Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Íþróttir
5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
?ÞAÐ var sigurviljinn sem skilaði okkur þess-
um titli. Við vildum þetta meira en Keflavík,?
sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir við Morg-
unblaðið eftir að hafa hampað bikarmeist-
aratitlinum í körfuknattleik með KR.
Sigrún átti góðan leik með 18 stig, 11 fráköst
og 4 stoðsendingar. ?Það kom mér á óvart
hversu vel gekk í byrjun. Við vissum samt vel
að leikurinn myndi aldrei vinnast í fyrsta leik-
hluta, þannig urðum að halda einbeitingu og
spila áfram eins og við höfðum verið að gera.
Ég fékk auðvitað síðan smá gæsahúð þegar
Keflavík jafnaði, en ég vissi bara að við ættum
nóg eftir og ég hélt bara áfram mínu striki.? 
KR beið lægri hlut fyrir Keflavík í úrslitum
um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en
í þessu einvígi hafði KR betur. ?Núna héldum
við haus og kláruðum okkar með stæl. Við er-
um komin núna með nýtt stórveldi í kvenna
körfuboltanum,? sagði Sigrún Sjöfn Ámunda-
dóttir. thorkell@mbl.is
?Nýtt stórveldi í
kvennakörfunni?
?VIÐ vissum að við þyrftum að hafa einbeit-
inguna í botni allan leiktímann og höfðum búið
okkur vel undir það. Ég var sjálf búin að hugsa
alla vikuna hvernig ég ætlaði að koma til leiks
og mér tókst að vera eins stemmd og ég ætl-
aði. Það hefur ekkert komist annað að en þessi
leikur síðustu daga og ég hef sofnað útfrá því
á kvöldin að hugsa um Keflavík og þennan úr-
slitaleik,? sagði Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir
13 stig, hirti 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar
í liði KR.?Við tókum miklu fleiri fundi fyrir
þennan leik. Við lögðumst alveg yfir leik
Keflavíkur og gerðum allt sem í okkar valdi
stóð til þess að mæta í þennan leik þannig að
bikarinn færi í Vesturbæ Reykjavíkur Það var
samt komið að okkur að taka titil núna. Við
töpuðum fyrir Keflavík í úrslitum Íslands-
mótsins í fyrra og þá sáum við hvernig var að
vera í þeirra sporum. Þetta var eitthvað sem
við vildum. Það tókst og tilfinningin er hreint
út sagt æðisleg.? thorkell@mbl.is
?Það var komið að
okkur að taka titil?
?VIÐ mættum í þennan leik í dag og héldum að
mótherjar okkar væru miklu lélegri en þeir eru.
Við vitum vel hvað KR getur, þannig að þetta
var bara vanmat. Við unnum þetta KR lið fyrr á
leiktíðinni með 28 stigum, en töpuðum svo
næsta leik gegn félaginu með 4 stigum. Þessi
tapaðist með 16 stigum, þannig við töpum lík-
lega næsta leik með 30 stiga mun ef leikmenn
ætla að haga sér eins og fífl líkt og raun bar
vitni í dag. Það fer auðvitað orka í að vinna upp
mun og jafna leikinn eins og við gerðum í þriðja
leikhluta. Hins vegar fannst mér mínir leik-
menn ekki vera þreyttir eftir leikinn. Þegar við
jöfnuðum voru við ekkert heldur að spila betur,
heldur hafði KR bara slakað á. Þetta er bara
spurning um hugarfar,? sagði Jón Halldór Eð-
valdsson þjálfari Keflavíkur, sem fannst lið sitt
spila langt undir getu.
?Við eigum að vera miklu betri en við sýnd-
um í dag. Þetta var grátleg frammistaða hjá
okkur.? thorkell@mbl.is
?Frammistaðan
var grátleg?
?ÉG held að spennustigið
hafi farið með okkur,?
sagði Pálína Gunnlaugs-
dóttir leikmaður Keflavík-
ur eftir tap liðsins fyrir
KR í úrslitum Subway bik-
arkeppninnar í gær.
?Við höfðum undirbúið
okkur mjög vel og ég held
að okkar mistök liggi alls
ekki í því. Við komum
mjög vel stemmdar inn í
seinni hálfleikinn og náðum að jafna metin.
Mér fannst við samt ekki þurfa að hafa mikið
fyrir því vegna þess að þá slakaði KR ein-
faldlega bara á. Tapið liggur að einhverju
leyti í því að okkar lykilleikmenn komust
aldrei almennilega í takt við leikinn, þar á
meðal ég. Það var eiginlega allt á hálfum
hraða hjá okkur. Þegar svoleiðis er, þá tapar
maður bara,? sagði Pálína. thorkell@mbl.is
?Komumst aldrei í
takt við leikinn?
Pálína 
Gunnlaugsdóttir
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@mbl.is
KR liðið hafði undirtökin allan
leiktímann og hafði forystuna í
leiknum næstum frá upphafi.
