Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 ✝ Sigríður MaggýMagnúsdóttir fæddist í Bolungarvík þann 27. ágúst 1934. Hún lést á Landakoti 8. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Krist- jánsson, f. 12.7. 1893, d. 11.6. 1970 og Júl- íana Jóhanna Magn- úsdóttir, f. 9.3. 1896, d. 18.2. 1974. Alsystk- ini hennar eru Hans, f. 28.1. 1929, d. 17.7. 1993, Kristín, f. 9.5. 1933 og Salóme Halldóra, f. 16.4. 1937. Systkini Sig- ríðar samfeðra voru Guðrún, f. 5.10. 1917, d. 23.3. 2009, Magnús, f. 5.10. 1917 d. 1917, Petrína, f. 23.8. 1918, d. 23.8. 1918, Jósíana Sigríð- aldsdóttur, f. 20.5. 1958. Börn þeirra eru: 1) Haraldur, f. 17.10 1980, sambýliskona hans er Anna Svava Sólmundardóttir, f. 24.6. 1983, sonur þeirra er Guðmundur Kristján, f. 12.2. 2008 og 2) Erla Maggý, f. 22.6 1984, sambýlismaður hennar er Arnar Steinn Karlsson, f. 10.9. 1984, sonur þeirra er Jóhann Karl, f. 19.3 2009. Sigríður Maggý ólst upp í Bol- ungarvík. Hún lauk prófi frá Hús- mæðraskólanum á Blönduósi árið 1956 og fluttist síðan til Reykjavík- ur þar sem hún bjó alla tíð. Hún vann mestan hluta ævinnar hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Hún var söngkona í Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar, en þar spiluðu hún og eiginmaður hennar gömlu dansana bæði í útvarpi og á dansleikjum. Einnig tók hún þátt í mörgum sýn- ingum á vegum Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar og var í ýmsum kórum. Sigríður Maggý verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar ur, f. 26.11. 1919, d. 25.12. 2000, Jóhannes Kristjáns, f. 31.7. 1921, d. 23.12. 2005, Helga Péturs Guð- mundsdóttir, f. 22.7. 1923, d. 17.5. 1984, Kristín f. 19.3. 1925, d. 2.9. 1931. Þann 26. febrúar 1967 giftist Sigríður Maggý Ásgeiri Sverr- issyni, f. 9.6. 1928, d. 27.9. 2008. Foreldrar hans voru Sverrir Gíslason, f. 4.8 1885, d. 24.3. 1967 og Sigurlaug Guð- mundsdóttir, f. 24.7. 1890, d. 18.3. 1971. Sigríður Maggý eignaðist einn son, Guðmund Baldvinsson, f. 15.7. 1958. Hann er giftur Helgu Har- Elsku amma okkar. Þær eru ófáar minningarnar sem við eigum um þig. Á sunnudögum fórum við alltaf í mat til ykkar afa á Háaleitisbrautina og fengum brúna súpu með eggi. Eftir matinn voru oft haldnir tónleikar þar sem við völd- um okkur hljóðfæri, afi var á harm- onikkunni og þú spilaðir á píanóið og söngst. Þetta voru gleðistundir. Oft fórum við líka út að borða á Veitingahöllina eða á Ask, nema á afmælum því þá var farið á Hard Rock. Skemmtilegast fannst okkur þeg- ar þú varst að leika í leikritum. Það að fara að sjá ömmu leika og jafnvel fá að fara baksviðs var alveg magn- að. Við vorum svo montin. Á jólun- um var líka fjör. Klukkan fjögur vor- um við farin að kíkja út í glugga þó svo að mamma væri búin að segja okkur að þið afi kæmuð ekki fyrr en klukkan sex. Jólin gátu ekki byrjað fyrr en amma og afi voru komin. Elsku amma, það er erfitt að þurfa að kveðja þig en við vitum að þér líður vel hjá afa. Við erum þakk- lát fyrir að þú hafir kynnst Guð- mundi Kristjáni og Jóhanni Karli og þær eru ófáar sögurnar sem við munum segja þeim af ykkur afa. Það var gaman að við skyldum öll hafa komið saman til að halda upp á af- mælið þitt áður en þú fórst. Góða ferð og guð blessi þig. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Haraldur og Erla Maggý. Sigríður Maggý Magnúsdóttir ✝ Björg Bogadóttirfæddist á Ak- ureyri 13. september 1926. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. sept- ember 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Friðriksdóttir frá Hánefsstöðum í Svarfaðardal, f. 23. febrúar 1886, d. 30. maí 1982, og Bogi Daníelsson frá Mel- rakkadal í Vestur- Húnavatnssýslu, f. 3. ágúst 1881, d. 10. september 1943, trésmiður og veitingamaður á Akureyri. Systkini Bjargar: Ásta Elínborg, f. 20. ágúst 1916, d. 29. mars 2009, Gunnar, f. 5. febrúar 1919, d. 29. desember 1989, Björn Frið- rik, f. 28. nóvember 1921, d. 26. maí 1922, Jóhanna Margrét, f. 14. október 1923 og Lýður, f. 16. 