Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						flug
44 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
H
inn 3. júní nk. verða
liðin 70 ár frá stofnun
Flugfélags Akureyr-
ar. Aðalhvatamaður
að stofnun þess var
ungur eldhugi, Agnar Kofoed-
Hansen. Hann átti sér þann draum
að kaupa flugvél og hefja farþegaflug
á ný. Það hafði áður verið stundað í
fáein ár, 1928?1931, undir nafni
Flugfélags Íslands og forystu Alex-
anders Jóhannessonar, prófessors og
háskólarektors, en það varð að leggja
upp laupana vegna kreppunnar
miklu. 
Agnar fór til Akureyrar og átti þar
fundi með kaupfélagsstjóra KEA,
Vilhjálmi Þór, og tókst að sannfæra
hann um ágæti þessa mikla áhuga-
máls síns, að kaupa flugvél og hefja á
ný farþegaflug. Í fyrstu stjórn félags-
ins voru auk Vilhjálms, sem var for-
maður, þeir Kristján Kristjánsson,
eigandi BSA, og Guðmundur Karl
Pétursson yfirlæknir, báðir kraft-
miklir menn eins og Vilhjálmur Þór.
Agnar hafði lokið flugnámi í Dan-
mörku 1935, en í ársbyrjun 1936
komst hann að sem aðstoð-
arflugmaður hjá Det danske Luft-
fartsselskab og flaug þriggja hreyfla
Fokker-flugvél í nokkra mánuði. Eft-
ir stofnun Flugfélags Akureyrar vor-
ið 1937 fór Agnar til Noregs um
haustið til Vestlandske Flyveselskap
og fékk þar að kynnast Waco-
sjóflugvélum þess, og einnig var
hann í góðum tengslum við norska
Widerøe-félagið sem byggt hafði upp
sitt flugfélag með Waco-flugvélum.
Síðar um haustið komst Agnar að hjá
Lufthansa í stuttan tíma sem aðstoð-
arflugmaður á fragtflugvélum félags-
ins, Junkers JU 52, sem flugu um
Þýskaland og víðar. Með þessu móti
aflaði hann sér ágætrar reynslu, og
þegar hann kom heim var hann með
370 flugtíma að baki.
Agnar hafði alllengi haft augastað
á Waco-flugvélum, og það varð úr að
keypt var flugvél af þeirri tegund, og
kom hún til landsins vorið 1938.
Hlaut hún einkennisstafina TF-ÖRN
og var oftast kölluð ?Örninn? í dag-
legu tali. Var flugvélin dökkblá með
hvítum stöfum, fallega innréttuð og
stólar klæddir ryðrauðu leðri.
Fyrsta ferðin var farin til Ak-
ureyrar 2. maí 1938, og var Agnar
flugstjóri, en með honum var einn af
fyrstu flugvirkjum þjóðarinnar,
Gunnar Jónasson, sem flogið hafði
sem flugvirki á Junkers-flugvélum
Flugfélags Íslands á árunum 1928?
31. Á miðju ári 1939 tók svo Örn Ó.
Johnson við Waco-flugvélinni, þá ný-
kominn frá flugnámi í Bandaríkj-
unum, en Agnar Kofoed varð lög-
reglustjóri í Reykjavík.
Vorið 1940 var nafni Flugfélags
Akureyrar breytt í ?Flugfélag Ís-
lands?, og var um það leyti keypt
önnur Waco-flugvél frá Bandaríkj-
unum, og hlaut hún nafnið ?Haförn-
inn?. Þá voru sett hjól til lendingar á
landi undir eldri flugvélina. Um þetta
leyti var fyrirtækið flutt til Reykja-
víkur, og urðu nú flugmenn þess
tveir, Örn Ó. Johnson, handhafi flug-
skírteinis nr. 4, og Sigurður Jónsson,
handhafi flugskírteinis nr. 1, en hann
hafði verið flugstjóri á Junkers-
flugvélum gamla flugfélagsins 1930.
Kristján á BSA minnisstæður
Um þetta leyti var kosið í stjórn
Flugfélags Íslands. Var nú heið-
ursmaðurinn Kristján Kristjánsson
sá eini af þremenningunum sem sat í
stjórn hins nýja félags, en á flugmál-
unum hafði hann alltaf mikinn áhuga.
