Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						Á öllum tímum birtist metnaður og
stórhugur ungra manna skírastur, þeg-
ar þeir á þroskaárum vinna sér ríki.
En- svipmestur er metnaður þeirra,
þegar meira er um að tefla en ríki eitt.
Á stundum verða stórhuga og gáfaðir
menn að fá frama og sanna mannkosti
sína og getu til forustu, svo að þeir nái
ástum ungrar konu. Ef til vill konunn-
ar sem þeir unnu hugástum þegar í
æsku, og er þeim allt. Þegar svo er, er
oft teflt djarft, sótt til ríkis, sem ekki
er laust fyrir, og þeir vinna einir, sem
eru  afburðamenn.
Á öllum tímum hafa verið uppi á ís-
landi stórbrotnir menn, mótandi verð-
andi sögunnar af sterkum persónuleik
og fastmótaðri skapgerð. í sögu liðinna
alda er oft hægt að sjá slík skapgerðar-
einkenni, litrík og áhrifamikil í fram-
kvæmd mála og verkefna í þjóðlífinu.
Fyrr á öldum fór það oft saman, að
voldugustu höfðingjarnir, voru jafn-
framt miklir athafna- og framkvæmda-
menn. Fyrir siðskipti voru þetta glögg
einkenni flestra norrænna samfélaga.
En eftir siðskipti snérist að nokkru til
annarrar áttar. Konungar fóru að skipta
sér meira af ýmsum málum og stjórn-
uðu gegnum ráðgjafa og umboðsmenn,
misvitra og lítt sjálfstæða. Oft varð
dugnaður og framtakssemi að víkja
fyrir yfirgangi og þroskaleysi umboðs-
manna. Hér á landi kemur þetta greini-
lega fram í heimildum. En á stundum
voru uppi menn, sem voru ósmeykir
að leggja út í tvísýnt tafl um völd og
auð. Þeir sóttu fram og unnu oft sigur.
Hér verður sagt frá slíkum manni.
Margar íslenzkar ættir eiga rík og
stórbrotin skapgerðareinkenni. Þessi
einkenni endurnýjast oft kynslóð frá
kynslóð og eru tíðum gerandinn í fram-
vindu og þróun mála á vettvangi þjóð-
félagsins. Á stundum er hægt að rekja
þessi einkenni í nokkra ættliði. Oft verða
þau einstökum mönnum til hamingju,,
en í annan tíma að því gagnstæða.
Sagan geymir þessi minni og rýnandi
hennar skynjar þau og skilur, ef hann
leggur heimildir í dóm vitundar sinn-
ar og kryfur þau til mergjar.
Á öndverðri 16. öld, tók að skipta
mjög til skapa í afstöðu einstakra höfð-
ingja og auðmanna til valda og áhrifa í
Jandinu. Hinar fornu höfðingjaættir
voru að líða undir lok. Kaþólska kirkj-
an var að veita þeim nábjargirnar með
yfirgangi sínum og valdagræðgi. Én
nýir stofnar veraldlegs höfðingjavalds
hófust til sóknar, en fyrst og fremst
í skjóli gróða af verzlun og útvegi. Á
nokkrum stöðum hér á landi, stunduðu
höfðingjar mjög verzlun við erlendar
þjóðir, sérstaklega Englendinga og Þjóð-
verja. Oft urðu menn, sem höfðu að-
stöðu til, ríkir á fáum árum af útvegi,
ef þeir höfðu jafnframt verzlun við
kaupmenn utan Danaveldis, og kunnu
jafnframt að ávaxta arð sinn í jarðeign-
um og kúgildum. En það var eina leiðin
til þess að ná festu til auðs. En á hinu
leítinu  reis  einnig upp höfðingjavald,
sem treysti fyrst og fremst á traust
hjá konungi og umboðsmönnum hans
íil valda. og auðs. Og oft kennir þess í
heimildum, að þessi tvö andstæðu skaut
toguðust á um völdin í landinu, og varð
baráttan stundum hörð.
Við Eyjafjörð voru oft voldugir og
ágætir höfðingjar fyrir siðskipti. Þeir
héldu lengi sjálfstæði og reisn. Sumir
þeirra urðu þó að lúta biskupsvaldinu
á Hólum og gjalda því þungar búsifjar.
