Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 26. október 1989 Tíminn 19 I ÍÞRÓTTIR Evropukeppnin i körfuknattleik: Franskir vilja ólmir fá Bow í lið Orthez KR-ingar sýndu góðan leik í Frakklandi KR-ingar komu franska liðinu Horentz í opna skjöldu með baráttu og góðum leik, þegar liðin mættust í Evrópukeppni félagsliða í körfu- knattleik ytra á þriðjudagskvöld. Leikurinn var mjög hraður og spennandi og franska liðið mætti mun meiri mótspymu að hálfu KR- inga en þeir höfðu gert ráð fyrir. Staðan í leikhléinu var 48-54 franska liðinu í vil og í síðari hálfleik komust KR-ingar yfir 62-60. Á lokamínútum leiksins náði franska liðið að sigla fram úr og sigra 78-97. Jonathan Bow átti stórleik með liði KR í leiknum, skoraði 31 stig og var manna bestur á vellinum. Rúss- inn Anatolij Kovtoum Iék vel í vöminni og skoraði að auki 15 stig. .Birgir Mikaelsson skoraði og 15 stig, Páll Kolbeinsson gerði 12 og Axel Nikulásson 5. Forráðamenn franska liðsins vildu eftir leikinn ólmir kaupa samning Jonathans Bow og fá hann til Uðs við Orthez Uðið. Bow er þó ekki samn- ingsbundinn KR, því hann leikur með Haukum í úrvalsdeildinni, en lék með KR sem lánsmaður í Evr- ópuleikjum félagsins. Síðari leikur liðanna var ytra í gærkvöld, en þegar blaðið fór í prentun höfðu úrslit ekki borist. BL Ólæti á knattspyrnuvöllum: A tferl Mí kto g. hj ásir insui - Hollenskur dýraatferlisfræðingur rannsakar atferli á knattspyrnuvöllum þriðja alvarlega atvikið í landinu á 6 mánuðum. Stöðugt er farið fram á þyngri refsingar yfir ólátaseggjum sem nást, skilríkjum til að fá að fara inná vellina og öflugri löggæslu. Adang er ekki sama sinnis og heldur áfram að kanna orsakimar og tengslin við hegðun okkar loðnu forfeðra. Handtökum á ólátaseggjum á knattspyrnuvöllum í Hollandi hef- ur fjölgað um 30% á síðustu 12 mánuðum. Stjórnmálamenn og íþróttaforkólfar segja að þetta vandamál geti gengið að íþróttinni dauðri í landinu, nema skjótt verði við brugðið. Ajax var fyrir skömmu dæmt í árs bann frá Evrópumótunum, vegna þess að járnarusli rigndi inná vöUinn í leik Uðsins gegn Austria Vín fyrir tæpum mánuði. Eina landið með verra ástand í þessum efnum, England fær sem kunnugt er ekki að senda félagslið í Evrópukeppni og hefur ekki feng- ið það í 4 ár, eða síðan Heysel slysið varð 1985. BL Leikfimifatnaður i úrvali. Toppar, kr. 980-1.295, buxur, kr. 1.295- 1.390, leikfimibolir frá kr. 1.410. Stærðir 6-14, margir litir. Póstsend- um. Útilíf, simi 82922. Vetrar- hjólbarðar Hankook há- gæðahjólbarð- ar frá Kóreu á lágu verði. Mjög mjúklr og sterkir. Hraðar hjól- barðaskiptingar BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. Samkvæmt rannsóknum hol- lensks dýraatferUsfræðings á atferU ólátaseggja á knattspymuvöUum, er margt líkt með atferU þeirra og frænda okkar simpansa apa. í 3 ár hefur Otto Adang grands- koðað atferU ólátaseggja á knatt- spymuvöUum HoUands. Hann Utur á ofbeldi á knattspyrnuvöUum sem ungUnga og uppeldis vandamál, Iíkt og þekkt er meðal ungra simp- ansapa. UngUngar á aldrinum 15- 20 ára Ieyfa sér ákveðna hluti sem síðan eldast af þeim. Þeir