Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 3

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 3
ÆSKAN 51 Framlið oss vilrar í von voldugu aldanna mið. Öfl, sem oss fortíðin fól, fjötruð í algeima djúpi, leysast nú lífdögum á, leikföng í barnanna hönd. Úr Ijóðum Jóhannesar úr Kötlum: ö, Guðl Þú, sern ríkir í himnunum háu, sem huggar þá föllnu, sem lyftir þeim smáu! Ó, Guð! t*ú, sem Ijómar í sindrandi sólum og sigur þinn birtir í mannanna jólum! Vér krjúpum nú hér og þökkum þér, hin þunglyndu moldarbörn. I lifandi óði, með logandi blóði, vér lofum þig, — náð þína, hjálp og vörn. ó, Guð! Þú, sem titrar i alheimsins æðum, i úthafsins djúpum, í ljósvakans hæðum! ó, Guð! Þú, sem horfir i barnsaugað bjarta og boðorð þin ritar i smælingjans hjarta! Vér söfnumst nú hér og þökkum þér, því þú ert vor eina hlíf. í lifandi óði, með brennandi blóði, vér blessum þá stund, er þú gafst oss líf! * ó, Guð! Þ ú, sem hrópar í klukknanna köllum og kærleikann, sannleikann boðar oss öllum! ó, Guð! Þú, sem hvíslar i þeynum, sem þýtur, og þorstanum svalar og hlekkina brýtur! Vér syngjum nú hér og þökkum þér, — og þú ert vor allra sál. í lifandi óði, með brennandi blóði, vér blessum þá stund, er þú gafst oss mál! Ó, Guð! Þú, sem skapaðir tign vorra tinda, svo takmark vort hófst upp úr duftinu blinda! Ó, Guð! Þú, sem bjóst .oss hér norrænu nyrztu, svo næðum vér sigri — og yrðum þeir fyrstu! Vér fögnum nú hér og þökkum þér, sem þyrmdir, er ægði grand. 1 lifandi óði, með brennandi blóði, vér blessum þá stund, er þú gafst oss land! Ó, Guð! P ú, sem ríkir í aldanna öldum, i upphafsins gárum, í lokanna földum! Ó, Guð! P ú, sem ræður þeim eilífa arfi, er ávöxtinn gefur í kynslóða starfi! Vér krjúpum nú hér og þökkum þér, vor þúsund blessuðu ár. 1 lifandi óði, með logandi blóði, vér lofum þig, sólnanna jöfur hár! Sjá, framtiðin ljómar með leyndardómssvip, — svo lokkandi var hún ei fyr. Vor æska á öndinni stendur við ókunnra hásala dyr. Hún brosir í barnslegri von, — í bardagann leggur hún senn. Hún söng og hún þráði í þúsund ár og þráir og syngur enn. Vor æska er kjarni hins eilífa draums, því óskirnar stefna svo hált. — En framtíðin guðdómleg gáta, sem gefur hinn sigrandi mátt. í æskunnar óljósu þrá hvert einasta fyrirheit var. Að sérhverju störvirki öld af öld, er upphafið jafnan þar. Að komast æ hærra, æ lengra til lífs, er ljóðið á æskunnar streng. — Og eiga ekki draumarnir allan hvern óspilltan vaxandi dreng? Eða er ekki útþráin hrein og ástin vort fegursta hrós? Hjá æskunni varðveitist tímans tákn, og táknið er — meira ljós! Sjá, framtiðin ljómar og laðar til sín. — svo lokkandi var hún ei fyr. Hvert hjarta af tilhlökkun titrar, Við töfrandi, hálfopnar dyr. Hvert orð á sinn eggjandi hljóm, — hvert auga sitt biðjandi tár. Vor syngjandi æska skal sækja fram til sigurs — í þúsund ár! OOOoðoooflo»eooðOoooott«ooo0ooo 0OO

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.