Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.04.1941, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N ISMET INÖNU EFTIRMAÐUR KEMALS ATATYRKS r)EGAR forðum var verið að semja frið við Tyrki í Laus- anne varð lord Curzon, þáver- andi utanríkisráðherra Breta eitt sinn alveg gáttaður á vafn- ingum andstæðings síns, tyrk- neska fulltrúans Isrnet pasha, og sagði uppliátt: „Þessir Tyrkir haga sjer eins og þeir væru að selja dúka!“ Hinum herðabreiða enska stjórnmálamanni og öðrum full- trúum vesturríkjanna var ekki láandi þó að þeim sárnaði við Ismet pasha. Hann hagaði sjer eins og prúttandi kaupmaður. Hann var lítill og pervisalegur og lítill á að sjá, í samanburði vin hina stjórnarerindrekana. Fötin lians voru eins og hann hefði keypt þau tilbúin í verzl- un í Smyrna. Enginn skyldi hafa haldið, að það væri æðsti maður tyrkneska liersins, sem lcom á mannamót í slíkum bún- ingi. Hann hafði ávalt mein- leysisbros austurlandabúans á vörum og ljet aldrei á sjer sjá, að hann væri í slæmu skapi. En það var ómögulegt að aka honum út á liálan ís í samning- um. Og ef Iögð var fyrir hann hættuleg spurning þá varð mað- ur þess vísari, að hann var heyrnardaufur í þokkabót. Hann skildi ekki hvað um var spurt. Það varð að endurtaka spurninguna hvað eftir annað áður en liann virtist hafa skil- ið. En svo brosti liann sunnu- dagsbrosi og svaraði. Hann hafði notað tímann til þess að hugsa sjer hvernig hann ætti að forð- ast gildruna, sem sett hafði ver- ið fyrir hann með spurning- unni. „Dúkasalinn“ var sá maður- inn, sem setti svipinn á Laus- anneráðstefnuna frá upphafi til enda. Hún hófst 20. nóvember 1922 í viðurvist Poincaré og Mussolinis, sem þá var orðinn einvaldur í Róm fyrir hálfum mánuði. Þetta var hátíðlegur atburður, þó að vitanlega þætti hann eklci eins mikilsverður og friðarfundurinn í Versailles. Þrjú ár voru liðin síðan þann fund. Þreytan eftir styrjöldina hafði gripið allar Evrópuþjóð- irnar. Hræðileg kreppa hafði komið yfir allan heiminn. Fólk hafði fengið annað að hugsa um en friðarskilmála Tyrkj- anna, sem höfðu verið að berj- ast í Litlu-Asíu við Grikki. En nú átti að gera upp þá reikn- Núverandi forseti Tyrklands var heimsfrægur maður í síðustu styrjöld undir nafninu Ismet Pasha. Nafnið Inönu tók hann sjer eftir smábæ í Litlu-Asíu, þar sem hann vann frægan sigur. Þessi bær heitir In önu. — Hjsr segir nokkuð frá ferli þessa manns, sem mestu ræð- ur um afstöðu Tyrkja nú, inga. Lord Curzon gi’úfði breið- ur og svipþungur yfir ráðstefnu borðinu og virtist hafa alt bretska heimsveldið á herðum sjer. Hann var eins og fjall, en virtist vera órór og önugur. Meá þjósti tilkynti hann, að Tyrk- land yrði að undirskrifa friðar- samninginn, sem uppkast hafði verið gert að áður, á ráðstefn- unni í Sevres. Samkvæmt þeim samningi átti að skifta Tyrk- landi í mörg liagsmunasvæði, sem ætti að falla undir yfirráð stórveldanna. Þó bauðst hann til að gefa nokkrar tilslakanir á Sevresuppkastinu. 1 SMET PASJA hershöfðingi A hlýtur að hafa heyrt mjög illa þegar Curzon var að halda ræðu sina. Því að þegar liann tók til máls kom liann hvergi nærri ræðunni og yfirlýsingu Curzons. Sem fyrsta skilyrði af liálfu Tyrkja setti hann það, að samið yrði á jöfnum grund- velli beggja aðila — eða alls elcki. Þetta gekk alveg fram af stórveldaherrunum. En hvað áttu þeir að gera?Ef samning- ar áttu að geta lialdið áfram ux-ðu þeir að ganga að kröfum Ismets og viðurkenna Tyrki sem jafngilda aðila en ekki sigr- aða þjóð. Ismet fjekk þessu framgengt. Poincaré og Muss- olini hurfu von bráðar af ráð- stefnunni og Ijetu Curzon ein- an um að glíma við Ismet Pasja. Sú viðureign stóð marga mán- uði og hvorugur vildi láta und- an. Samningarnir hjeldu áfram en Curzon vildi ekki víkja hárs- breidd frá hagsmunamálum Englands — það urðu Fi-akk- land og Ítalía, sem urðu að vissu leyti að borga brúsann. En samt var Ismet Pasha ekki ánægður. Hann heimtaði meira, hann