Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 30
Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir: M/b Dagný RE-113, skipaskrárnúmer 1149, þingl. eig. Hörður Mörður Harðarson, gerðarbeiðendur Faxaflóahafnir sf. ogTollstjóri, mánu- daginn 18. apríl 2011 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 13. apríl 2011. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Seljabrekka 123762, Mosfellsbæ, þingl. eig. Seljabrekka ehf., gerðar- beiðendur Almenni lífeyrissjóðurinn, Íbúðalánasjóður og Sláturfélag Suðurlands svf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:30. Völuteigur 6, 222-8776, Mosfellsbæ, þingl. eig. D500 ehf., gerðarbeið- endur NBI hf. og Vörður tryggingar hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 13. apríl 2011. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Fellsmúli 18, 201-5736, Reykjavík, þingl. eig. Ásgeir Bjarnason, gerð- arbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Melbær 29, 204-5700, Reykjavík, þingl. eig. Bjargey Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. ogTollstjóri, mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Miðholt 3, 222-3724, Mosfellsbæ, þingl. eig. Stefán Atli Jónsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi, mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Miklabraut 68, 203-0554, Reykjavík, þingl. eig. Árni Pálsson ehf., gerðarbeiðendur NBI hf. og Vörður tryggingar hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Miklabraut 68, 203-0556, Reykjavík, þingl. eig. Árni Pálsson ehf., gerðarbeiðendur NBI hf. og Vörður tryggingar hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Miklabraut 68, 203-0560, Reykjavík, þingl. eig. Árni Pálsson ehf., gerðarbeiðendur NBI hf. og NBI hf., Þorláksh., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Miklabraut 68, 203-0561, Reykjavík, þingl. eig. Árni Pálsson ehf., gerðarbeiðandi NBI hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Mjóahlíð 12, 202-9844, Reykjavík, þingl. eig. Vignir Ari Steingrímsson, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Reykás 1, 204-6300, Reykjavík, þingl. eig. Hilmar Finnur Binder og Laufey Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Reynimelur 72, 202-6083, Reykjavík, þingl. eig. Friðbjörg Sigurðar- dóttir, gerðarbeiðandi Vífilfell hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Skipasund 21, 201-8211, Reykjavík, þingl. eig. Viðar Garðarsson, gerðarbeiðandi NBI hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Stórikriki 44, 231-0034, Mosfellsbæ, þingl. eig. þrotabú Furuás ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður ogTryggingamiðstöðin hf., mánu- daginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Stórikriki 46, 231-0036, Mosfellsbæ, þingl. eig. þrotabú Furuás ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður ogTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Stórikriki 48, 231-0038, Mosfellsbæ, þingl. eig. þrotabú Furuás ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður ogTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Súðarvogur 26, 202-3227, Reykjavík, þingl. eig. Árni Pálsson ehf., gerðarbeiðendur NBI hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Teigasel 7, 205-4565, Reykjavík, þingl. eig. Kristín Snorradóttir, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Úlfarsbraut 96, 230-6571, Reykjavík, þingl. eig. Fimir ehf., gerðar- beiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Úlfarsbraut 98, 230-2433, Reykjavík, þingl. eig. Fimir ehf., gerðar- beiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Vesturberg 74, 205-0727, Reykjavík, þingl. eig. Eva Dögg Kristínar- dóttir og Helgi Þór Sveinbjörnsson, gerðarbeiðendur Vátrygginga- félag Íslands hf. og Vesturberg 74, húsfélag, mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Vesturgata 22, 200-0458, Reykjavík, þingl. eig. Börkur Karlsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Vesturgata 52, 200-0299, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður I. Sigurgeirs- son, gerðarbeiðandi Vesturgata 52, húsfélag, mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Þverholt 9A, 221-7019, Mosfellsbæ, þingl. eig. Guðfinna Gígja Gylfa- dóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 18. apríl 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 13. apríl 2011. