Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 ✝ Valgarður Lyng-dal Jónsson fædd- ist hinn 14.11. 1916 á Þrándarstöðum í Brynjudal, hann lést á Dvalarheimilinu Höfða 1.8. 2010. Foreldrar hans voru Jón Ólafssson frá Katanesi, f. 12.5. 1896, d. 22.12. 1971, og Jónína Jónsdóttir frá Þrándarstöðum, f. 14.4. 1894, d. 17.12. 1920. Seinni kona Ólöf Jónsdóttir, f. 7.5. 1892, d. 20.4. 1983. Systkini hans: Guðrún, f. 12.2. 1918, d. 22.2. 1988, og Aðalbjörn, f. 25.11. 1919, d. 9.1. 2006. Systkini samfeðra: Ólafur, f. 10.6. 1922, d. 1.9. 2004, og Jónína Bryndís, f. 29.5. 1923, búsett á Akranesi. Valgarður giftist 4. ágúst 1944 eftirlifandi maka sínum Guðnýju Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, f. 15.2. 1922, frá Útibleiksstöðum. For- eldrar hennar voru: Þorvaldur Kristmundsson, f. 15.2. 1892, d. 15.5. 1942, og Elín Björnsdóttir, f. 28.12. 1894, d. 14.9. 1949. Börn þeirra eru; 1) Þorvaldur, f. 24.7. 1945, maki I Dröfn Sum- arliðadóttir, f. 26.7. 1944, d. 8.8. Valgarður bjó fyrstu árin í Reykjavík. 1922 flutti hann að Katanesi og bjó þar næstu 15 árin. Um tvítugt fór hann til sjós, tók vélstjórapróf og starfaði sem vél- stjóri. Er hann hætti til sjós vann hann við störf tengd sjónum, sem landformaður og vörubílstjóri. Um tíma gerði hann út vörubíl og var form. vörubílstjórafélagsins. Val- garður og Guðný hófu búskap á Akranesi 1944. Í nóvember 1953 keyptu þau jörðina Eystra-Miðfell og hófust strax handa um stækkun búsins. Nýtt íbúðarhús byggðu þau 1958. 1979 hættu þau búskap og fluttu til Akraness. Þar starfaði hann hjá Akraprjóni við skrif- stofustörf til starfsloka. Valgarður var meðal frumkvöðla og vann öt- ullega að því að byggð voru hús fyrir eldri borgara á Höfðagrund. Hann var einn af hvatamönnum þess að Dvalarh. Höfði var stækk- að og var um tíma í stjórn Höfða. Á Höfðagrund bjuggu þau í sautján ár, þar til þau fluttu inn á Höfða 2001. Valgarður var hag- mæltur og eftir hann liggur mikið kvæðasafn og tækifærisvísur. Hann var afar ritfær og ritaði margar greinar um ævina, s.s. minningargreinar, sögur o.fl. Ætt- fræði var honum hjartans mál og vann hann mikið starf á þeim vett- vangi. Hann hafði afburðagott minni og skýra hugsun fram á síð- asta dag. Útför Valgarðs fer fram frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 6. ágúst 2010, kl. 15. 1979. Barn þeirra; Friðrik Drafnar, syn- ir hennar: Halldór, Sigurður og Jónas. Maki II Valgerður Gísladóttir. f. 17.11. 1944. 2) Jón, f. 26.9. 1946, maki Heiðrún Sveinbjörnsdóttir. f. 20.3. 1948. Börn: Sig- urrós, Valgarður Lyngdal og Reynir. 3) Jónína Erla, f. 9.5. 1948, dætur hennar. Guðný Ingibjörg og Krístin Ósk Guð- mundsdætur. 4) Elín, f. 3.11. 1953, maki Bjarni Steinarsson. f. 29.5. 1956 , börn hennar: Bergný Dögg Sófusdóttir. Sigurður Þór og Sæ- dís Ösp Runólfsbörn. 5) Valdís, f. 20.3. 1958, maki Sæmundur Víg- lundsson. f. 17.10. 1957. Sonur þeirra: Brynjólfur. 6) Jóhanna Guðrún, f. 18.7. 1962, maki Bragi Guðmundsson, f. 4.11. 1945. Dætur hennar: Aðalheiður og Dagný Sif Snæbjarnardætur. 7) Krist- mundur, f. 4.3. 1965. 8) Fóst- ursonur Böðvar Þorvaldsson, f. 2.1. 1940, maki Þórunn Árnadótt- ir, f. 9.4. 1947, börn þeirra: Árni og Elín Þóra. Barnabarnabörnin eru 21. Hann faðir minn er látinn saddur lífdaga á nítugasta og fjórða ald- ursári. Ekki átti ég von á því að hann yrði svona langlífur. Frá því ég man eftir mér hefur hann ekki verið heilsuhraustur. Aðeins sex ára gamall missti hann móður sína sem setti örugglega mark sitt á hann um ókomin ár. Hann ólst upp við kröpp kjör eins og margir af hans kynslóð hafa örugglega gert. Hann var hörkuduglegur og ósér- hlífinn og vann mikið alla tíð, við misjafnar aðstæður. Hann var mik- ið snyrtimenni og lagði mikla