Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 16

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 16
16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Minning Pétur Sigurðsson Það var á fyrstu dögum sumars 1960. Ms. Gullfoss leið út úr hafnarmynni Reykjavíkurhafnar, hafnsögumaðurinn yfirgaf skipið og var þá ferðinni heitið til reglubundinna viðkomustaða Gull- foss, Leith og Kaupmannahafnar. Hann var kominn um borð 12. þingmaður Reykvíkinga, Pétur Sigurðsson sem 3. stýrimaður, en hann hafði verið stýri- maður á Gullfossi áður en hann settist á Alþingi í fyrsta sinn. „Strákar, komið þið með mér fram á þilfar, við skulum klára að sjóbúa þar, það er leiðindasjólag hér fyrir utan.“ Ég hafði ekki verið á mörgum kaupskipum, en nokkuð var það mismunandi hvernig stýrimenn stjórnuðu vinnu, hvað þá heldur með þátttöku, en Pétur var ekki síðri þeim sem fyrir voru um borð. Við vorum 14 um borð í Gullfossi sem töld- umst til háseta. Ég hafði byrjað um ára- mótin 1959-60 og eins og nærri má geta voru umræðurnar í messanum fjörugar og kjarnyrtar, fékk þar hver sitt sem hann átti, tæpitungulaust. Þeir höfðu oft nefnt það í messanum að drengur góður kæmi sem 3. stýrimaður þá Alþingi lyki störfum. Ég þurfti ekki langan tíma til að sannfærast. 1960 var Pétur kjörinn ritari Sjó- mannafélags Reykjavíkur og 1962 var hann kjörinn formaður Sjómannadags- ráðs, og nú fóru verkefnin að hlaðast á hann, enda ekki mörg sumrin eða til 1963 sem tími gafst til farmennskunnar. Pétur var afkastamikill formaður sjó- mannasamtakanna hvar stjórnarmenn studdu heilshugar við bakið á honum á tímum mikillar uppbyggingar DAS og að öðrum meðstjórnarmönnum Péturs ólöstuðum var Guðmundur heitinn Oddsson hinn sterki bakhjarl sem sá um fjármál samtakanna. Sumarið 1969 mættu nokkrir félagar frá stéttarsamtökum sjómanna í Reykja- vík og Hafnarfirði austur í Hraunkot í Grímsnesi þar sem sjómannasamtökin höfðu keypt 740 ha. jörð. Tvo íbúðar- skála sænsku verktakanna sem byggðu Sundahöfn keyptu samtökin og fluttu austur, en fyrirhugað var að starfrækja sumardvalarheimili fyrir börn sjó- manna. Allt sumarið var um hverja helgi fjölmenni sjálfboðaliða og voru allir til- búnir að vinna með Pétri að lagfæringu húsanna. Að ári var barnaheimilið opn- Fæddur l.júlí 1928 — Dáinn 15. desember 1996 að og naut mikilla vinsælda. Pétur var rit- ari Sjómannafélags Reykjavíkur þegar ég var kjörinn í stjóm félagsins sem gjald- keri og gerðist starfsmaður félagsins 1972. A ýmsu hafði gengið í verkalýðs- pólitíkinni á undan og eftir að Pétur tók sæti í stjórn Sjómannafélagsins, en kratar höfðu ráðið þar ríkjum um áratugaskeið. Samstarf innan stjómar Sjómannafélags- ins var sérstakt. Pétur naut þar mikils trausts, enda ávallt heill í samstarfi, úr- ræðagóður og tók fullt tillit til skoðana annarra. Pétur var í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur frá 1960 til 1994, lengst af sem ritari. Pétur sat fjölda þinga Alþýðu- sambandsins og Sjómannasambandsins sem fulltrúi Sjómannafélagsins. Oft voru hörkuátök um menn og málefni á þessum þingum hvar Pétur var þá í eldlínunni. Ég minnist orða Péturs þegar við sem oftar ræddum um málefni aldraðra, hvar hann gat þess að þá hann tók við formennsku í Sjómannadagsráði 1960 hefði hugur hans aldrei hvarflað að þessum málaflokki. Þegar blöstu vandamálin við og menn átt- uðu sig betur á þeirri ferð brautryðjenda sjómannasamtakanna sem hafin var til að hlúa að öldruðum sjómönnum, sem voru komnir í land „langt um aldur fram vegna erfiðis og vosbúðar í sjómannsstarfinu," eins og segir í samþykkt á fundi Sjó- mannadagsráðs þá ákveðið var að byggja Hrafnistu. Og nú lögðust menn á eitt und- ir forystu Péturs, byggðar þrjár vist- og hjúkrunarálmur við Hrafnistu í Reykja- vík, orlofshús sjómanna í Hraunkoti, þá félagsheimili og sundlaug og hjónaíbúðir við Jökulgrunn. Öllum sem til þekkja ber saman um einstakan dugnað Péturs við uppbyggingu Hrafnistu í Hafnarfirði, en fyrsta skóflustungan að þeirri byggingu var tekin 1974 og á þeim tíma mörkuð ný, framfarasinnuð stefna í málefnum aldraðra á Islandi. Þar sem væri fyrir aldraða: vistheimili, hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöð með vinnu- og tóm- stundaaðstöðu, bókasafn og kennsla, dagvistun, skammtímadvöl, göngudeild með endurhæfingu, fæðissendingar heim til aldraðra, rannsóknaraðstaða á öldrunarsjúkdómum og félagslegum vandamálum aldraðra, aðstoð við heimadvöl í sérhönnuðum íbúðum fyrir aldraða og öryrkja á lóð Hrafnistu. Há- leit voru markmiðin, en flest náðu þau fram að ganga. Nýbygging Hrafnistu í Hafnarfirði var vígð á Sjómannadaginn 1977 og hjúkrunarálma tekin í notkun 1982, þá verndaðar þjónustufbúðir fyrir aldraða byggðar við Hrafnistu í Hafnarfirði, við Boðahlein og Naustahlein og síðar við Jökulgrunn, Hrafnistu í Reykjavík. Fjöl- mörg mál flutti Pétur á Alþingi, meðal annars um öryggismál sjómanna. Ber hæst framgöngu hans í lagasetningu um tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Of langt mál yrði hér upp tekið ef allt það sem gert var væri tínt til við leiðar- lok góðs vinar og félaga. I miklum sviptingum hraða og framfara á yfir þriggja áratuga formannsferli Péturs hefur margt áunnist sem skráð verður á spjöld sögu Sjómannasamtakanna. En oft vill það verða svo að miklum tíma hefur þá verið fómað sem hvað mest bitnar á fjölskyldunni og þess þá sjaldn- ast getið. Ég hitti Pétur nokkm fyrir and- látið. Hann var þá orðinn vistmaður á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði, hvar hugur hans var nokkuð á reiki, en samt miklar bollaleggingar um í hvaða sjávar- plássi við ættum að byggja næstu Hrafn- istu. Slagorð byggingarátaksins var klárt: „Lát engan líta smáum augum á elli þína.“ Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Sjó- mannadagsins í Reykjavík og Hafnar- firði þakka Pétri Sigurðssyni fyrir góða samfylgd í liðugum byr samstarfsins og votta ástvinum hans samúð. Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður og formaður Sjómannadagsráðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.