Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 76

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 76
76 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ OLAFSVIKUR-SVANURINN ✓ — Sagt frá skipinu sem ef vill lengst allra var í förum milli Islands og Danmerkur eða í 116 ár. Hér á eftir fer stórfróðleg frásögn um þetta skip — „Ólafsvíkur-Svaninn“ Teikning af seglabúnaði húkkertanna sem byggðar voru fyrir konungsverslun- ina 1776. Olafsvíkur-Svanurinn var eitt þessara skipa og var seglabúnaður hans ífyrstu eins og myndin sýnir. Miklar breytingar urðu á seglabúnaði skipa og siglingatœkni þau liðlega 120 ár sem Svanurinn gekk til Islands. 1 kjölfar breyttrar tœkni var seglabúnaður skipsins því endurbættur. Upprunalega var skipið búið þremur forseglum, tveimur stórum ráseglum á aðalmastri og litlu laggortusegli á afturmastri. I vondum veðrum virðist hafa mátt vera með litlar þríhyrnur á báðum möstrum í stað hinna eiginlegu segla. Þessi seglabúnaður þótti úreltur orðinn á 19. öld. Þá varfarið að nota gajfalsegl, en þau voru með- fœrilegri til beitivindssiglingar en ráseglin. Slíkur seglabúnaður var á Svanin- um samkvœmt heimildfrá 1858, en þá hafði skipið fengið jafn stór gaffalsegl og skonnorta. Væntanlega hafa þó áfram verið notuð þrjú til fjögur minni rá- segl á stórmastrinu (eins og á briggskipum). Breytingar á seglabúnaði hafa vœntanlega haft í för með sér að stórmastrið hefur verið fært fram og aft- urmastrið styrkt. Með þessu móti mátti hafa allt að tólfsegl uppi í einufSam- kv. heimildum er Pétur Sigurðsson aflaði) Merkilegt má kalla hve fáir þekkja til sögu eins merkasta skips sem við Islendingar höfum átt, en það var Ólafsvíkur-Svanurinn, sem dró nafn sitt af því að heimahöfn hans á íslandi var nær alltaf Ólafsvík. Hann var smíðaður árið 1777 og bar loks beinin á sandinum við Ólafsvík árið 1893. Hann var í meira en öld eitt helsta vöru- og ekki síður farþegaskip okkar landa og með honum ferðuðust margsinn- is þeir Fjölnismenn að öðrum bestu sonum þessarar þjóðar ógleymd- um. Þær heimildir sem hér er stuðst við er Saga Ólafsvíkur eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson, Sögur og sagnir af Smæfellsnesi eftir Oscar Clausen og minningar Björgúlfs Ólafssonar læknis, „Æskufjör og ferðagaman.“ Þá getur Gils Guð- mundsson skipsins í „Skútuöld“ sinni. En einkum eigum við skuld að gjalda Pétri Sigurðssyni fyrrum forstjóra Landhelgisgæslunnar sem hafði uppi á teikningu af skipinu sem hér fylgir, svo og líkani af syst- urskipi jjess sem varðveitt er í Krónborgarkastala. Hefur Pétur heimilað okkur að nota þessi gögn. Efalaust munu lesendur okkar hafa gaman af frásöginni sem hér fylgir. í „Sögu Ólafsvíkur“ kemur fram að á tímabili átti Hans A. Clausen, ein- hver athafnasamasti, danski kaup- maðurinn hérlendis á 19 öld, 31 skip í förum og sjö verslanir á Islandi. Vafa- laust hefur Svanurinn eða „Ólafsvík- ur-Svanurinn“ skipað öndvegi í skipa- stól hans þann tíma sem þessi „húkk- erta“ (en svo nefndust slík skip) var í eigu hans, en hann leigði hana löng- um og eignaðist hana um síðir. Svanurinn var smíðaður á dögum konungsverslunarinnar síðari árið 1777 og gekk í samfellt 116 ár á milli Danmerkur og íslands. Sem fyrr getur hefur Pétur Sigurðsson, fyrrum for- stjóri Landhelgisgæslunnar veitt sögu Svansins sérstaka athygli og athugan- ir hans hafa leitt í ljós að margt það sem áður hefur verið fært á bækur um sögu Svansins fær ekki staðist. Því hefur þannig verið haldið fram að skipið hafi ávallt siglt til Ólafsvíkur... En samkvæmt upplýsingum sem Pét- ur hefur útvegað frá dr. Henning Mortensen fyrrum forstjóra „Kron- borg Maritim Museum“ í Danmörku má rekja byggingarsögu skipsins og komast nærri lagi um eigendur þess og skipstjóra frá 1777 til 1893. Nokkrar eyður eru þó í þeirri sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.