Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristinn Þor-leifur Hallsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1926. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfara- nótt hins 28. júlí síðastliðins. For- eldrar hans voru Guðrún Ágústs- dóttir söngkona, f. 1897, d. 1983, og Hallur Þorleifsson yfirbókari, f. 1893, d. 1974. Systkini Kristins eru Ágúst bifreiðastjóri, f. 1924, Ásgeir framkvæmdastjóri, f. 1927 og Anna Guðríður hjúkrunarkona, f. 1934. Kristinn kvæntist árið 1947 Hjördísi Þorbjörgu Sigurð- ardóttur, f. 1925, d. 1983. For- eldrar hennar voru Sigurður Árnason framkvæmdastjóri, f. 1889, d. 1979, og Ágústa Hildi- brandsdóttir, f. 1894, d. 1975. Börn Kristins og Hjördísar eru 1) Guðrún bókari, f. 1949, gift Brynjari V. Dagbjartssyni, f. 1947. Börn þeirra eru, a) Dag- bjartur Kristinn, f. 1971, b) Dag- björt, f. 1973, gift Páli Sigurði Magnússyni, f. 1964, þau eiga af máttarstólpum íslensks söng- lífs. Hann söng fyrst 17 ára með karlakórnum Kátum félögum, sem faðir hans stjórnaði, og fljót- lega eftir það með karlakórnum Fóstbræðrum, sem naut starfs- krafta Kristins alla tíð. 1949 söng hann bassahlutverkið í Sálumessu Mozarts er flutt var á vegum Tón- listarfélagsins. Hann söng Spa- rafucile í Rigoletto, fyrstu ís- lensku óperuuppfærslu Þjóðleikhússins, 1951. Eftir námið í London fékk Kristinn atvinnu- tilboð frá breskum óperuhúsum en atvinnuleyfi fékkst ekki. Hann hélt heim og söng í fjölmörgum óperuuppfærslum, hélt einsöngs- tónleika og söng í útvarpi og sjón- varpi bæði heima og erlendis. Meðal hlutverka hans skal getið Papagenós í uppfærslu Þjóðleik- hússins 1956-7 og titilhlutverksins í brúðkaupi Figaros 1969. Krist- inn hélt tónleika víða um heim og frægust mun tónleikaför hans um Sovétríkin 1972. Kristinn hlaut víðsvegar viðurkenningu fyrir störf sín, m.a. riddarakross hinn- ar íslensku Fálkaorðu og er hann varð sextugur 1986 voru haldnir miklir tónleikar í Þjóðleikhúsinu honum til heiðurs. Fjölmargar upptökur eru til með söng Krist- ins og 2002 kom út úrval þeirra á tvöföldum geisladiski er nefnist Kristinn Hallsson bassbariton. Útför Kristins verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. tvær dætur, Andreu Dagbjörtu, f. 1998 og Guðrúnu Ísafold, f. 2000, og c) Þorleif- ur Jón, f. 1978, hann á tvo syni, Salvar Ar- on, f. 2001 og Ísak Mána, f. 2003. 2) Ágústa fulltrúi, f. 1953, d. 1989, dóttir hennar er Hjördís, f. 1983. 3) Sigurður hljóðfærasmiður, f. 1955. 4) Anna Bryn- dís fulltrúi, f. 1960. Sonur hennar og fyrri eiginmanns hennar, Ólafs Þórarins Steinbergssonar, f. 1960, er Steinberg, f. 1981, hann á eina dóttur, Tönju Dögg, f. 2003. Seinni maður hennar er Vern- harður Linnet og á hann synina Henrik, f. 1978 og Stein, f. 1980. Kristinn lauk námi frá Verzl- unarskóla Íslands 1945 og frá Ro- yal Academy of Music í London 1954. Hann vann ýmis skrif- stofustörf uns hann réðst til menntamálaráðuneytisins 1970. Á vegum ráðuneytisins vann hann ýmisleg nefndarstörf er sneru að tónlist og annarri menningu, bæði innanlands sem utan. Með öllum þessum störfum var Kristinn einn Kristinn Hallson, tengdafaðir minn, var gull af manni. Er ég kynntist dóttur hans, Önnu Bryn- dísi, fyrir nær tveimur áratugum, tók hann mér eins og glataða syn- inum. Við áttum tónlistarástina sameiginlega og þó ég reri heldur meira á djassborðið og hann á hið klassíska skipti það engu máli: Hann var