áherslu á að vera vel til fara. Eftir að hann hætti búskap og fluttist í kaupstaðinn klæddi hann sig upp á hverjum degi í skyrtu og með bindi. Þannig leið honum vel. Hann kynntist móður minni þegar hann var um 27 ára gamall og var það hans gæfa í lífinu. Aðra eins öðling- skonu hefði hann varla getað fund- ið. Hún stóð við hlið hans í gegn um súrt og sætt alla tíð og hugsaði um hann til hinsta dags. Það var því yndislegt og vel við hæfi að þau skyldu fá að vera tvö ein þegar hann kvaddi þennan heim. Þau byggðu sér bú fyrst á Akranesi og síðan í sveit á Eystra-Miðfelli þar sem ég ólst upp. Betri æsku hefði ég ekki getað hugsað mér. Þau unnu sveitinni einstaklega vel og höfðu alltaf sterka taugar þangað. Þar áttu þau sennilega sín bestu ár þó að þeim hafi líka liðið vel á Akra- nesi. Þegar þau hættu búskap og fluttu aftur á Akranes fóru þau að ferðast um landið sitt og höfðu sér- staklega gaman af því. Ég var svo heppin að fá að ferðast með þeim þannig í nokkur skipti. Það er ómetanlegt að eiga þær minningar. Hann unni fjölskyldu sinni einstak- lega vel og barnabörnin og barna- barnabörnin voru honum sérlega kær. Hann var mjög hagmæltur og húmoristi þó að hann færi ekki hátt með það. Á afmælisdögum barna- barnanna færði hann þeim alltaf vísu þegar þau voru lítil og við hin ýmsu tækifæri í lífinu. Þær eru ófá- ar vísurnar sem hafa komið inn á mitt heimili og þær mun ég varð- veita eins og gull. Að lokum vil ég þakka þér fyrir samfylgdina, elsku pabbi minn. Takk fyrir að vera minni fjölskyldu svo góður sem þú varst. Takk fyrir að bera slíka virðingu fyrir henni mömmu sem þú gerðir. Starfsfólki Dvalarheimilisins Höfða langar mig að þakka sérstaklega fyrir þess umhyggju og elskulegheit. Guð geymi þig, elsku pabbi minn, og vaki yfir henni mömmu. Þín dóttir, Valdís Inga. Fallinn er nú frá okkar ástkæri afi, við systurnar minnumst hans og reynum að koma frá okkur fallegum minningum til heiðurs afa. Afi var stórglæsilegur maður, allt- af óaðfinnanlega klæddur, teinréttur og með þykkt og fallegt hár. Hann var vel máli farinn, vel lesinn og liggja eftir hann margar greinar og vísur. Hann var stoltur af landi sínu enda mundi hann vel eftir sjálfstæð- isbaráttunni. Reyndar var hann með ótrúlega gott minni og sagði okkur frá svo mörgu um fortíðina að önnur okkar systranna endaði í sagnfræði um tíma eingöngu vegna frábærra frásagna afa. Þegar við systurnar förum eitthvað að muna eftir okkur voru afi og amma flutt á Höfða- grundina en höfðu áður haldið bú að Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðar- strönd. Afi hætti nú samt ekki að vera bóndi og við fórum í marga bíltúra með afa og ömmu á hverju sumri þar sem afi keyrði um sveitina og skoð- aði framganginn í heyskapnum og öðru í sveitinni og sagði okkur systr- unum frá, þótt við verðum að viður- kenna að við vorum áhugasamastar um að borða kökurnar í nestinu sem við vissum að amma hefði pakkað. Talandi um kökur, við vorum nátt- úrlega sykursjúkir krakkar (eins og flestir) og hjóluðum ósjaldan til afa og ömmu til að fá að borða kökur og spila við ömmu og heimsækja svo afa á skrifstofuna hans sem var heilagur staður þar sem hann sat við skriftir og lestur og hápunktur skrifstofu- heimsóknanna var Ópalpakkinn sem maður fékk undantekningalaust. Síðustu árunum sem afi eyddi á dvalarheimilinu Höfða var alltaf gaman að heimsækja hann og heyra sögur og minni hans var alveg ein- stakt hvort sem það var á atburði úr fortíðinni eða nýliðna atburði enda hætti hann aldrei að lesa og skrifa og það hefur nú líkast til haldið við huganum. Við kveðjum ástkæran afa okkar með söknuði en fyrst og fremst gleði yfir öllum fallegu minningunum sem við eigum um hann. Lof sé þér, Guð, þín líkn ei þver, lind allrar gæsku, dýrð sé þér. Lof þér, sem veitir hjálp og hlíf, himneska svölun, eilíft líf. Lofar þig sól, þér lýtur jörð. Lífið þér færir þakkargjörð, blessi þitt nafn um eilíf ár: Einn sannur Guð og faðir hár. (Sigurbjörn Einarsson.) Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Dagný Sif Lyngdal Snæbjarnardóttir. Nú er elsku afi búinn að fá hvíld- ina sína eftir stóra og hetjulega bar- áttu. Í hans veikindum var hann eins og hetja allan tímann, sama hvað það var og gat alltaf tekið á móti öllum sínum gestum með ást og brosi. Minningarnar um hann geta ekki annað en glatt í manni hjartað, þær eru svo ótrúlega góðar. Við Dagný fórum oft til þeirra ömmu upp á Höfðagrund þar sem okkur fannst svo gott að vera, við meira að segja vorum farnar að læra það að ef við fórum á fimmtudagsmorgnum þá gátum við náð þeim áður en þau fóru í búðina, þá fórum við með og mátt- um velja okkur nesti til að hafa í bíl- túrana sem við fórum svo oft í með þeim. Að sjálfsögðu fengum við að velja líka áfangastaði, þá varð Vatnaskógur mjög oft fyrir valinu og einnig Ölver þar sem við náðum að festa bílinn í drullu svo eftirminni- lega í eitt skiptið, Dagný var nú ekki lengi að vaða út í drulluna til að ýta. Afa fannst svo frábært þegar við keyrðum í rigningu, því þá sungum við frænkur svo hátt „sól, sól, skín á mig“ og við vorum svo litlar skottur að við trúðum í alvöru að skýin væru að hlusta. Mér þykir svo gott hvernig hann náði að hvetja mann og benda manni á það hvað maður er duglegur og er að gera rétt. Þegar ég fór aftur í skóla í vor þá leyndi það sér ekki hvað hann var ánægður með mig og fannst þetta frábært hjá mér að slá til. Ég var alltaf dugleg að koma reglulega til ömmu og afa, en það dró aðeins úr því í sumar þegar ég fór að vinna mikið. En í þau skipti sem ég kom sagði hann alltaf að ég væri svo dugleg að líta aðeins inn öðru hvoru, þó svo að skiptunum hefði fækkað þá skildu þau það nú alveg. Ég fór frekar oft og stoppaði þá styttra heldur en í langar og fáar heimsóknir. Oft var ég bara að keyra framhjá og kíkti inn í nokkrar mín- útur. Okkur þótti það öllum voða gott. Og ég kem svo sannarlega til með að halda því áfram og fara í góð- ar heimsóknir til ömmu. Það var svo gott að ná að fara til hans áður en hann fór frá okkur. þegar ég frétti af því hversu veikur hann var orðinn fór ég til hans um kvöldið og sat lengi hjá honum, ég hélt í höndina á honum og talaði við hann og ömmu, mér þykir vænt um þann tíma. Það var ekki mikið sem hann gat talað þá, en það var þó smá, og hann fór að minnast á þessa tíma þegar við frænkurnar komum alltaf labbandi til þeirra, honum fannst þeir tímar jafn góðir og okk- ur, þetta eru dýrmætar minningar. Þegar ég kvaddi afa þetta kvöld gerði ég það vel og mín síðustu orð voru „sofðu vel, elsku afi minn“. Það er svo sárt að þurfa að kveðja, en hann er kominn á svo miklu betri stað núna, og líður miklu betur. Sofðu lengi, sofðu rótt. aldrei muntu vakna. Þá þú sérð að hjartað hljótt, sárt því finnst að sakna. Elsku afi, ég sakna þín. Þín Sædís Ösp. Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur um hann afa en á í erfiðleikum með það þar sem ég hef alltaf farið til hans og fengið hjálp við þær greinar sem ég hef skrifað. Foreldr- ar mínir bjuggu á Eystra-Miðfelli þegar ég fæddist og var ég svo heppin að fá að alast þar upp fyrstu árin mín í faðmi afa og ömmu. Afi var mjög heilsulítill síðustu árin enda að verða níutíu og fjögurra ára en minnið var alltaf í lagi og hann vildi gjarnan rifja upp gömlu tím- ana. Oft var talað um Miðfell en einnig sagði hann mér mikið frá fjöl- skyldunni og jafnvel fólki sem ég þekki ekki en mundi finnast ég þekkja það því hann hefur sagt mér svo mikið um það. Ég á eftir