Tíminn - 18.11.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.11.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. nóvember 1994 3 Utanríkisráöherra segir rök íslendinga í úthafsveiöimálum mjög afflutt í Noröur-Noregi: Þingib í Tromsö breytti engu í Smugudeilunni Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisrábherra segir ab yfir- lýsingar og samtöl manna á milli á Norðurlandaráösþing- inu í Tromsö breyti engu varö- andi Smugudeilu íslendinga og Norbmanna. Einungis einn þingmaöur hafi deilt á íslend- inga í ræöu á þinginu sjálfu, en honum hafi ekki veriö hægt ab svara vegna þess aö enginn íslendingur var viö- staddur. „Þaö er alveg ljóst að þetta er mikið ástríðu- og hitamál í Norður-Noregi, það get ég ósköp vel skilið," sagði Jón Baldvin í gær. „Þar er líka ein- hliða áróður hafður í frammi. Málflutningur og rök íslend- inga eru mjög afflutt og auð- vitað bitnar það á þeim sem helst hafa verið talsmenn ís- lendinga gagnvart Norð- mönnum og það hef ég verið fyrst og fremst." Utanríkisráðherra hefur ver- ið persónugervingur úthafs- veiða íslendinga í Barentshafi í Noregi. Hann segir lítið hægt að álykta í úthafsveiðimálum og sjávarútvegsmálum al- mennt út frá þeim æsingum sem yfir gengu í Noröur-Nor- egi í kringum úrslit atkvæða- greiðslunnar í Svíþjóð og þingsins í Tromsö. „Þetta gekk svo langt í öll- um þessum mótmælagöngum að þingmenn Miðflokksins voru farnir að undirrita yfir- lýsingar um að norðurhéruðin hættu að segja sig úr lögum við Noreg og stofna sérstakt ríki. Og einn ræðumaður hélt því fram að Guð almáttugur væri nei- maöur. Þegar menn eru farnir að nota svona rök sýnist mér það vera komið út yfir hið skilvitlega í hið yfir- skilvitlega," sagði Jón Baldvin. Sjúkraliöafélag íslands vill semja vib borgina: Boltinn gefinn á „Rúnurnar" Fjölmennur félagsfundur Sjúkaliöafélags íslands skoraöi á borgarstjórn Reykjavíkur ab sýna frumkvæöi sem sjálfstæö- ur samningsaöili og taka upp beinar viöræbur viö samninga- nefnd Sjúkraliöafélagsins. Þetta kemur fram í ályktun Sjúkraliðafélagsins frá í gær. Þar segir að margir kjósendur R-list- ans hafi leyft sér aö vænta kven- vinsamlegri viðhorfa félags- hyggjumanna, sem nú hafi haft forystu borgarinnar í sínum höndum, án þess að þess sjáist merki. Minnt er á að umboð borgarstjómar taki til allrar starf- semi Borgarspítala og Landakots og að afskiptaleysi fríi borgar- stjórn ekki ábyrgð. ■ Neyslumjólk flutt frá Akureyri til Reykjavíkur Frá Þór6i Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Búið er að flytja 33 þúsund lítra af neyslmjólk frá Mjólkursam- lagi Kaupfélags Eyfirðinga á Ak- ureyri á markað í Reykjavík. í síöustu viku voru fluttir 22 þús- und lítrar og um 11 þúsund lítrar er komnir til Reykjavíkur í þessari viku. Að sögn Þórarins E. Sveinssonar, mjólkursam- lagsstjóra á Akureyri, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort meira mjólkurmagn verði flutt úr Eyjafirði á markað á höfuð- borgarsvæðinu en ekki höfðu borist fyrirspurnir um það síð- degis í gær. Útgáfutíbni Sveitarstjórnarmála veldur erfibleikum. Sveitarstjórnarmál: Einum ráö- herra of seinir I nýjasta tölublaði Sveitar- stjórnarmála, sem kom út á mibvikudag, er fyrsta fréttin í blaöinu helguö rábherraskipt- um í félagsmálarábuneytinú og nýr abstobarmabur kynntur rækilega. Flestir gera eflaust ráb fyrir ab veriö sé aö fjalla um þaö þegar Gubmundur Árni Stefánsson sagöi af sér og Rannveig Guömundsdóttir tók vib embætti, en þab er síöur en svo á þann veg. Þab er hins veg- ar verib ab fjalla um ab Gub- mundur Árni Stefánsson sé orö- inn félagsmálarábherra og ab- stobarmabur hans Jón H. Karls- son kynntur. Þab verður hins vegar að virða Sveitarstjórnarmálum það til vor- kunnar aö nánast vonlaust hefur verið fyrir blað sem kemur út í jafn fáum tölublööum á ári, eins og Sveitarstjórnarmál gera, að fjalla um allar þær breytingar sem orðið hafa í þessu ráðuneyti á síðustu