Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
?Bíddu, er sem sagt
allt sem Björk gerir
óumdeild snilld?? Og svar
mitt er: ?Uuu ? já.? 40 
»
Á laugardag flytur Gunnar Hilm-
arsson (Andersen & Lauth) fyrir-
lestur um Indriða Guðmundsson
klæðskera í Listasafni Kópavogs -
Gerðarsafni kl. 14:00. Fyrirlesturinn
er haldinn í tilefni af því að Fata-
hönnunarfélag Íslands veitti Indr-
iðaverðlaunin í fyrsta sinn á opnun
tíu ára afmælissýningar félagsins í
Gerðarsafni 8. október sl. Verðlaun-
in, sem verða framvegis veitt annað
hvert ár þeim fatahönnuði sem þykir
hafa skarað fram úr, eru kennd við
klæðskerann Indriða Guðmundsson
heitinn, sem var mikill talsmaður
fatahönnunarverðlauna á Íslandi.
Indriði útskrifaðist úr Iðnskól-
anum í Reykjavík 1992 og kenndi
síðan klæðskurð við skólann 1994-
2000 og síðar við Listaháskóla Ís-
lands ásamt því að starfa við bún-
ingagerð. Árið 2000 hóf Indriði störf
sem sjálfstætt starfandi sniðgerð-
armaður fyrir íslenska hönnuði og
verslanir. Hann var einn af stofn-
endum Hönnunarfélags Íslands. Ár-
ið 2003 stofnaði Indriði verslun við
Skólavörðustíg í Reykjavík. Árið
2006 flutti hann verslun sína til
Kaupmannahafnar og rak hana þar
til hann lést 30. desember sama ár.
Gunnar Hilmarsson hefur hannað
fyrir fyrirtæki á borð við Nokia, Top
Shop, Jack & Jones, Birger et Mikk-
elsen og All Saints og starfar nú sem
yfirhönnuður hjá Andersen &
Lauth. Hann er fyrrverandi formað-
ur Fatahönnunarfélags Íslands og
Hönnunarmiðstöðvar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hönnuður Indriði Guðmundsson
klæðskeri og hugsjónamaður.
Fyrirlestur
um frum-
herja
Fjallað um Indriða
Guðmundsson
Pétur Blöndal 
pebl@mbl.is
?Ég er mjög ánægð með hvernig til
hefur tekist,? segir Helga Thors
viðburðastjóri hjá Saga Film, sem
stýrði uppsetningu íslenska skálans
á bókastefnunni í Frankfurt. 
?Þetta hefur gengið ótrúlega vel;
verkefni sem byrjaði á blaði og er
orðið risastórt. Og það er gaman að
finna hversu ánægt fólk er með út-
komuna.?
Bóklestur á 13 skjáum
Upphafið má rekja til þess, að
fyrir ári síðan lögðu Magnús Viðar
Sigurðsson, framleiðslustjóri Saga
Film, Páll Hjalti Hjaltason arkitekt
og Finnbogi Pétursson myndlist-
armaður leið sína til Frankfurt og
skoðuðu sýningu Argentínu, sem þá
var heiðursgestur. 
Ástæðan fyrir því að þremenn-
ingarnir voru fengnir til starfans
var sú að Sögueyjan Ísland, sem
sér um þátttökuna í Frankfurt, vildi
setja upp expo-skálann sem hafði
verið á heimssýningunni í Kína. 
?Þeir hönnuðu svo sýningu í
kringum hann sem passaði bóka-
stefnunni og úr varð bóklestur á
þrettán skjáum, þar sem 26 bóka-
unnendur lásu úr sinni eftirlæt-
isbók ? og við ritstýrum því ekki,?
segir Helga. 