Við austanverðan Eyjafjörð, var um
1500 að hefjast ný ætt, sem átti eftir
að bera mikið lauf og styrka stofna.
Svalbarðsmenn áttu góðar útvegsjarðir
við Eyjafjörð og hófust af afrakstri út-
gerðar og verzlun. Þeir hófust fyrst og
fremst af áfrakstri ríks héraðs. Synir
Jóns Magnússonar lögréttumanns . á
Svalbarði, urðu volduugir og ríkir
höfðingjar, og á stundum stóðu þeir
í fullu tré gegn biskupum landsins og
umboðsmönnum konungs. Þeir leituðu
mennta og frægðar á erlendum vett-
vangi og stundum unnu þeir fulla hylli
konungs.
Svalbarðsmenn áttu rík einkenni í
skapgerð. Þeir voru skapstórir, stór-
brotnir og brotagjarnir, en um leið sér-
vitrir og fóru sínar eigin leiðir, höfð-
ingjar miklir og létu seint hlut sinn,
þó að við ofurefli væri að etja. Þeir
voru fengsælir fjárgæzlumenn og urðu
miklir auðmenn. Einkenni þeirra eru
skír frá upphafi og endurnýjuðust
hrein og óbrotgjörn hjá afkomendum,
enda kynbættu þeir sjálfa sig mjög af
kvonföngum og giftingum við hinar
beztu ættir landsins, jafnt fornar sem
nýjar. Frægð þeirra í sögunni er merl-
uð töfrum sagna og munnmæia, sem
alþýðan varðveitti í munnlegri geymd
kynslóð frá kynslóð.
Einn þeirra manna af Svalbarðsætt,
sem ber hátt á sviði sögunnar, er Páll
Jónsson frá Svalbarði. Hann er þekkt-
astur undir nafninu Staðarhóls Páll,
kenndur af Staðarhóli í Saurbæ vestra,
en hann vann Staðarhólinn með mála-
rekstri úr höndum Skálholtsbiskups,
eins og brátt verður sagt.
2.
Páll Jónsson er talinn fæddur árið
1535, en mun þó hafa fæðst nokkru fyrr.
Hann er sonur Jóns lögréttumanns á
Svalbarði Magnússonar og konu hans
Ragnheiðar á rauðum sokkum Péturs-
dóttur lögréttumanns í Djúpadal, af
ætt Lofts ríka Guttormssonar. Páll
lærði skólalærdóm í Munkaþverár-
klaustri naut hann þar hinnar beztu
menntunar. Klausturskólanámið hafði
djúp áhrif á hann í ýmsum efnum,
nema trúarlegum, þar gætti annarra
áhrifa. Páll varð snemma efnilegur
maður, gáfaður vel og unni menntum
og fögrum listum. Hann varð í æsku
þegar ágætt skáld og beitti skáldíþrótt-
inni sér til frama og brautargengis.
Hann lagði mjög stund á lögfræði og
stjórnfræði og varð snemma mjög vel
að sér í þeim greinum. Hann naut mikils
álits og þroskaðist af lestri —¦ en fyrst
m
Asta- og
örlagasaga
frá 16.
Jón Gíslason
tók saman
og fremst af kynnum við göfugt fólk
í næsta nágrenni, stóbrotið og djarft í
skoðunum, sem heillaði hann ungan og
mótaði hugsjónir hans og framavonir.
Þegar Páll Jónsson dvaldist í klaust-
urskólanum á Munkaþverá, bjó á
Grund í Eyjafirði Þóruhn Jónsdóttir
biskups Arasonar. Hún var stórgerð
kona, rausnarmikil og héraðsrík. Hún
varð biturlynd eftir aftöku föður síns
og bræðra, og lagði á ráð, sem dugðu
til hefnda eftir þá. En hún vildi ná
meiri áhrifum, sérstaklega á Marteini
biskupi Einarssyni, Pétri bróður hans
og Daða Guðmundssyni í Snóksdal. En
erfitt var að sækja. Þórunn giftist
þrisvar, en var barnlaus með öllum
mönnum sínum. Eitt sinn var mælt að
hún hafi kveðið við bónda sinn:
í Eyjafirði uppi á Grund
á þeim garði fríða,
hefur búið bóndi um stund,
sem barn kann ekki að smíða.
Eftir aftöku Ara lögmanns Jónsson-
12
FÁLKINN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40