Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 92

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 92
92 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ MINNING Jósafat Hinriksson Fæddur 21. júní 1924 — Dáinn 7. janúar 1997 Það var í sumarleyfi á eyjunni Mallorca, Spáni, fyrir sennilega aldarfjórðungi að við hjónin kynnt- umst Jósafat Hinrikssyni og konu hans Ólöfu fyrst. Þau voru þar í sumarleyfi líkt og við. Með þeim í för voru þrír ungir synir þeirra, hressir og kátir eins og vera ber í sumarleyfi á erlendri grund. Síðar lágu leiðir okkar saman eftir að ég hóf störf á Tæknideild Fiskifélags íslands og þá á sjávarútvegssýning- um, fyrst í Þrándheimi í Noregi, sennilega árið 1978, en Jósafat var með bás á sýningunni þar sem hann sýndi hlera og annnan búnað til fiskveiða. Það var alltaf mjög gam- an að koma í básinn til Jósafats vegna þess að þar var yfirleitt margt um manninn og Jósafat óspar að kynna fyrir væntanlegum við- skiptavinum framleiðslu sína. Sú kynning fór ekki fram í hálfkveðn- um vísum heldur á tungumáli sem allir skildu þar sem gæði vörunnar voru tíunduð og þess getið undir lokin hvað fyrirtækið framleiddi mikið á ári sem var alltaf gefið upp í tonnum en ekki í fjölda hlera og til hve margra landa hann seldi fram- leiðsluna. En á fáum árum breyttist Vélaverkstæði Jósafats Hinriksson- ar úr því að komast fyrir í bílskúr við heimili hans í það sem það er í dag, í nokkurs konar verksmiðju sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á búnaði tii togveiða og lætur sér ekki nægja ítök í innlenda markað- inum en hefur haslað sér völl á er- lendum mörkuðum og selur nú stór- an hluta framleiðslunnar úr landi. Jósafat var mikill eldhugi, svo mikill að honum nægði ekki að reka verksmiðjuna með öllum þeim önn- um sem því fylgja, heldur þurfti hann að hafa fleiri járn í eldinum. Varðveisla gamalla muna sem tengj- ast sjávarútvegi var Jósafat hugleikin og hafði hann safnað að sér í gegnum árin gömlum tólum og tækjum sem tengjast greininni. A árinu 1986 var safnið síðan opn- að, Sjóminja og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar. Þangað hefi ég margoft komið í tengslum við afmæli og opin- ber boð sem þar hafa verið haldin. Nefna má að þegar norrænir vélstjór- ar héldu þing sitt hér á landi á árinu 1995 var safnið heimsótt og tók það allnokkra stund að útskýra það fyrir gestunum að safnið væri í einkaeign, nyti engra opinberra styrkja. Og ég skal játa að það var með dálitlu stolti sem ég sagði fulltrúum norrænna vél- stjóra frá því að eigandinn væri lærð- ur vélstjóri og hefði líkt og margir ís- lenskir vélstjórar hafið feril sinn á fiskiskipum, harðnað þar en síðar haslað sér völl í landi. Um safnið er hægt að hafa mörg orð, en öll góð. Það sem mér hefur fundist skemmti- legast að skoða er nákvæm eftirlíking af eldsmiðjunni sem Hinrik Hjaltason faðir Jósafats reisti á Norðfirði á árinu 1926, en þar starfaði Jósafat með föð- ur sínum á unga aldri og lærði þar handtökin við járnsmíðina sem mörg hver heyra nú sögunni til. Húsið er eins og gamla smiðjan, líka stefnið sem sneri í brekkuna til þess að verja það bæði aurskriðum og snjó- flóðum er á sínum stað, en margir sem skoða smiðjuna halda að það hafi orðið til fyrir tilviljun. Ekki er nóg með að húsið sé nákvæm eftir- líking af hinu gamla heldur er ein- nig að finna í smiðjunni tólin og tækin sem faðir Jósafats notaði við smíðarnar á sínum tíma. Allt er á sínum stað líkt og forðum. A aðal- fundi Vélstjórafélags Islands í des- ember 1995 var Jósafat gerður að heiðursfélaga félagsins vegna dugn- aðar síns og framsýni og erum við stoltir af honum sem einum af okk- ur, hann sýndi svo ekki verður um villst hverju er hægt að áorka þótt byrjað sé með tvær hendur tómar, ef vilji, dugnaður og áræði eru til stað- ar. Hann er fyrsti heiðursfélagi okk- ar sem kemur beint úr atvinnulífinu, þeir sem fyrir eru koma úr félags- málunum og hafa verið heiðraðir vegna þáttöku sinnar á þeim vett- vangi. Nú er komið að leiðarlokum. Síðast bar fundum okkar Jósafats saman í október sl. í hófi sem við héldum í tilefni af útkomu vélstjóra- og vélfræðingatalsins. Þá var hann hress og kátur að vanda en sagði að fæturnir væru svona að byrja að láta á sjá og sú slæmska ylli því að hann kæmi ekki eins miklu í verk og hann kysi og þyrfti, því mörg væru verk- efnin, bæði í vélsmiðjunni og ekki síður í safninu sem átti hug hans all- an. Að lokum vottum við hjónin eft- irlifandi eiginkonu Jósafats, Olöfu og fjölskyldu þeirra samúð okkar. Helgi Laxdal, form. Vélstjórafélags Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.