Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 3
TÍMARIT § tb LÖGFRÆÐINGA 2. HEFTI 40. ÁRGANGUR ! SEPTEMBER 1990 ÍSLENSKIR LÖGFRÆÐINGAR OG UMHEIMURINN Lögfræðingar hafa nokkra sérstöðu á meðal íslenskra háskólamanna að því leyti að lögfræðimenntunin veitir takmarkaða möguleika til starfa í öðrum löndum. ólíkt því sem gegnir um flesta aðra íslenska háskólamenntun að fengnum tilskildum leyfum sem víðast er krafist. Þetta gerir það að verkum að íslenskir lögfræðingar hafa í tiltölulega fáum tilvikum möguleika á að afla sér starfsreynslu erlendis sem kemur að beinum notum við lögfræðistörf hér á landi. íslenskir dómarar geta t.d. ekki fengið stöður við dómstóla í öðrum löndum og íslenskir lögmenn geta ekki stundað þar almenn lögmannsstörf. Þó kann að vera samkvæmt núgildandi samnorrænum samningum að fyrir hendi séu möguleikar til handa lögmönnum að stunda lögmannsstörf í einhverjum mæli á Norðurlöndum. Þess ber að geta að í undirbúningi er norrænn samningur um sameiginlegan vinnumarkað þeirra sem lokið hafa a.m.k. þriggja ára æðra námi er veiti tiltekin starfsréttindi, en slíkur samningur hefði í för með sér umtalsverða möguleika íslenskra lögfræðinga til starfa annars staðar á Norðurlöndum. Af þessum sökum m.a. er lögfræðingum brýn nauðsyn á að reyna að fylgjast sem best með þeirri þróun sem sífellt á sér stað í lögfræði ekki síst í nágranna- löndum okkar. Það er hægt að gera með ýmsu móti. Bækur og tímarit gera ætíð sitt gagn en því er samt ekki að neita að bókakostur í lögfræði er af skornum skammti hér á landi og þyrfti að gera stórátak til þess að auka hann. Þýðingarmikið er að lögfræðingum gefist kostur á að stunda framhaldsnám erlendis um lengri eða skemmri tíma. Það hefur raunar alltaf nokkuð tíðkast en verið ýmsum tilviljunum háð hver háttur hefur verið á því og hvort til þess hefur fengist nægilegt fjármagn. Að því er dómara varðar þyrfti að koma fastara skipulagi á endurmenntun þeirra og mætti þar hafa til hliðsjónar það fyrirkomu- lag sem háskólakennarar búa við. Hér er um að ræða mjög þýðingarmikið verkefni. 81

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.