vilja styrkja stöðu sína inn síns hóps, með því að láta mikið á sér bera. Simpansar stunda þetta innan síns eigin hóps, en hjá mannfólkinu brýst þessi athygUsþörf út, gang- vart og í öðmm hóp. Rannsóknirnar vora studdar af hoUensku dóms- og innanrikisráð- uneytunum, í því skini að hafa hemU á ólátaseggjum á knatt- spymuvöUum. Fjórtán manns slösuðust í vik- unni þegar heimatilbúnar sprengj- ur sprangu á leik Ajax og Feyen- oord í Amsterdam, en það var Jonathan Bow í KR búningnum, en hann átti stórleik með liðinu í Evrópukeppninni. Tíinamynd Pjetur. íþróttir og lyf: Nýtt þolaukandi lyf uppgötvað - Ómögulegt að fylgjast með misnotkun Sænskir íþróttalæknar hafa upp- götvað nýtt lyf þolaukandi lyf, sem hefur sömu áhrif og blóðgjafir eða „blood doping“. Lyfið er að sögn þeirra sem vel þekkja tU heimi íþrótta og lyfja, meiri ógnun við þolíþróttir en sterar era í krafta- íþróttum. Blóðgjafir hafa hingað til verið stundaðar, þannig að súrefnisríkt blóð er tekið úr íþróttamönnunum, geymt og síðan sprautað aftur í þá stuttu fyrir keppni. Það eru rauðu blóðkornin í blóðinu sem flytja súr- efnið. Lyfið sem uppgötvað hefur verið er tilbúin eftirlíking af nýrnahorm- óninu erythropoietin og það er einn- ig nefnt eftir því. Lyfið mun einkum geta aukið efreksgetu langhlaupara og skíðagöngumanna. Tilraunir með lyfið á 8 sænskum íþróttamönnum leiddi í Ijós að geta þeirra til súrefnisupptöku jókst um allt að lOaf hundraði. Þegar erythro- poietin er sprautað i líkama manna, eykst fjöldi rauðra blóðkoma og magn hemoglobins í þeim eykst að sama skapi. Áhrifin eru þau á líkam- ann á mun auðveldara með súrefnis- upptökuna. Lyfinu fylgja engar aukaverkanir og það hefur sömu áhrif og blóðgjöf „blood doping" og það er að minnsta kosti jafn áhrifa- ríkt. Ómögulegt er að fylgjast með því hvort íþróttamenn misnota lyfið og óvíst er hvort lyfið hefur þegar verið notað af íþróttamönnum. Formaður lyfjanefndar alþjóða- frj álsíþróttasambandsins, Svíinn Arne Ljungqvist, segir að tilraunirn- ar með lyfið muni ekki verða íþrótta- mönnum hvatning til þess að reyna það. Ný lyf verða fljótt þekkt meðal þeirra sem misnota þau, en í þessu tilfelli erum við í fyrsta sinn einu skrefi á undan. BL GóÓar veíslur enda Eftir einn -ei aki neinn HM í knattspyrnu: Stórsigur hjá Tyrkjum Tyrkir styrktu stöðu sína í 3. riðli undankeppni HM í knattspymu í gærkvöld, er þeir lögðu Austurríkis- menn að velli 3-0 í Istanbul. Dilmen skoraði á 12. og 52. mín. og Ucar bætti þriðja markinu við á 60. mín. Staðan í 3. riðli er nú þessi: Sovótríkin__ 7 3 3 1 9- 4 9 Tyrkland.....7 3 13 12-8 7 A-Þýskaland .7 3 1 3 9-10 7 Austurríki ... 7 2 3 2 6- 9 7 ísland........ 1 4 3 6-11 6 Eftir eru leikir Sovétríkjanna og Tyrkiands og hins vegar leikur Aust- urríkis og A-Þýskalands. BL lESTIINARAftíLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell........30/10 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKIPADEILD r&kSAMBANDSINS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 L Á A. A A A A A A . !ÁKN TRAUSIRA RUTÁJINGA C

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.