heimtaði að Bretinn slak- aði á líka. Og þá rak í strand. Curzon þraut loks þolinmæð- ina. Hann tilkynti „dúkasalan- um“ síðustu og óafturkallan- lega skilmála sína. Svo tók hann hatt sinn, fór heim á gisti- húsið og sagði þjóninum sínum til stórmálanna í veröldinni. að taka sarnan dótið og tygjast til hurtfei'ðar. Hann hjóst við ’að Tyrkinn mundi glúpna og gera honum boð um að konxa aftur á fundinn. Þegar Týi'kj- inn ljet ekki heyra frá sjer til- kynti Cui'zon honuixx, að liann liefði beðið um bifreið á járn- bi'autarstöðina. Lávarðui'inn stóð á stjettinni og beið þangað til lestin fói’, en enginn Ismet kom og Curzon varð að fara til London við svo búið. ETTA var ekki fyrsti reip- di'áttur Ismets Pasha við Bx-etann. Þegar enski herinn var sendur til Gallipoli barðist Is- met við hann undir yfirstjórn Mustafa Kemals. Ismet hafði-orðið höfuðsmað- ur í stói'skotaliðinu i Balkan- styrjöldunum og í heimsstyrj- öldinni hækkaði liann upp í ofui’sta. Lengi vel skifti liann sjer ekkert af stjórnmálum. Hann hafði jafn milda óbeit á í-efjum hirðklíkunnar og stjórn- málavaðli ungtjTknesku liðs- foringjanna. En þegai’. liann heyi'ði, að Mustafa Kemal hefði í huga að hrinda soldánsstjói'n- inni fi'á völdum og stofna tyrk- neskt lýðveldi, árið 1920, nxeð líku fyrirkoxnulag og lýðveldi vestui’landa, sá Ismet þegar að þetta var eina ráðið til að varð- veita sjálfstæði tyi'knesku þjóð- arinnar og skapa tyrkneskt ríki, sem gæti boðið öðrum þjóðum byrgin, smáum sem stórunx. Ismet sagði upp stöðu sinni í hernum í Konstantínópel og fór til Ankara, en þar hafði Mustafa Iíemal þá sest að. Þessir tveir ættjax’ðarvinir urðu fljótt mestu mátar og Mustafa skipaði Ismet hæstráðanda liins nýja tyrkn- eska þjóðhers, í trássi við hina eldri hershöfðingja. Að vísu hafði Mustafa töglin og hagldirn- ar eftir sem áður og í'jeð hvað gert var. En sjálf yfirstjórn hers- ins var í höndurn Ismets. jp YRSTA verk hans var að upp- A ræta hersveitir þær, sem Muhameð VI. — hinn landræki soldán — hafði sent til. Litlu- Asíu til þess að sigra „landráða- manninn“ Mustafa Kemal. Þetta tókst svo vel, að Mustafa var harðánægður. Hei’sveitir Ankara- stjórnarinnar lxjeldu áleiðis til Konstantínópel á næstu grös við setulið bandamanna og fóru meira að segja inn í lilutlausa svæðið, sem álcveðið hafði verið nxeð vopnahljessamningunum 1918. Lloyd Geoi'ge og Curzon utanríkisráðherra hans vildu láta liart nxæta liörðu. En Frakkar gei-ðu samkomulag við Mustafa Kemal og kvöddu her sinn í hurtu úr ýmsum lijeruðum, sem þeir höfðu hernumið fyrir norð- an Smyrna. Við það komst ítalski herinn á suðurkjálka Litlu-Asíu í hættu og ítalir þorðu ekki ann- að en halda hðinu á burt. Og enska þingið var líka ófúst á, að leggja í nýja styi'jöld. Þessvegna leitaði Lloyd George samvinnu við Grikki og lofaði þeinx nxiklu landi í Litlu-Asíu ef þeir vildu fara á móti Tyrkjum. Og nú var grískur her vel vopnunx búiixn sendu til Litlu-Asíu. Tyrkir urðu nú senx skjótast að safna liðsveituixi þeim saman á einn stað, sem dreifðar voru víðsvegar um landið. Sá litli her, sem verið liafði við Konstantínó- pel var sendur suður á bóginn til að seinka frami’ás Grikkja. Nálægt þorpinu In Önu (það er þetta nafn, sem Isrnet hefir síð- ai’ tekið sjer að kenningarnafni) tókst Ismet Pasha tvívegis að hi’inda Grikkjum til baka. En hann gat ekki afstýrt því, að Grikkir drægi sanxan lier við Smyrna. MIJ HÓFST liinn mikli gríski harmleikur. Hann var í tveimur þáttum og stóð þrjú missiri. Fyrsti þátturinn var or- ustan við Afiun Karahissar. Þar lá nærri að illa færi fjTÍr Ismet Pasha og Tyrkjum lxans. Gríslct einvalalið hafði tekið ýnxs vigi Tyx-kja í áhlaupi og virtist ætla að tvísti'a hersveitum Tyi'kja. Þrákelkni Ismets sýndi sig í það skifti frá verstu hlið. Hann var ófáanlegur til að hopa undan. Mustafa Kemal varð sjálfur að skunda á vígstöðvarnar og taka

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.