Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Leiðir okkar Árna lágu saman fyrir nokkrum árum. Ég átti því láni að fagna að syngja í hljómsveitinni Furstarnir og þar kynntist ég Árna. Hafði reyndar sungið stundum með honum áður á hinum og þessum uppákom- um. Svo er annað sem mér hefur allt- af þótt svo gaman og það er að bæði Árni og gítarleikarinn Jón Páll voru að spila með KK þegar ég steig mín fyrstu sólóskref í þessum bransa. Ekki er ég viss um að hann hafi vitað það, eða munað. En ég er stolt af því að hafa sungið með þeim báðum á því stigi. Það má segja að árangurinn af samstarfi okkar hafi hvatt mig til að fá Árna ásamt kollegum hans og vin- um til að spila með mér á langþráð- um tónleikum og stóð Árni sig alltaf hundrað prósent í öllu sem hann gerði og þó að ekki hafi staðið til að gefa þessa tónleika út þá verður að segjast eins og er að enginn hvatti mig eins mikið til þess og Árni og kann ég honum hinar bestu þakkir fyrir, og að hafa haft trú á þessu og þá ekki síst mínum hlut. Elsku Árni, ég mun gera mitt besta til að láta þessar óskir þínar lifa og ég þakka þér fyrir trúna sem þú hafðir alltaf á mér. Ég sendi konu þinni og börnum og öllum sem eiga um sárt að binda vegna ótímabærs dauða þíns innileg- ar samúðarkveðjur. Þín er sárt sakn- að. Við elskum þig öll. Mjöll Hólm. Ég vil minnast kærs vinar sem fallinn er nú frá allt of fljótt. Ég ✝ Árni FriðrikEinarsson Scheving tónlistar- maður fæddist í Reykjavík 8. júní 1938. Hann varð bráðkvaddur 22. desember síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Hallgríms- kirkju 4. janúar. kynntist Árna fyrir rúmlega 30 árum í gegnum þáverandi eiginmann minn, en þeir voru félagar og tónlistarmenn sem gjarnan léku saman og spunnu djass af mikilli list. Ég hafði alltaf mikla unun af að hlusta á leik þeirra og er sannfærð um að þeir hafi verið meðal bestu djassleikara okkar Íslendinga fyrr og síðar. En ég ætla að láta öðrum eftir að gera ferli Árna sem tónlistarmanns skil þar sem aðr- ir eru mun betur til þess fallnir en ég. Mig langar bara til að minnast þeirrar góðu vináttu og þess elsku- lega viðmóts sem Árni sýndi mér og mínum ævinlega og ég vil þakka hon- um fyrir alla þá velvild, áhuga og stuðning sem hann sýndi dóttur okk- ar alla tíð. Fyrir vinskap hans og hlý- hug í okkar garð vil ég þakka núna þegar komið er að leiðarlokum. Samskipti okkar Árna urðu þó ekki svo mjög náin fyrr en hann hóf sambúð með Sigríði Friðjónsdóttur, minni bestu vinkonu til þrjátíu ára. Þó að sambúðarár Sigríðar og Árna hafi aðeins orðið sjö og hjúskaparár- in fjögur, þá trúði Árni mér fyrir því að hann hefði borið hlýjar tilfinning- ar til Siggu í rúm tuttugu ár, en að- stæðna þeirra beggja vegna hefði hann ekki getað gert neitt í málinu. Hann ákvað þó loksins að stíga skrefið til fulls og tjá henni tilfinn- ingar sínar og leyfa sér að njóta ham- ingjunnar við hlið konunnar sem hann elskaði og hafði elskað svo lengi, þó að hann gerði sér fulla grein fyrir að það skapaði mikinn vanda gagnvart öðrum í lífi þeirra. Mér er vel kunnugt um að Sigga reyndi að sporna við þessu eftir fremsta megni og sagði honum að samband þeirra gæti aldrei orðið