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur Raðauglýsingar Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 10. apríl var spilað á 10 borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 262 Ólöf Ólafsd. – Ragnar Haraldsson 246 Oddur Hanness. – Árni Hannesson 245 Austur/Vestur Gunnar Guðmss. – Sveinn Sveinss. 256 Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverr. 234 Ólöf Ingvarsd. – Sigrún Andrews 226 Næsta sunnudag, 17.4., pálmasunnu- dag, er páskamót hjá okkur. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur, Mon- rad-barómeter. Spilað er í Breiðfirðinga- búð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, mánud. 11.4. 2011. Spilað var á 13 borðum, meðalskor 312 stig. Árangur N-S Siguróli Jóhannss. – Auðunn Helgas. 374 Björn E. Péturss. – Valdimar Ásmunds. 365 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 362 Örn Ingólfsson – Örn Ísebarn 358 Árangur A-V Ragnar Björnsson – Oddur Jónss. 388 Óli Gíslason – Oddur Halldórsson 377 Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrss. 347 Hrólfur Guðmundss. – Karl Loftss. 336 Fimmtán borð í Gullsmára Spilað var á 15 borðum í Gullsmára mánudaginn 11. apríl. Úrslit urðu: N/S Guðm. Péturss. – Lúðvík Ólafsson 328 Elís Helgas. – Gunnar Alexanderss. 303 Örn Einarsson – Jens Karlsson 300 Þorsteinn Laufdal – Páll Ólason 296 A/V Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 366 Ármann J. Láruss. – Guðl. Nielsen 335 Guðbjörg Gíslad. – Sigurður Sigurðss. 300 Ernst Backman – Hermann Guðmss. 286 Skor þeirra Sigurðar og Péturs er tæp- lega 70%. Á fimmtudaginn kemur, 14. apríl, er svo spilað við Reykvíkinga. Það þýðir að næst verður spilað í Gullsmáranum mánudaginn 18. apríl. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 12. apríl var spilað á 18 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 396 Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 363 Ragnar Björnss. – Pétur Antonsson 359 Jón Láruss. – Bjarni Þórarinsson 344 A/V Jóhannes Guðmannss. – Tómas Sigurjss. 356 Sveinn Snorras. – Steinmóður Einarss. 351 Kristján Þorlákss. – Oddur Halldórss. 350 Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 347 Sparisjóðsmenn langbestir Aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavík- ur 2011 er lokið. Sparisjóður Siglufjarðar vann með yfirburðum. Lokastaðan: Sparisjóður Siglufjarðar 209 Málning 186 Garðs Apótek 173 Aron N. Þorfinnsson 170 Logoflex 168 Næst verður Butler-tvímenningur fyr- ir páska, en síðan tekur við tveggja kvölda kauphallartvímenningur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Þegar Finnbogi Guðmundsson er fallinn frá, einn af síðustu vin- unum frá bernskuáunum sem enn voru ofan moldar, reikar hugur- inn til löngu liðinna tíma og til heimilis foreldra hans, Laufeyjar Vilhjálmsdóttur og Guðmundar Finnbogasonar, við Suðurgötuna. Þau voru meðal náinna vina for- eldra minna og fannst mér ætíð jafngaman að fá að koma með þeim í heimsókn þangað og leika mér við Finnboga sem var jafn- aldri minn og yngstur í hópi fjör- mikilla systkina. Bæði voru þau Guðmundur og Laufey meðal helstu máttarstólpa í andlegu lífi bæjarins, hann snjall rithöfundur og fyrirlesari um heimspeki og bókmenntir og hún baráttukona fyrir menntun og réttindum kvenna. Það var Finnboga alla tíð metnaðarmál að rækta sem best þann menningararf sem hann hafði hlotið í foreldrahúsum. Þrettán ára gamlir settumst við Finnbogi saman í fyrsta bekk Menntaskólans þar sem við urð- um enn traustari vinir og félagar og brölluðum margt saman, og hafa þau bönd aldrei brostið, þótt samskiptin hafi verið mismikil eft- ir aðstæðum beggja í dagsins önn. Finnbogi var framúrskarandi námsmaður í Menntaskóla og að því loknu lauk hann námi í ís- lenskum fræðum