?Sögueyjan hleypti verkefni af
stokkunum þar sem öllum Íslend-
ingum gafst kostur á að senda ljós-
mynd af heimilisbókasafninu sínu
inn á heimasíðu Sögueyjunnar, þar
er mörg hundruð mynda safn og
síðan var valið fólk af þeim lista
sem Ragnar Agnarsson leikstjóri
hjá Saga Film sótti heim með töku-
teymi. Fólk las í hljóði í tuttugu
mínútur og svo eina mínútu upp-
hátt. Afraksturinn er svo spilaður
hér á þrettán risaskjáum, sem eru
níu metrar á breidd og sex metrar
á hæð, og úr verður mikil drama-
tík.?
Kirkjuleg upplifun
Og andstæðurnar eru miklar. 
?Fyrir utan salinn er ofboðslega
mikill skarkali og öngþveiti, kalt og
hvítt, en svo gengur fólk inn í þetta
hlýja og myrka rými. Það er ekki
annað hægt en að fyllast lotningu,
þetta er svolítið kirkjuleg upplifun,
sem gerir það að verkum að fólk
nálgast sýninguna af virðingu og
fer jafnvel að hvísla þegar það kem-
ur inn. 
Fólki líður þar af leiðandi vel,
það notar tækifærið, tyllir sér og
hvílir sig eftir þrammið um stóru
sýningarskemmurnar. Barinn á
sýningunni heppnaðist líka vel. Við
fórum á milli antíkverslana og
sönkuðum að okkur notuðum hús-
gögnum fyrir 400 fermetra rými og
sköpuðum þar einstaklega kósí
stemmningu sem hefur verið vel
nýtt.? 
Gæti orðið yfirfullt
Mestur hluti sýningargesta kem-
ur um helgina á bókastefnuna þeg-
ar hún verður opnuð almenningi.
En Helga kvíðir því ekki. 
?Við höfum náð að anna gest-
unum hingað til, en um helgina er-
um við ansi hrædd um að allt verði
yfirfullt, því heiðursgestsrýmið er
miklu vinsælla en undanfarin ár.
Við vitum því ekki alveg hvernig
þetta fer,? segir hún og hlær. ?En
mér finnst það bara jákvætt ef allt
verður yfirfullt og einhverjir þurfa
frá að hverfa ? eftirspurnin er þá
að minnsta kosti fyrir hendi.? 
Þó að undirbúningurinn stæði í
ár, tók aðeins tíu daga að koma upp
sýningunni í íslenska skálanum.
?Það var gaman að sjá þetta rísa á
tíu dögum,? segir Helga. ?Fyrst var
þetta eins og kaldur íþróttasalur
með ljósu parketi og risagluggum,
en í dag stígurðu inn í myrkahelli.
Það er ótrúlegt hvað þetta gerðist á
skömmum tíma, enda unnu 30
manns frá Frankfurt dag og nótt
við uppsetninguna.? 
Og brotið er blað með því að
hleypa lesandanum inn í sýninguna.
?Það skín í gegn í fjölmiðlaumfjöll-
uninni hvað við höfum komið á
óvart með þessari framsetningu,?
segir Helga. ?Lesandinn er í önd-
vegi hjá okkur, en undanfarin ár
hefur verið horft meira til fram-
leiðslunnar. Við höfum heyrt frá
Simone Bühler, sem situr í stjórn
bókastefnunnar, að þetta hafi
bjargað heiðursgestsdagskránni, en
talað hafði verið um að leggja hana
niður, kostnaðurinn væri of mikill
og þetta skilaði ekki nógu miklu.
En nú hefur Ísland endurlífgað
þennan lið í dagskrá bókastefn-
unnar.? 
Hugmynd sem byrjaði 
á blaði og varð risastór
L50098 Íslenski skálinn
settur upp á 10
dögum ?Ekki and-
laust auglýsinga-
skrum?
Morgunblaðið/Kristinn
Bókamessan Helga Thors, sem stýrði uppsetningu íslenska skálans, er ánægð með hvernig til hefur tekist. 
S
ýningunni Ný list verður til
undir sýningarstjórn Jóns
Proppé á Kjarvalsstöðum
er ætlað að varpa ljósi á
andrúmsloftið og hina nýju myndlist
sem var að fæðast hérlendis á
miðjum sjöunda áratugnum. Þetta
er tímabilið þegar landslags-
málverkið var hætt að svara kröfum
tímans, áratuga blómaskeiði af-
straktlistarinnar að ljúka, allar gátt-
ir opnar og ný áhrif flæða á milli list-
greina eins og segir í sýningarskrá.