að sakna þess að setjast hjá honum og hlusta á sögur frá gömlum tímum, en ég trúi því að nú sé hann komin á betri stað og þján- ingum hans sé lokið. Ég kveð minn afa af einlægri ást öll hans kynni mér geymast. Umhyggja hans mér aldrei brást, atorkan engum mun gleymast. (BDH.) Bergný Dögg Sophusdóttir. Nú hefur elsku afi fengið hvíldina eftir langa og góða ævi. Ég á marg- ar góðar minningar um afa og sér- staklega með afa í sveitinni. Ég var aðeins 4 ára skotta þegar ég fékk að fara í sveitina til afa og ömmu fyrst og upp frá því fór ég á hverju sumri til þeirra. Það var alltaf gaman í sveitinni og vildi ég alltaf vera með afa. Skemmtilegast þótti mér að vakna eldsnemma og fara með hon- um í fjárhúsin og athuga með lömb- in, ég var alltaf vöknuð og alltaf fannst afa það sjálfsagt að ég kæmi með. Afi gerði margar vísur um ævina og gaf við ýmis tækifæri. Síðasta vísan sem hann gaf mér var í fyrra á afmælinu mínu. Þá færðu afi og amma mér mynd af sveitinni, Eystra-Miðfelli, og fylgdi þessi fal- lega vísa með: Eystra-Miðfell samt við sig. Sælt er oss að muna … Myndin þessi minni þig á æskuminninguna. (V.L.J.) Með þökk fyrir hjálp við sauðburð í gömlu fjárhúsunum í þinni bernsku. Takk fyrir samfylgdina, afi minn. Guðný Ingibjörg. Við kveðjum nú hann afa okkar með söknuði, en þó fyrst og fremst með þakklæti fyrir að hafa fengið að alast upp með honum og njóta leið- sagnar hans. Hjá afa fór aldrei á milli mála hvað væri mikilvægast í lífinu: að vera heill og sannur, heið- arlegur og duglegur, samkvæmur sjálfum sér og trúr sínu fólki. Von- andi hefur okkur auðnast að læra þessar dygðir af honum og sannar- lega reynum við sjálf að lifa eftir þeim. Þótt afi væri ekki hámenntaður sjálfur, þá var hann mikill orðsins og andans maður, víðlesinn og fróður, og vísurnar sem hann orti og sendi okkur og síðar börnunum okkar við hin ýmsu tækifæri eiga eftir að vekja hlýjar minningar hjá okkur um langa framtíð. Afi kunni líka vel að meta það að við barnabörnin skyldum rækta okkar anda með því að mennta okkur og alltaf fylgdist hann vel með og hvatti okkur óspart til dáða, hrósaði okkur þegar vel gekk og fylltist stolti þegar eitthvert okkar lauk prófi. Nú á kveðjustundu erum við full þakklætis fyrir það veganesti sem afi gaf okkur fyrir lífsins göngu. Okkur finnst viðeigandi að kveðja hann afa okkar með nokkrum ljóð- línum eftir eitt af hans uppáhalds skáldum, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Í dag skein sól á sundin blá og seiddi þá, er sæinn þrá og skipið lagði landi frá. Hvað mundi fremur farmann gleðja? Það syrtir að, er sumir kveðja. Rósa, Valgarður og Reynir. Valgarður Lyngdal Jónsson ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÓSU DANEYJAR WILLIAMSDÓTTUR, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis að, Þórðarsveig 1. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Eir þökkum við fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Gunnar Skagfjörð Sæmundsson, William S. Gunnarsson, Sigrún G. Jónsdóttir, Sæmundur S. Gunnarsson, Inga Ásgeirsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Halldór Kjartansson, Gunnar Skagfjörð Gunnarsson, Guðrún Jóhanna Rafnsdóttir, Anna Skagfjörð Gunnarsdóttir, Sigurður Daníel Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HELGADÓTTIR, Kirkjusandi 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. ágúst kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast Margrétar er bent á Minningarsjóð Grundar, kennitala 580169-1209, reikningsnúmer 311-13-700371. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helga Erlendsdóttir, Sigurður Árnason, Edda Erlendsdóttir, Olivier Manoury, Einar Erlendsson, Ásta Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.