jafnvígur á hvort tveggja. Og þó ég væri rauður og hann blár skipti það heldur engu – allavega var Valsbúningurinn rauður – því kærleikurinn var öll- um kreddum yfirsterkari. Kristinn Hallsson ræddi jafn kumpánlega við Valda koppasala og stórvinkonu sína Vigdísi Finn- bogadóttur. Allir menn voru jafnir í hans augum – en það hafði ekkert með jafnaðarstefnu nítjándu ald- arinnar að gera heldur barnatrú hans. Hallur og frú Ágústa höfðu alið Kristin upp í guðsótta og góð- um siðum og boðskapur meistar- ans frá Nasaret um jöfnuð manna á meðal var honum inngróinn. Kristinn þekkti mannlífið jafnt í gleði sem sorg. Hann missti konu sína Hjördísi er hún var á besta aldri og dótturina Ágústu í blóma lífsins. Hann gekk barnabörnum sínum sem í Stigahlíð bjuggu, Steinberg og Hjördísi, nær í föð- urstað og börnum Guðrúnar og Brynjars, er þá bjuggu í Svíþjóð, var hann sífelldur gleðigjafi; en þau heimsótti hann jafnan er hann sótti norræna menningarfundi. Heimsfrægð í korter er aflvaki nútímans. Kristinn hlaut aldrei heimsfrægð af því tagi, en aftur á móti vita allir Íslendingar, sem dómbærir eru, að hann var einn helsti bassbaríton sinnar tíðar. Snilldarleg túlkun hans á ýmsum óperuhlutverkum, s.s. í Töfraflaut- unni og Il trovatore, hafa geymst og ekki er síðri magnaður flutn- ingur á ýmsum perlum íslenskrar ljóðatónlistar. Fóstbræður og Sin- fóníuhljómsveit Íslands voru gjarnan með í för að ógleymdum öllum píanistunum s.s. Weisshap- pel, Ólafi Vigni, Láru Rafnsdóttur og Vladimir Ashkenazy, svo fáir séu nefndir. Margt af þessu er varðveitt á hljómplötum og í hljóð- ritasafni Ríkisútvarpsins og úrval- ið má finna á tvöfalda geisladisk- inum: Kristinn Hallsson bassbaríton. Ég held að ekki sé of- mælt að seinni diskurinn, þar sem Kristinn og vinur hans Árni Krist- jánsson flytja íslensk sem erlend sönglög, sé einn af dýrustu gim- steinum í kórónu íslenskrar tón- listar. Þegar ég kveð Kristin Hallsson koma þúsund minningar upp í hug- ann, og í hópi þeirra skemmtileg- ustu er við Diddi, mágur minn, sátum með honum á Mömmu Rósu í Kópavogi og óperusöngvarinn settist við píanóið og lék og söng Ain’t she sweet, Sixteen tons eða Tondeleyo. Kristinn Hallson var engum öðrum mönnum líkur og þó hin síðari ár hafi verið honum erfið léttu stelpurnar á Hrafnistu hon- um jafnan lífið. Þeim sé þökk. Vernharður Linnet. Vinur minn og frændi Kristinn Hallsson óperusöngvari er allur. Hans verður lengi minnst sem mikils listamanns enda arfleifð hans á sviði sönglistarinnar firna- stór og áhrif hans á íslenskt tón- listarlíf langvarandi og víðtæk. Hann var næmur, skapandi og túlkandi í list sinni en auðfús og hvetjandi þegar til hans var leitað. Okkar leiðir lágu víða saman allt frá uppvaxtarárum mínum. Við vorum reyndar báðir af Víkings- lækjarætt og fundum, svona í gríni og alvöru, til sérstaks samhljóms vegna þess. Kristinn söng í ferm- ingarveislu minni enda í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og þegar ég var í menntaskóla mann- aði ég mig upp í að biðja hann um að ráðleggja mér varðandi söng- nám. Hann var að vísu virðulegur fulltrúi í menntamálaráðuneytinu og kenndi ekki um þær mundi en við ræddum málin og hann tók söng- og öndunaræfingar sem ég af veikum mætti reyndi að skilja. Samtal okkar endaði með því að Kristinn ráðlagði mér að hlusta á Caruso. Þetta var góð ráðgjöf. Síð- ar á ævinni áttum við eftir að syngja saman í óperum