Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						20. apríl 2011  MIÐVIKUDAGUR44
sport@frettabladid.is
RHEIN-NECKAR LÖWEN  komst upp að hlið Kiel í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar 
í handknattleik í gær er Íslendingaliðið vann fínan útisigur á Grosswallstadt, 24-34. Löwen og 
Kiel eru bæði með 47 stig í öðru sæti. Íslendingarnir í liði Löwen voru áberandi í gær en Róbert 
Gunnarsson skoraði sex mörk, Guðjón Valur Sigurðsson fimm og Ólafur Stefánsson eitt.
Iceland Express-deild karla:
Stjarnan-KR    95-109
Stjarnan: Jovan Zdravevski 20, Renato Lindmets 
20/13 fráköst, Marvin Valdimarsson 14/4 fráköst, 
Justin Shouse 12/6 stoðsendingar, Kjartan Atli 
Kjartansson 10/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 
9/4 fráköst, Guðjón Lárusson 5, Daníel G. Guð-
mundsson 3, Dagur Kár Jónsson 2. 
KR: Marcus  Walker 40/6 fráköst/6 stoðsend-
ingar/8 stolnir, Finnur Atli Magnússon 20, 
Brynjar Þór Björnsson 12, Pavel Ermolinskij 11/13 
fráköst/9 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 
9/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Jón Orri 
Kristjánsson 4/6 fráköst, Ólafur Már Ægisson 4, 
Fannar Ólafsson 2.
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI Hreggviður Magnús-
son kom til KR frá ÍR fyrir tíma-
bilið og fagnaði fyrsta Íslands-
meistaratitlinum á ferlinum í 
gær.
?Þetta er búin að vera löng bið 
og tilfinningin er sykursæt. Það 
er erfitt að útskýra þetta en ég er 
í sæluvímu,? segir Hreggviður.
?Við erum búnir að vera að 
stefna að þessu í allan vetur. Við 
vissum að við vorum með besta 
liðið, það gekk á ýmsu fyrir jól en 
eftir jól þá small þetta saman hjá 
okkur. Þá var þetta bara spurn-
ing um að komast í úrslitakeppn-
ina og standa við stóru orðin. Það 
gerðum við.?
?Okkar aðalsmerki er sterk 
vörn og svo hraðinn. Þeir reyndu 
að stilla upp og hægja á sókninni 
en það gekk ekki upp nema í leik 
númer tvö,? segir Hreggviður 
sem var í nýju hlutverki í vetur 
og var ekki mikið í byrjunarlið-
inu. ?Þetta var öðruvísi en ég var 
vanur. Það er öðruvísi að byrja 
ekki og vera ekki drifkraftur í 
sókn og vörn. Ég þurfti svolítið að 
finna mitt hlutverk í liðinu og það 
gekk á ýmsu fyrir jól. Við náðum 
að slípa okkur saman og ég fann 
mitt hlutverk,? segir Hreggviður.
 - óój
Hreggviður Magnússon:
Ég er í        
sæluvímu
HREGGVIÐUR Kom í KR fyrir tímabilið og 
sér líklega ekki eftir því. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÖRFUBOLTI Teitur Örlygsson, 
þjálfari Stjörnunnar, var daufur 
í leikslok en hann er enn á ný 
búinn að endurskrifa sögu körfu-
boltans í Garðabæ.
?Við áttum ekki möguleika því 
KR-ingarnir voru rosalega góðir í 
dag. Þeir hittu alveg svakalega og 
þá er alveg vonlaust að eiga við 
þetta. Við náðum að gera áhlaup 
nokkrum sinnum og þá gerðum 
við okkur seka um nokkur fárán-
leg mistök. Þeir voru það góðir 
í dag að þeir létu ekki bjóða sér 
það tvisvar,? sagði Teitur.
?Marcus Walker var kannski 
gæfumunurinn í þessu því við 
vorum ekki með mann til þess að 
dekka hann frekar en önnur lið 
og hann varð bara betri og betri,? 
sagði Teitur.
