Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 32

Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 32
Vill kirkjan styðja onur? Vera lagði eftirfarandi spurningar fyrir prestana fjóra sem hafa gefið kost á sér í komandi biskupskjöri. 1. Hvernig vilt þú bæta stööu kvenna innan kirkjunnar? 2. Þjóðkirkjan hefur ekki enn sett sér jafnréttisáætlun. Munt þú beita þér fyrir því aö þaö veröi gert, ef þú verður kjörin/nn biskup? Hverju finnst þér eðlilegt að stefna aö í slíkri áætlun? 3. Vilt þú aö kirkjan taki upp „mál beggja kynja“, þ.e. aö textum biblíunnar, sálmum og helgisiöum kirkjunnar veröi breytt þannig aö talaö sé jafnt til beggja kynja? 4. Hvert finnst þér vera mikilvægasta hlutverk biskups? ^^"""^v/tftaöa kvenna innan kirkjunnar er sterk f 'Q aö því leyti aö þar hafa þær í gegnum natgvísleg störf sín lykilaöstööu í fjöl- öVtyT',lmörgum söfnuðum. Fyrirferö kvenna í 'lrstörfum safnaðanna er þó ekki í sam- /ræm\ viö áhrif þeirra I svonefndri kirkju- stjórn. Á þessu misræmi þarf aö vinna bót. í fljótu bragði sýnist mér eðlilegast að konur sæki fram ! kosningum til kirkjuþings og þá í framhaldi af því til setu í kirkjuráði. í fyrirsjáanlegri framtíö eru þetta hinar helstu valdastofnanir kirkjunnar. Þegar við segjum þetta, kemur óneitanlega upp I hugann aö vandi kvenna hvað vaðar áhrif í kirkjunni er aö mörgu leyti svipaður og vandi þeirra I stjórnmálum og þjóðfélaginu yfirleitt. Miðað við mikla þátttöku sína í störfum sóknarnefnda, kirkjulegra félaga, kirkjukóra og ýmsu kirkjulegu sjálfboðaliöastarfi, hafa konur bæði rétt og alla buröi til aö láta meira fyrir sér fara innan stjórnkerfis kirkjunnar. Þar þurfa þær aö sýna mátt samtakanna og þá er ég líka viss um að þeim verður ekki illa tekiö. Sjálfur hef ég starfað í kirkju- sókn þar sem öll sóknarnefndin var konur. í tíö þeirr- ar sóknarnefndar var tekið á ýmsum verkefnum, í við- komandi söfnuði, sem höföu lengi verið vanrækt. Þaö eru því ekki aðeins tilfinningaleg rök sem ég hef fýrir því að auka skuli áhrif kvenna í stjórnkerfi kirkj- unnar, heldur einnig hagnýt rök sprottin úr eigin reynslu. 2. Eflaust þarf kirkjan aö móta sér jafnréttisáætlun. Þar þarf aö gæta að jafnrétti kynjanna en einnig aö jafnrétti yfirleitt meöal þeirra sem hafa það aö at- vinnu aö starfa hjá kirkjunni. Við höfum tilmæli Lúth- erska heimssamhandsins um að gætt sé jafnræðis í skipan nefnda. Sjálfur vil ég beita mér fyrir því aö þeim tilmælum sé sinnt. Um jafnrétti meðal presta er flóknara að tala. í stéttinni þurfum við að gá að jafnrétti kynja ogjafnrétti einstaklinga miðað við ald- ur, menntun og reynslu svo að eitthvaö sé nefnt. Hvað prestana varðar veröur erfitt aö tryggja nokkurt jafnrétti meöan við búum við prestskosningar. Ég mun því beita mér fyrir endurskoðun á reglum um veitingu prestakalla. Annars verður það ekki eins manns verk að móta jafnréttisáætlun. I því efni eiga biskupar líka að hlusta á þá sem málefniö varðar. 3. Ég hef lengi haldið því fram að okkur beri, aö minnsta kosti! textum helgihaldsins, að foröast kyn- greinandi orðalag eftir því sem unnt er og æskilegt. Þurfum viö ekki langt aö leita fyrirmynda í því og bendi ég í því sambandi á Lúthersku kirkjuna í Bandarikjunum. Sjálfur hef ég reynt að komast hjá slíku orðalagi, eins og margir þrestar. Þetta eru hlut- ir sem leiðrétta má fyrir atbeina helgisiöanefndar. 