og óper- ettum í Þjóðleikhúsinu og í Ís- lensku óperunni. Við sungum m.a. saman í síðustu óperunni sem hann tók þátt í, að ég held, en það var Rakarinn frá Sevilla eftir Rossini. Túlkun hans á hlutverki læknisins Don Bartolo líður seint úr minni þeirra sem á hlýddu og engin þreytumerki var að sjá eða heyra á bassanum mjúka. Mín fyrstu skref á óperusviðinu steig ég með frænda mínum í Þjóðleikhúsinu og enn var hann ráðgefandi og hvetj- andi: „Stattu framarlega og syngdu alltaf fram, elskulegur“. Einnig þetta var góð ráðgjöf sem gagnaðist byrjandanum vel. Áhugi Kristins á að vinna að framgangi ungs fólks á sviði söng- listar var þrotlaus. Hann talaði stundum um að hann væri að end- urgjalda fyrir það tækifæri sem hann fékk með stuðningi góðs fólks. Auðmjúkur og þakklátur al- mættinu fyrir sinn hlut en fastur fyrir þegar kom að sönglistinni. Hálfkák var honum ekki að skapi. Við unnum saman í tveimur styrktarsjóðum sem veittu styrki til ungra söngnema. Þeir voru Styrktarsjóður óperudeildar Fé- lags íslenskra leikara og Styrkt- arsjóður Önnu K. Nordal. Sá síð- arnefndi byggði á framlagi vestur-íslenskrar konu sem ung flutti með foreldrum sínum til Kanada og er sjóðurinn kenndur við hana. Kristinn veitti framlag- inu viðtöku í Bessastaðakirkju og hafði milligöngu um stofnun sjóðs- ins. Með þessu móti höfðum við Kristinn tilefni til þess að hittast eftir að við höfðum báðir hætt að syngja opinberlega og þá var hlát- urinn og grínið skammt undan. Leikræn frásögn var honum í blóð borin, eðlileg og áreynslulaus. Menntamálaráðherra skipaði Kristin formann nefndar sem hafði það hlutverk að gera tillögu að framtíðarskipan óperumála á Ís- landi. Okkur nefndarmönnum varð ljóst í tengslum við þá vinnu að listamaðurinn glaðlyndi var einnig skipulagður og fylginn sér þegar með þurfti. Með Kristni er genginn enn einn af þeirri kynslóð söngvara sem var kjölfesta íslensks óperu- og söng- lífs nánast allan síðari hluta tutt- ugustu aldar. Kristinn Hallsson hefði vafalaust getað haslað sér völl í óperuhúsum annars staðar í heiminum hefði hann viljað. Við er- um honum þakklát fyrir að hafa kosið að vera hér. Mest þökkum við þó fyrir góða nærveru og sam- ferð um skeið með brosmildum og hjartahlýjum dreng sem opnaði sig í söng og smitaði alla með hlátri sínum og gleði. Júlíus Vífill Ingvarsson. Það kom mér ekki á óvart þegar tengdasonur Kristins Hallssonar hringdi í mig og tjáði mér að tengdafaðir sinn hefði kvatt þenn- an heim seinnipart föstudagsins 27. júlí. Þremur dögum áður hafði ég heimsótt Kristin, en orðaskipti okkar urðu ekki mikil – nánast engin. Mér þótti þó sárt að fá þessi skilaboð um að einlægur vinur og lærifaðir minn, Kristinn Hallsson óperusöngvari, væri allur. Allt frá árinu 2001 var Kristinn vistmaður á Hrafnistu í Hafnar- firði. Síðasta daginn sem hann lifði bað hann um að rúminu hans yrði snúið þannig að hann gæti horft út um gluggann. Skömmu síðar söng hann nokkrar laglínur sem hann hafði ekki gert lengi. Röddin þagn- aði og Kristinn kvaddi saddur líf- daga. Ungur byrjaði Kristinn að syngja í kórum. Hann söng fyrst í Dómkirkjukórnum, þá Kátum fé- lögum sem nokkru síðar samein- uðust Karlakórnum Fóstbræðrum. Kristinn var heldur ekki gamall þegar hann fyrst söng einsöng. Hann var síðan eftirsóttur ein- söngvari með kórum og söng auk þess við ýmis önnur tækifæri. Kristinn lauk söngnámi frá Royal Academy of Music í London