Var Kristján mjög oft á ferðinni með
flugvélum félagsins, ætíð glettinn og
skemmtilegur, hjálpsamur og greið-
vikinn, og minnast gamlir flugmenn
Flugfélagsins einlægrar vináttu hans
sem við margir nutum svo sann-
arlega.
Þeir voru margir bjartir og frið-
sælir sumardagarnir á Akureyri
1938. Á myndinni er ?Örninn? á flugi
og svo tvö lystiskip, eins og þau voru
kölluð á þessum árum. ?Arandora
Star? er nafn þess sem er til hægri,
en þetta breska skip kom nokkrum
sinnum til Íslands fyrir stríð, það var
svo tekið í notkun til liðsflutninga
fyrir breska herinn þegar styrjöldin
braust út. Sótti skipið m.a. fjölda
hermanna til Norður-Noregs vorið
1940, og einnig flutti það hermenn
heim til Bretlands frá Frakklandi
þetta sama vor.
Í byrjun júlí 1940 lét skipið úr
höfn frá Liverpool vestur um haf.
Um borð voru 1200 þýskir og ítalskir
stríðsfangar. En 2. júlí var skipinu
sökkt, og var þar að verki þýski kaf-
báturinn U 47, sem Prien, einn af
harðskeyttustu kafbátsforingjum
Þjóðverja, stjórnaði. Vitað er að á
meðal fanganna voru nokkrir Þjóð-
verjar sem teknir höfðu verið hönd-
um á Íslandi og fluttir út þetta vor,
1940. Talið er að a.m.k. tveir úr þess-
um hópi hafi verið á meðal þeirra
800 sem fórust með skipinu.
Á meðal þýsku fanganna sem
björguðust var maður að nafni
Franck Hüter og hafði hann verið
verksmiðjustjóri í Sápuverksmiðj-
unni Sjöfn á Akureyri. Sá sem þetta
ritar man þennan Hüter vel, þegar
hann átti leið um Hrafnagilsstrætið
á hjólinu sínu, en honum fylgdu allt-
af tveir brúnleitir, lágfættir hundar.
Einkum varð okkur strákunum star-
sýnt á breiðu dekkin sem voru undir
hjólinu hans. 
Hüter bjó á Vökuvöllum, skammt
fyrir sunnan og ofan Lystigarðinn.
Um þetta leyti vann Jóhannes bróðir
minn í Sjöfn. Sagði hann frá því, að
þar hefðu hundar verksmiðjustjór-
ans sofið vært á gæruskinni fyrir
framan dyrnar á skrifstofu hans.
Svo gerðist það einhverju sinni að
starfsmaður Sjafnar er að lakka loft-
ið frammi í þessu rými og er hátt
uppi í stiga, þegar lakkdósin sporð-
reistist í höndum hans og skall í gólf-
ið með miklum hávaða. Báðir hund-
arnir ruku upp vælandi, en það sem
verra var; þeir urðu löðrandi í hvítu
lakki. Og í sömu andrá er hurðinni á
skrifstofu verksmiðjustjórans svipt
upp á gátt og út kemur eigandi
hundanna og verður algerlega brjál-
aður við þá sýn sem við honum
blasti, hundarnir löðrandi í hvítu
lakki og allt útatað. Og það var víst
mikið ýlfur og læti þegar farið var að
hreinsa þá.
Flugvélar vöktu ætíð athygli
Einn fagran og hlýjan sumardag
sáum við strákarnir á Syðribrekk-
unni hvar lítil flugvél hnitaði hringa í
suðri og lenti síðan á túni skammt
fyrir sunnan og ofan Lystigarðinn.
Við, allir sem einn, hlupum sem fæt-
ur toguðu í áttina þangað og komum
von bráðar að flugvélinni. Þetta var
litla Klemm-vélin sem Íslendingar
flugu síðar, en þegar hér var komið
sögu var hún enn í eigu Þjóðverja
með hakakross á stélinu og flugmað-
urinn þýskur. Hann kom til að heim-
sækja Hüter. 