4. Hið mikilvægasta hlutverk biskups er að boöa Guðs orö og leiöa helgihaldið. Hann á ! öllu sem hann gerir að leitast viö aö varðveita einingu kirkj- unnar /junncu' .9</‘fW{ýún&&on m Ég tel að bæta þurfi stöðu kvenna í stjórnkerfi kirkjunnar og greiða fyrir auknum áhrifum þeirra á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Reyndar tel ég að áhrif kvenna fari ört vaxandi innan kirkjunnar meö aukinni menntun þeirra á sviði guð- fræði, það hefur áhrif á kirkjuna í heild. Hins vegar eru konur ennþá alltof fáar á kirkjuþingi og engin kona er í kirkjuráði. Þessu þarf að breyta. Meðalald- ur kvenna í prestastétt er enn lágur en innan skamms hljóta konur að láta meira til sín taka þar. Hér þarf að greiða götur kvenna til áhrifa en einnig veltur mest á því að konur séu reiðubúnar til að axla meiri ábyrgð en hingað til. Ég myndi gera mitt til að flýta þessari þróun, við þurfum fleiri konurí leiðtoga- stöður, kirkjunnar vegna, það myndi breyta svip hennar og auka áhrif hennar. 2. Ég tel hugmyndina um jafnréttisáætlun góöa og gilda og finnst líklegt að slík hugmynd flýtti fyrir auknum áhrifum kvenna í kirkjunni á öllum sviðum. Ég myndi því hiklaust skoða slíkar hugmyndir vand- lega og kalla konur og karla til starfa viö framkvæmd hennar. 3. Textar kirkjunnar eru einkum þrenns konar fyrir utan ræður prestanna: Biblían, handbókartextar og sálmar. Alls staðar þarf að huga mjögvandlega að mál- fari með hliðsjón af kvenkyns- og karlkynstáknum og hugtökum. Auðveldast er um breytingar ! handbókar- textum og ræðum, þar þarf að vinna markvisst að end- urbótum. Handbókin frá 1981 er langt á eftir tímanum í þessu efni og textar hennar sýna engin áhrif þeirrar hugsunar að gæta veröi aö meðferö karlkyns- og kven- kynstákna, þar er ekki reynt aö stilla karlkynstáknmáli um Guð í hóf, t.d. í bænum. Guð er vissulega hvorki karl né kona, en það táknmál sem viö notum er mótaö af karlhugsun, hún þarf ekki aö hverfa enda kenndi Jesús lærisveinunum Faðir vor, en henni þarf að halda í skeflum og nota ætti táknmál sem vísar hvorki til karla né kvenna. Vandinn er meiri í Biblíunni en þó er þess gætt! þeirri Biblíuþýðingu, sem nú er í vinnslu, aö taka tillit til málfarsins. Mestur er vandinn í gömlum sálm- um, þar tel ég óráðlegt að breyta nokkru. 4. Ég tel það eitt mikilvægasta hlutverk biskuþs að vera hvetjandi, hann situr í áhrifaembætti. Hann á aö opna dyrnar inn í kirkjuna fyrir hollum og skapandi á- hrifum. Biskup þarf að beita sér fyrir þv! að kirkjan verði þjóöleg og alþjóðleg menningarstofnun eins og sterk hefð er fyrir hér á landi og hann á aö beita sér fyrir því að hún taki vitsmunalegan þátt í þjóömála- umræðunni. Kirkjan hefur lækkað flugið á undan- förnum áratugum og þv! þarf að breyta með nýjum guöfræðilegum áherslum, nýrri stefnumörkun og nýj- um mönnum. Hún þarf nýja ímynd, hún þarf að veröa ferskt og skapandi afl í íslensku þjóölífi. Til þess hefur hún alla möguleika, meöal annars með því að nýta betur krafta kvenna! 32 v ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.