að veruleika í ljósi aðstæðna, en Árni hafði tekið sína ákvörðun og eftir það hvikaði hann hvergi og tókst á við þau vandamál sem upp komu af mikilli ábyrgð og eftir því sem tök voru á hverju sinni. Hjónaband Siggu og Árna var ein- staklega ástríkt og hamingjusamt. Þau elskuðu hvort annað innilega og þau voru samstiga í því að njóta þess tíma sem þau fengu að vera saman eftir langa bið. Elskuleg vinkona mín á nú um sárt að binda og saknar síns besta og innilegasta vinar. Hún hef- ur sagt mér að hún hafi aldrei upp- lifað aðra eins ást og umhyggju og þá sem Árni sýndi henni og ég veit að hún er þakklát fyrir þann tíma sem þau fengu að vera saman. Elsku Sigga mín, guð gefi þér styrk og æðruleysi til að takast á við framtíð- ina. Einnig votta ég börnum Árna og allri fjölskyldu hans innilega samúð mína og bið Guð að blessa þau öll og veita styrk á þessum erfiða tíma. Með einlægri vinarkveðju Helga Markúsdóttir. Árni Scheving er látinn, genginn fyrstur þann veg sem við félagar hans úr Laugarneshverfinu munum ganga, þegar tíminn kallar. Dreng- irnir sem töldu veröldina takmarkast af fjörum Kirkjusands, Laugarnes- inu, Laugarásnum og Höfðaborginni sáu ekki hver leiðin til framtíðar yrði. Þó voru þeir hver um sig með sitt svipmót og hjartalag, sem gáfu fyrirheit um stefnuna. Árni Scheving átti þá list að þekkja hljóminn, áður en árin náðu fyrsta tug ævinnar. Tónar harmónikkunnar fóru snemma að berast úr litla hornher- berginu í húsinu við Hrísateig, við hlið mjólkurbúðarinnar, þar sem skyri var pakkað í smjörpappír og mjólkin mæld í málum. Við vorum sex snáðarnir sem tengdumst þeim vinaböndum sem aldrei brustu, þótt þættir þeirra ættu til að rakna um stundarsakir við slit tímans. Árni Scheving, Guð- jón Petersen, Stefán Tómasson, Tómas Tómasson, Vífill Magnússon og Örn Egilsson. Við sem eftir lifum syrgjum góðan vin og vitum að ævi- starfið – tónlistin – verður minnis- varði hans. Æskan sem mótaði okkur Árna var Laugarneshverfið með drullu- polla-götum til spretthlaupa og ann- arra íþrótta, grænum fótboltavelli Kirkjubólstúnsins, plönum Kirkju- sands til kola- og marhnútaveiða, að ógleymdum Fúlalæk með fúlum tjörnum sem breyttust daglega vegna sjávarfalla og brims strand- arinnar. Bernskan var ótrufluð af rafeindaskjám nútímans. Tónlistin sem Árni gaf okkur er sprottin úr þessum jarðvegi. Laugarnesskólinn var okkar menntasetur sem síðari skólar náðu ekki að yfirskyggja. Þar var Árni at- hugull og vel metinn nemandi. Þar var vel búið að nemendum með bóka- safni, náttúrufræðasafni og þar byrj- aði söng- og tónlistarkennsla undir stjórn hins merka tónlistarfrömuðar Ingólfs Guðbrandssonar. Þá mættu allir fram á stigapalla og hófu dag- starfið með því að syngja fullum hálsi. Skíðaskáli Víkings var vett- vangur hormónaflæðis unglingsár- anna. Þaðan runnum við hver í sína áttina og Árni rann á tónaflóði. Tuttugu árum síðar ófust vin- aþræðirnir á ný og hefur svo haldist síðan. Við eigum góðar minningar um vin, sem lék af fingrum fram á sam- verustundum okkar gegnum árin, líkt og í hornherberginu í húsinu við Hrísateig. Við blessum minningu góðs vinar og þökkum honum samfylgdina und- anfarin sextíu