16. júní 1948, gift Vigfúsi Þór Árnasyni. Börn þeirra eru: a) Árni Þór, f. 4. maí 1976, kvæntur Mariko Margréti Ragnarsdóttur, b) Björg, f. 21. desember 1978, gift Reimari Péturssyni, c) Þór- unn Hulda, f. 29. apríl 1980, gift Finni Bjarnasyni. 2) Karólína Sig- fríð, f. 28. mars 1954, gift Þórði Björgvinssyni. Synir þeirra eru: a) Stefán, f. 7. júlí 1973, kvæntur Ásdísi Jónsdóttur, b) Björgvin, f. 13. október 1979, kvæntur Hörpu Hörn Helgadóttur. 3) Stefán Bogi, f. 17. júlí 1955. Sonur hans og Láru Magnúsdóttur, fv. eiginkonu hans, er Stefán, f. 23. mars 1987. Langömmubörnin eru 12 að tölu. Björg ólst upp á Akureyri og bjó þar til ársins 1954 er hún flutti til Reykjavíkur með fjöl- skyldu sinni. Allt til ársins 1991 bjó hún á Seltjarnarnesi en flutti þá í Grafarvoginn með eig- inmanni sínum og hefur búið þar síðan. Útför Bjargar verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 18. september og hefst athöfnin kl. 13. september 1925, d. 22. júlí 2003. Systk- ini Bjargar sam- feðra: Ingibjörg Dagný, f. 28. janúar 1902, d. 15. júlí 1954, Margrét Jónína, f. 13. janúar 1904, d. 9. apríl 1907, Gunn- hildur Halldóra, f. 20. maí 1905, d. 27.febrúar 1927 og Gunnlaugur Tryggvi, f. 6. sept- ember 1906, d. 22. júlí 1976. Hinn 25. desember 1953 giftist Björg Stefáni Stefánssyni, iðn- skólakennara, f. 31. desember 1928 í Neskaupstað. Foreldrar hans voru hjónin Karólína Sigfríð Stefánsdóttir, f. 14. febrúar 1906, d. 20. apríl 1984 og Stefán Jóns- son tollþjónn, f. 12. september 1895, d. 12. september 1952. Börn Bjargar og Stefáns eru: 1) Elín, f. Það var fallegur haustdagur, heið- ur himinn og sólin að setjast þegar hún Björg tengdamóðir mín kvaddi þessa jarðvist. Eins og dagurinn var hún falleg, hafði einstaka lund og ein- hverja þá bestu nærveru sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Það ríkir mikil sorg og söknuður hjá hennar nán- ustu. En vissan um að hún var hvíld- inni fegin eftir margra mánaða erfið veikindi veitir huggun. Þegar að kveðjustund kemur hrannast upp myndir og minningar um Björgu sem hugurinn geymir eft- ir þrjátíu og átta ára kynni. Ég rifja upp hjónabandssæluna sem fram var borin af húsmóðurinni með mjólkur- glasi þegar ég, ungur drengur af Skaga, fór að venja komur mínar á heimilið á Seltjarnarnesi. Þó ekki sé hægt að segja að það sé hjónabandssælunni að þakka að við Sigfríð séum gift, þá var hún lostæti sem ekki mátti missa af. Merkingin heldur áfram með sæl- una því tengdaforeldrar mínir áttu fimmtíu og fimm ára hamingjusamt hjónaband að baki og voru með ein- dæmum samrýmd. Ekki síður var það ánægjulegt og kom á óvart að fá hjónabandssælu sem eftirrétt í brúð- kaupi yngri sonarins og tengdadótt- ur í sumar. Tengdamóðir mín gaf börnum sín- um allan þann tíma og athygli sem þurfti. Í uppeldinu veit ég að þeim hjónum tókst vel til, því með um- hyggju sinni og virðingu hafa bönin sýnt þeim þakklæti sitt. Heimsóknir hafa verið tíðar enda alltaf verið tekið á móti okkur með mikilli hlýju. Tilhlökkun var einnig mikil þegar von var á þeim hjónum í heimsókn á Skagann. Þegar ekki var hægt að fara í heimsóknir reglulega vegna fjarlægðar þá töluðu þær mæðgur saman í síma daglega. Björg var einstaklega hlý og barn- góð kona og fundu drengirnir okkar og barnabörn skjól hjá henni og Stef- áni afa sem sótt var í, eins oft og þau höfðu tök á. Þrátt fyrir söknuð finn ég fyrst og fremst til þakklætis fyrir að hafa átt Björgu svona lengi sem tengdamóð- ur. Hún hefur reynst mér einstak- lega vel, verið skilningsrík og hjálp- söm í öllu sem ég hef þurft að leita