?Við tókum stórt skref í vetur 
og næsta skref er bara Íslands-
meistaratitillinn.? - óój
Teitur Örlygsson:
Við áttum ekki 
möguleika
KÖRFUBOLTI Marcus Walker átti 
ótrúlega leiktíð með KR og kórón-
aði hana með því að skora 40 stig 
þegar liðið tryggði sér Íslands-
meistaratitilinn í Ásgarði í gær. 
Það kom fáum á óvart að hann var 
valinn maður úrslitakeppninnar, 
eða ?MVP? eins og tíðkast í körfu-
boltaheiminum.
Walker skilaði ótrúlegum tölum 
í gær og rétt að tíunda þær sér-
staklega hér. 40 stig, átta stolnir 
boltar, sjö fiskaðar villur, sex frá-
köst, sex stoðsendingar og aðeins 
einn tapaður bolti á tæpum 37 mín-
útum. Hann nýtti öll fimm skotin 
sín utan þriggja stiga línunnar.
Sjálfur sagði hann eftir leik 
langt síðan honum leið jafn vel og 
eftir að titillinn var í höfn.
?Reynslan mín af háskólabolt-
anum var frábær en það gekk þó á 
ýmsu hjá mér, bæði gott og slæmt. 
Ég hef því ekki upplifað annað eins 
í langan tíma. Það er sérstaklega 
gaman að fá að upplifa þetta með 
KR, lið sem er með ríka hefð og 
sögu ? líklega þá bestu á Íslandi.?
Hann segir að tímabilið hafi 
verið frábært og hrósaði liðsfélög-
unum sínum. ?Þeir hafa verið frá-
bærir, rétt eins og félagið sjálft 
þar sem staðið er sérstaklega vel 
að öllu því sem þarf að hlúa að.?
Fyrsti leikur hans með KR í 
deildinni var einmitt gegn Stjörn-
unni. Þá átti hann ekkert sérstak-
an leik ? skoraði innan við tíu stig 
og fékk fimm villur. En síðan þá, 
jafnt og þétt, hefur hann bætt sinn 
leik.
?Ég er Kaninn og verð að skila 
mínu. Mitt hlutverk er að gera það 
sem þarf að gera til að liðið vinni 
? annars verð ég sendur heim. Það 
er það sem hvetur mig áfram.?
Því hefur verið fleygt að hann 
sé einhver besti Bandaríkjamað-
ur sem hefur spilað á Íslandi og 
honum þykir vænt um að heyra 
það. ?Maður má ekki láta sitt eftir 
liggja. En ég reyni fyrst og fremst 
að vera góð manneskja. Körfubolt-
inn er bara ákveðinn hluti af líf-
inu en ég vil bara vera góð mann-
eskja.? - esá
Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker var kosinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar:
Ég reyni bara að vera góð manneskja
FRÁBÆR Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, var að vonum ánægður með Walker eftir leik í 
gær.  FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÖRFUBOLTI KR-ingar eru Íslands-
meistarar í körfubolta karla í 
þriðja sinn á fjórum árum og í 
tólfta sinn frá upphafi eftir sann-
færandi fjórtán stiga sigur á 
Stjörnunni, 109-95, í fjórða leik 
liðanna í úrslitaeinvígi Iceland 
Express-deildar karla í Garða-
bænum í gær. KR hlupu yfir 
Stjörnumenn í þessu einvígi og 
allir þrír sigrarnir voru eins sann-
færandi og þeir gerast.
Bandaríski bakvörðurinn í KR-
liðinu, Marcus Walker, var hrein-
lega óstöðvandi eins og oft áður í 
þessari úrslitakeppni og sá til þess 
að Garðbæingar áttu aldrei mögu-
leika í kvöld. Marcus skoraði 18 af 
40 stigum sínum í þriðja leikhlut-
anum þegar KR-liðið stakk einu 
sem oftar af og var auk stiganna 
með 8 stolna bolta, 6 stoðsendingar 
og 6 fráköst.
Hrafni Kristjánssyni, þjálfara 
KR-liðsins, tókst á fyrsta ári að 
gera KR að tvöföldum meisturum 
sem er eitthvað sem hefur ekki 
gerst í 32 ár hjá KR.