Eina skiptið sem Keflavík komst
yfir var í stöðunni 3:0 og svo ekki
söguna meir. KR-ingar virkuðu
ákaflega einbeittir og spiluðu
sem eitt lið og dreifðu álaginu vel
á milli sín. Helga Einarsdóttir,
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Guð-
rún Gróa Þorsteinsdóttir og fyr-
irliðinn Hildur Sigurðardóttir
spiluðu allar eins og herforingjar,
alveg á tánum allan leikinn. Sem
merki um það voru þær þrjár síð-
ast nefndu allar með tveggja
stafa tölu bæði hvað skoruð stig
og tekin fráköst varðar, en Helga
var einnig nálægt því.
Í upphafi síðari hálfleiks missti
lið KR þó dampinn og Keflavík
komst inn í leikinn og náði meira
að segja að jafna metin. Var leik-
urinn í járnum þar til um 6 mín-
útur voru eftir af leiknum þegar
KR-ingar spýttu í lófana á nýjan
leik og brunuðu fram úr lánlaus-
um Keflvíkingum og innbyrtu að
lokum glæsilegan 16 stiga sigur.
Fyrsti bikarinn í sjö ár
Með sigrinum í gær vann KR
bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn
í sjö ár, en liðið hafði ekki hamp-
að bikarnum síðan árið 2002.
Raunar er þetta fyrsti stóri titill-
inn hjá liðinu síðan árið 2002, því
KR hefur heldur ekki hampað
Íslandsmeistaratitlinum síðan
2002. Flestir leikmenn KR-liðsins
voru því að taka á móti sínum
fyrsta stóra titli í meistaraflokki
þegar þær veittu bikarnum við-
töku í Laugardalshöllinni síðdeg-
is í gær.
Það voru þó ekki allir leikmenn
KR að vinna bikarmeistaratitilinn
í búningi félagsins í fyrsta sinn,
því systurnar Hildur og Guðrún
Arna Sigurðardætur voru í liði
KR árið 2002 sem varð bik-
armeistari það ár. Hildur er fyr-
irliði liðsins og gerði hún 17 stig í
leiknum í gær auk þess að taka
11 fráköst og gefa 4 stoðsend-
ingar.
Systurnar hafa þó ekki verið í
herbúðum KR liðsins stanslaust
síðan félagið vann bikarinn síðast
því Hildur söðlaði um og lék á
tímabili í Svíþjóð og svo með
Grindavík og Guðrún varð að
taka sér hlé í nokkur ár vegna
þrálátra og erfiðra meiðsla.
KR hefur nú unnið bikarmeist-
aratitilinn 10 sinnum í kvenna-
flokki.
Morgunblaðið/hag
Biðin á enda KR-ingar fögnuðu bikarmeistaratitlinum með stæl í Laugardalshöllinni í gær. Liðið hafði ekki unnið titil frá árinu 2002 en KR hafði betur gegn Keflavík í úrslitaleiknum 76:60.
Verðskuldað hjá KR-konum
L52159 KR hampaði bikarnum í kvennakörfuboltanum eftir að hafa lagt Keflavík 76:60L52159 Tíundi bikar-
meistaratitillinn hjá KR L52159 Sjö ára bið KR á enda L52159 Slök byrjun Keflvíkinga varð liðinu að falli 
EFTIR glæsilega þriggja stiga körfu
Guðrúnar Örnu Sigurðardóttur fyrir
Keflavík á fyrstu sekúndum bikarúr-
slitaleiks Keflavíkur og KR í kvenna-
flokki í körfubolta í gær, fór allt í bak-
lás hjá Keflvíkingum. Skoraði lið KR
þá 20 stig í röð gegn engu stigi Kefla-
víkur og gaf tóninn fyrir skemmti-
legum og sveiflukenndum úrslitaleik
þar sem KR var þó betri aðilininn.
Vann KR að lokum 16 stiga sigur,
76:60 og hampaði bikarnum.
k á
-
nið
k-
-
n
ndir
ma
nýta
-
en
1 af
dir
ag
i
n
Keflavík ? KR 60:76
Laugardalshöllin, úrslitaleikur bikar-
keppni kvenna, Subway-bikarinn, sunnu-
daginn 15. febrúar 2009. 
Gangur leiksins: 3:20, 12:20, 17:25, 21:36,
30:40, 32:42, 35:42, 43:48, 48:50, 48:52,
51:54, 54:54, 56:60, 56:72, 57;74, 60:76.
Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir
14, Birna Valgarðsdóttir 11, Pálína Gunn-
laugsdóttir 11, Marín Rós Karlsdóttir 7,
Svava Ósk Stefánsdóttir 7, Ingibjörg Elva
Vilbergsdóttir 5, Hrönn Þorgrímsdóttir 3,
Rannveig Randversdóttir 2. 
Stig KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18,
Hildur Sigurðardóttir 17, Helga Einars-
dóttir 16, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13,
Margrét Kara Sturludóttir 6, Heiðrún
Kristmundsdóttir 4, Guðrún Ósk Ámunda-
dóttir 2. 
Dómarar: Björgvin Rúnarsson og
Einar Þór Skarphéðinsson. 
Áhorfendur: Um 700.
á
iki.
um
m
r?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8