Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 6
JÓN P. EMILS Jón Pálmi Emilsson lést 16. október sl. eftir langvarandi veikindi. Var hann jarðsunginn 23. október á afmaelisdegi sínum. Jón var Aust- firðingur, fæddur árið 1922 á Reyðarfirði og dvaldist þar bernsku- og unglingsár. FjölskyIda hans var stór, systkinin 7, en móðir hans féll frá, þegar hann var aðeins 8 ára gamall. Ég veit ekki, hvenær fjölskyldan flutti suður til Reykjavíkur. Snemma mun hafa komið í Ijós, að Jón var efnilegur námsmaður, gæddur góðum gáfum. Hann mun því hafa valist til frekari skólagöngu. Haustið 1938 réðst Jón til náms í Ingimarsskóla í gamla sþítalanum við Frakkastíg, og var hann þar þrjá vetur í gagnfræðanámi. Haustið 1941 kom hann til náms í Menntaskólanum í Reykjavík. Kom hann þá í árgang minn, og vorum við skólafélagar næstu þrjú árin allt til stúdents- prófs. Jón valdi stærðfræðideild, enda snerist hugur hans fljótt til raunvísinda. Þessi skólaganga hjá Jóni hófst reyndar uppi I Háskóla, því að Menntaskólinn var þá til húsa í hinni nýju Háskólabyggingu. Var árgangurinn þennan vetur í læri þar í tveimur deildum, máladeild og stærðfræðideild. Breski flug- herinn var ennþá í menntaskólahúsinu gamla og sleppti því ekki fyrr en árið eftir. Fljótt kom í Ijós, að í árgang okkar var kominn mikill og góður félagi. Fór snemma að bera á Jóni í félagslífinu. Hann var nokkuð eldri en við, orðinn þroskaður og fullorðinslegri en við almennt vorum. Jón lét fljótt í sér heyra á málfundum í Framtíðinni. Hann var mjög frambærilegur ræðumaður, vel að sér í mörgu, þ. á m. í sögu og stjórnmálum, rökvís, öruggur og ófeiminn á fundum. Var ekki efi á því, að Jón ætlaði sér hlut í stjórnmálum. Hafði hann verið í stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna frá 1940, og frá 1944 til 1958 var hann í miðstjórn flokksins. Var hann trúr Alþýðuflokknum alla ævi og vann talsvert fyrir hann. Var hann t.d. einn aðalgreinahöfundur hans um kjör- dæmaskipan. Jón var gæddur góðum humor, sem stundum gat þó verið nokkuð kald- hæðinn. Hann var ekkert sérlega mannblendinn, og dulur var hann um margt, er varðaði hann persónulega. I hópi var hann þó opinn, ræðinn og skemmti- legur og hélt vel á sínum hlut í öllum orðræðum. Ekki hafði hann úr miklu að spila og varð að standa á eigin fótum alla sína skólagöngu. Námsmaður var hann öruggur í flestum greinum, einkanlega í stærðfræði og efnafræði og öðrum raungreinum. Hann var líka gjaldgengur í ýmsum humanistískum fræðum, nema helst tungumálum. Bekkjarsystkinin í Menntaskólanum héldu vel hópinn. Samskipti voru mikil við Pálma rektor og suma kennarana, og þeir vörðu miklum tíma til að fara með okkur í ferðalög og voru okkur innan handar í félagslegu tilliti, m.a. í rekstri skólaselsins. Þetta var á stríðsárunum. Þó að alvörutímar væru, var ekki sérlegur áhyggjusvipur yfir mannskapnum heldur þvert á móti. Nóg 176

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.