?Ég er búinn að rífa upp fjöl-
skylduna einu sinni til tvisvar 
og hef haft miklar áhyggjur við 
og við. Ég hef alltaf fengið þann 
skilning að fá að elta drauminn 
sinn. Ég fékk síðan það traust frá 
Palla, Bödda og stjórninni í KR að 
fá að stýra uppeldisliðinu mínu í 
bestu umgjörð á Íslandi og það eru 
einstök forréttindi. Það er unaðs-
leg tilfinning að hafa náð að skila 
titlinum heim,? sagði Hrafn sigur-
reifur í leikslok. Þegar hann gerði 
KR að bikarmeisturum í febrú-
ar hafði KR ekki unnið bikarinn 
síðan 1991.
?Ég er eitthvað leiðbeinandi afl 
í þessu en það eru leikmennirnir 
sem vinna titlana. Þessir strákar 
eru búnir að vera ótrúlega ein-
beittir,? sagði Hrafn hógvær.
Hann lagði upp með að keyra 
upp hraðann og það vafðist fyrir 
engum sem sáu úrslitaeinvígið að 
Stjörnuliðið átti enga möguleika á 
því að stöðva KR-hraðlestina sem 
skoraði sem dæmi 38 hraðaupp-
hlaupsstig í leiknum í gær.
?Við vorum að vinna í því allt 
tímabilið að ná okkur á þennan 
hraða,? sagði Hrafn og eitt af lyk-
ilatriðinu í velgengni liðsins var að 
finna Bandaríkjamanninn Marcus 
Walker.
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, 
var stóryrtur fyrir tímabilið en 
hann stóð við stóru orðin. ?Mér 
fannst ekki vera þörf á því að 
fela okkar markmið í september. 
Við tókum það strax fram að við 
ætluðum að vinna báða stóru titl-
ana. Við horfðum bara á hvern-
ig lið við vorum með, frábær-
an íslenskan hóp og svo þurftum 
við bara að bæta við sæmilegum 
Kana. Við duttum aldeilis í lukku-
pottinn þar. Við horfðum á það að 
finna einhvern varnarmann sem 
gæti stoppað bakkarana á Íslandi 
en hann gerði nú aðeins meira en 
það,? sagði Fannar Ólafsson, fyrir-
liði KR, í léttum tón.
?Hrafni tókst að púsla saman 
þessum risastóru egóum sem eru 
í þessu liði og tókst að búa til svona 
frábæra liðsheild. Það eru allir 
með eitt markmið og það mark-
mið er að vinna titla. Hrafn er 
einn besti þjálfari sem ég hef haft. 
Hann er frábær þjálfari,? sagði 
Fannar sem hefur kynnst mörgum 
góðum á löngum og sigursælum 
ferli.
?KR hefur gert það áður að fá 
KR-ingana aftur heim. Það hjálp-
aði svo mikið til að Hrafn er upp-
alinn í KR og hann þekkir félagið 
og pressuna. Það var ekkert vesen 
fyrir hann að labba þarna inn og 
hemja þessi egó. Ég held að ég, 
Hreggviður og Brynjar sjáum um 
egóið fyrir alla deildina. Ég tek því 
hattinn ofan fyrir Hrafni því þetta 
var frábært tímabil hjá honum,? 
sagði Fannar sem hefur nú orðið 
Íslandsmeistari í öll fimm skiptin 
sem hann hefur komist í lokaúrslit-
in og var að lyfta Íslandsbikarnum 
í þriðja sinn frá og með árinu 2007.
 ooj@frettabladid.is
Hrafninn flýgur hátt í Vesturbænum
Hrafn Kristjánsson gerði KR ekki bara að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið því hann varð 
fyrsti þjálfari KR í 20 ár til að gera liðið að bikarmeisturum og fyrsti þjálfari KR í 32 ár til þess að vinna 
tvöfalt með liðið. KR-ingar innsigluðu Íslandsmeistaratitilinn með sannfærandi sigri á Stjörnumönnum.
MEISTARAR KR varð Íslandsmeistari í gær á sannfærandi hátt. KR er besta körfuknattleikslið Íslands í dag og vann báða stóru 
titlana í ár. Hrafn Kristjánsson þjálfari vann einstakt afrek líkt og leikmennirnir. KR-ingar fögnuðu innilega í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64