Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Íþróttir
3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009
ÞÓRUNN Helga Jónsdóttir og sam-
herjar hennar í Santos töpuðu fyrir
Botucatu, 0:2, á útivelli í síðari úr-
slitaleiknum um meistaratitil Sao
Paulo í brasilísku knattspyrnunni
um helgina. Santos vann fyrri leik-
inn á sínum heimavelli um helgina.
Þórunn lék fyrri hálfleikinn með
Santos en var tekin af velli þegar
liðið var 0:2 undir og framherji
settur inná í staðinn. 
?Það var virkilega svekkjandi að
tapa þessum leik og missa af meist-
aratitlinum því við vorum búnar að
fara taplausar í gegnum alla keppn-
ina,? sagði Þórunn við Morg-
unblaðið.
Meistarakeppnin í Sao Paulo, eða
Paulista eins og hún nefnist, er
stærsta innanlandskeppnin sem
Santos tekur þátt í. Brasilía er það
gífurlega stórt land að ekki eru
fjárhagslegar forsendur fyrir því
að ferðast um það allt til að spila í
deildakeppni.
Santos, sem varð Suður-
Ameríkumeistari í síðasta mánuði,
á enn möguleika á titli á árinu. Lið-
ið er komið í átta liða úrslit bras-
ilísku bikarkeppninnar, sem það
vann einmitt á síðasta ári þegar
Þórunn var nýgengin til liðs við
það. vs@mbl.is
Þórunn Helga
fékk silfrið
með Santos
EGGERT Gunnþór Jónsson frá He-
arts í Skotlandi og Birkir Bjarna-
son frá Viking Stavanger í Noregi
koma inní 21-árs landsliðið í knatt-
spyrnu sem mætir San Marínó ytra
þann 13. nóvember. Eggert er ný-
byrjaður að spila á ný eftir meiðsli í
haust en hann átti stóran þátt í sigri
Hearts á Celtic í síðustu viku. Birk-
ir missti af leikjum 21-árs liðsins
við San Marínó og Norður-Írland
fyrr í þessum mánuði vegna gips-
umbúða á úlnlið en hann var í hópn-
um fyrir þá leiki.
Eyjólfur Sverrisson teflir að öðru
leyti fram sama hópi og í þeim leikj-
um. Hópinn skipa, auk þessara
tveggja, markverðirnir Haraldur
Björnsson (Val) og Óskar Pétursson
(Grindavík), varnarmennirnir
Hólmar Örn Eyjólfsson (West
Ham), Hjörtur Logi Valgarðsson
(FH), Skúli Jón Friðgeirsson (KR),
Jósef K. Jósefsson (Grindavík), Jón
Guðni Fjóluson (Fram) og Elfar
Freyr Helgason (Breiðabliki),
miðjumennirnir Bjarni Þór Við-
arsson (Roeselare), Gylfi Þór Sig-
urðsson (Reading), Jóhann Berg
Guðmundsson (AZ Alkmaar), Guð-
mundur Kristjánsson (Breiðabliki),
Almarr Ormarsson (Fram) og
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki),
og framherjarnir Kolbeinn Sig-
þórsson (AZ Alkmaar) og Alfreð
Finnbogason (Breiðabliki).
Ísland er með 9 stig eftir fjóra
leiki í Evrópukeppninni. Liðið tap-
aði 0:2 fyrir Tékkum en vann Norð-
ur-Íra 6:2 og 2:1 og San Marínó 8:0.
Auk þessara liða er Þýskaland í
riðlinum. vs@mbl.is
Eggert og
Birkir með í
San Marínó
EYGLÓ Ósk Gústafsdóttir úr Ægi
setti tvö telpnamet á Fjölnismótinu
í sundi sem haldið var í Laugardals-
laug um helgina. Hún synti 100 m
baksund á 1:03,87 mínútu og var
aðeins rúmri sekúndu frá Íslands-
meti Önju Ríkeyjar Jakobsdóttur.
Hún bætti ennfremur metið í 800 m
skriðsundi um 17 sekúndur og synti
á 8:56,13 mínútum. vs@mbl.is
Eygló setti 
tvö telpnamet
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
?VIÐ erum mjög sátt við þetta þó svo
að fyrri leikurinn, sem var á laug-
ardaginn, hafi verið mjög slakur hjá
okkur. Við unnum nú samt og svo
mættum við miklu ákveðnari til leiks
í síðari leikinn í dag og lékum bara
ágætlega,? sagði Einar Jónsson,
þjálfari kvennaliðs Fram, í samtali
við Morgunblaðið eftir leikinn í gær.
Fram vann 30:20 í gær og 30:27 á
laugardaginn, en leikurinn í gær var
heimaleikur Fram. ?Við spiluðum
fínan leik í dag og fyrri hálfleikurinn
var sérstaklega góður hjá okkur og
ég er sáttur við leikinn í dag. Í fyrri
leiknum vorum við eitthvað voðalega
andlaus, en unnum nú samt þannig
að við ákváðum að gefa meira í þetta í
dag og það gekk eftir. Sigurinn var
alltaf öruggur í gær þó svo við vær-
um léleg.?
Líktist meira handbolta eftir
kvörtun við eftirlitsmanninn
?Svo var auðvitað gaman að fylgj-
ast með dómurunum, sem við vorum
rosalega óhress með. Við ræddum
við eftirlitsmanninn eftir leikinn og
lýstum yfir óánægju okkar með dóm-
gæsluna og hann var sammála okkur.
Hann ræddi greinilega við dómarana
og dómgæslan í dag var miklu eðli-
legri, þetta líktist miklu meira hand-
bolta í dag,? sagði Einar um leikina.
