Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannadagsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannadagsblašiš

						verið kunnugt um heitið íslandshaf,
sem notað var að fornu. Helland-
Hansen og Fridtjof Nansen fylgja
í ritum sínum dæmi Mohns, en ganga
þó ennþá lengra, þar eð þeir láta
Noregshaf tákna allt Norðurhafið frá
Noregi til Grænlands. Aðrir Norð-
menn og enskumælandi þjóðir hafa
síðan haldið þessari skilgreiningu.
Þó kemur nafnið Norðurhaf (The
Northern Ocean) fyrir hjá norsku
fiskifræðingunum Gran og Hjort ár-
ið 1899. Af hálfu Svía hefur komið
uppástunga um, að hafið milli
Skandinavíuskaga og Grænlands
verði nefnt Skandik, sem mun vera
stytting úr Das skandinavische Meer
(Skandinavíuhaf), en ekki hefur sú
tillaga átt fylgi að fagna. Þjóðverjar
nota enn í dag nafnið „Das Europa-
ische Nordmeer" (Evrópska Norður-
hafið), og þýzki landfræðingurinn
Gerhard Schott lagðist ákveðið gegn
nafninu Noregshaf í þess víðustu
merkingu. Benti hann réttilega á, að
naumast geti allt hafsvæðið milli
Noregs og Grænlands talizt norskt
áhrifasvæði.
I hinu mikla ritverki „The Nor-
wegian Sea" (Noregshaf ið) nota þeir
Helland-Hansen og Nansen nafnið
Iceland Sea (íslandshaf) um svæðið
milli íslands, Grænlands og Jan May
en, en líta þó á það hafsvæði sem
innhaf úr „hinu mikla Noregshafi"
(The Great Norwegian Sea). Land-
könnuðurinn og vísindamaðurinn
Vilhjálmur Stefánsson hefur einnig
notað nafnið íslandshaf um hafið
norðan íslands.
Af því sem hér hefur verið rakið,
mætti ætla, að eðlilegast væri að
endurvekja hin fornu hafanöfn
Dumbshaf og Islandshaf í þeirra upp-
runalegu merkingu. Hér verður þó
ekki farið inn á þá braut, enda virð-
ist hæpið að brjóta algerlega þá hefð,
sem skapazt hefur um meira en
hálfrar aldar skeið. Hins vegar er
ástæðulaust með öllu að viðurkenna
nafnið Noregshaf um íslenzk haf-
svæði. I þessari bók er því Norður-
haf notað sem samnafn fyrir allt haf-
svæðið norðan Skotlands-Græn-
landshryggjarins, en sunnan Norð-
ur-íshafsins, frá Grænlandi að vest-
an til Norður-Síberíu að austan.
Eins og getið var í kaflanum um
heimshöfin hér að framan, skiptist
Norðurhafið í Norður-Grænlands-
haf, Barentshaf og Karahaf að norð-
an, en íslandshaf og Noregshaf að
sunnan. íslandshaf er hér skil-
greint þannig, að það takmarkast af
línu, er hugsast dregin frá vestasta
odda Islands, Bjargtöngum, eftir
neðansjávarhryggnum milli íslands
og Grænlands í stefnu 305° réttvís-
andi að strönd Grænlands norður
að 70°45'n. br., línu þaðan að suður-
odda Jan Mayen, 8°-lengdarbaugn-
um frá Jan Mayen að Islands-Fær-
eyjahryggnum á 62° 30'n br., línu
þaðan eftir Islands-Færeyjahryggn-
um að Vestrahorni og strandlengju
Islands frá Vestrahorni norður um
land að Bjarnartöngum.
Hafið milli íslands og Grænlands
var  að  fornu  nefnt  Grænlandshaf,
eins og áður var sagt, og virðist sjálf.
sagt að halda því nafni í íslenzku
máli um hafsvæðið sunnan Islands-
Grænlandshryggjarins, eins og nú er
oftast gert, þótt í erlendum ritum
sé það nefnt Irmingerhaf. Að íslandi
liggja því þrjú höf: Atlantshaf að
sunnan, Grænlandshaf að vestan, en
íslandshaf að norðan og austan.
Hafsvæðið á sjálfum íslands-
Grænlandshryggnum skírðu Danir
Danmerkursund (Danmarksstræde),
og hefur það nafn haldizt einnig
meðal annarra þjóða, t. d. Englend-
inga og Þjóðverja (Denmark Strait,
Danemark Strasse). Engin ástæða
er þó fyrir okkur íslendinga að við-
urkenna það nafn, og verður hér not-
að Grænlandssund um hafsvæði
þetta.
VEÐMÁL
Á öndverðri síldarvertíð sumarið,
1917 fórum við á skipi því, sem
ég var á, eitt kvöld til legu, á þeim
stað er „Hraunakrákur" heitir, og
er ekki langt fyrir vestan Almenn-
ings nef og Dalatá, í fjallinu Strákar
vestan Siglufjarðar.
Eitthvað vanhagaði okkur um til
matar, og fannst því sumum, að þar
sem ekki væri lengra, en raun bar
vitni um, væri það meinbægni, að
liggja þarna, en að fara ekki til
Siglufjarðar, og fá það sem vantaði
Stakk þá einhver upp á því að
við skyldum hlaupa yfir Skarðið, og
sækja það sem okkur vanhagaði um,
til matar, og átti með þessu að brýna
skipstjórann.
Skipstjórinn, sem var valinkunn-
ur sæmdarmaður, lagði fátt til mál-
anna, en kýmdi í barm sér. Varð af
þessu þræta mikil, um hvort fljót-
ar væri, að hlaupa eða ganga skarð-
ið, — eða fara á skipinu fyrir stráka,
til Siglufjarðar.
Þrætan harðnaði alltaf meir og
meir, og var nú aðallega milli skip-
stjóra og kokksins, sem var maður
við efri ár, en hörkutól mikið, og
léttur á fæti og þar kom, að í veð-
mál sló milli þeirra. Skipstjóri hélt
því fram að skipið yrði fljótara, en
kokkurinn sagði að þótt hann væri
kominn yfir sextugt skyldi hann
verða á undan.
Var svo slegið í veðmál — sem
ég nú ekki man hvað var, — en
þó minnir mig að kokkurinn ætti
að fá síld í tvær eða þrjár tunnur
ef hann ynni veðmálið.
Var nú ákveðið að þrír strákar,
þar á meðal ég, skyldum fara með
kokknum yfir skarðið. Af talað var
að við færum á til tekinn stað, sem
var skammt frá sjó, bíða þar þang-
að til að við sæjum að sett væri á
fulla ferð á skipinu.
Gekk þetta allt eftir áætlun, en
rétt eftir að komið var á stað, skall
á svarta þoka, svo að lítið sem ekk-
ert sá maður frá sér. Þokunni fylgdi
úða rigning, svo að við, sem vorum
mjög létt klæddir urðum fljótt gegn-
blautir.
Segir nú ekki af ferðum okkar,
fyrr en við vorum komnir, Siglu-
fjarðarmegin í skarðið.
Þokan var þverhandar þykk og
úr-hellis rigning, og sá maður sama
og ekkert frá sér, og varð því að
þræða alla króka á veginum.
Er við vorum komnir nokkuð nið-
ur Siglufjarðar megin, hlupum við
fram á einhverja hersingu, sem okk-
ur bar ekki saman um, hvað verið
hefði.
36   SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
					
Fela smįmyndir
KįpaI
KįpaI
KįpaII
KįpaII
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
KįpaIII
KįpaIII
KįpaIV
KįpaIV