Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						ÞRIÖJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
Gjaldeyrisviðskipti og greiðslukortaþjón-
usta í Búnaðarbankanum innan skamms:
„ÓTÍMABÆRT AÐ TAKA UPP
INNLEND GREIÐSUIKORT"
— segir Stefán Hilmarsson, bankastjóri
¦ Gjaldeyrisviöskipti og erlend
greiðslukortaþjónusta verour tekin upp
hjá Búnaðarbanka íslands innan
skamms. Það er bankastjórn Seðla-
banka Islands sem veitir leyfi til
gjaldeyrisviðskipta að fengnu samþykki
viðskiptaráðherra og hefur Búnaðar-
bankanum þegar verið gefið munnlegt
loforð um að bankinn fái leyfi til
viðskiptanna.
- Það má segja að það sé loksins
kominn fullur skriður á þetta mál núna,
sagði Stefán Hilmarsson, bankastjóri í
Búnaðarbankanum. - Við erum að hefja
verklegan undirbúning vegna þessara
viðskipta og ég vona að við verðum
búnir að fá endanlega staðfestingu á
leyfinu einhvern tímann í næsta mánuði.
Að sögn Stefáns er undirbúningurinn
aðallega fólginn í því að þjálfa starfsfólk
bankans vegna gjaldeyrisviðskiptanna
¦ Þau sýna verk sín á sýningunni nú. T.f.v Sigurjón Ólafsson, Valtýr Pérursson,
Kristján Davíðsson, Guðmunda Andrésdóttir, Jóhannes Jóhannesson og Þorvaldur
Skúlason. Steinþór Sigurðsson gat ekki verið með að þessu sinni.
(Tímamynd Róbert)
Septem-hópurinn sýn-
ir á Kjarvalsstöðum
¦ Sl. laugardag opnaði Septem-hópur-
inn sýningu á Kjarvalsstöðum, sem
standa mun til 20. sept. nk. Þetta er 10.
sýning hópsins og því eins konar
afmælissýning, en hópurinn hefur haldið
sýningar árlega. Að þessu sinni sýna
verk sín Sigurjón Ólafsson, Valtýr,
Pétursson, Kristján Davíðsson, Guð-
munda Andrésdóttir, Jóhannes Jó-
hannesson  og  Þorvaldur  Skúlason.
Steinþór Sigurðsson getur ekki tekið
þátt nú þar sem hann hefur verið of
önnum kafinn við önnur verkefni. Sama
fólkið hefur verið í hópnum frá upphafi.
Á sýningunni eru 52 eða 53 málverk
og 23 skúlptúrar, en þeir eru framlag
Sigurjóns Ólafssonar eins. Þetta eru allt
verk frá liðnu ári og ekkert þeirra hefur
áður komið fyrir almennings sjónir.
Spennustöðvarbruni
á Grundarfirði:
Tjónið tæp
f jögur hundruð þús.
¦  „Það er hreinlega allt sem í
spennistöðinni var ónýtt. Ég gæti trúað,
að tjónið næmi tæpum fjögur hundruð
þúsundum," sagði Snorri Böðvarsson,
rafmagnsveitustjóri á Ólafsvík, þegar
Hörkuárekstur á
Breiðholtsbraut
¦  Hörkuárekstur tveggja bifreiða varð
á gatnamótum Stekkjarbakka og Breið-
holtsbrautai laust eftir klukkan 20 á
laugardagskvöld. Ökumenn beggja bif-
reiðanna voru fluttir á slysadeild, annar
þeirra mikið slasaður.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík,
var annarri bifreiðinni ekið austur
Breiðholtsbrautina. Þegar hún kom að
Stekkjarbakka ætlaði ökumaður hennar
að beygja inn á hann. Ók hann þá í veg
fyrir hina bifreiðina sem ekið var vestur
Breiðholtsbrautina.
Báðir bílarnir skemmdust mikið.
Lögreglan taldi jafnvel að annar þeirra
væri ónýtur.               - Sjó.
Tíminn spurði hann um brunann sem
varð í einni af fjórum spennistöðvum
Rafmagnsveitna ríkisins á Grundarfirði
aðfaranótt laugardagsins.
