Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 22
ÆGISVIÐTALIÐ ii „Sjávarútvegurinn getur ekki einn haldið uppi dreifðri byggð í landinu - Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. Björgólfur Jóhannsson hefur um þessar mundir gegnt stöðu forstjóra Síldar- ' vinnslunnar hf. í Neskaupstað, um eins árs skeið. Hann tók við starfinu af Finnboga Jónssyni, sem hafði gegnt því á annan áratug og komið fyrirtæk- inu í röð þeirra stærstu á sínu sviði á landinu. Það er því ekki úr vegi að byrja á því að spyrja Björgólf hvort hann hafi tekið við góðu búi? „Já ég vil segja það. Fjárhagsstaða Síldar- vinnslunnar var mjög góð þegar ég kom hing- að. Þegar menn velta fyrir sér hvað er gott bú og hvað er slæmt bú má kannski skil- greina það þannig að gott bú er mæling á ákveðnum tíma- punkti. Sú staða getur verið mjög fljót að breytast. I þessu fyrirtæki er það nú í mínum höndum að hafa þetta áfram gott bú. Það verður samt að segjast eins og er að aðstæður hafa breyst mjög hratt í umhverfi Sfldarvinnslunnar og það til verri vegar, því miður. En Síldarvinnslan var og er samt sem áður mjög vel stætt fyrirtæki og var mjög vel statt þegar Finnbogi fór héðan, þó svo að síðasta ár hans hafi ekki verið gott rekstrarár fýrir Síld- arvinnsluna." En nú þekkir þú fyrirtœkið yfir letigra tímabil, ekki satt? „Jú ég kom hingað fyrst árið 1982 til endurskoðunarstarfa. Ólafur Gunn- arsson var þá við stjórnvölinn og með honum Jóhann K. Sigurðsson. Ég endur- skoðaði fyrirtækið áfram þegar Guðjón Smári Agnarsson var hér og fylgdist með honum í um tvö ár. Þegar Finnbogi kom til starfa var ég enn við endurskoðunina og var raunar mjög mikið með honum en Finnbogi notfærði sér mína þjónustu meira en hinir og kallaði mig óspart austur ef því var að skipta. Hann flutti svo endurskoðunina frá Reykja- vík til Akureyrar þegar ég flutti þangað. Frá þvf að ég kom fyrst að þessu fyrirtæki sem endurskoðandi og til dagsins í dag hafa orðið svakalegar breytingar. Upp úr 1982, í kjölfar loðnubrestsára, voru ein erfiðistu ár fyrirtækisins. Eftir það komu tvö erfið tímbil og það síðasta uppúr 1990. Þó ég hafi ekki verið að endurskoða hjá fyrirtækinu þegar besti tíminn var upp úr 1992 þá fylgdist ég áfram með vexti og viðgangi fyrirtækisins. Það voru örugglega ein bestu ár Síldarvinnslunnar, a.m.k. í seinni tíma.“ Hefur reynsla þín af öÖrum stjórnunarstörfum, eins og hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og Samherja hf. nýst þér íþessu starfi? „Auðvitað nýtist öll slík reynsla. Það verður hins vegar að horfa á það að þessi fyrirtæki, UA, Samherji og svo Síldarvinnslan, eru ólík félög, ólik að upp- byggingu og í ólíku umhverfi. Mismunurinn á milli UA og Síldarvinnslunnar er mjög mikill, allt aðrar áherslur í rekstri. Síldarvinnslan er stór í uppsjávar- fiski en UA í bolfiski. Samherji er líkari að hluta til en samt nýtist reynslan mér mjög vel frá starfi fyrir þessi tvö félög.“ Menn verða einfaldlega að vera á tánum Síldarvinnslati hf. byggir afkomu sína að stcerstum hluta á veiðum og vinnslu uþþsjávarfisks og því hljóta sveiflur í veiðum og verði á mjöli og lýsi að hafa afgerandi áhrif á rekstur fyrirtxkisins? „Rekstur Síldarvinnslunnar byggir mikið á veiðum og vinnslu uppsjávarfiska og er því brothættari en rekstur margra annarra fyrirtækja. Síðasta ár og jafn- vel 1998 eru góð dæmi um þetta. Þá hrundi verð á af- urðum gjörsamlega og auðvitað hefur það afgerandi áhrif á reksturinn. Velta Síldarvinnslunnar hefur ver- ið á milli 60 og 70% vegna veiða og vinnslu á upp- sjávarfiski og náttúrulega hefur það svakaleg áhrif þegar allt að 50% lægra verð fæst fyrir afurðirnar. Að þessu leyti er rekstrarumhverfi fyrirtækja eins og SVN, UA og Samherja ólíkt. En það má kannski segja að þess vegna sé starfið meira krefjandi og mað- ur verður hreinlega að vera á tánum allan tímann." En hvernig bregðast tnenn við? „Já, hvernig bregðast menn við. Þetta er góð spurn- ing. Menn þurfa að lækka kostnað og reyna að keyra

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.