Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 34
HUGLEIÐINGAR LJÓSMÓÐUR Líf eftir starfslok -hvernig er að fara á eftirlaun? Þetta er spuming sem oft kemur upp, bæði hjá þeim sem reynt hafa og ekki síður þeim sem eiga það í vændum. Það er alveg ljóst að kaflaskil verða í Lífsbókinni. Viðhorfm eru misjöfn. Aðstæður hvers og eins mismunandi. Þar kemur inn fjár- hagur, fjölskylduhagir og fl. Svörin eru því breytileg eftir því hver er spurður. Eg get því aðeins svarað fyrir sjálfa mig. Það er dálítið skrítið - að vera ekki lengur virkur þátttakandi í atvinnulífmu og finna sig að nokkru leyti utanveltu. Þessi tilfinn- ing getur komið upp þó aðdragandi hafi verið nokkur og valið alveg manns eigið. Alla tíð hafði vinnan skipt mig miklu máli. Ekki bara fjárhagslega og félagslega, heldur voru það samskiptin við mína skjól- stæðinga sem voru mest gefandi. Þegar ég gifti mig og eignaðist fjölskyldu hafði ég unnið fulla vinnu - og oft miklu meira - í 14 ár. Eiginmanni mínum þótti sjálfsagt og eðlilegt að ég héldi áfram að starfa utan heimilis, hann hafði fullan skilning á að ég mundi ekki þrífast eingöngu innan veggja heimilisins. Þegar ég, upp úr sextugu, var komin á hina svokölluðu 95 ára reglu var góð tilfínn- ing að geta hætt með 3ja mánaða uppsagn- arfresti og geta farið á eftirlaun. Sérstaklega var þetta hughreystandi þegar mér fannst ég líkamlega kúguppgefin. Svo leið sú tilfinn- ing hjá. En þar kom, að ég fór að hugsa um þetta af alvöru. Þegar vinnufélagar mínir komust að því sögðu sumir - allt að því glað- hlakkalega: „Jæja, á nú að fara að njóta lífsins?" Njóta lífsins! Hafði ég ekki alltaf notið lífsins? Eg vissi ekki betur. Á þessum tíma vann ég almenn ljósmóð- urstörf á sængurkvennagangi. Áður hefði ég verið nærri áratug í stjómunarstarfi og þá fjarri nánu sambandi við skjólstæðinga sem þurftu á hinni víðfeðmu almennu hjúkrun að halda. Deildarvinna sem gefur möguleika á að fylgjast með framvindu hefur alltaf átt vel við mig. Aldrei hef ég samt tekið undir orð þeirra sem segjast hlakka til á hverjum degi að mæta í vinnuna. En það kom oft fyrir að þegar ég að fara í frí, þó ekki væri nema 1-2 daga, að mér fannst miður að geta ekki fylgst með hvemig hinum eða þessum einstaklingnum reiddi af. En nú fór ég að finna að æ erfiðara var að vinna í þeirri skorpu sem oft þurfti, skrokkurinn sagði til sín með stingi hér og þar, slitgigt í fingmm tmflaði við skriftir og fleira, ennfremur fann ég fyrir minnk- andi áhuga á að tileinka mér nýjar aðferðir. Það var greinilega orðið tímabært að hætta störfum. Samt fannst mér uppörvandi að vinna með ungu námsfólki geislandi af áhuga og með miklu meiri fræðilega þekk- ingu heldur en ég hafði. Auðvitað hafði ég María Björnsdóttir Ijósmóðir möguleika á að minnka við mig vinnu og fara í lægra vinnuhlutfall, en ég kaus að halda mig við þessa 80% vaktavinnu sem ég hafði valið mér. Eg hafði fyrir löngu gert mér grein fyrir að það skipti mig máli að halda miklum tengslum við starfið. Minni viðvera gæfi mér ekki þá lífsfyllingu sem ég þarfnaðist. Það tók mig 2 ár að koma mér að því að hætta störfum. Þá var ég búin að koma mér upp tómstundastörfum með þátttöku í tveimur kórum, hafði verið í golfi í nokkur ár og var í leikfimishópi sem er vinkvenna- hópur. Eg vissi því að ég yrði ekki í vanda með að fylla upp í tímann. Ég mundi eiga meiri tíma með fjölskyldunni, ótal vanrækt verkefni voru á heimilinu, t.d. heil glás af myndum