Flugmaðurinn var rétt kominn út
úr flugvélinni þegar Hüter kom þar
að og talaði eitthvað við hann á máli
sem við skildum ekki. Þá snaraðist
flugmaðurinn aftur um borð og flaug
léttilega upp af túninu, en færði sig
aðeins yfir á næsta tún sunnan við
Vökuvelli.
Sunnudagurinn 20. ágúst 1939 var
hlýr á Akureyri, sunnan stinnings-
kaldi en skýjað. Það vakti athygli að
tvær flugvélar voru á flugi yfir bæn-
um og hentu út auglýsingablöðum
um flughátíðina sem halda skyldi þá
um daginn á Melgerðismelum. Þetta
voru Klemm-flugvélin þýska og svo
?Örninn?.
Var þýski svifflugsleiðangurinn
sem hingað kom árið áður mjög áber-
andi þennan dag á Melgerðismelum.
Fyrir utan Klemm-vélfluguna voru
leiðangursmenn með margar svif-
flugur, allar með hakakrossinn á stél-
inu. Flughátíðina setti bæjarfógetinn
á Akureyri, Sigurður Eggerz. Ræðu-
púlti hafði verið komið fyrir mið-
svæðis og tvær fánastengur settar
niður sín hvorum megin við púltið. Á
þeim stöngum voru fánar Íslands og
Þýskalands. Í stað þess að flytja
setningarræðuna úr ræðupúltinu
færði Sigurður sig yfir að flaggstöng-
inni þar sem íslenski fáninn var við
hún og flutti þar sína ræðu.
Gott útsýni af Syðribrekkunni
Einn lognkyrran sumardag sátum
við Ólafur Þorláksson, æskuvinirnir,
í grasinu við Menntaveginn og fylgd-
umst með þegar Örninn gerði einar
þrjár tilraunir til flugtaks á Pollinum
en náði ekki nægum hraða. En þar
kom að flugvélin sigldi upp að flug-
skýlinu, setti í land einn farþega, og
sennilega eitthvað fleira, og náði svo
fluginu í næstu atrennu.
Hitt lystiskipið, General von Steu-
ben, var þýskt lúxusfarþegaskip sem
var breytt í vopnað flutningaskip í
seinni heimsstyrjöldinni. Örlög þess
urðu hræðileg, og fór um það líkt og
Arandora Star. Skipið sigldi frá Pil-
lau við Danzig-flóa 10. febrúar 1945,
og var ferðinni heitið til Swine-
münde. Um 2000 særðir þýskir her-
menn voru um borð, 320 hjúkr-
unarkonur, 30 læknar og yfir 1000
aðrir flóttamenn sem voru að flýja
undan sovéska hernum. Rétt eftir
miðnættið hæfðu skipið tvö tund-
urskeyti frá sovéska kafbátnum S-13,
og sökk það á innan við 20 mínútum.
Um 4500 fórust, en 659 komust af.
Frá bernskudögum
flugsins á Akureyri
Mynd/Wilfred Hardy
Yfir Pollinum Flugvélin TF-Örn á flugi yfir Akureyri. Í einni af hinum ágætu og merku bókum Arngríms Sigurðs-
sonar, Annálar íslenskra flugmála, er ljósmynd Eðvarðs Sigurgeirssonar ljósmyndara frá 1938, þar sem TF-ÖRN
er við flugskýlið í innbænum og General von Steuben á Pollinum. Þess er getið í texta með myndinni að flugvélin
hafi þann dag verið í útsýnisflugi með þýska ferðamenn af skipinu. Lengst til hægri á myndinni af málverki Wil-
freds Hardys sem hér birtist má sjá Brúarfoss Eimskipafélagsins, en það happaskip sigldi öll stríðsárin án áfalla.
Á þessu ári verða 70 ár
liðin frá stofnun Flug-
félags Akureyrar. Snorri
Snorrason skrásetti fáein
minningabrot frá árdög-
um flugsins á Akureyri.
»
Á meðal þýsku 
fanganna sem 
björguðust var maður
að nafni Franck Hüter
og hafði hann verið
verksmiðjustjóri í
Sápuverksmiðjunni
Sjöfn á Akureyri.
Höfundur er áhugamaður um sögu
flugsins.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96