Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 31
Hljómar kynna Andraé Crouch Hrönn Svansdóttir Aó hlusta á gospeltónlist nær ekki aðeins til eyrnanna heldur ná tónar og boóskapur inn til hjartans. Þaó hefur alla vega verið tilgangur helstu tónlistar- manna í þessum geira og er Andraé Crouch þar engin undantekning. Ungur helgaöi hann Guði líf sitt og tónlist og nú, 58 ára aó aldri, stendur hann enn vió það heit. Andraé Crouch fæddist í Los Angeles árið 1942 og ólst upp á því svæði, nánar tiltekið í San Fernando Valley. Þar var pabbi hans meó svertingjakirkju og stundaði trúboð í fangelsum og úti á götum hverfisins. Hann var heittrúaður og mikill predikari. Þegar Andraé var níu ára spurði pabbi hans: „Ef Guó gefur þér tónlistargáfur, ætlar þú þá að spila fyrir hann allt þitt líf?“ Óhikað svaraói Andraé játandi og pabbi hans bað Guð aó svo mætti verða. Stuttu seinna byrj- aði Andraé að spila á píanó. Tónsmíð- ar hans hófust u.þ.b. 5 árum seinna eða þegar hann var 14 ára. Hann var stadd- ur í grillveislu hjá vinafólki og var of feiminn til að vera úti í garói meó öllu fólkinu. Þar sagði hann vió Guð: „Ég elska þig og ég vildi aó ég gæti samið tónlist." Vinur hans Billy Preston, sem þá var 12 ára en átti síðar eftir að starfa mikið með Andraé, var staddur þarna meó honum og byrjaói að spila nokkra hljóma á píanóið og Andraé söng af inn- lifun og samdi lag um leið. Fólkið í garð- inum heyrði tónlistina og dróst inn og var djúpt snortió, bæði af texta og lagi. A þeim tíma hélt Andraé að þetta yrði eina lagið sem hann myndi semja en þetta var bara byrjunin. Lagið sem þarna varð til heitir „The Blood Will Never Loose Its Power“ og hefur verið sungið víðs vegar um heiminn. Hann starfaði á- fram í kirkjunni en snemma á sjötta ára- tugnum stofnaði hann hljómsveit og hét hún „Andraé Crouch and the Disciples". Þeir ferðuóust víða og þaó var á þessum árum sem Andraé samdi sínar bestu perlur, lög sem lifa enn í dag og þá hafði hann einna mest áhrif á tón- listarmenn n ú t í m a n s. A þessum tíma kom Andraé með ýmsar nýjungar inn í gospel- tónlist og þar var einnig að finna ýmis utan að komandi áhrif. Samstarfi Andraé og the Disciples lauk um miðj- an níunda átuginn. A svipuðum tíma fundust eiturlyf í fórum Andraé og þar sem hann var þekkt nafn á þessum tíma þá var þetta fljótt að fréttast. Hann var sýknaður af öllum ákærum en dró sig í hlé og fór aftur heim og starfaði í kirkj- unni hjá pabba sínum og í rúman áratug kom engin tónlist frá honum. í byrjun þessa áratugar missti hann foreldra sína úr krabbameini og þar á eftir bróður sinn. Þá var svo komió að hann tók sjálfur að veita kirkjunni forstöðu og ger- ir hann það enn í dag ásamt tvíburasyst- ur sinni Söndru. Arið 1994 kom loks út diskurinn „Mercy" og var þar að finna mikil áhrif frá popptónlist en þó ríkjandi gospel-raddsetningar. Þremur árum seinna kom út annar diskur sem heitir „Pray“ og þar má finna gamla, góða gospelió í bland vió R&B og popp. Það var svo í fýrra að Andraé gaf út sinn fýrsta jóladisk „The Gift Of Christmas“. Á hon- um er ýmislegt aó finna, gömul, vel þekkt jólalög eins og „Have Yourself A Merry Little Christmas", „The Christmas Song“ og „Come All Ye Faithful“. Einnig eru á þessum disk lög eftir Andraé sjálf- an. Eins og á öðrum diskum hans eru margir flytjendur, bæði í söng og undir- leik, m.a. Yolanda Adams, Patti Austin, Chaka Khan, Kirk Whalum og Tata Vega. „The Gift Of Christmas" er í senn ferskur og í mörgu frumlegur en nær vel aó halda jólastemmingunni á lofti. Áhrif tónlistar Andraé Crouch má finna víða í kristilegri tónlist í dag. Þar má nefna nöfn eins og Winans-fjölskyld- una, Take 6, M. W. Smith og Kirk Frank- lin. Árið 1996 var gefinn út diskur þar sem þetta fólk valdi sér lag eftir Andraé Crouch, útsetti og flutti. Þessi diskur heitir „Tribute - The Songs of Andraé Crouch". Áhrifin ná út fýrir Bandaríkin því gospeltónlist er mjög vinsæl í Skand- inavíu og þar má mjög greinilega heyra áhrif frá Andraé og lögin hans eru gjarn- an sungin þar. Hér á Islandi er hópur fólks sem hefur hlustað á tónlist hans í gegnum árin og enn í dag er verið að æfa upp gömlu lögin hans. Það var svo í maí 1997 sem langþráður draumur varó að veruleika þegar Andraé Crouch kom til Islands og söng fýrir fullu húsi á tónleikum á Hótel íslandi. Áhrif gospel-tónlistar verða seint út- listuð til hlítar. Þessi tónlist hefur breiðst út víðs vegar um heiminn. Það sem er sameiginlegt með helstu flytjendum hennar er trúin á Guð og vonin sem henni fýlgir. í lífi þessa fólks snýst þetta ekki bara um tónlistina sjálfa heldur aó ná til fólksins með þann boðskap sem hún inniheldur. Þar er Andraé engin undantekning. L 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.