sem voru óflokkaðar, ófull- gerð ferðalagaalbúm ofl.,ofl. Ég gerði mér lika grein fyrir að mér mundi finnast nauðsynlegt að hafa eitthvern fastan punkt að miða við og var staðráðin í að bjóða mig fram í sjálfboðaliðastarf hjá Rauða kross- inum. Ekki vildi ég samt gera hvað sem var; heimsóknarstarf eða upplestur var nokkuð sem ég gat hugsað mér. Nokkru eftir starfs- lok lagði ég fram umsókn til Rauða kross- ins í Hafnarfjarðardeild. Svo liðu margir mánuðir áður en ég fékk verkefni og í biðinni fann ég af og til fyrir höfnunartilfinningu. En svo kom að því. Fyrst var það upplestur á Hrafnistu inni á dagstofu fyrir hluta heimilismanna og á svipuðum tíma varð ég heimsóknarvinur hjá konu sem bundin var heima vegna sjúkdóms. Þama fannst mér kominn fastari punktur í tilveruna og leið vel með það. Það kom nefnilega í ljós að þrátt fyrir næg verkefni innan heimilis var ég ódugleg við að fara í þau. Allt það nauðsynlegasta gerði ég auðvitað en þetta „ sem ég ætlaði að gera þegar ég hætti að vinna“ það sat á hakanum. Nú var engin þörf á að vinna í blóðspreng, það sem ekki kláraðist í dag var hægt að gera á morgun - eða hinn. Ég tók mér meiri tíma til innkaupa, skoðaði í hillur í rólegheitum og því um líkt. Dundaði heima við hitt og þetta, hvíldi mig þegar ég taldi þess þörf. Mér liggur við að halda að það hafi tekið mig tvö ár að venjast því að vera eftir- launaþegi. I byrjun fannst mér hálfpartinn að ég þyrfti að afsaka mig yfir að vera ekki útivinnandi. Ég saknaði skjólstæðinga minna úr vinnunni og þeirri endurgjöf sem ég fékk frá þeim. En svo fór ég að fá frelsistilfinn- ingu. Það var gott að geta ákveðið þátttöku í hinu og þessu án þess að hugsa út í hvemig vaktaskýrslan væri, eða hvort einhver gæti skipt við mig. Nú nýt ég þess að geta farið leikfimi, jþga, gönguferðir eða golf þegar mér hentar. Ég eyði töluverðum tíma í að viðhalda skrokknum sem ég tel af því góða. Segi stundum að það sé fullt starf að viðhalda heilsunni. Kórastarf og sjálboðaliðastarf í Rauða krossinum hleður utan á sig, fjöl- skyldunni reyni ég að sinna betur en áður - hvemig sem það tekst nú. Ég er komin á sama stig og margir eftirlaunaþegar sem segjast aldrei hafa meira að gera heldur en nú og ég uni því vel. Hvað mig varðar er skýringin á þessu annríkis fyrirbæri að nokkm leyti sú að ég er seinni að öllu heldur en áður, vinn hægar og hvfli mig oftar. En er það ekki bara allt í lagi ef það truflar engan? Stundum verð ég fúl yfir ódugnaði mínum, en oftast slæ ég um mig með kæruleysi og læt reka á reiðanum. Ekki hef ég enn flokkað myndasafnið mitt! Starfsins sakna ég ekki lengur en er þakk- lát fyrir að hafa stundað starf sem gaf mér lífsfyllingu. Og mikið yljar það mínar hjartarætur þegar einhver kona eða karl tekur mig tali og þakkar fyrir þjónustu fyrir mörgum ámm síðan. Þetta veit ég að margar aðrar ljósmæður þekkja. Nú orðið kann ég vel við þetta lífsmunstur og hef meiri tíma með fjölskyldunni heldur en áður. Ein vinkona mín sagði einhverju sinni að engum með þokkalega heilsu og aðbúnað þyrfti að leiðast að fara á eftirlaun, því það væri svo margt í boði til að taka þátt í. Ég get alveg tekið undir það. Svo þarf hver og einn að finna verkefni og afþrey- ingu við sitt hæfi. Nýlega gerði ég mér grein fyrir að ég hef enn töluvert gönguþol og ég ætla svo sannarlega að notfæra mér það svo lengi sem ég get. 34 Ljósmæðrablaðið - Desember 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.