árið 1954. Ég segi að hann hafi lokið námi en það er málvenja að taka þannig til orða. Kristinn vissi eins og allir söngvarar að söngnámi lýk- ur aldrei. Ég hafði heyrt hann og séð í hlutverki Sparafucile í óperunni Rigoletto sem var fyrsta óperan sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu sem kunnugt er með nánast eingöngu íslenskum einsöngvurum. Þetta var glæsileg sýning og eftirminnileg þó ekki væri nema fyrir „fjölskyldu effið“, sem eignað er þeim bræðr- um Kristni og Ásgeiri ásamt föður þeirra Halli. Persónuleg kynni mín af Kristni hófust árið 1954. Hann var þá ein- söngvari með karlakórnum Fóst- bræðrum í Mið-Evrópuferð en und- irritaður var þá kórfélagi. Kristinn kom beint úr námi til fundar við kórinn í Hamborg en þar voru fyrstu tónleikarnir í þessari eft- irminnilegu ferð. Framkoma hans og glæsilegur söngur á söngpall- inum heillaði áheyrendur og kór- félaga ekki síður. Mér finnst ég enn heyra óminn í rödd hans er hann söng „Landkjenning“ eftir Grieg. Að þessari ferð lokinni og er heim var komið tókust með okkur góð kynni og ári síðar var hann orðinn söngkennari minn. Vetrar- langt var ég nemandi hans við Tón- listarskólann í Reykjavík og „lauk námi“ frá skólanum vorið 1956. Kristinn var því fyrsti söngkenn- arinn sem útskrifaði söngnema frá sama skóla. Um haustið sama ár settist ég aftur á skólabekk í München. Með mér hafði ég tónband með söng Kristins og leyfði kennara mínum að heyra. Hann varð ákaflega hrif- inn af hinni fögru og hljómmiklu bass-barítónrödd Kristins og spurði: Hvað er þessi maður að gera á Íslandi, af hverju er hann ekki að syngja við erlend óperu- hús? Þessari spurningu kennara míns gat ég ekki og get ekki svar- að. Hitt veit ég að Kristinn hefði svo sannarlega átt erindi á óp- erusvið erlendis. Undirritaður stóð oft á söngpalli og á óperusviði með Kristni. Ekki hef ég tölu yfir þá tónleika sem við vorum þátttakendur í, né heldur hef ég á takteinum tölu yfir þær óperur eða óperettur sem við sung- um saman. Það var ávallt ánægju- legt, spennandi og mjög gefandi að syngja með honum. Hann hvatti líka unga fólkið og leiðbeindi á afar jákvæðan hátt. Við Sieglinde erum þakklát fyrir að hafa átt Kristin að vini og koll- ega. Við minnumst með gleði sam- funda sem við áttum við hann og ennfremur samsöngsins til fjölda ára. Við sendum börnum hans, barnabörnum og ættingjum öllum einlægar samúðarkveðjur og biðj- um Guð að blessa minningarnar um traustan og góðan vin. Sigurður Björnsson. Við vorum 60 skólasystkinin, sem lukum prófi úr 4. bekk Verslunar- skólans vorið 1945. Lundin var létt og við vorum bjartsýn, vonglöð og litum björtum augum á framtíðina. Þetta vor markaði tímamót í ver- aldarsögunni. Ógn og skelfing heimsstyrjaldarinnar var að enda og í lok skólaferðalags okkar lauk einmitt þessum mannskæða hild- arleik. Í tímans rás hefur maðurinn með ljáinn höggvið stórt skarð í hópinn okkar. Mér telst svo til að í dag sé nákvæmlega helmingur skólafélag- anna látinn og nú síðast kær skóla- bróðir Kristinn Hallsson. Kristinn hafði um árabil átt við erfið veikindi að stríða, bundinn við hjólastól í mörg ár. