf ásamt hinum geðþekku
foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða.
SPURNING DAGSINS
Kertasníkir, fékkstu nokkur grýlukerti
í nótt?
KVIKMYNDIR ?Ég skila uppgjöri til
skattsins og auðvitað fylgir grein-
argerð með eins og með hverri
einustu mynd sem ég geri,? sagði
Hrafn Gunnlaugsson, spurður um
hvort hann myndi gera Kvik-
myndamiðstöð Íslands grein fyrir
þeim fjármunum sem hann fékk
til gerðar myndar sinnar, Opin-
berunar Hannesar.
Hrafn kvaðst ekkert hafa
heyrt um að málið væri enn í
gangi. Forráðamenn Kvikmynda-
miðstöðvar og kvikmyndagerð-
armenn yrðu að fá að hafa sínar
skoðanir á því, þótt þær færu
ekki saman.
?Ég hef lítið fylgst með þessu
máli,? sagði hann. ?Ég fer eftir
þeim reglum og lögum sem mér
eru sett. Ég hef alltaf hreinsað
mín mál upp og skilað þeim. Ég
hef aldrei fengið athugasemdir
um nokkurn skapaðan hlut sem
ég hef gert í mínum fjármálum
alla ævina. Ég mun skila þessu af
mér, eins og mér ber, og svo
verða menn að taka því hvernig
sem það er. Ég held að menn eigi
fremur að ræða þetta mál þegar
skatturinn er búinn að fá upp-
gjörið í febrúar.? - jss
OPINBERUNIN
Mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Opinberun Hannesar, er enn í umræðunni, nú vegna
ágreinings kvikmyndagerðarmanna og Kvikmyndamiðstöðvar. Myndin er úr umræddri
kvikmynd.
LEIKSTJÓRINN
Hrafn Gunnlaugsson segist skila sínu til
skattsins.
Hrafn Gunnlaugsson:
Skila uppgjöri til skattsins
SKÓGARÞRÖSTUR YLJAR SÉR
Skógarþröstur flaug inn í verslun Frank
Michelsen við Laugaveg í gærmorgun og
settist meðal annars á þetta blóm. ?Manni
varð hlýtt í hjartanu,? segir Frank Ú. Michel-
sen úrsmíðameistari um heimsóknina.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44