Það var laust eftir klukkan eitt um
nóttina að starfsmanni stöðvarinnar var
gert viðvart um að rafmagn væri farið af
hluta Grundarfjarðarbæjar. Fór hann
strax í spennistöðina og sá að þar voru
tvö öryggi ónýt. Eftir að hafa komið fyrir
nýjum öryggjum virtist starfsmanninum
allt vera komið í lag. En þegar hann var
á leið út varð hann þess var að götuljós
í bænum loguðu ekki. Fór hann því inn
aftur og hafði þá brotist út eldur í
háspennuskáp. Þegar hann fékk ekki við
eldinn ráðið fór hann og kom boðum til
lögreglunnar, sem síðan kallaði út
slökkvilið bæjarins. Þegar slökkviliðið
kom á vetrvang var spennustöðin alelda.
í fyrstu var reynt að slökkva eldinn með
kvoðu, en þegar það gekk ekki var
ákveðið, að taka rafmagnið af bænum
og nota sjó til að sprauta á eldinn. Með
sjónum var slökkvistarf fljótunnið.
-Sjó.
og eins væri það mikið verkefni að koma
gjaldeyrisþjónustunni fyrir innan veggja
bankans.
- Þetta er mjög flókið mál og ég á von
á því að þetta gerist í áföngum, en að
gjaldeyrisþjónusta verði veitt í öllum
útibúum Búnaðarbankans þegar þessi
starfsemi er komin í fullan gang, sagði
Stefán Hilmarsson, bankastjóri.
Varðandi greiðslukortin þá sagði
Stefán að það væri ekkert launungarmál
að stjórn bankans stefndi að þvi að taka
upp þjónustu með Visa-greiðslukort.
Landsbankinn hefði haft góða reynslu af
Visa-kortunum og með tilliti til góðs
samstarfs Búnaðarbankans við Lands-
bankann í þessu máli, þá hefði það orðið
úr að Búnaðarbankinn stefndi einnig að
notkun Visa korta. Ekki sagði Stefán
nein áform uppi innan bankans um að
taka upp innlend greiðslukort að svo
stöddu.
Stefán sagðist vera þeirrar skoðunar
að eins og sakir standa væri nóg til af
eyðsluleiðum í þjóðfélaginu og því
engin ástæða að bæta enn einni við.
-Ég vil mótmæla því að ávísanir séu
á undanhaldi hérlendis og að reynslan
af þeim sé slæm. Tékkarnir hafa reynst
frábærlega vel og íslendingar mega vera
stoltir af hve vel þeir hafa kunnað með
þá að fara og hvað misnotkun hefur
verið lítil, sagði Stefán Hilmarsson.
-ESE
Bflaeign
lands-
manna
yfir 100
þúsund
¦ „1 úrslok 1981 var
landsniaima 1000936 og liafði fjölgað
um 5333 á árinn," segir í ársskýrslu
Bifreiðaeftirlits ríkisins fyrir árið 1981,
en skýrslan kemur nú út í setnna lagi
vegna tafa á vélavinnslu.
Þar segir jafnframt að nokkur aukning
hafi orðið á verkefnum á árinu, eða um
7%. Starfsmönnum haft hins vegar ekki
fjölgað nema um 2.4, eða 2.8%, þanníg
að verkefnaaukningunni hafi að veru-
legu leyti verið mætt með aukinni
hagræðingu.
I skýrslunni kemur fram að um-
skráningar á bifreiðum, áh eigenda-
skipta jukust um 24.5%.
A síðastliðnu ári voru starfandi á
vegum Bifreiðaeftiriits rikisins 65.2
menn, og að auki umsjónarmaður
meiraprófa. Þá kermir þar iafnframt
fram að innkomnar tekjur stofnunar-
innar urðu hærri en heildarrekstrar-
kostnaður.
Argerð 1983
ERKOMIN
Á GREIÐSLUKJÖRUM
SEM EKKI HAFA ÞEKKST
HÉR Á LANDI
Verðið er lægra,
en á nokkrum öðrum bíl
ÞEIR SEM HUGSA
KAUPA TRABANT
TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ
___fl Ingvar Helgason
WU   l    Sýningarsalurinn v/Raudagerði
UÆ. ..':          Simi 33560

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24