misserum. ■ Ástæður þess að mjólk hefur verið flutt frá Akureyri til Reykjavíkur eru þær að óvenju lítið mjólkurmagn berst nú til mjólkurbúa á Suður- og Vestur- landi. Einkum mun vera um samdrátt að ræða á framleiðslu- svæði Mjólkurbús Flóamanna en heyfengur á Suðurlandi er verri en í meðalári og mun það draga nokuð úr framleiðslu mjólkur. Þórarinn E. Sveinsson sagði að lágmarksframleiðslu- tími mjólkur hafi einnig verið að færast til frá því í febrúar og fram í nóvember, því bændur séu farnir að láta kýr bera i meiri mæli skömmu fyrir ára- mót en verið hafi. Að því leyti sé ekki veruleg ástæða til þess að óttast skort á neyslmjólk þótt nú hafi þurft að flytja nokkurt magn á mili fram- leiðslsvæða. Hvað framleiðslu á öðrum mjólkurvörum en neyslmjólk varðar kvaðst Þórarinn E. Sveinsson hafa nokkrar áhyggj- ur af möguleikum á framleiðslu á ostum. Ef mjólkurframleiösl- an í landinu gerði lítið meira en duga til að hafa nægilega neyslumjólk á boðstólum yrði um sjálfkrafa samdrátt að ræöa í öðrum framleiðsluvörum. Þegar framleiðslustýringin væri miðuð við lágmarksfram- leiðslumagn þá væri ljóst aö stýra yrði framleiðslu á mjólk- urvörum í samræmi við það. ■ „Forsætisráðherra og abrir góöir menn hafa sagt ab þaö sé svigrúm til launahækkana og þá sérstaklega hjá lág- launafólki. Vib teljum aö al- mennt launafólk, þab eitt og engir abrir eigi rétt á vöxtun- um af þjóbarsáttarvíxlinum. Ef vib hirbum ekki þessa vexti þá veröur þeim útdeilt til ann- arra," segir Pétur Sigurbsson, forseti Alþýbusambands Vest- fjarða. í kjaramálaályktun 30. þings ASV sem haldið var um sl. helgi er hvatt til þess að komandi Starfsmenn landbúnabarrábu- neytisins voru í óbaönn ab pakka nibur í kassa í gær, en ráöuneytib verbur lokab í dag og á mánudag vegna flutn- inga. Landbúnaðarrábuneytib verbur framvegis til húsa á Sölvhólsgötu 7, 4. hæb. Nýja kjarasamningar verði gerðir undir kjörorðinu Atvinna fyrir alla. Þingið krefst þess aö lægstu mánaðarlaun verði ekki lægri en 80 þúsund krónur fyrir lok næsta samningstímabils og þau verði undanþegin tekjuskatti. Skattkort maka veröi hægt ab nýta aö fullu og skattkort 16-18 ára unglinga sem eru í skóla og á framfæri foreldra verði einnig samnýtanleg. Tvísköttun lífeyr- is verði afnumin og orlofsréttur verkafólks verði samræmdur þeim orlofsrétti sem viðgengst í opinbera geiranum. húsnæbiö er svipaö ab stærö og ráðuneytib hafði til um- ráöa á Rauðarárstíg 25. Ástæöa flutninganna er hins vegar sú, að verið er að rýma til fyrir utanríkisráðuneytinu, sem nú leggur undir sig alla húseign- ina á Rauöarárstíg 25 þar sem Þingiö skorar jafnframt á Rannveigu Guðmundsdóttur fé- lagsmálaráðherra að þegar verði skipub neybarnefnd um hús- næðismál sem komi fram meb ákveðnar tillögur til hjálpar húsnæðiskaupendum, auk þess sem gera þarf húsnæðislánakerf- ið skilvirkara. Meðal þess sem þingið leggur til að verði skoðað í þessum efnum er t.d. lenging lána í húsbréfakerfinu, skuld- breyting og lenging lána, gjald- taka af húsbréfum verði mánað- arleg og lífeyrissjóbir taki á sig afföll af húsbréfum sem fólk fær landbúnaðarráðuneytið, Byggðastofnun og fleiri voru áð- ur. Með þessu kemst starfsemi utanríkisráöuneytisins undir eitt þak. Símanúmer og fax- númer landbúnaðarráðuneytis- ins eru óbreytt, 609750 og 21160. ■ við töku greiðsluerfiöleikalána. ASV vill ennfremur banna sölu og kaup á kvóta og allur fiskur verði seldur á mörkuðum. Þingib telur að þab samrýmist ekki samkeppnislögum aö kvótafyrirtæki geti haft aögang að ódýrara hráefni en þau sem kaupa fisk á frjálsum markaði. Lagt er til að lánskjaravísital- an verbi afnumin og allt skatta- eftirlit verði hert til muna. Auk þess eigi að skattleggja alla vexti umfram verðbætur sem raun- verulegar tekjur. Neyöarnefnd um húsnœöismál, afnám lánskjaravístölunnar og atvinnu fyrir alla. ASV: Mánaðarlaun verbi ekki lægri en 80 þúsund kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.