Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 20
„Ætlum að styrkja stöðu okkar með kolmunnaveiðum“ f^egar vika var .t*liðin afnóv- ember hafði verið landað tœplega HRAÐFRYSTIHÚS 32.000 lestum af ESKIFJARÐAR HF kolmunna á Eskifirði. Rúm- lega 13 þúsund tonn afþessum afla komu frá erlendum skipum. Þetta er þrjátíufóldun frá síðasta ári þegar liðlega 1.000 lestir að kolmunna bár- ust til Eskifjarðar. Nótaskipin Jón Kjartansson og Hólmaborgin hafa stundað þessar veiðar, en er Emil Thorarensen, útgerðarstjóri HE, bjartsýnn á þessar veiðar? „Já, ég er það og allir forsvarsmenn fyrirtækisins. Þess vegna hefur þegar verið ákveðið að skipta um vélar og spil í Hólmaborginni og Jóni Kjartans- syni. Miðað við þær aðstæður sem voru við koimunnaveiðarnar í sumar næst enginn árangur nema með stærri og um leið öflugri vélum. Hólmaborg- in fer í vélaskiptin strax eftir loðnuver- tíð en Jón Kjartansson eftir að veiðum á norsk-íslensku síldinni lýkur. Við erum að tala þarna um 4-500 milljóna króna fjárfestingu en ég trúi að hún eigi eftir að skila sér. Þá má segja að þessar ráðstafanir geri okkur betur í stakk búna til að mæta hugsan- legri niðursveiflu í loðnuveiðunum og væntanlega styrkir þetta stöðu okkar þegar kemur að því að kvóti verður settur á kolmunnaveiðarnar. Þá höfum við aflað okkur veiðireynslu. Kolmunninn sem hefur borist hér á land í sumar og haust er algjör búbót, þar sem loðnuveiðin hefur verið minni en í fyrra. Það er ekki aðeins okkar hagur að það verði farið út í þessar veiðar, það hlýtur að vera þjóð- hagslega hagkvæmt." 20 ÆGIR Emil Thorarensen, útgerðarstjóri Hraðfrysstihúss Eskifjarðar hf. „Kvótaþingið er fyrst og fremst sett á að kröfu forystumanna sjómanna en það þjónar á engan hátt hagsmunum útgerðar eða sjómanna." „ Verður sífellt erfiðara að fá menntaða menn til starfa á skipunum 165 milljónir úr norsk-íslenska síldarstofninum Emil segir að HE eigi ekki mikið undir síld- inni komið. Hún sé hins vegar góð búbót. „Við eigum aðeins einn síldarkvóta og hann eignuðumst við núna við kaupin á Gesti. Það er hins vegar síldin úr norsk-íslenska stofnin- um sem hefur verið okkar búbót. Á þessu ári nam verðmæti hennar upp úr sjó 165 milljónum króna og svo bætast við margfeldisáhrifin í landi. Við höfum nú yfir að ráða rétt rúm- lega 9% af úthlutun íslands, 202.000 tonnum, til veiða úr þessum stofni. Guðrún Þorkelsdóttir sem er minnst okkar nótaskipa fiskaði síld fyrir lið- lega 60 milljónir úr þessum stofni s.l. sumar." Skipaflotinn endurnýjaður Á síðastliðnum fjórum árum hafa öll nótaskip HE verið endurnýjuð og voru öll verkin unnin í Póllandi. Því má segja að nótaskipaflotinn sé nánast sem nýr. Til marks um það var haft eftir forsvarsmönnum Lloyd's trygg- ingafélagsins að nú væri litið á Jón Kjartansson sem þriggja ára gamalt skip en ekki tæplega 40 ára gamait, en Jón Kjartansson var smíðaður í Austur- Þýskalandi árið 1959. Burðargeta skip- anna þriggja jókst samtals um 2000

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.