Á sýningunni eru hátt í þrjátíu verk
listamanna úr ýmsum áttum ásamt
skyggnusýningu ljósmynda frá lista-
sýningu á Skólavörðuholtinu. Þá eru
myndbandsviðtöl við sex ein-
staklinga sem segja frá andrúmslofti
myndlistarinnar á þessum árum sem
allir upplifðu spennandi breytingar,
á þó mismunandi forsendum.
Það fer ekki á milli mála að und-
irliggjandi átök eiga sér stað þegar
ríkjandi kerfi gliðnar og ný hug-
myndafræði er að mótast. Kannski
má segja að frelsið og opnu gáttirnar
hafi verið tímabundin og kerfið
fundið sér nýjan farveg til að
storkna í og það sé einmitt í þeim
farvegi sem þetta tímabil er skoðað
og sett fram á þessari sýningu. Alla
vega þá saknar maður þess að upp-
lifa skýrari merki í sýningunni um
þau menningarpólitísku átök sem
áttu sér stað, tímabundna frelsið og
skörunina milli listgreinanna og að-
komu listmiðla á borð við grafík og
vefnað og leirlist. Slíkir miðlar voru
ekki hátt skrifaðir og m.a. notaðir á
virkan hátt sem framlag róttækra
listamanna, ekki síst kvenna, á tím-
um þar sem barátta fyrir almennum
borgaralegum réttindum, barátta
gegn stríði og barátta fyrir rétt-
indum kvenna voru á margan hátt
hugmyndafræðilega sama baráttan.
Þrátt fyrir að mörg forvitnileg
verk og viðtöl séu á sýningunni þá
virðist það vera skortur á sjón-
arhorni eða söguleg einföldun sem
þynnir sýninguna út miðað við þær
forsendur sem gefnar eru og kynnt-
ar sem grundvöllur sýningarinna.
Það var víst ýmislegt annað að gerj-
ast í listalífinu en úrelt landslag og
afstrakt á undan SÚM hópnum eins
og lesa má í þeim örfáu orðum sem
fylgja sýningunni. Þótt nú sé komin
út vegleg íslensk listasaga þá er ekki
boðlegt hjá Listasafni að sleppa því
að fylgja sýningum, sögulegum eða
samtímalegum, eftir með rituðu
máli.
Ný list verður til 
bbbnn
Sýningarstjóri Jón Proppé. Yfirlitssýn-
ing á íslenskri myndlist frá sjöunda ára-
tugnum á Kjarvalsstöðum. Sýningin
stendur til 6. nóvember 2011 Opið alla
daga frá kl 10-17.
ÞÓRA 
ÞÓRISDÓTTIR
MYNDLIST
Breytingar Sigurður Guðmundsson, Kyrrlífismynd (Blómakarfan), 1968.
Fæðing nýlistar ? sjónarhorn
?Ísland og leyndarmál lestr-
arins: Sjaldan hefur nokkurt
land náð öðrum eins árangri á
bókasýningunni í Frankfurt,?
var fyrirsögn dagblaðsins Süd-
deutsche Zeitung á fimmtudag. 
Og í Frankfurter Allgemeine
Zeitung á miðvikudag hljóðaði
lýsingin þannig á því hvernig til
hefur tekist: 
?Íslenski skálinn er alveg laus
við ódýr brögð, markaðs-
hrópandi framsetningu, glymj-
andi áróður hinnar fögru nýju
rafrænu veraldar. Og allt þetta
taugadrepandi og andlausa
auglýsingaskrum. Sú vitund
sem einu sinni gilti um bóka-
sýninguna í heild sést hér í
hreinleika sínum: Bókmenntir
eru sérstök vara sem verður að
meðhöndla af varfærni og inn-
lifun.?
Varfærni og
innlifun
ÞÝSK DAGBLÖÐ

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44