Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 15
Þóra Ellen Þórhallsdóttir Regnskógar hitabeltisins INNGANGUR í þessari grein er leitast við að gefa lesendum nokkra hugmynd um regn- skóga hitabeltisins sem fyrir flestum eru framandi og fjarlægur heimur. Af þeirri mynd sem hér verður dregin upp, ætti að vera ljóst að regnskógar eru um margt sérstæðir og ólíkir öðr- um vistkerfum. t>að má færa rök fyrir því að regnskógarnir séu dýrmætustu fjársjóðir jarðar og jarðarbúa. Peir eru líklega mikilvægari lífríki jarðar en flest önnur vistkerfi vegna þess hve tegundaauðugir þeir eru, en talið er að a.m.k. helmingur allra tegunda líf- vera lifi í skógum hitabeltisins. Nú er einnig vitað að þeir hafa veruleg og víðtæk áhrif á loftslag og vatnsbúskap. Hagnýtt gildi regnskóga fyrir jarðar- búa er gífurlegt. Um 400 milljónir manna hafa af þeim alla sína lífsbjörg, frá þeim kemur stærsti hluti þess harðviðar sem við notum svo og fjöl- margar nytjaplöntur. í plöntum regn- skóganna er að finna ótal efni, miklu fleiri og fjölbreyttari að gerð en í plöntum annars staðar, efni sem farið er að nýta í auknum mæli sem lyf og til alls kyns annarra nota, t.d. í iðn- aði. Mjög hratt er nú gengið á regn- skóga og líklega verða nær eingöngu eftir einangraðar leifar þeirra þegar kemur fram yfir næstu aldamót. Helstu ástæður eyðingarinnar verða raktar og að lokum bent á þær afdrifa- ríku afleiðingar sem útrýming regn- skóga hefði í för með sér. ÚTBREIÐSLA FYRR OG NÚ Regnskógar eða sírakir hitabeltis- skógar myndast þar sem meðalárshiti er 24 °C eða hærri og úrkoma er mikil og stöðug (meiri en 4000 mm á ári og fer sjaldan undir 100 mm á mánuði, sjá Myers 1980). Loftraki er ævinlega hár, t.d. að meðaltali um 80% í Singa- pore (Richards 1952). Árstíðabundnar loftslagssveiflur eru hverfandi og hiti og úrkoma jöfn allt árið. Frost koma yfirleitt aldrei. Sírakir hitabeltisskógar mynda grænan borða um miðju jarðar (1. mynd) og þekja um 6-7% af þurrlend- isyfirborði heims. Þeir ná um 10° til norðurs og suðurs út frá miðbaug en teygja sig lengra á nokkrum stöðum, lengst 26° til norðurs inn í Suður-Kína að hlíðum Himalaya (Whitmore 1984). Regnskógar finnast í öllum heimsálfum sem liggja að miðbaug; Asíu, Ástralíu, Afríku og Ameríku. F>ó eru um 80% þeirra innan landa- inæra aðeins 9 ríkja: Brasilíu, Bólivíu, Kólumbíu, Perú og Venesúela í Suð- ur-Ameríku, Gabon og Zaire í Afríku og Malasíu og Indónesíu í Asíu (Myers 1980). Skógar Suður-Ameríku Náttúrufræöingurinn 59 (1), bls. 9-37, 1989. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.