Fréttablaðið - 14.10.2010, Side 58
38 14. október 2010 FIMMTUDAGUR38
menning@frettabladid.is
Gamanleikurinn Finnski
hesturinn verður frumsýnd-
ur í Þjóðleikhúsinu annað
kvöld. Leikritið sló í gegn
í Finnlandi 2004 og hefur
getið af sér tvö framhalds-
verk. María Reyndal leik-
stjóri segir þetta vera kol-
svart gamanleikrit sem
bjóði upp á beinar tenging-
ar við íslenskan samtíma.
Finnski hesturinn eftir Sirkku
Peltola sló eftirminnilega í gegn
þegar verkið var frumsýnt í heima-
landinu Finnlandi fyrir sex árum.
María Reyndal, leikstjóri leikrits-
ins, segir verkið vera afar finnskt,
í góðri merkingu.
„Leikritið verður farsakennt á
köflum en er ekki farsi eins og þeir
sem við höfum átt að venjast; þetta
er miklu svartara verk. Það er mjög
skemmtilegt að fá að leikstýra
gamanleikriti með svona miklum
safa og kjöti á beinunum.“
Sögusviðið er bóndabær í Finn-
landi, þar sem heimilisfólk hokrar
við bág kjör. Þegar sonurinn kemur
auga á glufu í kerfinu fær hann
föðurinn með sér að safna saman
nokkrum aflóga hestum í sveitinni
og selja þá á fæti til ítölsku maf-
íunnar. Þá fer af stað atburðarás
sem á eftir að vinda upp á sig.
Að sögn Maríu stafa vinsældir
verksins ekki síst af sterkri per-
sónusköpun, enda er Peltola búinn
að skrifa tvö leikrit til viðbótar
með sömu persónunum. „Þarna er
hreinskilin og kjaftfor amma og
bóndahjón sem hafa verið skilin að
borði og sæng í ellefu ár; húsfreyj-
an er á breytingaskeiðinu en bónd-
inn er búinn að ná sér í unga kær-
ustu. Þarna er líka sonurinn, sem
hefur ekki talað við móður sína frá
því foreldrarnir skildu, og dóttir-
in – yngsta manneskjan á heimil-
inu og bjartasta vonin og vinkona
hennar sem glímir við þunglyndi
móður sinnar.“
Landbúnaðarstefna Evrópu-
sambandsins er örlagavaldur í
lífi fólksins á bóndabænum og
býður verkið þannig upp á beina
pólitíska tengingu við íslenska
samfélagsumræðu, þar sem
Evrópuumræðan er í brennidepli.
„Þetta verk fjallar vissulega
líka um Evrópusambandið en
vinkillinn er annar en í dægur-
málaumræðunni,“ segir María.
„Hér er ekki fjallað um málin út
frá sjónarhorni ríkja heldur út
frá fjölskyldu sem lifir og hrær-
ist í miðju regluverkinu; þetta
eru síðustu bændurnir sem búa
enn í sveitunum. En þetta er líka
sammannlegt verk um fólk sem
reynir að þrauka í gegnum erf-
iða tíma, rétt eins og við á Aust-
urvelli. Að því leyti rímar leikritið
vel við ástandið hér á landi.“
Sigurður Karlsson þýddi verkið
úr finnsku en með helstu hlutverk
fara Harpa Arnardóttir, Jóhannes
Haukur Jóhannesson, Kjartan Guð-
jónsson, Lára Sveinsdóttir, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Þórunn Arna
Kristjánsdóttir og Þórunn Lár-
usdóttir, að ógleymdum klárnum
Punkti. bergsteinn@frettabladid.is
Svartur finnskur kjötfarsi
MARÍA REYNDAL Segir Finnska hestinn kjötmeiri og safaríkari farsa en íslenskir leikhúsáhorfendur hafi átt að venjast.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FINNSKI HESTURINN Finnskir bændur telja sig komna í feitt þegar glufa í kerfinu gerir
þeim kleift að stunda hrossakaup við ítölsku mafíuna.
Hildur Hákonardóttir myndlistarkona tekur þátt
í leiðsögn um sýninguna Með viljann að vopni á
Kjarvalsstöðum klukkan 15 á sunnudag, en á sýn-
ingunni eru meðal annars verk eftir Hildi. Leið-
sögnin er liður í dagskrá í tilefni af kvennafrí-
deginum 25. október. Listasafn Reykjavíkur og
Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingar-
innar á Íslandi, hafa ruglað saman reytum og
skipulagt dagskrárveislu sem verður nokkurs
konar upptaktur fyrir frídaginn. Margar af
fremstu listakonum landsins hafa komið fram í
daglegri dagskrá á Kjarvalsstöðum frá klukkan
12.30 til 13, nema á sunnudögum þegar dagskráin
hefst klukkan 15.
Í hádeginu í dag bregða Alexía Björg Jóhannes-
dóttir og Sólveig Guðmundsdóttir sér í gervi Pöru-
pilta, sem leika við hvurn sinn fingur; á föstudag
flytur Júlía Hannam ljóð eftir Ingibjörgu Haralds; á
laugardag leikur Þórunn Erna Clausen brot úr ein-
leiknum Ferðasaga Guðríðar. Nánari upplýsingar
um dagskrána má finna á listasafnreykjavíkur.is.
Skottur á Kjarvalsstöðum
HILDUR HÁKONARDÓTTIR Lóðsar gesti um sýninguna Með
viljann að vopni á sunnudag.
Morgunengill, ný spennu-
saga eftir Árna Þórarinsson,
kom út á þriðjudag. Í bókinni
heldur Árni áfram að rekja
svaðilfarir Einars blaða-
manns, sem samkvæmt kápu-
texta tekst nú á við sitt erfið-
asta sakamál, þar sem örlög
bréfbera að norðan og auð-
manns með milljarðaskuldir
á bakinu fléttast saman.
JPV útgáfa gefur út.
Morgunengill Árna
ÁRNI ÞÓRARINSSON
IEPO ONEIPO Kammerkór Suðurlands, Hrólfur Sæmundsson og Guðrún Jóhanna Ólafsdótt-
ir flytja lög af nýútkomnum geisladiski, IEPO ONEIPO, í Kristskirkju klukkan 20 í kvöld. Stjórnandi
er Hilmar Örn Agnarsson. Á disknum eru flutt verk eftir breska tónskáldið Sir John Tavener.
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Blóðnætur - kilja
Åsa Larsson
Íslenzkir þjóðhættir
Jónas Jónasson
Borða, biðja, elska - kilja
Elizabeth Gilbert
Mataræði - handbók um
hollustu - Michael Pollan
Arsenikturninn - kilja
Anne B. Ragde
Barnið í ferðatöskunni - kilja
Lene Kaaberbøl/Agnete Frills
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
06.10.10 - 12.10.10
10.10.10 - Logi Geirs
Henry Birgir Gunnarsson
Kvöldverðurinn - kilja
Herman Koch
Vitavörðurinn - kilja
Camilla Läckberg
Ertu Guð, afi?
Þorgrímur Þráinsson