Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Sigurður Guðjónsson, skipstjóri:
Nokkur orð um hók Tryggve J, Oleson
Early Voyages and Northern Approaches
6.  kafli er um Skrælingja og þær heimildir, sem
um þá þjóð eru til, bæði íslenzkar og erlendar. Eru
þó míklar Iíkur til þess, að allar séu þær frá þeim
íslenzku runnar, ýmist beint eða eftir krókaleiðum.
7.   kap. um hina svokölluðu Dorsetmenningu.
Höf. telur, að þjóð sú, sem Islendingar hittu á Vín-
landsferðum sínum, kringum árið 1000 og þeir
kölluðu Skrælingja, geti ekki hafa verið Indíánar
eða Eskimóar. Heldur hafi það verið þjóð sú,
sem skildi eftir sig hina svokölluðu Dorsetmenn-
ingu. Menning þessi er kennd við Dorsethöfða á
Baffinslandi. Hún var uppgötvuð af hinum cana-
diska þjóðfræðingi Diamond Jenness árið 1925.
Síðan hafa fundist samskonar leifar víða um allt
þetta svæði. Höf. telur vafalaust, að þetta svokall-
aða Dorsetfólk sé sama þjóðin og forfeður vorir
kölluðu Skrælingja. Þessi kynþáttur hafi verið ein-
ustu íbúar Ishafslanda Canada, áður en íslending-
ar komu þangað. Menning þessa fólks hafi svo
breytzt og þróast í hina svokölluðu Thulemenningu,
en hvernig það gjörðist ræðir höf. í næsta kafla,
þeim 8.
Þá kom til sögunnar þjóð sú, sem Eskimóasagn-
irnar kalla Tunnit. Sagnir þessar lýsa þessu fólki
sem stórvöxnu fólki, sem búið hafi á Labrador
ásamt öðrum norðlægum löndum Canada. Á Græn-
landi hafi þeir líka verið, enda kallaðir Grænlend-
ingar af þeim, sem vestar voru og taldir hafa
komið þaðan. — Málvísindamenn telja, að nafnið
Tunnit merki „hreindýramenn" eða menn, sem
veiði hreindýr. Stafar það sennilega af því, að þeir
hafa verið leiknari í því að veiða hreindýrin, held-
ur en frumbyggjarnir.
Höf. vitnar í rit ýmsra manna, sem safnað hafa
Eskimóasögum um þessa þjóð. 1 þeim koma víða
fram ýmis einkenni og siðir, sem rekja má til
Islendinga. Lýsingin á því hvernig þeir bundu
hár sitt og höfuðbúnað, hvernig þeir byggðu hús
sín, hvernig þeir höguðu veiðum sínum, bendir ein-
dregið á íslenzka siði. Þó tekur af öll tvímæli um,
að þarna er átt við Islendinga, þar sem lýst er
knattleik þeirra. Þar kemur það sama fram og í
fornritunum, að sá, sem ósterkari var, varð oft
fyrir meiðslum af mótleikara sínum, sem sterkari
var. En hinn íslenzki knattleikur var leikinn með
allmikilli   hörku.   Kvörtuðu   frumbyggjarnir  oft
14
undan harðleikni Tunnita, er þeir léku saman. Ann-
ars er talið, að þessir tveir þjóðflokkar hafi lifað
í sátt og samlyndi, enda blandast blóði þegar fram
liðu stundir. Höf. telur, að allt, sem um Tunnita
er vitað, bæði í sögnum og af fornminjunum, bend-
ir ótvírætt til þess að þetta hafi verið íslenzkir
búðsetumenn.
9.  og 10. kap. eru um uppruna hinnar svokölluðu
Thulemenningar, sem einnig er umdeild meðal
fræðimanna. Þegar íslenzkir veiðimenn, sem komu
úr byggðum Grænlands, dreifðust um Norður-
Grænland og íshafsströnd Canada, hittu þeir fyrir
þjóð hinnar svokölluðu Dorsetmenningar, sem áður
er nefnd. Blöndun þessara kynþátta hefir byrjað á
11. öld og er undirstaða núverandi Eskimóa, sem
dreifðir eru yfir allt svæðið frá Grænlandi í austri,
til Alaska í vestri. Samruni menninga þessara
þjóða er svo það, sem fræðimenn kalla Thulemenn-
ingu. Ekki eru fræðimenn á einu máli um þetta,
telja sumir þessu þannig farið, að hún hafi byrjað
í Alaska og breiðst svo austur á bóginn. Höf. færir
sönnur á, að elztu leifar hennar hafi fundist á
Grænlandi, en þær yngstu í Alaska. Ýmsar af þess-
um leifum bera það með sér, að f ólk þetta hafi haft
samband við Islendinga á Grænlandi.
10. kap. er um menningu þessa efnislega og leif-
ar hennar, sem fundist hafa. Leggur höf til grund-
vallar uppgötvun Therkel Mathiassen í fimmta
Thuleleiðangrinum svokallaða. Svo sem kunnugt
er, telur hann sig hafa fundið leifar menningar,
sem fullkomnari hafi verið en sú, sem Eskimóar
eigi nú við að búa. Það sé sýnilegt, að hún stafi af
snertingu við þroskaðri þjóð, sem flutt hafi í ná-
býli við frumþjóðina. Höf. fullyrðir, að um eina
þjóð geti aðeins verið að ræða á þessu tímabili, á
árunum 1000 til 1300, en það hafi sem kunnugt sé
verið Islendingar frá Grænlandi. Margir þeirra
fluttu þangað sem búðsetumenn, til þess að byrja
með, en blönduðust svo frumbyggjunum. Auðvit-
að fluttu þeir með sér járnaldarmenningu Islend-
inga og þá verktækni, sem henni var samfara. Að
menningu þessari hrakaði svo er frá leið, er mjög
skiljanlegt, því eftir því sem hún dreifðist víðar
um þessi víðáttumiklu lönd, hlaut að verða erfið-
ara að ná til þess, sem hafa þurfti, svo sem járns
og annarra fanga, sem þessi lönd gáfu ekki af sér.
Fór svo að notast varð við það, sem hendi var næst
VÍKINGUR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34