til hennar með. Sérstaklega vil ég minn- ast þeirra stunda er við fjölskyldan háðum okkar baráttu, hvað þau hjón- in voru elskuleg, og ávallt boðin og búin til hjálpar í mörgum ferðum okkar á höfuðborgarsvæðið, þar sem gisting og akstur voru sjálfsögð í ljósi aðstæðna á þeim tíma. Missir tengdapabba er mikill þar sem þau Björg voru sem einn maður í öllu því sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Munum við stórfjölskyldan styðja hann eftir fremsta megni. Megi algóður Guð geyma Björgu tengdamóður mína um ókomna tíð. Þórður Björgvinsson. Þriðjudaginn 8. september sl. var einkar milt og fallegt haustveður, ekki ósvipað lundarfari ömmu á Nes- inu, milt og fallegt. Þann dag kvaddi hún okkur fjölskyldu sína í hinsta sinn, í bili að minnsta kosti. Á tímamótum sem þessum er óneitanlega margt sem kemur upp í hugann þegar ég lít yfir farinn veg og eftir sitja ótal minningar um einstak- lega góða konu. Konu sem svo sann- arlega bjó yfir stóískri ró og útgeisl- un sem ekki verður lýst með orðum. Konu sem bjó yfir sannri mann- gæsku. Eftir því sem árin líða verður mér alltaf betur og betur ljóst hversu mikil forréttindi það eru að hafa átt ömmu og afa eins og ömmu og afa á Nesinu. Ég vil fá að þakka ykkur fyrir það hversu einstaklega vel þið reyndust litlum strák af Skaganum í veikind- um sínum fyrir þó nokkuð mörgum árum. Ykkur að segja þá voru ferð- irnar með Akraborginni á spítalann suður með sjó ekki svo slæmar, enda vissi strákurinn að þeim fylgdi heim- sókn til ömmu og afa á Nesinu og þangað var alltaf gott og gaman að koma. Þar var holtið, kofinn og risa- stóri garðurinn – umhverfi sem lifir sterkt í minningunni sem sannkölluð ævintýraveröld. Ömmu fórst það einkar vel úr hendi að vera amma, sagði sögur, spilaði á spil og teiknaði myndir fyrir okkur barnabörnin. Hún var mjög flinkur teiknari og ef hugur hennar hefði staðið til að leita frekar á þau mið hefði hún náð langt, um það er ég sannfærður. Amma mín, ég þakka þér fyrir allt og ég veit að þú gætir hans afa sem fór í gegnum lífið með þér, hans miss- ir er mikill, enda voru þið með ein- dæmum samrýnd og samstiga hjón. Björgvin Þórðarson. Elsku amma Björg. Þú hefur fengið friðinn en þú varst búin að vera veik í nokkurn tíma og háðir baráttu við ýmis mein sem á endanum höfðu ósangjarnan sigur. Við hefðum svo gjarnan viljað fá fleiri ár og samverustundir með þér. Þú varst alla tíð glæsileg kona sem geislaði af kærleik. Það kemur svo margt upp í hugann þegar ég hugsa til þín, þú varst besta amma sem hægt var að hugsa sér, svo blíð og góðhjörtuð. Þú bakaðir bestu hjónabandssælu í öllum heim- inum og því er ekki furða að þið afi náðuð 55 árum í hjónabandi. Þið voruð okkur barnabörnunum einstaklega góðar fyrirmyndir og var samband ykkar gott fordæmi. Þið fylgdust alltaf vel með því sem við vorum að gera. Stórfjölskyldan er náin og við hittumst oft, hvort sem það er yfir hátíðar eða á öðrum stundum og er það ekki síst ykkur að þakka hversu náin fjölskyldan hefur verið alla tíð. Þegar ég kom í heimsóknir til ykk- ar á Seltjarnarnesið og seinna meir í Grafarvoginn var alltaf eins og ég væri kominn heim, það beið alltaf op- inn faðmur og allt var fyrir mann gert. Það er ekki sjálfgefið að hafa átt ömmu og afa eins og ykkur og ég verð ævinlega þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk með þér elsku amma. Það er mér mikils virði í minn- ingunni að þú og afi gátuð verið við- stödd brúðkaup mitt og Ásdísar fyrir rúmu ári þrátt fyrir að veikindin hafi verið farin að ásækja þig sífellt meira. Þú hafðir alla tíð gott lag á börnum og áttir auðvelt með að heilla lang- ömmubörnin þín sem þú reyndist ákaflega vel og varst svo stolt af. Líf okkar er fátækara án þín en ég veit að þú ert komin á góðan stað þar sem þú fylgist