ár. Við deilum sorg og söknuði með systkinum, börnum og eiginkonu Árna, Sigríði Friðjóns- dóttur. Tíminn einn mun fylla það tóm sem vinur skilur eftir sig. Guðjón, Stefán, Tómas, Vífill, Örn, DPFÍ. Ég kyssi þig á ennið, strýk þér um vangann og óska þér gleðilegra jóla. Ég sagði við þig að þú værir dek- urrófa, Sigga mín dekrandi við þig eins og alltaf og henni einni er lagið. Þér leið auðsjáanlega vel, það var ekkert fararsnið á þér. Ég var svo viss um að sjá þig fljótlega aftur en daginn eftir varstu farinn. Já, allt sem lifir deyr. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að vini. Það breytir sýn manns á veraldleg gæði að sjá hvað þið þorðuð að treysta og trúa á ást ykkar og báruð virðingu hvort fyrir öðru. Einlæg virðing kemur frá hjartanu og stjórnast af viðhorfi fólks til sjálfs sín og lífsins. Innilegar samúðarkveðjur til barna Árna sem hann var svo stoltur af. Guð veri með þér og styrki, elsku Sigga mín, Friðjón og Guðný og aðr- ir aðstandendur. Göngum í ljósi Drottins og yfirgefið ekki hvert ann- að. Eitt glitrandi tár er dropi af gleði eða sorg ein rödd getur breytt veröldinni eitt knús getur sýnt ást eitt „halló“ getur bjargað degi hjá einhverjum einn góður vinur er það ómetanlega í lífinu. (Sara Dögg Vignisdóttir) Sigurbjörg (Sibba). Það er alltaf sárt að missa, það er nefnilega þá sem maður gerir sér grein fyrir því hvað maður hefur átt. Og þannig er það einmitt með vin minn Árna Scheving sem kvaddi þennan heim 22. desember sl. Það var mikil gæfa í mínu lífi að fá að kynnast og eiga vináttu Árna en leið- ir okkar lágu fyrst saman árið 1977 er við störfuðum báðir hjá Hljóð- færaverslun Pálmars Árna á Grens- ásveginum. Ég hafði áður heyrt Árna spila bæði í sjónvarpsþáttum og með Sumargleðinni þegar þeir komu á ferðalögum sínum um landið. Einnig hafði ég margoft heyrt minnst á þennan fjölhæfa tónlistar- snilling sem gæti leikið á fjölda hljóð- færa. Það duldist engum þegar Árni settist við hljóðfærin í versluninni að þar var á ferð alvöru hljómlistarmað- ur og ég tók strax eftir magnaðri hljómasamsetningu hjá honum. Það er árið 1982 sem leiðir okkar liggja aftur saman þegar ég leitaði til Árna um að leika með mér í hljóm- sveit sem ég var að setja saman fyrir Átthagasalinn á Hótel Sögu. Í milli- tíðinni höfðum við báðir gengið í gegnum mjög svo svipaðar þrautir í lífinu og hvort það var fyrir tilviljun eða ekki að við fórum síðan að vinna saman læt ég aðra um að dæma. Við Árni spiluðum saman í nokkur ár og ekki einungis kenndi hann mér megnið af því besta sem ég hef lært á tónlistarsviðinu heldur líka svo ótal margt gott í mannlegum samskipt- um og siðum. Árni var mér ómet- anleg stoð og stytta á þessum árum og honum á ég margt að þakka. Einnig eru þær eru góðar minning- arnar frá Týsgötunni þar sem heimili hans stóð mér ávallt opið. Mér er það ávallt minnisstætt þeg- ar Árni sagði okkur sögur frá tónlist- arferli sínum og hvað hann gerði það á myndrænan og skemmtilegan hátt; allt frá því er hann fór á sitt fyrsta Árni Friðrik Einarsson Scheving ✝ Petrína SigrúnGeorgsdóttir fæddist á Ísafirði 5. febrúar 1933. Hún lést á sjúkrahúsi Ísa- fjarðar 20. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Georg Jón- asson sjómaður, f. 27.8. 1893, d. 25.8. 1974, og Guðbjörg Pétursdóttir verka- kona, f. 14.8. 1910, d. 22.6. 1973. Hinn 29. maí 1952 gekk Petrína að eiga Salómon Þor- lák Sigurðsson, skipstjóra frá Hnífsdal, f. 27. mars 1930. For- eldrar hans voru hjónin Sigurður Georg Þór, f. 8.4. 1980, dóttir hans er Birta Sif, f. 12.8. 1997. d) Sigríð- ur Elísabet, f. 7.12. 1983. 2) Ásgeir Jónas, f. 23.1. 1955, kvæntur Katr- ínu Jónsdóttur, f. 17.6. 1957. Börn þeirra eru: a) Gunnar Kristinn, f. 12.4. 1975, í sambúð með Ragnhildi Ýr Pétursdóttur, f. 17.12. 1975, dætur þeirra eru Eva Rós, f. 1996, og Thelma Rut, f. 2000. b) Jón Geir, f. 20.9. 1980, dóttir hans er Birgitta Brá, f. 2000. c) Teitur, f. 22.2. 1986, unnusta Karen Lind, f. 27.2. 1990. Eftir að Petrína lauk skólanámi gekk hún að ýmsum störfum, m.a. í rækjuverksmiðju Böðvars Svein- bjönssonar, en lengst af vann hún við verslun frænda síns, Ágústs Péturssonar. Eftir það vann hún hjá Kaupfélagi Ísafjarðar þar til hún lét af störfum vegna heilsu- brests. Petrína ól allan sinn aldur á Ísafirði, fyrst í Sundstræti 15 og síðan Hafnarstræti. Síðustu árin áttu þau hjónin heima á Hlíf 1. Petrína var jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju 28. desember. Jónasson fiskmats- maður, f. í Hlíð í Hörðudal í Dalasýslu 12.6. 1866, d. 5.7. 1965, og Sigríður Ingibjörg Salómons- dóttir, f. á Kirkjubóli í Korpudal í Önund- arfirði 25.9. 1886, d. 10.1. 1976. Synir Petr- ínu og Salómons eru: 1) Ágúst Sigurður, f. 17.8. 1952, börn hans eru: a) Salómon Ágúst, f. 17.6. 1972, sambýliskona Sak- horn Khiansanthia, f. 2.7. 1977, börn Aron, f. 1997, og Ívar, f. 2003. b) Elísa, f. 27.6. 1978, dóttir hennar er Sigurlaug Sunna, f. 1999. c) Nú ert þú horfin í himinsins borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði sjúkdómur sorg í sólbjörtum himnanna sal. (I.J.) Þetta vers kom í huga minn þegar Pála systir mín tilkynnti mér að Petra væri látin, en þær voru alla tíð vinkonur. Petra hafði lengi barist við slæm- an sjúkdóm en nú hefur Guð kallað hana heim til sín. Það eru mörg ár síðan ég kynntist Petru, það var þegar við hjónin vorum nýgift og vorum send til Ísafjarðar að starfa fyrir Hjálpræðisherinn þar. Við kynntumst mörgum börnum og ungu fólki sem kom á sunnudaga- skóla og fundina hjá okkur, þar sá ég Petru með móður sinni Guðbjörgu. Petra var líka með í sönghópnum okkar og þar var oft glatt á hjalla. Það var einnig gott að koma heim til þeirra mæðgna í Sundstræti 15. Petra giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Salómoni Sigurðssyni og þeg- ar við Óskar komum í heimsókn vestur heimsóttum við ungu hjónin á Hrannargötu 2, og þar ríkti kærleik- ur og friður. Guð blessi minningu Petru okkar og styrki eiginmann hennar sem stóð við hlið hennar alla tíð og aðra ættingja og vini. Kær kveðja, Ingibjörg Jónsdóttir (Imma). Allt fram streymir endalaust ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust horfin sumarblíða. Þessar ljóðlínur koma okkur í hug þegar við fréttum að Peta vinkona okkar hefði látist stuttu áður en jólahátíðin gekk í garð. Jólin eru há- tíð ljóss, friðar og