Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 9
RITRÝND GREIN Fræðsla um fósturskimun og samskipti verðandi foreldra við heilbrigðisstarfsfólk á fyrstu vikum meðgöngu Útdráttur A íslandi stendur öllum verðandi for- eldrum til boða fósturskimun í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu. Aætla má að um 90% barnshafandi kvenna á höfuðborg- arsvæðinu þiggi slfkt boð. Innlendar og erlendar rannsóknir sýna að ákvarð- anataka um fósturskimun er háð ýmsum þáttum og á sér stað snemma í meðgöngu. Því er mikilvægt er vandað sé til fræðslu og upplýsinga um skimunina. í þessari grein er skoðað hvernig verð- andi foreldrar lýstu fræðslu og ráðgjöf sem þeim var veitt um fósturskimun og við hvaða heilbrigðisstarfsfólk þeir áttu samskipti á fyrstu vikum meðgöngu. Um er að ræða eigindlega rannsókn, byggð á viðtölum við 10 verðandi mæður og 10 verðandi feður, sem höfðu ákveðið að þiggja skimun. Viðtölin voru tekin við verðandi foreldra hvort fyrir sig, tvisvar á meðgöngu, samtals 40 viðtöl. Við úrvinnslu var notuð innihaldsgreining. I flestum tilvikum voru fyrstu samskipti mæðrana eftir að meðganga hófst við fæðinga- og kvensjúkdómalækni. í viðtölunum lýstu margir þátttakendur því að lítil áhersla hefði verið á að veita þeim upplýsingar um fósturskimun og í nokkrum tilvikum upplifðu foreldrarnir að um reglubundna rannsókn væri að ræða. Verðandi foreldrar notuðu upplýs- ingasíður á Netinu takmarkað og margir hefðu viljað eiga samræður við ljósmóður eða lækni um fósturskimun. Verðandi feður fengu oftast upplýsingar í gegnum maka. Niðurstöður geta nýst við þróun leiðbein- inga um fósturskimun hér á landi en þörf er á markvissari leiðum til að koma fræðslu um skimunina til skila. Vísbend- ingar eru um að leggja þurfi aukna áherslu á þekkingu fagfólks um fósturskimun. Abstract In Iceland, NT screening is offered to all pregnant women and the uptake is now almost 90% in the capital area. It Dn Helga Gottfreðsdóttir lektor við Hl is of importance that information on fetal screening are designed to benefit prospective parents but studies have shown that the decision to accept or decl- ine screening is affected by interplay of a number of social and medical factors and takes place in early pregnancy. In this paper it is explored how parents describe communication with professionals and information before NT screening. Semi-structured interviews were conducted with ten prospective mothers and ten prospective fathers, who had decided to accept screening, in weeks 7-11 and weeks 20-24 of pregnancy. Interviews were analyzed using content analysis. Almost all women described that the information they received were inadequate although they all experienced their decision as a choice. Some parents experienced the screening as a routine procedure. Only few participants used the Intemet for information and some emphasized that they would have liked to have further discussion with a profess- ional before screening. Prospective fathers were informed by their partner. All the women had met some profess- ional before screening, most often an obstetrician. In general, all the couples’ decisions remained consistent later in pregnancy. A critical examination of the provision of screening needs to take place in the Icelandic context. Women’s and men’s access to resources that impact on opportunities to discuss NT screening need to be improved by multidisciplinary coordination of early pregnancy care. There are indications that professional’s knowledge needs to be improved. INNGANGUR Frá árinu 1999 hefur fósturskimun með samþættu líkindamati verið í boði fyrir konur hér á landi. Þessi skimun samanstendur í dag af nokkrum þáttum; ómskoðun á hnakkaþykkt fósturs, mælingu lífefnavísa í blóði móður, aldri móður og meðgöngulengd. Rannsóknin var þróuð í Bretlandi eftir 1990 og er markmiðið fyrst og fremst að skima fyrir þrístæðum hjá fóstri á 11.-14. viku meðgöngu, aðallega Downs heilkenni (Nicolaides, Heath og Liao, 2000). Skim- unin var fyrst kynnt konum 35 ára og eldri sem annars áttu kost á legvatnsást- ungu en hún náði fljótt vinsældum og árið 2006 var það kynnt í dreifibréfí frá Landlæknisembættinu að bjóða skyldi öllum konum slíka skimun (Landlækn- isembættið, 2006). Markmið með fósturskimun er að finna fóstur með aukna áhættu og gefa verð- andi foreldrum aukið val um áframhald meðgöngunnar (Hildur Kristjánsdóttir og fl., 2008). Með tilkomu nýrra aðferða sem þessarar í upphafi meðgöngu standa verðandi foreldrar frammi fyrir flóknum ákvörðunum sem hafa áhrif langt umfram það sjónarhorn að meðgangan sé lífeðl- isfræðilegt ferli. Hér á ég sérstaklega við fóstureyðingu í kjölfar skimunar eftir að greining á fráviki eins og Downs heilkenni hefur verið staðfest auk þess sem umtals- verður fjöldi kvenna eða um 5.2% fá falsk jákvæðar niðurstöður úr skimprófinu (Nicolaides, Spencer, Avigidou, Faiola og Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.