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann mætti að venju þegar við komum saman á 55 ára útskriftarafmælinu, aldamótar- árið 2000, enda þótt hann ætti þess ekki kost að dvelja lengi meðal okkar. Það nægði þó til að gleðjast yfir góðum kynnum og ánægjunni yfir því að sjá hann í hópnum. Skólasystir okkar Hjördís Þor- björg Sigurðardóttir og Kristinn bundust tryggðaböndum í skóla. Úr varð farsælt hjónaband og þau eignuðust fjögur börn. Það var því mikill harmur kveðinn að Kristni, þegar Hjördís lést aðeins 58 ára að aldri árið 1983. Kristinn hlaut í vöggugjöf djúpa og hljómfagra söngrödd. Þegar hann kom heim að loknu söng- og hljómlistarnámi tók hann þátt í tónleikum og fjölda óperusýninga, svo hann varð brátt þjóðkunnur óp- erusöngvari. Barst hróður hans víða. Kristinn Hallsson tengdist skól- anum okkar á sérstakan hátt um áraraðir, þegar hann á vegum Nemendasambandsins tók að sér að stjórna útskriftarhátíð Verslun- arskólanema sem haldin var 30. apríl ár hvert. Var til þess tekið hve vel honum tókst að gera þessa hátíðarsamkomu skemmtilega. Kristinn var góður félagi. Hann var glaðsinna og hrókur alls fagnaðar á góðri stund í góðra vina hópi. Nú, þegar almættið hefur lokað lífsbók hans, kveðjum við skólasystkinin ágætan skólafélaga um leið og við þökkum fyrir samverustundirnar. Við sendum fjölskyldunni hugheilar samúðarkveðjur. F.h. skólasystkina Þórhallur Arason. Ég átti því láni að fagna að fá það tækifæri að vera nemandi Kristins Hallssonar, þessa stór- brotna listamanns sem nánast var fæddur inn í Karlakórinn Fóst- bræður (á þeim árum Karlakór KFUM), KFUM og Knattspyrnu- félagið Val. Eflaust hefði það verið óeðlilegt ef Kristinn hefði ekki fengið áhuga á sönglist, en for- eldrar hans voru bæði gædd góðum söngröddum, enda hóf hann að syngja með kórum strax og hann hafði aldur til, bæði Dómkórnum og sérstaklega Karlakórnum Fóst- bræðrum, en þar voru einnig faðir hans og bróðir. Það lá hinsvegar ekki fyrir Kristni að vera kór- söngvari. Hann var einn af þessum útvöldu. Hann hafði ekki numið sönglist lengi þegar hann háði frumraun sína í Þjóðleikhúsinu 1951, sem leigumorðinginn Spa- rafucile í óperu Verdis Rigoletto. Kristinn þótti standa sig með ein- dæmum vel og í kjölfarið hélt hann utan og nam við The Royal Aca- demy of Music. Eftir að námi lauk buðust honum atvinnusamningar við Sadleŕs Wells Opera og D́oyly Carte , en á þessum árum var nán- ast ómögulegt fá atvinnuleyfi á Englandi og þrátt fyrir tilboð um starf í Þýskalandi, kaus Kristinn að halda heim. Það var lán okkar Ís- lendinga, en óperan á heimsvísu missti af miklu. Kristinn var ein- staklega góður í gamanhlutverkum og gat í raun sungið jafnt bassa- og baritónhlutverk. Hversu góður söngvari var Kristinn Hallsson? Fyrir mér er svarið sáraeinfalt. Við Íslendingar höfum aldrei eignast betri söngvara og mér þykir hæpið að það verði í náinni framtíð. Nú vona ég svo sannarlega að hvorki eftirlifandi söngvarar, sem með honum störfuðu, eða söngvarar af yngri kynslóðum firrist við þessu. Þetta er einfaldlega mín skoðun. Hann var svo sannarlega í heims- klassa. Kristinn var einn af þeim sem ruddu brautina fyrir okkur hin. Hann hafði og til að bera þá auð- mýkt og lítillæti gagnvart list sinni, sem er eiginleiki sem skilur sannan listamann frá þeim sem telja sig listamenn. Hann var hluti af þess- um kjarna söngvara sem auðgaði menningarlíf okkar Íslendinga á árunum milli 1950 og 1975. Kristinn er einhver sá lífsgla- ðasti maður sem ég hef kynnst. Hann naut þess að vera til og njóta þess sem er í boði fyrir okkur öll, ef við einfaldlega erum tilbúin til Kristinn Þorleifur Hallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.