gleði, þannig vilj- um við helst hafa þau. En því miður er það ekki alltaf þannig. Vinir og ættingjar hverfa og maður hugsar hvað lífið er í raun og veru stutt. Fyrr en varir erum við komin að landamærunum. Manni finnst stutt síðan að við vorum allar ungar konur á Ísafirði og hittumst vikulega í saumaklúbbnum okkar. Allar áttum við börn á svipuðum aldri og eig- inmenn okkar flestra stunduðu sjó- inn. Það var mikið spjallað og hlegið, og þrátt fyrir að sagt sé stundum að saumaklúbbar séu bara til að tala, þá var náttúrlega mikið unnið í klúbbn- um okkar, og ýmislegt skemmtilegt sem okkur datt í hug að gera. Við minnumst ferðar sem við fór- um til Reykjavíkur einn veturinn. Við gistum á Hótel Esju, og skemmtum okkur konunglega. Allt var þetta ósköp saklaust, enda til- gangurinn að gera eitthvað skemmtilegt saman. Allir sem við hittum í þessari ferð tóku þátt í glensinu með okkur og fannst þetta frábært framtak. Eitt sinn datt okk- ur í hug að láta taka af okkur mynd í íslenska búningnum. Er við komum til Simsons á myndastofuna í þess- um skrúða spurði karlinn, sem var orðinn nokkuð við aldur, hvort við værum í Gagnfræðaskólanum, hann kunni sig karlinn. Þetta og ýmis önnur atvik krydduðu tilveruna. Peta hafði mjög gaman af að syngja og hafði góða rödd en gerði það að- eins í góðra vina hópi. Ung að árum hún giftist Salómon Sigurðssyni frá Hnífsdal, miklum dugnaðar- og sómamanni. Það var gaman að koma til þeirra. Heimilið var smekklegt, hlýlegt og vel tekið á móti öllum, sem þangað komu. Og er ættingjar þeirra þurftu á hjálp að halda var hún fúslega veitt. Þau eignuðust tvo syni sem báðir lifa móður sína. Einnig ólu þau upp son- arson sinn. Peta ólst upp með móður sinni og ömmu, í Sundstræti 15, en var einnig í góðu sambandi við föður sinn og hans fólk. Ágústi móðurbróðir sínum var hún tengd sterkum böndum og kallaði hann fóstra, einnig dóttur hans Guðrúnu sem látin er fyrir all- mörgum árum. Peta tók andlát hennar mjög nærri sér enda voru þær nánast eins og systur. Ágúst rak matvöruverslun á Ísafirði all- mörg ár þar sem þær frænkur unnu báðar, þar var gott að koma og til mikils hagræðis fyrir þá sem áttu heima í efri hluta bæjarins. Nú er engin Gústabúð lengur og margt hefur breyst í rás tímans. Sauma- klúbburinn er tvístraður. En vin- skapurinn hefur ekki breyst og við hittumst ennþá í kaffi ef tækifæri gefst. Okkur langar að rifja upp setn- ingu sem ein af okkur sagði þegar minnst var á gamla daga: Við gerð- um allt á börnin, nema skóna. Þann- ig var það líka í raun og veru. Undanfarin ár hafa verið vinkonu okkar erfið. Langvarandi heilsuleysi hefur tekið mikið á, en eiginmaður- inn hefur verið kletturinn sem hefur staðið við hlið hennar alla tíð og veitt henni styrk. Nú er lífsgöngu Petu lokið, við sem nutum þess að vera samvistum við hana þökkum henni allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Með þessu litla ljóði Davíðs kveðj- um við vinkonu okkar og vottum eig- inmanni, sonum, barnabörnum og öllum ættingjum okkar innilegustu samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Saumaklúbburinn. Petrína Sigrún Georgsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.