við Háskólann. Nokkrum árum síðar varði hann merka ritgerð sína um Hómers- þýðingar Sveinbjarnar Egilsson- ar til doktorsnafnbótar. Mikilvægur áfangi á ferli Finn- boga hófst þegar hann var kosinn til þess að taka við nýstofnuðu embætti hákólakennara sem Vestur-Íslendingar höfðu stofnað við Háskólann í Winnipeg. Vann hann þar mikilvægt brautryðj- andastarf bæði með kennslu og kynningarstarfi meðal Vestur-Ís- lendinga. Eftir að heim kom var efling menningartengsla Íslend- inga beggja vegna hafsins honum sérstakt áhugamál. Mesti ávinn- ingur Finnboga af dvölinni vestra var þó að kynnast verðandi eig- inkonu sinni, Kristjönu Helga- dóttur, sem var þar við fram- haldsnám í barnalækningum. Finnbogi Guðmundsson ✝ Finnbogi Guð-mundsson, fyrrverandi lands- bókavörður, fædd- ist í Reykjavík 8. janúar 1924 og ólst þar upp. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Holtsbúð í Garðabæ aðfara- nótt 3. apríl 2011. Útför hans fór fram frá Dómkirkj- unni 11. apríl 2011. Eftir að þau gengu í hjónaband fluttu þau heim til Íslands og eignuðust fallegt heimili í Hafnarfirði. Kristjana var mikil merkiskona og voru þau samstillt og yndisleg heim að sækja og áttum við Dóra þar margar gleðistundir. Var það Finnboga mikið áfall að missa hana langt um aldur fram. Meginkaflinn í lífsstarfi Finn- boga hófst, þegar hann fetaði í spor föður sins og tók við starfi landsbókavarðar sem hann gegndi í þrjá áratugi. Var orðið þröngt um starfsemi Landsbóka- safnsins, þegar hann hóf þar störf. Honum var því mikið gleðiefni þegar Alþingi ákvað að reisa nýja þjóðarbókhlöðu í tilefni ellefu alda afmælis Íslands byggðar. Gekk hann að undirbúningi byggingar- innar af miklum áhuga. Það voru því mikil vonbrigði hve seint verk- ið sóttist vegna naumra fjárveit- inga, svo að því varð ekki lokið fyrr en tveimur áratugum síðar. Hann gladdist innilega að verk- lokum, þótt starfsævi hans væri þá að ljúka og hann fengi aldrei að njóta þess að starfa í hinu nýja húsi. Að leiðarlokum sendum við Dóra Helgu Laufeyju og öðrum ástvinum Finnboga hlýjar kveðj- ur um leið og við minnumst ævi- langrar vináttu góðs drengs. Jóhannes Nordal. Dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður var stórmerkur fræðimaður, og ég undraðist af- köst hans á vettvangi fræðanna sem hann sinnti með mjög eril- sömu embætti. Það eru liðin nokkur misseri síðan ég kvaddi þennan góðkunn- ingja minn í síðasta sinn; heilsa hans var þá tekin að bila, en áhug- inn brennandi sem fyrr. Ég var honum þá innan handar með að koma brjóstmynd af föður hans, dr. Guðmundi Finnbogasyni (eftir Ríkarð Jónsson), í vörslu Kenn- araháskólans. Þar vildi Finnbogi að myndin fengi samastað til frambúðar. Þessi brjóstmynd skipar nú virðulegan sess í and- dyri Kennaraháskólans við Stakkhlíð (sem reyndar er orðinn hluti af Háskóla Íslands). Það er vel við hæfi því að dr. Guðmundur var frumkvöðull og eldhugi á sviði skólamála í sinni tíð. Þannig heiðraði Finnbogi minningu föður síns, ekki aðeins í þetta sinn, heldur á margvíslegan annan máta. Eitt af því sem þeir feðgar áttu augljóslega sameigin- legt var tryggð þeirra við Vestur- Íslendinga. Árið 1930 stóð dr. Guðmundur að útgáfu glæsilegr- ar bókar (Vestan um haf) með úr- vali bókmenntatexta vestur-ís- lenskra skálda. Og Finnbogi gerðist fyrsti prófessor við ís- lenskudeild Manitobaháskóla, þá kornungur maður. Þegar ég var löngu síðar við nám í Winnipeg heyrði ég marga Vestur-Íslend- inga minnast dvalar hans og starfa þar vestra. Eitt afreka hans var að gefa út stórfróðlega bók með ritgerðum valinkunnra Vestur-Íslendinga um foreldra sína, landnámsmenn í Norður- Ameríku (Foreldrar mínir, 1956). Síðar gaf hann út þriggja binda verk með bréfum til Stephans G. Stephanssonar. Þá fyrst gafst kostur á að kynnast þeirri sam- ræðu sem fram fór milli Stephans G. og vina hans, því að fram að því höfðu einungis bréf Stephans ver- ið aðgengileg. Finnbogi var um árabil í forsvari fyrir nefnd á veg- um ráðuneytis um samskipti við Vestur-Íslendinga. Ég naut þess árið 1988, þegar hann