Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 34
// // Eitt af eftirtektarverðustu orðum Biblíunnar er þriggja stafa orðið „Sjá“. Hin helga bók eða öllu heldur höfundar hennar vilja opna augu manna fyrir fegurð tilverunnar. Og fegurðin er dýrð Guðs. Fjöldi manns getur gengið um heila ævi án þess að veita feg- urðinni athygli. Og sumir hugsa og segja: „Hér er ekkert fallegt.“ Það væri þá helzt, ef farið er á listsýningu. En sannleikurinn er sá, að hversdagsleikinn er ilmandi af fegurð. Okkur vantar bara töfrasprotann, sem felst í uppáhalds- orði Jesú, og gleðiupphrópun barnsins: „Sjá“, „sjáðu“. Og hvað er þar að sjá? Lítið upp, opnið augun. Og einhver unaðskennd streymir gegnum sálina. Það er fegurðin, sem snert- ir englafingrum viðkvæmustu strengi vitundarinnar. Augun opn- ast smátt og smátt, augu andans ekki síður en augu líkamans. Þú getur litið opinberun Guðs í litlu livítu lambi, sem skjögrar fyrstu sporin í þessari vorbjörtu veröld. Þú sérð hana í vaggi bátsins, sem svífur yfir bylgjur fvrir fannhvítu segli eða freyð- andi skrúfu. Þú sérð hana í svifi flugvélarinnar fannhvítu úti í bláum, endalausum geimnum, í hraða bifreiðarinnar, sem þýt- ur áfram skínandi eftir ljósglitrandi braut. Ætti ég að nefna fleira? Já. Horfðu á blómið, sem er að springa út, skuggann af trjánum eða hömrunum í roða morguns eða liúmi kvölds. Sjá, brosið í auga barnsins. Líttu á feimið glit stjörnunnar og mánans inn um gluggann á andvökunótt. Horfðu á sólarlag eða sólris. Hvílík dýrð, og samt „einn dropa af dýrð ei dýrðarhafið, sér dauðlegt auga þoku vafið.“ Já, það gæti verið geisli, ómur eða orð, og sál þín fyllist af unaði. Þú nemur staðar ósjálfrátt, en átt enginn orð, aðeins gleð- in, hrifningin, eldmóðurinn yfir fegurð lífsins Ijómar um per- sónu þína. Og ef þú tapar hæfileikanum til að sjá, þá verður

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.