með okkur. Þú verður í huga mínum og hjarta svo lengi sem ég lifi, elsku amma. Stefán Þórðarson og fjölskylda. Elsku amma! Fallega myndin af þér. Þessi orð eru rituð hinn 13. sept- ember 2009 eða þann sama dag og þú hefðir orðið 83 ára. Nokkrum dögum áður en þú kvaddir þennan heim hengdum við Mariko upp mynd af þér og afa þar sem þið sitjið við stofu- borðið heima hjá mömmu og pabba í Logafoldinni. Myndin var tekin ekki fyrir svo löngu þannig að eðlilega varstu ekki í þínu allra besta formi og þín orð um myndina hefðu líklegast verið eitthvað á þá leið: „Ég er nú ekki nægilega vel tilhöfð á þessari mynd.“ Þegar þú varst ung var oft vitnað um glæsileika fólks á þá leið að það hefði útlit Hollywood-stjörnu. Sá frasi átti heldur betur við um þig. Ekki bara út frá því sem Guð gaf þér heldur einnig um hversu vel tilhöfð þú varst alltaf, alveg fram á síðustu daga lífs þíns. Þannig að rétt hefði það verið hjá þér að á flestum öðrum myndum varstu betur tilhöfð en þrátt fyrir það, amma, þá er þessi mynd ein fallegasta myndin af þér, myndin sem ég mun fyrst og fremst geyma af þér í mínu hjarta. Á myndinni sitjið þið afi í sömu stólunum við stofuborðið í Logafold- inni sem þið ávallt sátuð í eins lengi ég man eftir mér. Þegar ég horfi á myndina bærast í brjósti mér margar tilfinningar og upp koma margar góðar minningar. Myndin minnir mig á einn af þessum föstu góðu punktum í lífinu sem aldrei brugðust. Ég sat alltaf hinum megin við borðið og horfði á ykkur afa og aldrei brást það að ég fann fyrir mikilli hlýju sem ylj- aði mér á svo marga vegu. Hlýjan ykkar lét mig oft gleyma mínum hversdagslegu vandamálum hvort sem það voru litlu vandamálin á mín- um yngri árum eða þau stærri eftir að ég fullorðnaðist. Í brosi þínu var alltaf einhver dýpt sem sagði mér að þetta myndi allt saman fara vel. Og nú þegar ég er farinn að feta braut minninganna minnist ég allra stundanna á heimili ykkar afa á Nes- inu. Ég veit að ég tala fyrir hönd okk- ar allra barnabarna þinna þegar ég segi að það heimili var fullt af ást og stemningu. Að leika sér allan daginn í garðinum ykkar, sem fyrir okkur var einn stór ævintýraheimur, heimur þar sem við gátum falið okkur í fjöl- skrúðugum gróðri og tínt okkur síð- an jarðarber eftir að við komum í leit- irnar, er ein af mínum bestu æskuminningum. Að loknum ævin- týraferðum hvers dags gátum við verið fullviss um að okkar beið dásamlegur kvöldmatur og vel út- búnar vindsængur á stofugólfinu þar sem við barnabörnin sváfum oft öll saman. Lífið gerðist ekki mikið betra en þetta. Takk fyrir að veita okkur öll þau ævintýri, amma. Nú blasir við mér að sá fasti punkt- ur sem umrædda myndin á veggnum okkar vísar til verður einungis geymdur í minningum okkar. Þrátt fyrir að það sé sorglegt að hugsa til þess að við munum aldrei aftur eiga þessa föstu stund þá er ég mjög ham- ingjusamur að eiga þessa mynd af þér hvort sem hún er uppi á vegg eða í hjarta mínu. Þegar eitthvað bjátar á mun myndin af þér alltaf minna mig á þá staðreynd að þetta fari allt saman vel. Megi Guð varðveita þig, elsku amma. Þitt barnabarn, Árni Þór Vigfússon. Björg Bogadóttir  Fleiri minningargreinar um Björgu Bogadóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, dóttur og ömmu, BRYNDÍSAR RAGNARSDÓTTUR, Jaðarsbraut 25, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á blóðlækn- ingadeild 11-G, Landspítalanum við Hringbraut fyrir frábæra umönnun. Halldóra Sigríður Gylfadóttir, Leó Ragnarsson, Hrefna Björk Gylfadóttir, Stefán Bjarki Ólafsson, Elva Jóna Gylfadóttir, Elmar Björgvin Einarsson, Ragna Borgþóra Gylfadóttir, Arild Ulset, Erna Björg Gylfadóttir, Þórður Guðnason, Bryndís Þóra Gylfadóttir, Sigurður Axel Axelsson, Elísa Rakel Jakobsdóttir og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.