Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 6
Ina May Gaskin á íslandi Helga Harðardóttir Ijósmóðir og Sigrún Kristjánsdóttir Ijósmóðir Ina May Gaskin á Þingvöllum ásamt þeim Sigrúnu Kristjánsdóttur formanni frœðslunefndar og Guðrúnu Kormáks- dóttur úr frœðslunefnd. Þœr sýndu henni gullna hringinn að lokinni ráðstefnunni á Grand Hotel sem haldin var í tilefni af komu Inu May hingað til lands í lok september 2003. Ti! liœgri má sjá teppi sem Ina May hefur saumað i minningu kvenna sem hafa látist af völdum inngripa eða aukaverkana eftir inngrip í fœðingu. *■ Það var mikill heiður og lærdómsrík upplifun að fá til landsins þekkta og áhrifamikla ljósmóður frá Bandaríkjunum, Inu May Gaskin. Upphaflega var það fyrrum formaður fræðslunefndar Sigríður Sía Jónsdóttir sem hafði sambandi við Inu May í lok árs 2001. ísland var þá sett á, annars þétt setinn, lista yfir lönd sem Ina May ferðast til, heldur fyrirlestra og miðlar hugmyndafræði sinni um náttúruvæðingu í fæðingum. Fyrir um það bil ári var ljóst að Ina May myndi koma til landsins í september 2003 og var því ekki úr vegi að skipuleggja myndarlega ráðstefnu í kringum komu hennar. Auk fræðslunefndar ljósmæðrafélagsins tók námsbraut í ljósmóðurfræðum frá HÍ, þátt í undirbúningi að þessari ráðstefnu, sem haldin var dagana 25.-26. september. Ráðstefnan bar yfirskriftina “Eðlilegar fæðingar í nútímasamfélagi”. Yfir 100 ljósmæður sóttu ráðstefnuna sem tókst vel í alla staði. Fyrir hönd ljósmóðurnámsins sat Ólöf Ásta Ólafsdóttir í ráðstefnunefnd. Ina May dvaldi á Islandi í eina viku og var sá tími mjög vel nýttur. Helsta hlutverk Inu May var að sjálfsögðu á ráðstefnunni en þar var hún aðalfyrirlesari báða dagana. Einnig var hún með opinn fyrirlestur á vegum Háskóla íslands um kynhormóna og fæðingar, sem hún nefndi: “það sem kemur því inn, kemur því út”. Ina May fór einnig í heimsókn á miðstöð mæðravendar, kvennadeild LSH og heilbrigðisstofnunina á Selfossi. Ina May hélt fund með læknum á kvennadeild LSH og ljósmæðranemum HÍ. Fjölmiðlar sýndu Inu May mikinn áhuga og voru bæði tekin viðtöl við hana fyrir sjónvarp og dagblöð. Á fundum þessum sagði Ina May sögu sína, um sína eigin reynslu sem ljósmóðir, hún fjallaði um heimafæðingar, fullnægingar í fæðingum, húmor í fæðingum og margt fleira. Utan hins fræðilega, þá var farið var með Inu May í sýnisferð um suðurland og fékk hún m.a. að sjá Þingvelli, Gullfoss, Geysi, Bláa lónið og einnig bæjarferð um höfuðborgina. Ina May var mjög ánægð með það að fá að ferðast um landið, því það er eitthvað sem hún gefur sér sjaldan tíma til þegar hún kemur i fyrirlestraferðir til annara landa. 0Liósmæðrablaðíð Desember 2003

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.