Hann sagði að lið sitt hefði verið í
vörn í 120 mínútur í þessum tveimur
leikjum. ?Í fyrri leiknum var þetta
sérlega áberandi, mjög langar og
hægar sóknir og þær fengu alltof
mörg tækifæri í sókninni. Hraðinn í
leiknum var bara eins og um 1980.
Þetta var alveg svakalegt og við
gerðum lítið annað en liggja í vörn.
Ég held svei mér þá að í fyrri leikn-
um hafi þær skorað megnið af mörk-
unum sínum úr vítum,? sagði Einar.
Höfum mannskap
til að ná lengra
Það var létt yfir honum enda liðið
komið í 16-liða úrslitin í keppninni.
?Við ætlum okkur lengra. Við erum
komin í 16-liða úrslitin, sem er betra
en við gerðum í fyrra og við teljum
okkur hafa mannskap til að ná lengra
í keppninni,? sagði Einar og sagði
stefnuna að sjálfsögðu setta á að
komast alla leið í mótinu.
Dregið verður í 16-liða úrslitin eft-
ir næstu helgi þegar síðari leikirnir í
umferðinni fara fram. ?Við höfum nú
aðeins kíkt á möguleikana og þeir eru
ekkert svakalega spennandi, svona
út frá landafræðinni,? sagði Einar
Jónsson, sem sagði að vel hefði verið
tekið á móti Fram í Tyrklandi. ?Það
er allt eins og það á að vera hér, fínt
hótel og allt í fínu standi,? sagði Ein-
ar.
Lítið er hægt að sjá út um vænt-
anlega mótherja en þó er nokkuð
ljóst að Göppingen frá Þýskalandi,
Besancon frá Frakklandi, Dalfsen
frá Hollandi, Zajecar frá Serbíu og
Metalurg frá Úkraínu fara áfram úr
þessari umferð, ásamt Frömurum.
Síðan bætast við 8 lið sem sátu hjá. 
L52159 Markaskor úr leiknum er að
finna á bls. 6.
Morgunblaðið/Ómar
Sigurvegarar Karen Knútsdóttir skoraði átta mörk fyrir Framara í leikjunum tveimur um helgina.
?Við vorum í vörn-
inni í 120 mínútur?
L50098 Framkonur í 16-liða úrslit Áskorendabikarsins L50098 Unnu Anadolu í Tyrklandi,
30:27 og 30:20 L50098 Hraðinn í fyrri leiknum eins og 1980 L50098 Framarar kvörtuðu
Fram er komið áfram í 16-liða úrslit
Áskorendabikarsins í handknattleik
kvenna eftir að hafa lagt tyrkneska
liðið Anadolu University í tvígang um
helgina, samtals 60:47. Báðir leik-
irnir voru í Tyrklandi þar sem Fram-
arar seldu heimaleikinn sinn, enda
talið að tyrkneska liðið yrði ekki mikil
hindrun fyrir Fram til að komast
áfram, og kom það á daginn.
Í HNOTSKURN
»
Fram er komið í 16-liða úr-
slitin í Áskorendabikar
kvenna eftir tvo sigra á Ana-
dolu, 30:27 og 30:20.
»
Átta lið sem sátu hjá og
koma beint í 16-liða úrslit
eru Tresnjevka frá Króatíu,
Issy frá Frakklandi, Buxte-
hude frá Þýskalandi, Laczpol
frá Póllandi, Knjaz Milos frá
Serbíu, Sala frá Slóvakíu,
Kastamonu frá Tyrklandi og
Podatkova frá Úkraínu.
nú unnið þrjá leiki og tapað einum á
þessari leiktíð en Björninn á enn eft-
ir að krækja í sinn fyrsta sigur.
Jón B. Gíslason starfandi þjálfari
SA var að vonum ánægður með sína
menn. ?Við spiluðum vel og þá sér-
staklega vörnina. Ofan á það bættist
að Ómar Smári [Skúlason] mark-
vörður varði vel,? sagði Jón.
Steinar Grettisson var marka-
hæstur hjá SA með þrjú mörk og
fyrrnefndur Orri gerði tvö. Helgi
Gunnlaugsson og Ingvar Þór Jóns-
son gerðu svo sitt markið hvor fyrir
gestina en þeir Úlfar Jón Andrésson
og Birgir Hansen skoruðu fyrir
heimamenn.
Kvennalið Bjarnarins og SA átt-
ust einnig við og var sú viðureign
öllu jafnari. Heimakonur í Birninum
lönduðu þar 4:3 sigri. sindris@mbl.is
SKAUTAFÉLAG Akureyrar gerði
góða ferð í höfuðborgina um helgina
og vann öruggan sigur á Birninum í
Egilshöllinni, 7:2. Það voru einungis
tæpar fjórar mínútur liðnar af leikn-
um þegar Orri Blöndal kom gest-
unum á bragðið með fyrsta marki
leiksins. Eftir það var jafnræði með
liðunum en á síðustu fimm mínútum
fyrstu lotunnar gerðu SA-menn út
um leikinn með ótrúlegum leikkafla
þar sem þeir skoruðu fjögur mörk
gegn ráðalausum leikmönnum
Bjarnarins.
Þar með má segja að úrslitin hafi
verið ráðin en Bjarnarmenn bitu
betur frá sér í öðrum leikhluta þó
engin mörk væru skoruð. Liðin
skoruðu svo tvö mörk hvort í loka-
leikhlutanum og öruggur sigur Ak-
ureyringa var staðreynd. Þeir hafa
Morgunblaðið/Golli
Fagnað Leikmenn SA gleðjast yfir einu markanna gegn Birninum.
Björninn unninn á fimm mínútum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8