stóð fyrir því að ég færi til Markerville í Al- bertafylki í Kanada til að vera þar fulltrúi okkar við hátíðahöld í til- efni af hundrað ára afmæli Íslend- ingabyggðar þar um slóðir. Þarna hitti ég m.a. Rósu, dóttur Kletta- fjallaskáldsins, og minnist ég þess hvað hún talaði undurfallega ís- lensku. Finnbogi var ekki aðeins stór- virkur í málefnum og fræðum Vestur-Íslendinga. Hann vann einnig afrek á sviði fornra fræða. Útgáfa hans á Orkneyinga sögu er t.d. þrekvirki að mínum dómi. Þar koma fram afar athyglisverð- ar hugmyndir um uppruna sög- unnar. En einhvern veginn finnst mér eins og þær hafi farið framhjá mörgum – enn sem kom- ið er að minnsta kosti. Kannski vorum við yngri mennirnir, sem glímdum við gömlu fræðin, ekki nógu duglegir að vekja athygli á þessu verki og „breiða út boð- skapinn“. Með Finnboga Guðmundssyni er genginn einn snjallasti fræði- maður 20. aldarinnar á sviði ís- lenskra fræða. Ég minnist hans með miklu þakklæti. Baldur Hafstað. Enn er höggvið skarð í frænd- garðinn með láti Finnboga föður- bróður míns. Er söknuður að hon- um og öllu því góða frændfólki af hans kynslóð sem kvatt hefur þennan heim. Ég ólst upp við frændrækni og kynntist því mörgum frænkum og frændum af kynslóð foreldra minna og einnig minnar eigin sem ég met mikils. Sem barn bjó ég á Siglufirði og hitti því ættingja mína hér syðra sjaldnar en skyldi. Ég minnist Finnboga fyrst þegar hann kom eitt sinn að Munkaþverá þar sem ég var í sveit fimm, sex ára, hjá frændfólki okkar. Fannst mér skrýtið hvað þessi maður var líkur pabba mínum og gerði ég mér lík- lega ekki alveg grein fyrir skyld- leikanum þá. Seinna átti ég eftir að kynnast betur þessum ljúfa, glaðlega og góða frænda mínum. Á sínum yngri árum var Finn- bogi öflugur íþróttamaður. Spilaði hann handbolta með KR og var einnig flinkur á skautum enda stutt að fara úr Suðurgötunni þar sem fjölskyldan bjó og niður á Tjörn. Íþróttaáhuginn fylgdi Finnboga alla tíð og hafði hann mjög gaman af að ræða þau mál við KR-inginn son minn þegar hann leit inn hjá okkur. Finnbogi var kvæntur Krist- jönu Helgadóttur barnalækni. Þau byggðu sér einstaklega fal- legt hús í hrauninu rétt við Sól- vang í Hafnarfirði. Þar átti Finn- bogi skemmtilegt athvarf innan um bókakost sinn og Kristjana ræktaði garðinn sem var ósnortið hraunið, með fjölbreyttum teg- undum plantna. Í hvert sinn sem maður kom var farið út í garð að sjá nýju plönturnar sem bæst höfðu við og gróskuna í þeim eldri. Ég man vel hvað fjölskyldan gladdist þegar Finnbogi og Krist- jana eignuðust dótturina Helgu Laufeyju árið 1964. Varð hún for- eldrum sínum mikill gleðigjafi. Helga Laufey hefur helgað sig tónlistinni og dóttir hennar, Rósa, nemur hönnun og söng. Á heimili Finnboga og Kristjönu kom Selma Jónsdóttir, sem unglingur, til dvalar. Tengdist hún þeim og Helgu Laufeyju ævarandi tryggðaböndum. Kristjana lést árið 1984, aðeins 63 ára að aldri. Eftir lát hennar bjó Finnbogi áfram í Hafnarfirði þar til honum var gert að láta hús sitt af hendi vegna breikkunar Reykjanesbrautar fyrir nokkrum árum. Fannst mér frændi taka þessum atburði með ótrúlegu jafnaðargeði. Hann fluttist þá vestur í bæ í næsta nágrenni við gamla íþróttafélagið sitt og okkur. Varð þetta til þess að fundum okkar bar oftar saman en áður. Leit frændi oft inn og var notalegt að spjalla við hann um heima og geima. Hann var afar fróður og ótrúlega minnugur og gat rakið sögur og viðburði svo ekki sé talað um ættir aftur á bak og áfram. Finnbogi var lengst af vel á sig kominn, sá um sig sjálfur og eld- aði sína ýsu en þegar halla tók á heilsu hans flutti hann sig um set í íbúð við Sunnuhlíð í Kópavogi og síðar á hjúkrunarheimilið Holts- búð í Garðabæ þar sem hann lést hinn 3. apríl sl. Ég og fjölskylda mín minnumst Finnboga frænda með hlýju og þakklæti fyrir samfylgdina um leið og við sendum Helgu Lauf- eyju, Rósu og öðrum ættingjum einlægar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Finnboga Guð- mundssonar. Sigríður Vilhjálmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.